Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar fyrir íslenska flugstj órnarsvæðið Fullt öryggi en dregur úr hagkvæmninni VIÐBÚNAÐARÁÆTLUN flugmála- stjómar var kynnt í gær og henni verður hrundið í framkvæmd um ára- mótin semjist ekki áður við þá 82 flugumferðarstjóra sem sagt hafa upp störfum. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri segir að áætlunin komi ekki niður á öryggi í flugi en dregið geti úr hagkvæmni flugrekenda vegna þess að flugvélum verður beint inn á ákveðna flugferla þar sem þeim verð- ur ekki leyft að breyta fiughæð nema brýna nauðsyn beri til. Það getur leitt til aukinnar eldsneytisnotkunar. As- geir Pálsson, framkvæmdastjóri flug- umferðarþjónustunnar, segir að hægt Flugmálastjórn segir að fyllsta öryggis verði gætt í viðbúnaðaráætl- un sem kynnt var í gær. GuðjónGuð- mundsson kynnti sér áætlunina og viðhorf flugmanna og flugum- ferðarstjóra til málsins sé að færa rök fyrir að svo fastmótað flugumhverfi og gert er ráð fyrir í úthafsfluginu í viðbúnaðaráætluninni sé enn öruggara en það umhverfi sem menn búi við nú. Aætlunin hefur verið kynnt al- þjóðasamtökum flugmanna og flug- umferðarstjóra. Samráð hefur verið haft við Alþjóðaflugmálastofnunina og flugumferðarstofnun Evrópu. um gerð viðbúnaðaráætlunarinnar. Gerðar hafa verið prófanir á viðbún- aðaráætluninni í tölvuhermi og verða frekari prófanir gerðar til að finna þau áhrif sem áætlunin hefur á af- komu flugrekenda. Lítið álag Settir verða upp þrír flugferlar sunnarlega á íslenska flugstjórnar- svæðinu sem Ásgeir Pálsson, fram- kvæmdastjóri flugumferðarþjón- ustunnar, segir að líkist því úthafsfer- lakerfí sem notað er í dag á Norður- Atlantshafinu. Þijár flughæðir, 33 þúsund, 35 þúsund og 37 þúsund fet, verða í vesturátt á tveimur syðstu dagferlunum, þ.e.a.s. frá kl. 9.30-18, en á nyrsta dagferlinum, í 37 þúsund feta hæð, verður aðeins leyfð umferð í austur. Umferð frá Skandinavíu verður beint eftir ákveðnum ferlum inn á þessa þijá meginferla. Ásgeir segir að með þessu móti sé mjög lítið álag á fiugumferðarstjóminni þar sem ekki er breytt um ferla eða flughæð- ir. Breyting á flughæðum er ekki leyfíleg nema vegna brýnna ástæðna. Lengdaraðskilnaður milli flugvéla á ferlunum verður tvöfaldaður, úr tíu mínútum upp í 20 mínútna aðskilnað. Það er gert til þess að tryggja réttan aðskilnað þegar farið er út úr íslenska flugstjómarsvæðinu og til að minnka álag á flugumferðarstjóra. Flugvélar á leið frá Norður-Amer- íku til Evrópu fljúga á svokölluðum næturferlum, frá kl. 23-6, sem eru aðrir enda flugumferðin minni á þeim tíma. Ekki þarf að hindra flug frá kl. 18 til kl. 23 og einnig frá kl. 6-9.30. Aðliggjandi flugstjórnarmið- stöðvar, þ.e. í Noregi, Skotlandi og Kanada, raða flugvélum með tvöföld- um aðskilnaði inn á ferlana á ís- lenska flugstjómarsvæðinu. Flugvélar sem fljúga fyrir neðan þotuhæð mega fljúga óhindrað en þó í jöfnum hæðum í vestur, en ójöfn- um hæðum í austur. Flugumferðarstjóm í innanlands- flugi breytist úr því að vera stjórnað loftrými í loftrými þar sem upplýs- ingaþjónusta er veitt. Ásgeir segir að lítið sé dregið úr öryggi með þessu og slík upplýsingaþjónusta sé mjög algeng í nálægum löndum. Um 20 flugvélar sinna öllu innanlandsflugi á Islandi og sagði flugmálastjóri að í mesta lagi 6-7 flugvélar væru á lofti í einu í blindflugi. Einkaflugvél- ar fljúga yfirleitt alltaf sjónflug. Flugmálastjóri sagði litlar líkur á að flugumferð á íslenska flugstjóm- arsvæðinu drægist saman vegna áætlunarinnar. Flugumferð sé í lág- marki um þetta leyti árs og ástandið tímabundið. Einhver aukning yrði á eldsneytisnotkun og stundum lengd- ust flugleiðir um nokkrar mínútur. Annað mat flugumferðarstjóra Mat flugumferðarstjóra er að verulega dragi úr flugumferð á ís- lenska flugumstjómarsvæðinu, eða um allt að helming, meðan áætlunin er í gildi. Karl Alvarsson sem á sæti í samninganefnd Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að neyðar- ástand það sem sé að skapast sé til- búið vandamál stjómvalda. „Það átti aldrei að leysa þessa deilu og það átti aldrei að ræða við flugumferðar- stjóra." Með því að framlengja upp- sagnarfrest aðeins 32 flugumferðar- stjóra hafi stjómvöld skapað neyðar- ástand; þeir aðilar sem eigi að tryggja öryggi. „Neyðarplan sem stimplað er af Alþjóðaflugmálastofn- uninni segir ekki neitt. Hveijir eiga vinna eftir neyðarplaninu skiptir meira máli. Alþjóðaflugmálastofnun- in skiptir sér ekki af því,“ sagði Karl. Preben Lauridsen, forseti IFATCA, Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra, sagði á fundi, sem samtökin boðuðu til í gær, að staða íslensku flugum- ferðarstjóranna væri einstök að því leyti að þeir hefðu gengið lengra en starfsfélagar þeirra erlendis með því að segja upp störfum. Slíkt hefði ekki gerst áður. „Flugfélögin sjálf munu án efa fínna fyrir fjárhagslegu tapi því afkastagetan á íslenska flug- stjómarsvæðinu verður ekki næg og flugvélum verður haldið á jörðu niðri í Evrópu eða í Bandaríkjunum. Þau fá hvorki þá flugferla né flughæð sem þau óska eftir og það mun kosta þau stórfé," sagði Lauridsen. Lauridsen sagði að Alþjóðaflug- málastofnunin, ICAO, tæki ekki af- stöðu til mönnunar vegna viðbún- aðaráætlunarinnar og því hefðu al- þjóðasamtök flugumferðarstjóra mestar áhyggjur af. Verði áætlunin enn í gildi þegar nær dregur sumri og flugumferð á íslenska flugstjóm- arsvæðinu tekur að þyngjast hafi það gífurlegt fjárhagstap í för með sér fyrir flugfélögin. Flugmenn hafa áhyggjur Kristján Egilsson, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna, FIA, segir að félagið hafí áhyggjur af því ástandi sem muni að skapast. „Ég er mjög undrandi á þeim yfírlýs- ingum Flugmálastjómar að öryggi sé ekki á neinn hátt skert því felld er niður flugumferðarstjórn á innan- landssvæðinu. Allar flugvélar sem fljúga hér yfir landið fyrir neðan 24.500 feta hæð verða í flugupplýs- ingarými í óstjórnuðu flugi. Stærsti öryggisþátturinn felst í því að sjá um aðskilnað milli flugvéla. Um hann er ekki að ræða í þessu svæði. Út úr Keflavík og í innanlandsfluginu verður ekki um flugumferðarstjórn að ræða heldur eingöngu flugupplýs- ingarþjónustu og það er skref sem er langt fyrir neðan að vera gott öryggi að mínu mati,“ sagði Kristján. FRÉTTIR Islensku skipin komin heim úr Smugunni Siglfirðing- ur kominn til Siglufjarðar Siglufirði. Morgunblaðið. SIGLFIRÐINGUR SE 150 kom til hafnar á Siglufirði um kl. 23 á mánu- dagskvöld. Skipið hefur verið á veið- um í Smugunni frá því 12. nóvem- ber og er síðasta íslenska skipið sem kemur til hafnar úr Smugunni á þessu ári. Sléttanes, sem einnig var á veið- um í Smugunni, fór þaðan fyrir fjór- Um dögum. Nú er aðeins einn port- úgalskur togari að veiðum í Smug- unni og hefur hann fengið lítinn sem engan afla undanfarið. Aflavarðmæti Siglfírðings er um 30 milljónir en að sögn Jóns Halldórs- sonar skipstjóra fékkst þessi afli ein- ungis á viku því ekkert var að hafa síðustu 8 til 9 dagana og í upphafí veiðiferðar hijáði hafís og leiðindar- veður skipveija. Talsvert var um ís- bimi á hafísnum umhverfis skipið. Enginn hafís var hins vegar á miðun- um þegar Siglfirðingur hélt úr Smug- unni. SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU GEISLAPLATNA FYRIR JÓLIN 1995 • 10.-17. DESEM- BER 1995 • UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ OG SAMBAND HUÓMPLÖTUFRAMLEIÐENDA. Plötusölulisti 1 EMILÍAIMA TORRINI (4) CROUÚIE D’OU LA • Dreifíng: Japis 6 MAH ALIA JA'CKSON CHRISTMAS WITH MAHALIA JACKSON • Dreifmg: Tónaflóð. ( ) 2 BUBBI MORTHENS í SKUGGA MORTHENS • Skífan (2) 7 KK GLEÐIFÓLKIÐ • Dreifing: Japis ( ) 3 REIF í SKÓINN SAFNDISKUR • Spor (3) 8 BORGARDÆTUR BITTE NU • Dreifing: Spor ( ) 4 PÁLLÓSKAR PALLI • Dreifing: Japis (5) 9 POTTPÉTT 2 SAFNDISKUR • Dreifing: Skífan (8) 5 POTTÞÉTT2 SAFNDISKUR • Skífan (9) 10 BJÖRGVIN HALLDÓRSS. O.FL.(7) HÆRRA TIL ÞÍN • Dreifmg: Skífan Geisladiskurinn Mahalia Jackson var á sérstöku mánaðartilboði. Morgunblaðið/Heiðar Elíasson ÍSBIRNIR fylgdust með á hafísnum umhverfis skipið. Enginn hafís var á miðunum þegar Siglfirðingur hélt úr Smugunni. Einstakir flokkar: íslenskt 1EMLIÍANA TORRINI (3) CROUCIED’OULA • Dreifing: Japis Erlent 1MAHALIA JACKSON ( ) CHRISTMAS WITH MAHALIA JACKSON • Dreifing: Tóneflóó 2BUBBIMORTHENS (1) í SKUGGA MORTHENS Skifan 3REIFÍ SKÓINN (2) SAFNDISKUR • Spor 4PÁLL ÓSKAR (4) PALLI • Dreifing: Japis 5POTTÞÉTT 95 (7) SAFNDISKUR • Skífan 2ENYA (2) THE MEMORY OF TREES • Dreifíng: Spor 3PAN PIPE CHRISTMAS (1) ÝMSIR FLYTJENDUR • Dreifing:Japis OASIS (9) (WHAT’S THE STORY) MORNING GLORY? • Dreifíng: Spor 6KK (10) GLEÐIFÓLKIÐ »Japis 7BORGARDÆTUR 8 BITTE NU • Spor 5TWO UNLIMITED (6) HITS UNLIMITED* * Dreifing: Spor 6WHIGFIELD (3) WHIGFIELD • Dreifmg. Spor Börn 1KARDEMOMMUBÆRINN (4) • Dreiímg: Spor 2HALLIOG LADDI (2* í STRUMPALANDI • Dreifíng: Spor 3EINAR JÚLÍUSSON ( * JÓLABALL MED GILJAGAUR • Geimsteinn, dreifing: Japis 4BARNABR0S 2 FRÁ ÍTALÍU (D SAFNPLATA • Hljóðsmiðjan, dreifing: Japis 5MAGGI KJARTANS O.FL. (3* GÖNGUM VIÐ Í KRINGUM • liyrmir, dreifing. Japis 6VERKSTÆÐI JOLASVEINANNA <9* SAFNDISKUR • Dreifmg: Spor 8P0TTPÉTT 2 (6) SAFNDISKUR* Sklfan 9BJÖRGVIN HALLDÓRSSON O.FL. (5, HÆRRATILÞÍN • Dreifing: Skífan Æ A RAGNAR BJARNASON ( ) •V HEYR MITT LJÚFASTA LAG • Dreifmg: Spor 7BEATLES ANTHOLOGY, VOLUME 1 • Dreifmg: Skífan 8QUEEN (4) MADEIN HEAVEN • Dreifíng: Skífan 9BLUR (8) GREAT ESCAPE • Dreifrng: Skífan 4 A DANGEROUS MINDS (7) lv (|R KVIKMYND • Dreifing: Skífan -P DÝRIN j HÁLSASKÓGI (1°* " • Dreifmg: Spor O ÉGGET SUNGIÐ AF GLEÐI (7* ° YMSIR BARNAKÓRAR • Dreifing: Japis 9ÓMAR RAGNARSSON SYNGUR FYRIR BÖRNIN ( * • Dreifing: Spor 4 ENIGA MENIGA 1 V OLGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR • Dreifing: Spor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.