Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 42
< ;u.*>«mmrtur Krisl irvsM.n SAGA SELFOSS 2. BINIM l'rá 113(1 til 1960 .SisaíSá^iÍÉiiP»- 42 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tvö ný rit eftir pál Skúlason HÁSKÓLIÍSLANDS - HÁSKÓLAÚTGÁFAN - SÍNII 525 4003 Saga Selfoss 2. bindi eftir Gubmund Kristinsson er komin út. Bók þessi fjallar um tímabiliö 1930 til 1960 og segir frá því hvernig byggðin viö Ölfusárbrú varb samgöngumiöstöb og stórveldi í verslun og iðnaði. Skv. bóksölulista Mbl. 8/12 1995 var bókin í 5. sæti yfir bækur um almennt efni. Fæst í bókaverslunum um land allt. Selfosskaupstaður AÐSENDAR GREINAR DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Opið bréf til fé- lagsmálaráðherra VIÐ undirrituð, samstarfshópur foreldra þroskaheftra unglinga, leyfum okkur að færa enn í tal við þig málefni sem við höfum miklar áhyggjur af. Undanfarin ár hefur stofnun skammtímaheimilis fyrir þroskahefta unglinga verið eitt þeirra verkefna sem Svæðisstjóm fyrir málefni fatlaðra í Reykjavík hefur sett efst i forgangsröð sína. Eins og kunnugt er stendur skamm- tímavistun til boða þeim þroska- heftum einstaklingum sem búa á einkaheimilum, þ.e. utan stofnana. Með þessu úrræði er létt álagi af öðrum meðlimum fjölskyldunnar og um leið stuðlað að því að hinn þroskahefti geti búið lengur í heimahúsum en ella væri. Þörfín fyrir nýtt skammtíma- heimili er mjög brýn. Ástandið í Reykjavík í dag er þannig að eitt heimili annast skammtímavistun fyrir einstaklinga eldri en 12 ára. Þar eru 6 pláss sem ætlað er að þjóna aldurshópnum 12 til 67 ára. Þessi hópur er allt of stór til að nokkur kostur sé að sinna lág- marksþörf hans fyrir skammtíma- vistun, og auk þess er mjög óeðli- legt að eitt og sama heimilið sinni svo stóru aldursbili. Þarfir unglinga og fullorðinna eru jafnólíkar meðal þroskaheftra og annars fólks. Á þessu ári virðist loksins fara að rofa til. 20 milljónum króna var úthlutað úr framkvæmdasjóði fatl- Hér skrifa Asta Frið- jónsdóttir, Jón Snorrason og Þorleifur Hauksson um skammtímaheimili fyrir þroskahefta. aðra til kaupa á húsnæði fyrir skammtímavistun í Reykjavík. En við nánari eftirgrennslan reyndist framkvæmdin jafnlangt undan og áður en fjárveiting fékkst. Það var nefnilega ekki gert ráð fyrir rekstr- arfé. Og án tryggingar fyrir því verður ekkert hús keypt. Nú er árið senn á enda og við höfum ótt- ast að fjárveitingin félli niður eða rynni til annarra verkefna ef ekki væri fest kaup á húsnæði fyrir ára- mót. í samtali við fulltrúa hópsins taldir þú þann ótta ástæðulausan. Nú þegar ætti að fara að hilla undir framkvæmdir komumst við að því að þær verða varla að veru- leika fyrr en unglingamir okkar eru komnir á sjötugsaldurinn. í fyrsta Iagi finnst ráðuneytismönnum að það þurfti að byggja húsið enda þótt mikið af stórum húseignum sé á markaði í borginni. Við fullyrðum að vel megi finna húsnæði sem laga megi að þörfum fatlaðra. Og þá er það rekstrarkostnaðurinn. Ef kaupa á húsnæði hlýtur að vera gert ráð fyrir starfsemi þar innan veggja og fjárveitingu til hennar á næstunni. Við höfum gert tillögur um að brúa bilið til bráðabirgða með þvi að fá rekstrarfé úr framkvæmdasjóðnum af þeim lið sem merktur er frekari | liðveislu, enda vitum við dæmi þess að veitt hafi verið úr þeim lið tíma- bundið til að leysa vanda. Við hljót- * um því að árétta þá beiðni og förum jafnframt fram á að okkur sé leyft að kanna húsnæðismarkaðinn í leit að heppilegri staðsetningu þessa heimilis. Dýrustu leiðimar í bygg- ingaframkvæmdum eru ekki alltaf þær bestu. Opinberir aðilar mega heldur ekki setja sér reglur sem eru beinlínis til þess ætlaðar að koma I i veg fyrir eða hindra um ófyrirsjá- ú anlega framtíð knýjandi verkefni. i Enginn vafí er á því að skamm- tímavistun er þjóðfélagslega hag- kvæm úrlausn. Þetta er þjónusta sem gerir fleiri fjölskyldum kleift að hafa þroskaheftan einstakling lengur heima. Það er ódýr kostur og sá sem flestar fjölskyldur kjósa. Of lítið framboð af þessari þjónustu leiðir til þess að fólk gefst fyrr upp, sem aftur leiðir til enn meira álags og kostnaðar fyrir bæði heil- brigðis- og félagsmálakerfið. | Við heitum nú á þig sem æðsta yfirmann þessara málaflokks að sjá til þess að fjárveitingin hverfi ekki í súginn og henni verði fylgt eftir með raunverulegum framkvæmd- um. Með vinsemd og virðingu. Asta er starfsmaður Landssam- takanna Þroskahjálp, Jón erfram- kvæmdastjóri og Þorleifur er ís- lenskufræðingur. Taka verður heilbrigðis- málin nýjum tökum. Hjálmar Jónsson segir vandann og viðfangs- efnin meiri en svo að hægt sé að búast við því að þau leysist með svolítið meiri fjárveitingum. að leggja, s.s. læknisfræðin, sið- fræðin og heimspekin. Við verðum að horfast í augu við það að for- gangsröðun á sér nú þegar stað í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki farið að ræða um þetta opinskátt er hætt við að hending ráði á köflum auk þess sem allt of mikil ábyrgð er þá lögð á herðar einstökum aðilum. Spurningin er um það hvaða mælikvarði forgangs er siðferði- lega réttur og niðurstaðan kemur til með að endurspegla siðferðileg viðhorf þjóðarinnar. En til þess þarf umræðan að koma upp og rökin að koma fram frá öllum hlið- um. Slíkar umræður hafa farið fram víða á Vesturlöndum undan- farin 10-15 ár. M.a. er fjallað um það hvort hægt sé að krefjast þess af samfélaginu að sá sem gerir allt til að eyðileggja heilsu sína fái fullkomnustu heilbrigðisþjónustu. Hér á landi er fyllilega tímabært að undirbúa einkarekinn valkost. Tækin og tæknin eru til og vel má hugsa sér vaktaskipti við að- gerðir, en nú má fólk ekki borga sig út af biðlista þótt það hefði engin áhrif önnur en þau að listinn styttist og biðtími allra um leið þar sem einkarekni kosturinn yrði tek- inh upp utan hefðbundins vinnu- tíma. Raunar má segja að einka- rekni kosturinn sé þegar fyrir hendi á ferilverkagrunni en þar er nauðsyn á samræmingu milli stofnana og innan stofnana. Um- ræða á nýjum nótum um heilbrigð- isþjónustuna í landinu er með brýn- ustu viðfangsefnum að hefja. Það er verkefni allra landsmanna. Höfundur er alþingismaður. andlegri, likamlegri og félagslegri heilbrigði." Þetta er ekki gert. Því miður er orðið útilokað að veita þá þjón- ustu og við munum fjarlægjast það markmið á komandi árum. Bilið breikkar jafnt og þétt milli þeirrar þjónustu sem ríkið getur greitt fyrir og þeirrar þjónustu sem verð- ur í boði. Einu gildir hversu velvilj- að og skilningsríkt fjárveitinga- valdið getur verið. Hægt væri að veija öllum tekjum ríkissjóðs í heil- brigðisþjónustu án þess að þörfín væri uppfyllt nema um skamman tíma. Margar ástæður liggja til þess og nefni ég nokkrar: Meðferðarkostirnir verða sifellt fleiri, flóknari og dýrari þar sem tækninni fleygir fram og þekking og færni gera ótrúlegustu hluti mögulega. Sérfræðingar hafa sagt mér að tæknilega væri hægt að leggja árlegan rekstrarkostnað sjúkrahúss í meðferð örfárra sjúkl- inga, jafnvel í einn sjúkling undir HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTAN og heil- brigðiskerfið er á tímamótum. Ekki verður haldið áfram öllu lengur án þess að taka málin nýjum tök- um. Vandinn sem við er að fást er ekki vilja- og skilningsleysi stjórnvalda, skipulags- og stjómunarvandi innan sjúkrastofnana eða slíkar ástæður. Viðfangsefnin eru miklu meiri en svo að þau verði leyst með meiri skilningi eða betri rekstri þótt vafalaust megi þar betur gera. Lausnirnar eru ekki á færi stjórnenda einna. Fjárveitingar til heilbrigðismála eru gífurlega miklar og þær auk- ast ár frá ári. Við hvetju má búast á næstu árum og áratugum? Er líklegt að jafnvægi komist á milli þjónustuþarfar og fjármagns til rekstrar. í lögum nr.59/1983 seg- ir: „Allir landsmenn skulu eiga kost á þeirri fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hveijum tíma eru tök á að veita til verndar vissum kringumstæð- um. Kostað getur milljónatugi að lækna einn sjúkling. Greini- mark sjúkdóma er orð- ið miklu lægra en var. Strangt tekið getur sérhver röskun á að- lögun einstaklingsins að umhverfinu talist sjúkleg. Aldursskipt- ingin i íslensku þjóðfé- lagi breytist eins og víðast hvar á Vestur- löndum. Sjálfvirkur útgjaldaauki hér á landi er af þessum sökum á annan millj- arð króna á ári. Af framantöldu er ljóst, þótt langt sé frá að um tæmandi upp- talningu sé að ræða, að taka verð- ur heilbrigðismálin nýjum tökum. Vandinn og viðfangsefnin eru meiri en svo að hægt sé að búast við því að þau leysist með svolítið meiri íjárveitingum. Á vettvangi stjórnmálanna þarf að taka málin upp með nýjum hætti og greina hvaða kostir eru í stöðunni. Ymsar fræðigreinar hafa þar til málanna Hjálmar Jónsson i miv/ntutni ÚRSMÍÐAMEISTARI elAUCAVEGI 15-101 REYKJAVlK SlMI 552 8555 Fagleg ráðgjöf og þjónusta. Heilbrigðisþj ónusta á tímamótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.