Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vranitzky biðst lausnar Kozyrev segir ekki ástæðu til mikils ótta eða fáts á Vesturlöndum Líkur á að kommúnistar hreppi þriðjung þingsæta Moskvu. Reuter. ER búið var að telja í 179 af 225 einmenningskjördæmum neðri deild- ar rússneska þingsins, Dúmunnar, síðdegis í gær höfðu kommúnistar fengið 45 sæti, skipting einmenn- ingssætanna verður fyrst um sinn nokkuð óljós þar sem margir fram- bjóðendur sögðust vera óháðir. Flokkarnir beijast síðan um 225 sæti á landslistum og voru kommún- istar efstir með 22,3% fylgi, annar var þjóðernissinnaflokkur Vladímírs Zhírínovskíjs, Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn. Var talið líklegt að kommúnistar myndu hreppa allt að þriðjung allra þingsætanna 450. Flokkur Zhírínovskíjs var með 10,9%, þriðji var flokkur Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráðherra, Rússneska föðurlandið, með 9,6%, næst kom umbótaflokkurinn Jabloko með 7,6% og aðrir flokkar voru með undir 5% en það er lágmarksfylgi sem flokkur þarf til að fá úthlutað þingsætum. Um hríð var sagt að Lýðræðisleg- ur valkostur Rússlands, sem Jegor Gajdar, fyrrverandi forsætisráð- herra og umbótasinni, fer fyrir, myndi komast að en þetta var síðar leiðrétt, hann reyndist vera með 4,4% stuðning. Kvennaflokkurinn Konur Rússlands var með 4,7% og flokkur harðlínukommúnistans Víkt- ors Anpílovs 4,6%. Gajdar var sjálfur á landslista og fellur því af þingi ef flokkur hans nær ekki lágmarkinu. Flokksbróðir hans, mannréttinda- frömuðurinn Sergej Kovaljov, bauð sig fram í einmenningskjördæmi og vann. Liðsmenn Bændaflokksins, sem stendur nærri kommúnistum, voru sigursælir í einmenningsskjördæm- um, voru búnir að fá 15 sæti, en flokkur Tsjernomýrdíns níu, Jabloko hins vegar 12. Fréttastofan Interfax sagði að flokkur Zhírínovskíjs myndi aðeins sigra í einu einmenningskjör- dæmi. „Veiru and-kommúnismans, sem smitberar pólitísks alnæmis komu með til Rússlands, tókst ekki að bijóta niður öflugar ónæmisvarnir borgara okkar,“ sagði dagblaðið Pravda sem styður kommúnista. Blöð umbótasinna sögðu niðurstöðu kosninganna eðlilega afleiðingu þess hve sársaukafull umskiptin frá kom- múnisma til markaðsstefnu hefðu verið. Líkur á að Kozyrev hætti Margir búast við uppstokkun í ríkisstjórninni, einkum er rætt um að Andrej Kozyrev utanríkisráð- herrá, sem hefur verið vinsæll skot- spónn kommúnista og þjóðernis- sinna, er segja hann allt of hallan undir vestræn sjónarmið, muni hætta. Kozyrev náði kjöri í einmenn- ingskjördæmi í Múrmansk en sam- kvæmt stjórnarskrá má ráðherra ekki jafnframt vera þingmaður. Ráð- herrann sagðist myndu taka ákvörð- un um framtíð sína eftir að hafa átt fund með Borís Jeltsín forseta. Kozyrev hefur verið ráðherra í fimm ár. Hann sagði ástæðulaust fyrir Rússa og ráðamenn á Vestur- löndum að hrapa að ályktunum vegna úrslitanna, ekki væri víst að kjósendur væru að biðja um öfga- þjóðernisstefnu eða kommúnisma. Kjósendur gætu verið að mótmæla fyrst og fremst núverandi ástandi en ekki lýsa yfir stuðningi við áður- nefnd viðhorf. FRANZ Vranitsky kanzlari Austurríkis (lengst t.v.) snýr baki við Wolfgang Schiissel, leiðtoga Þjóðarflokksins, (annar f.v.) og ráðherrum sín- um eftir að hafa beðist lausn- ar fyrir sig og stjórn sína á fundi með Thomas Klestil for- seta í Hofburg-höllinni í gær. Stjórnin mun sitja þar til ný hefur verið mynduð. Búist er við að Klestii feli Vranitsky stjórnarmyndun en að við- ræður um stjórnarsamstarf hefjist þó ekki fyrr en eftir 6. janúar. Stjórnmálaský- rendum ber saman um að stjórnarmyndun af hálfu frá- farandi flokka muni reynast mjög erfið þar sem Schiissel ítrekaði í gær andstöðu flokks síns við aukna skatt- heimtu og niðurskurð í vel- ferðarkerfinu en það voru ágreiningsefni sem urðu fráf- arandi stjórn að falli. Solana tekur við sem framkvæmdastjóri NATO Áhersla lögð á þörf- ina á stækkun NATO Brussel. Reuter. JAVIER Solana, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Spánar, tók í gær við embætti framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og lagði áherslu á þörfina á því að stækka bandalagið til austurs. Rússar hafa miklar áhyggjur af hugmyndum um að fyrrverandi að- ildarríki Varsjárbaridalagsins gamla fái aðild að NATO. Gennadíj Zjúg- anov, leiðtogi rússneskra kommún- ista, sagði í viðtali við þýska viku- blaðið Stern í vikunni að Rússar gætu neyðst til að byggja upp nýtt varnarbandalag ef NATO færðist nær landamærum Rússlands. „Stækkiln NATO yrði mikilvæg- asta framlag bandalagsins til þess markmiðs að skapa sameinaða Evr- ópu,“ sagði Solana. Hann lagði hins vegar ríka áherslu á þörfina á ná- inni samvinnu við Rússa. „Það er til mikils að vinna, bæði fyrir Rússa og NATO, og við verðum að byggja upp viðvarandi traust og samvinnu okkar á milli... Við viljum byggja upp nýtt öryggiskerfi með, og ekki gegn, Rússum." Erfið verkefni fyrir höndum Solana sagði að NATO stæði frammi fyrir fjórum mikilvægum verkefnum - að koma á friði í Bosn- íu, semja um inngöngu ríkja í Mið- og Austur-Evrópu í bandalagið, efla tengslin við Rússland og laga banda- lagið að viðfangsefnum næstu aldar. Hann kvaðst ennfremur vilja stuðla að því að eining bandalagsins héld- ist og sagði að Evrópa ætti ekki bjarta framtíð ef leiðir hennar og Norður-Ameríku skildu. Solana stjórnar fyrsta fundinum sem framkvæmdastjóri NATO í dag - sama dag og bandalagið tekur við yfirstjórn friðargæslunnar í Bosníu af Sameinuðu þjóðunum. Þetta eru fyrstu hernaðaraðgerðir bandalagsins á landi utan skil- greinds varnarsvæðis þess. Þetta eru jafnframt fyrstu raunverulegu hernaðaraðgerðir NATO í samvinnu við fyrrverandi óvinaríki í Mið- og Austur-Evrópu. Rússneskir her- menn eru í fjölþjóðahernum sem á að framfylgja friðarsamningunum í Bosníu. „Við ætlum að tryggja að her- mennirnir fái þann stuðning og leið- sögn sem þarf til að halda áhætt- unni í lágmarki, halda líkunum á árangri í hámarki og ljúka starfinu á því ári sem þeir verða þarna,“ sagði Solana. Framkvæmdastjórinn kvaðst einnig staðráðinn í að koma á nauð- synlegum breytingum innan NATO til að búa bandalagið undir 21. öld- ina. „Við þurfum að breyta innri uppbyggingu bandalagsins tii að endurspegla aukna ábyrgð Evrópu- ríkja í varnar- og öryggismálum.“ Selveiði aukin í Kanada Ottawa. Reuter. BRIAN Tobin, sjávarútvegsráð- herra Kanada, tilkynnti á mánu- dag að ríkisstjórnin hygðist hvetja til selveiða til að vernda þorsk- stofninn en selurinn hefur gengið mjög á hann. Tobin sagði að kenna mætti selnum um 99% þeirrar fækkunar sem orðið hefði í þorskstofninum við Atlantshafsströnd Kanada en veiðar úr stofninum hafa verið bannaðar í nokkur ár. Stjórnin hyggst auka selveiðikvótann úr 186.000 og upp í 250.000 dýr á næsta ári. Selveiðimenn fá greidd- ar rúmar tuttugu kr. ísl. fyrir kíló- ið. Bresk dýraverndunarsamtök hafa brugðist ókvæða við og hafa ein þeirra hvatt breskan almenn- ing til að sniðganga kanadísk matvæli, sérstaklega lax, í mót- mælaskyni. Ókyrrð í Hebron PALESTÍNUMAÐUR á ungl- ingsaldri réðst með öxi á 15 ára gyðingastúlku úr röðum ísra- elskra landnema í Hebron á Vesturbakkanum í gær og særði hana lítillega. íbúar borg- arinnar eru um 100.000, þar af um 400 landnemar. Arásarmað- urinn flýði af vettvangi og skildi vopnið eftir en að sögn Palestínumanna gengu nokkrir gyðingar síðar berserksgang, veltu m.a. um koll ávaxtasölu- borðum. Israelskir hermenn handtóku 15 landnema og um 25 Palestínumenn voru yfir- heyrðir. Landnemi af banda- rískum ættum myrti 29 Palest- ínumenn í mosku í Hebron í fyrra. Á myndinni sjást her- menn gæta nokkurra landnema sem handteknir voru í gær. Reuter. Nasistapóstur sendur frá Noregi Ósló. Morgunblaðiö. ÞÝSKIR og austurrískir nýnas- istar hafa misnotað norsku póst- þjónustuna til þess að dreifa pólitískum áróðri sínum. Norska lögreglan freistar þess að komast að því hvernig málið er í pottinn búið. Að hennar sögn hefur fjöldi stórra póstsendinga með nýnasistaáróðri verið send- ur frá Þýskalandi og Austurríki til Noregs. Þar hefur heimilis- fangi verið breytt og bréfin send áfram til réttra viðtakenda í Þýskalandi og Austurríki, að sögn norska blaðsins Aftenpost- en. Með því að umrita heimilis- fang með þessum hætti og senda bréfin áfram kemst sendandi hjá viðurlögum í heimalandinu. Þýskir og austurrískir nýnas- istar hafa í auknum mæli fært starfsemi sína út fyrir landstein- ana vegna hertari laga sem ætl- að hefur verið að uppræta starf- semi þeirra svo og hvers kyns samtaka sem stuðla að kyn- þáttafordómum. Ljóst þykir, að nýnasistarnir fái aðstoð í Noregi við að breiða út boðskap sinn annars staðar í Evrópu. Féll eitt þúsund metra í ókyrrð Madrid. Reuter. FLYTJA varð 43 farþega á sjúkra- hús eftir að flugvél frá Venesúela féll um 1.000 metra yfir Atlantshaf- inu vegna ókyrrðar í lofti. Fólkið var beinbrotið auk þess sem margir voru í losti. „Þetta var víti,“ sagði ítölsk kona úr farþegahópnum sem var um borð í DC10 þotunni er var á leið frá Venesúela til Ítalíu. Sagði konan að vélin hefði skyndilega lent í lofttæmi og steypst niður með þeim afleiðingum að farþegar og farang- ur hentust til. Þegar flugstjórinn hafði náð stjórn á vélinni að nýju, sagði hann farþegum að fallið hefði verið um 1 km og þakkaði guði fyrir að allir væru á lífi. Lent var á Las Palmas á Kanarí- eyjum til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Neituðu margir að fara aftur um borð í vélina er haldið var af stað. Farþegarnir hlutu ýmiss konar beinbrot, m.a fótbrot, rif- beinsbrot, hryggbrot, lífbeins-, kjálka- og viðbeinsbrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.