Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um Reykjavíkurflugvöll SKIPTAR skoðanir eru um völl- inn, staðsetningu og skipulag. Rætt hefur verið um hvort flytja eigi allt einka-, kennslu-, leigu- og innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur, eða hvort byggja eigi nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur. Það er ekki raunhæf lausn sökum kostnaðar og um- hverfisaðstæðna. Það er ekki rétt- lætanlegt að eyðileggja 54 ára uppbyggingu vallarins. Undirrit- aður er því algerlega ósammála að. flytja allt flug til Kefiavíkur éða að byggja nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur. Kostir Kostimir eru ekki margir. Það sem helst stendur í vegi er kostn- aður. Vissulega væri gott að geta rekið allt flug frá einum flugvelli í nágrenni höfuðborgarinnar. Kostnaður vegna reksturs Reykja- víkurflugvallar gæti gengið til reksturs Keflavíkurflugvallar. Keflavíkurflugvöllur er ekki full- nýttur í því horfí sem nú er. Hins vegar er svo spurning hvort æski- legt sé að fullnýta Keflavíkurflug- völl sem upphaflega var byggður sem herflugvöllur. Hemaðarflug gengur ekki með öðm flugi riema í þeim litla mæli sem nú er. Ein forsenda reksturs vallarins er vera hersins hér sem greiðir hundruð milljóna á ári til hans. Kostnaður íslenska ríkisins við Keflavíkur- flugvöll takmarkast við launa- kostnað starfsmanna Flugmála- stjórnar. Hann var 122.470 þús. kr. árið 1994. íslenska ríkið réði ekki við reksturinn án hersins. Þeir 300 þúsund flug- farþegar, sem komu til Reykjavíkur 1994, vilja, segir Matthías Arn- grímsson, að flugvélin lendi í Reykjavík. Yrði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur gætu farþegar utan af landi á leið til útlanda farið nánast beint milli flugvéla í stað þess að fara með rútu á milli REK og KEF. Gallar Kostnaður við flutning innan- lands-, leigu-, einka- og kennslu- flugs til Keflavíkur, eða byggingar nýs flugvallar í nágrenni Reykja- víkur, er of mikill og felst m.a. í eftirfarandi: 1) Kostnað við flutning allra fyrirtækja er starfrækt em á vell- inum yrði Reykjavíkurborg að greiða, sem og kostnað vegna bygginga sem þyrfti að reisa yfir fyrirtækin hvort sem flutt yrði til Keflavíkur eða byggður nýr völl- ur. Sem dæmi má nefna að flug- brautin að Egilsstöðum kostaði um einn milljarð. Einnig þarf að meta kostnað við flughlöð, flugskýli, flugstöðvar, flugtum, slökkvistöð, vegagerð, blindaðflugstæki og gíf- urlega jarðvegsvinnu. Þá á eftir að gera Vatnsmýrina byggingar- hæfa og útrýma vatnsbúskapnum og griðlandi fuglanna. Ef Reykja- víkurborg vildi byggja á flugvallarlandinu þyrfti að greiða fullt verð fyrir byggingar og eignir á vellinum. Sum fyrirtæki myndu eflaust mótmæla og þyrfti þá að koma til eignamáms af hálfu yfirvalda. Það væri í raun eina leiðin til að tryggja hinum brott- reknu fyrirtækjum fullar skaðabætur. Hvernig ætti svo að bæta hinn viðskipta- lega skaða? Sam- kvæmt bmnabótamati Fasteignamats rík- isins er heildarverðmæti bygginga Flugmálastjórnar á Reykjavíkur- flugvelli 818.571.000 krónur. Þá á eftir að telja mannvirki í eigu einkaaðila, t.d. stóra flugskýlið í eigu Flugleiða og flugskýlin í Fluggörðum þar sem um 75% einkaflugvéla í Reykjavík eru geymd. Þar má eflaust bæta við 400 milljónum. Gróft verðmat á nýjum flugvelli er því um eða yfir 5 milljarðar króna, lágmark. 2) Ef flutt yrði til Keflavíkur myndi Reykjavíkurborg missa hin góðu efnahagslegu áhrif sem af vellinum em. 3) Aukinn ferðakostnaður bætist á flugfarþega sem ferðast milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. 4) Flugskóli íslands yrði að flytja aftur til Keflavíkur á ný. Skólinn var Iengi starfræktur í tengslum við Ijölbrautaskóla Suð- urnesja en var síðar fluttur til Reykjavíkur þar sem mestallt verklegt flugnám til atvinnu- flugprófs hefur farið fram. 5) Einkaflugmönn- um myndi fækka þar sem fáir gætu sætt sig við að þurfa að aka í 40 mínútur. Ekki má gleyma þeim tekjum er Flugmálastjórn og ríkið yrðu af. 6) Rekstrarkostn- aður flugdeildar Landhelgisgæslunnar myndi hækka og tafír aukast vegna ijar- lægðar. Öryggismál Undanfarin 10 ár hafa sex manns látist í flugslysum á og við Reykjavíkurflugvöll. Þar af létust þrír í slysinu við Hringbraut. Þar var á ferðinni ólofthæf flugvél með sérstakt feijuleyfí. Tvisvar á und- anförnum tíu ámm hafa flugvélar farist í Skeijafirði og einn látist í hvort skipti. 1993 gekk hlaðmaður í loftskrúfu flugvélar og lést. Þetta eru samtals 4 slys. Önnur óhöpp gerast innan flugvallargirðingar- innar, t.d. flugvélum er ekið á eitt- hvað, hjól gefa sig og slík slys urðu engum að fjörtjóni og urðu ekki í aðflugi eða brottflugi. Sam- kvæmt ársskýrlu flugslysanefndar hafa frá árinu 1920 11 látist í flug- slysum á Reykjavíkurflugvelli. Hvað ætli margir hafí látist í umferðinni í borginni á sama tíma- bili? Það er furðulegt að nokkur Matthías Arngrímsson vilji einka- og kennsluflug burt, því engin einshreyfils flugvél hefur misst afl yfír borginni í fjölda ára. Kennslu- og einkaflug er 80% umferðarinnar um völlinn. Öryggi þeirra er því með því besta. Flug- völlurinn er vel hannaður og stað- settur flugtæknilega séð. Flugleið- irnar að og frá vellinum eru skipu- lagðar þannig að sem styst sé flog- ið yfír byggð. Það sjá allir sem fylgst hafa með flugumferð. Árið 1994 vora flugtök og lendingar á Reykjavíkurflugvelli 74.039. Mið- að við þann gífurlega fjölda er slysatíðni svipuð, ef ekki lægri en í öðrum löndum. Dæmi: Ájáð 1994 voru slys tengd einkaflugi í Nor- egi 88,9 pr. 100.000 flugtíma, en á Islandi voru þau 45,6 pr. 100.000 flugtíma. M.ö.o. nær helmingi færri. NA/SV brautin Sú nefnd er vann áhættumat vegna vallarins á árunum ’88 - ’91 lagði til að hætt yrði notkun á NA/SV braut og henni lokað vegna þess að sú braut sé stutt, óupplýst og án allra flugleiðsögu- tækja, aðflug sé yfir þéttbýlt svæði og Landspítalinn rétt við aðflugs- ferilinn. Miðað við þann flugvélakost sem hér er, er lengd brautarinnar ekki vandamál. Að hún sé óupp- lýst er heldur ekki vandamál, því þar sem ekki eru flugleiðsögutæki þarf sjaldan lýsingu þar sem brautin er aðeins notuð við sjón- flugsskilyrði. Brautin er ekki not- uð nema brýna nauðsyn beri til, t.d. ef vindur er það sterkur úr ákveðinni átt að flugvélar ráði ekki við að lenda á annarri braut. Það gerist sjaldan. Þessi braut hefur eitt fram yfir aðrar brautir vallarins: 300 metra langur kafli upphaflegu brautarinnar sem Með leyfi, er ekki hægt að lyfta umræðunni á hærra plan? í BLAÐAVIÐTALI sem birtist nýlega við Jón Sigurðsson banka- stjóra og fyrrverandi ráðherra kom fram að aðilar vinnumarkaðs hefðu lagt gmnn að þeim efna- hagsbata sem orðið hefur að und- anförnu með ábyrgum kjarasamn- ingum frá 1990. Með því hafí ver- ið tryggður sá stöðugleiki sem hefur ríkt í íslensku efnahagslífí. Hann hrósaði verkalýðsleiðtogum fyrir að þeir hefðu áttað sig á að þessi leið gæfi launþegum raun- hæfar kjarabætur.T’essi ummæli em athyglisverð ef litið er til um- ræðunnar að undanfömu. Þingmenn fengu í haust launa- hækkun langt umfram það sem aðrir launþegar fengu fyrr á ár- inu, auk þess að þeir hafa fengið umtalsverðar launahækkanir um- fram aðra landsmenn síðan 1988. Þessa Iaunahækkun hafa þeir síð- an varið m.a. með því að halda því fram að það sé getu- og til- gangsleysi verkalýðsfélaga að kenna að launafólk hafi ekki fengið meiri launahækkanir, verkalýðsrekendur starfi í ein- Umræðan sýnir vel, segir Guðmundur Gunnarsson, hversu ábyrgðarlausir stjóm- málamenn eru í að- gerðum og kostulegri hundalógik. angraðri veröld gegn hagsmunum félagsmanna. Kjaradómur og fjármálaráðuneyti réttlæta launa- hækkanimar með útreikningum þar sem staðreyndum er hagrætt eða sleppt eftir hentugleikum, starfsaldurshækkunum er m.a. staflað ofan á umsamdar launa- hækkanir og þannig fundnar út forsendur til hækkunar launa æðstu ráðamanna umfram aðra landsmenn. Ef launþegar hefðu sótt sömu launahækkanir þá væri stöðugleiki í íslensku efnahagslífi horfinn. Mörg verkalýðsfélaganna hafa fulla burði til þess að sækja þær, en félagsmenn þeirra hafa á fundum frekar kosið að halda í stöðugleikann og lækkandi vexti en fá yfir sig þær kollsteyp- ur sem við bjuggum við á árunum fyrir 1990. Samkvæmt tölum frá Kjararann- sókn þá hafa verka- lýðsfélögin og félags- menn þeirra með þess- ari ábyrgu afstöðu sinni aukið kaupmátt meir á tímum þjóðar- sáttar en hann hafði aukist næstu 25 ár þar á undan. Á þeim tíma bjuggu nágrannalönd okkar við stöðugt verðlag og juku kaupmátt sinn jafn og þétt um 1 - 2% á ári, á meðan við bjuggum við gífurlega verðbólgu, lagt var í hveija fram- kvæmdina eftir aðra sem engum arði skilaði, framkvæmd var eignaupptaka á öliu sparifé, kaup- máttur jókst ekkert þrátt fyrir kjarasamninga upp á tuga pró- senta kauphækkanir. Við upphaf þjóðarsáttar voru nágrannar okkar komnir vemlega fram úr hvað varðar kaupmátt, íslensk fyr- irtæki vom komin að fótum fram og öllum var orðið ljóst að þangað var engar raunhæfar Iauna: hækkanir að sækja. í dag em þær aðstæður að skapast að fyrir- tækin em risin á fæt- ur, farin að fram- kvæma og ráða nýtt starfsfólk. Það er að skapast möguleiki á raunhæfum kaup- hækkunum og laun- þegar eiga helgan rétt á þeirri uppskeru sem þeir sáðu til. Verði farin sú leið sem stjómmálamenn fóra nú í haust og era að reyna að veija þá glutmm við fljótt niður þeim árangri sem við höfum þó náð á tímum þjóðarsáttar og náðum nú. Við eram farin að draga á félaga okkar á Norðurlöndum og eigum að geta náð enn lengra í næstu kjarasamningum. Sú umræða sem farið hefur fram á undanförnum vikum sýnir landsmönnum vel hversu ábyrgð- arlausir stjórnmálamenn eru í að- gerðum og kostulegri hundalógik sem koma málinu ekkert við. Fréttamenn láta þá komast upp með að slá fram órökstuddum full- yrðingum. Annað samskonar dæmi fengum við nú um helgina, þar sem fyrrverandi ráðherra lýsir því yfir með rökum reiknuðum út í fjármálaráðuneyti, að starfsmenn ASÍ hafí unnið sér það til saka að hafa greitt í lífeyrissjóð opin- berra starfsmanna frá 1950 - 1990 og eigi þar inni skuldbindingar upp á 75 millj. kr., inngreiðslur laun- IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ISYAi-BORGA'H/F. HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Guðmundur Gunnarsson þega og vinnuveitenda em ekki uppreiknaðar og dregnar frá, kannski er það óviljandi. Kannski er það einnig óviljandi að ekki er minnst á hver var orsök þessa í upphafí, og það sem er alvarleg- ast: ekki er minnst á að ASÍ þarf að greiða mismun á inngreiðslu og skuldbindingu, ekki ein króna kemur úr ríkissjóði. Þessi málsmeðferð sýnir okkur vel á hvaða plani stjómmálamenn ræða málin. Leikurinn er hafínn, fjölmiðlar birta þetta með stóm letri á besta stað. Tilgangurinn er augljós, ráðherrar og þingmenn ætla enn einu sinni að koma sér undan því að ræða kjarna máls- ins, fáránleika opinbera lífeyris- sjóðakerfísins, og maður tali nú ekki um ósvífinn rekstur lífeyris- sjóðs ráðherra. Mér hefur undanfarnar vikur oft komið í hug snjöll ummæli nóbelsskáldsins okkar ástkæra í Innansveitarkróníku: „Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, íjármunarökum varla held- ur, en þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít sem ekki kemur málinu við, en verði skelf- ingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna málsins". Sumir leiðtogar verkalýðsfélag- anna hafa fallið í gryfjuna með stjórnmálamönnunum og hamast við að veija sig. Það er gert með því að níða niður félaga sína og væna þá um dugleysi. Fréttamenn taka undir það og kætast yfir því að nú standi verkalýðshreyfíngin veik og margklofín. Þeir fara ham- föram og taka ítrekað viðtöl við takmarkaðan hóp forystumanna með það markmið eitt að vopni að reyna að færa sönnur á þetta. Ég ætla að vitna aftur til þjóð- skáldsins okkar: „Með leyfi, er ekki hægt að lyfta umræðunni á hærra plan?“. Höfundur er form. Rafiðnaðar- sambands íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.