Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 33

Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Meira en milljón gefins! LANGAR þig að vita hvernig þú getur gefið (barna)barninu þínu meira en milljón án þess að það kosti þig eyri? Ef svo er skaltu lesa áfram. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsöm að eiga þess kost að kynna mér aðferðir í móðurmálskennslu í Bandaríkjunum. Þar hafa nýlegar rann- sóknir leitt í ljós að gildi þess að lesa fyrir ung börn er enn meira en áður var talið. Ef lesið er .fyrir börn á hverju kvöldi frá því að þau eru nógu gömul til að skoða mynd- ir þar til skólaaldri er náð jafnast það á við að minnsta kosti þúsund kennslustundir í móðurmáli. Barn, sem farið hefur á mis við þessa reynslu, þarf því að fá þúsund aukatíma til að standa jafnfætis „bókvönum“ bekkjarsystkinum. Ekki er óalgengt að greiddar séu þúsund krónur fyrir aukatíma. Það mundi því kosta heila milljón að reyna að bæta upp lestrarleysið. Hvað ætli barnið yrði mörg ár að fara í alla þá aukatíma þótt kennt væri flesta virka daga ársins? Og hversu mikið lesefni skyldi fara forgörðum meðan þessari færni væri náð? Þegar lesið er fyrir ung börn býr það þau ekki aðeins undir lestr- arnám heldur öðlast þau orðaforða og tilfinningu fyrir byggingu rit- smíða, þau læra um gerð setninga, málfræði og stíl: Þau læra „bók- mál“. Það sem síast inn í þau alger- lega fyrirhafnarlaust á fyrstu árum ævinnar er hægara sagt en gert að bæta þeim upp á unglingsárum. Þegar þau koma í framhaldsskóla og geta mörg hver hvorki tjáð sig munnlega né skriflega er of seint að bjóða þeim að lesa fyrir þau Litlu, gulu hænuna. Ekki alls fyrir löngu hlustaði ég á segul- bandsupptöku þar sem ólæsri fimm ára gam- alli stúlku var fengin myndabók án nokkurs texta og hún beðin að „lesa“ fyrir dúkkuna sína. Fyrir þetta barn hafði verið lesið á hveiju kvöldi nánast frá fæðingu. Það gleddi mig ósegjan- lega ef nemendur mín- ir í menntaskóla hefðu jafnnæma tilfinningu fyrir ritmáli og stíl og þessi fimm ára gamla telpa. Henni datt greinilega ekki ann- að í hug en að segja brúðunni sinni söguna á því bókmáli sem hún var Lesið fyrir börnin ykkar, segir Ragnheiður Briem, og byggið upp fyrir skólagöngu. sjálf vön að heyra og byijaði á hefðbundnu „Einu sinni var ...“ Hún notaði orðaröð og orðaforða sem sjaldan heyrist í talmáli, síst í máli ungra barna: Þau sáu kast- ala í fjarska. Og þau fóru inn til að sjá hvað væri handan við kast- aladyrnar. Hún byggði upp stíg- andi og gætti þess að hafa rúsín- una alltaf á sínum stað í pylsuend- anum: Þar fundu þau bak við stig- ann . . . dreka. Þar lá í leyni . . . dreki. Eg held að flestir íslendingar trúi því staðfastlega að þeir leggi meiri rækt við móðurmálið en flest- ar aðrar þjóðir. Þó er það stað- reynd að Bandaríkjamenn eyða mörgum sinnum meira púðri í móðurmálskennslu en við gerum. Við erum orðlaus af hrifningu yfir því hvað börnin okkar læra mikið í ensku af öllu sjónvarpsgláp- inu en gleymum því að þetta ger- ist á kostnað móðurmálsins nema þar hafi þegar á unga aldri mynd- ast traustur grunnur. Bróðir minn, sem hefur verið búsettur erlendis meira en tuttugu ár, notar Vífilsstaðavagninn að staðaldri í árlegum heimsóknum til landsins og hefur gott tækifæri til að hlýða á tal æskufólks í Garðabæ í skólabílnum. Hann hafði orð á því við mig að sér fynd- ist málfar unglinga hafa breyst mikið með árunum. Nú töluðu þeir mest í setningarbrotum og upp- hrópunum. Sömu sögu hef ég að segja af mörgum nemendum mínum. Þeir byija á setningum og bíða svo eft- ir að kennarinn botni þær fyrir þá. Ef ég átta mig ekki nógu vel á því hvað þeir eru að reyna að segja og bið um framhald er svarið oftar en ekki: „Æ, þetta skiptir ekki máli.“ Þeir treysta sér hreinlega ekki til að tjá hugsanir sínar í orð- um. Skólakerfið er lengi að taka við sér og ef til vill álíta ráðamenn að við kennarar förum með iíeipur þegar við látum í ljós áhyggjur okkar vegna ískyggilegrar þróunar í málfari ungmenna. En við þurfum ekki alltaf að bíða eftir því að „kerfið" komi til skjalanna. Eins og allir vita byggist skóla- nám að miklu leyti á lestri, ritun og munnlegri tjáningu. Þeir sem vilja auka líkurnar á velgengni barna sinna á menntabrautinni síð- ar meir ættu sem oftast að taka þau á hné sér og lesa, lesa, lesa. Þannig gefa þeir börnunum ekki einungis ómetanlegt veganesti tal- ið í krónum heldur eiga með þeim ánægjustundir sem að öllum líkind- um verða dýrmætar perlur í endur- minningum þeirra til æviloka. Aðalheimild: Victoria Purceil-Gates: Three Levels of Understanding about Written Language Acquired by Young Children Prior to Formal Instruction. Höfundur er gistifræðimaður við Harvardháskóla. Ragnheiður Briem Enn um neyðarnúmer NU ERU bráðum liðin 10 ár frá því að ég lagði fram í borgar- ráði tillögu um sam- ræmt neyðarnúmer í Reykjavík, en það var 22. júlí 1986. Megintil- gangurinn var að al- menningi yrði veittur aðgangur að slökkvi- liði, almannavörnum, lögreglu og sjúkrabif- reið með einu síma- númeri. Með þessu átti að auka öryggi borgar- anna og bæta neyðar- þjónustu í borginni. Síðan hafa margar ár Katrín Fjeldsted sem þarf að ná í lög- reglu eða slökkvilið. Á milli þessara aðila þurfa að vera glögg skil, enda starfssvið, ábyrgð og bakgrunnur gjörólíkur. Lögregla og slökkviliðið þurfa að vera í broddi fylkingar í neyðarþjónustu við almenning, þegar um slys, líkamsárás eða eldsvoða er að ræða. Þar má ekki hafa ófag- lærða milliliði eins og nú virðist standa til. Það er óviðunandi þeg- ar fela á fólki án runnið til sjávar. Lög voru sett á Alþingi í febrúar á þessu ári og á neyðarnúmerið 112 að gilda frá áramótum, en það er sameiginlegt EES númer. Hagsmunir almennings Grundvöllur að góðri samræmdri neyðarsímsvörun er að sjálfsögðu að fagmennska sé höfð í fyrirrúmi og að öllu, sem lýtur að öryggi borgaranna, sé stjórnað af opinber- um aðilum, þannig að hagsmunir almennings séu eina leiðarljósið. í lögum um samræmda neyðarsím- svörun nr. 25/1995, 3. grein, segir, að dómsmálalráðherra sé heimilt að semja við opinberar stofnanir, sveitarfélög og einkaaðila um fyrir- komulag, íjármögnun og þátttöku í slíkum rekstri. reynslu, og með nokkurra vikna námsskeið að baki, umsjón með neyðarkerfinu í stað þaulreyndra Lögregla og slökkvilið þurfa að vera í broddi fylkingar í neyðar- þjónustu við almenn- ing. Katrín Fjeldsted skorar á ríkisstjórn að endurskoða það fyrirkomulag, sem nú er í farvatninu. Deilur einkaaðila Að undanförnu hafa innbyrðis deilur milli einkaaðila sett mark sitt á umræður um neyðarnúmer, og sætir það furðu ef opinberir aðilar hafa í raun framselt öryggi almennings til hagsmunaaðila. Sjálfri finnst mér starfsemi öryggis- fyrirtækja og Slysavarnafélags ís- lands afar mikilvæg I okkar þjóðfé- lagi, en verkefni þeirra eru að mínu viti gjörólík því, sem neyðarnúmer á að þjóna. Eg sé ekki nauðsyn á slíku sam- krulli, hvað þá að öryggisfyrirtækin eða slysavarnafélagið, með fullri yirðingu fyrir þeim, eigi að stjórna neyðarsímsvörun fyrir fólk í neyð. fagmanna í slökkviliði og lögreglu, sem nú sinna þessu verkefni; þá versnar þjónustan og öryggi borg- aranna er stefnt í hættu. Áskorun til stjórnvalda Aðild einkaaðila er mér þó alls eki þyrnir í augum, en þeir eiga að vera í algjöru aukahlutverki en ekki aðalleikarar. Ég skora því á ríkisstjórn og borgaryfirvöld að endurskoða’það fyrirkomulag, sem nú er í farvatninu. Neyðarvaktin verði í viðbyggingu við Slökkvistöð- ina, en alfarið á ábyrgð slökkviliðs og lögreglu. Höfundur er læknir. V Nýkomin: ^ Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. Qvirka •:Aí MÖRKINNI 3 *.ý (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) Jólagjöf golfarans Hálfsett með poka Heilsett Heilsett Graphite Golfpokar í úrvali Púttarar í úrvali Golfkerrur Golfskór Regngallar í úrvali frá kr. 12.850 frá kr. 26.620 frá kr. 39.870 frá kr. 3.422 frá kr. 1.680 frá kr. 5.630 frá kr. 3.480 frá kr. 13.865 Ýmsar aðrar gjafavörur í úrvali. Ath. 10% afsl. af öllum vörum i desember, einnig af póstkröfum. GOLFVÖRUR SF. lyngásl 10, GarOabæ, síml 5651044. Líf ocr list fjölbreytileg Ustaverk myndir - keramik Opið kl. 12-18 virka daga, sími 567 3577, Stangarhyl 7. ATHUGIÐ! Tvöfóld flýtifyming efkeypt er fyrir áramót Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 vcladcild sími 525 8070 ATHAFNAMENN! Notaðar vinnuvélar og tæki á sérkjörum frain til áramóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.