Morgunblaðið - 06.01.1996, Page 6

Morgunblaðið - 06.01.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996_________________________ FRÉTTIR TÆKJUNUM var komið fyrir í nóvember. Valtýr Björn Thors stendur Neðansjávarmyndavélin á milli neðansjávarmyndavélarinnar og setgildranna aftast í bátnum. er á stöðugri grind. Viðamikil forrannsókn á umhverfisáhrifum nýrrar skolplagnar Neðansjávarmyndavél tek- ur tvær myndir á sólarhring Laugardagslottóið Vinnings- hafar verða 14-16.000 í kvöld ÍSLENSK getspá spáir því að 14- 16.000 manns hreppi stóra og smáa vinninga í laugardagslottó- inu í kvöld. Eins og fram hefur komið er fyrsti vinningur fimm- faldur og er talið öruggt að vinn- ingsupphæðin verði ekki undir 22 milljónum. Heildarupphæð vinn- inga fer fer væntanlega yfir 33 milljónir. Fyrsti vinningur í laugardags- lottóinu hefur tvisvar verið fimm- faidur áður. Vinningur var í fyrsta skipti fimmfaldur 10. desember árið 1994. Vinningsupphæðin var 27.083.300 kr. og skiptist hún á milli fimm vinningshafa. Hver fékk því 5.416.660 kr. Aftur var fyrsti vinningur fímm- faldur 2. september árið 1995. Vinningsupphæðin fór upp í 22.546.380 kr. og skiptist hún á milli tveggja. Hvor fékk því 11.273.190 kr. Lofum ekki of miklu Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri íslenskrar get- spár, sagði að fyrsti vinningur hefði verið kominn upp í í 15.582.000 kr. í hádeginu í gær. „Við höldum okkur við spána um að vinningurinn fari upp í 22 millj- ónir enda reynum við að lofa aldrei- of miklu. Hins vegar eykst salan væntanlega mjög mikið áður en sölustöðum lokar,“ sagði hann. Vilhjálmur var inntur eftir því hvort mikið framboð af nýjum get- raunum og happdrættum hefði haft áhrif á söluna í haust. „Eðli lottósins er að salan gangi í sveifl- um. Salan dróst svolítið saman í júlí og ágúst en hefur rést af aft- ur. Við erum því ekkert að kvarta og erum mjög bjartsýn héma hjá Lottóinu," sagði hann. GATNAMÁLASTJÓRI hefur hleypt af stokkunum viðamikilli forrannsókn á hugsanlegum um- hverfisáhrifum af nýrri skolplögn frá Ánanaustum. Einn liður rann- sóknarinnar felst í því að taka sýnishorn og neðansjávarmyndir af seti á hafsbotninum út af Ána- naustum við Akurey. Kjartan Thors, jarðfræðingur, segir að ekki þurfi að staðsetja tækin með bauju á yfirborðinu því GPS-stað- setningartækni sé orðin svo full- komin að hægt sé að staðsetja þau með eins metra nákvæmni. Kjartan sagði að markmiðið með því að kanna setmyndun og setflutning á hafsbotninum væri að meta hvað yrði um föst efni frá fyrirhugaðri skolplögn í Ána- naustum á næsta ári. „Við höfum annars vegar komið fyrir svoköll- uðum setgildrum eða rörum í botninum til að fá sýnishorn af því seti sem fellur til botns til rannsóknar. Hins vegar höfum við komið fyrir neðansjávarmyndavél til að fylgjast með hreyfingum sets á botninum. Myndavélin er á um 20 m dýpi og tekur 2 myndir á sólarhring," sagði hann. Hífð upp og skipt um filmu Kjartan segir að GPS-staðsetn- ingartækni hafi komið að góðum notum við rannsóknina. „Við vild- um komast hjá því að hafa baujur á yfirborðinu því hætta var á að skip og bátar á leið til og frá Reykjavíkurhöfn fengju baujurn- ar í skrúfuna. Okkur varð til happs að GPS-staðsetningartækni hefur fleygt svo fram að við getum staðsett tækin með eins metra nákvæmni. Þegar komið er á stað- inn er rennt niður fjarstýrðri neð- ansjávarmyndavél og myndavélin á botninum kemur í ljós á sjón- varpsskjá. Síðan er krækt í reipi, sem fest er við myndavélina á botninum, og hún hífð upp,“ sagði Kjartan en einu sinni í mánuði er náð í sýnishom af seti og skipt um filmu í myndavélinni. Rann- sóknin hófst í nóvember og enn eru ekki komnar niðurstöður úr fyrstu sýnatökunni. Ætlunin er að halda rannsókninni áfram eftir að skolplögnin hefur verið lögð. Nú er skolpi hleypt í sjóinn á nokkrum stöðum innan borgar- markanna. Með framkvæmdum við skolplagnakerfið er ætlunin að fækka skolpleiðslum. Um Ieið verða skolpleiðslurnar stærri og lengri eins og raunin verður t.d. við Ánanaust. Viðamikil rannsókn Eins og áður segir er um afar umfangsmikla umhverfisrann- sókn að ræða og að henni koma m.a. auk Jarðfræðistofu Kjartans verkfræðistofan Vatnaskil, Ha- frannsóknarstofnun, Vatnamæl- ingar, Rannsóknarstofnun Fisk- iðnaðarins og Líffræðistofnun Háskólans. Guðjón Atli Auðunsson, deild- arstjóri hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins, er verkefnissljóri heildarverkefnisins. Nóg eða meira? LEIKUST Litla sviö Þjóóieikhússins KIRKJUGARÐS- KLÚBBURINN Höfundur: Ivan Menchell. Þýðing: Elísabet Snorradóttir. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Leikmynd: Úlf- ur Karlsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Búningar: Helga I. Stefáns- dóttir. Umsjón með tónlist: Andrea Gylfadóttir. Leikarar: Bessi Bjama- son, Guðrún Þ. Stephensen, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurveig Jónsdótt- ir og Þóra Friðriksdóttir. Föstudagur 5. janúar. LEIKRIT þetta sem frumsýnt var í gærkvöldi er óvenjulegt fyrir að- eins eitt; allar persónurnar eru komnar yfír miðjan aldur. Að öðru leyti er þetta hefðbundinn stofuleik- ur sem gerist ýmist í íbúð í ná- grenni New York eða í kirkjugarði í grenndinni. Uppsetningin tekur mið af þessari staðreynd. Sviðs- myndin er viðkunnanleg, sýnir venjulega setustofu í bandarísku millistéttarhúsi án allra útúrdúra. Það kom á óvart að sama leik- mynd er notuð í kirkjugarðsatriðun- um, en það var gaman að sjá hvaða áhrifurh er hægt að ná með breyttri lýsingu. Smáatriði eins og lauf og steinar fullkomnuðu umbreyting- Morgunblaðið/Þorkell una. Þessi lausn á skiptingum milli þessara tveggja ólíku staða hafði það í för með sér að áhorfandinn er sífellt minntur á kirkjugarðinn og táknrænt gildi hans í þeim atrið- um sem fóru fram á heimili Idu. Þannig skapaði sviðsmyndin ákveð- ið andrúmsloft sem lýsingin undir- strikaði. Verkið fjallar um togstreituna sem kemur upp í vinkvennahópnum, milli Doris, sem tekur hlutverk sitt sem ekkju mjög alvarlega, Lucille, sem virðist taka lífínu létt eftir lát eiginmannsins, og Idu, sem sveifl- ast milli þessara tveggja póla. Sag- an er sögð í fjölmörgum atriðum og varpar ljósi á ýmsar hliðar máls- ins. Vandamálið er að atriðin eru misskemmtileg og leikritið verður á köflum langdregið. Það hefði kannski mátt fella út viss atriði, en hætta er á að þá hefði orðið að fóma sumum blæbrigðanna í per- sónusköpuninni. Málið á þýðingunni er misjafnt og vill á köflum verða of upphafíð. Þetta kemur best í ljós þegar per- sónurnar blóta eða hreyta út úr sér setningum á nútímamáli. Áhrifín af slíkri málnotkun á sviði vilja verða mun meiri en af bóklegra tungutaki. Það er kannski ekki ástæða til að hnýta sérstaklega í þessa þýðingu, flest er í henni lip- urt og laglega gert. En það er kom- inn tími til að þýðendur leggi höfuð- ið í bleyti til að finna stíl og orða- lag (málsvið) sem hæfir nútímaper- sónum í gamanleik. Leikurinn í þessari sýningu var jafn og góður. Guðrún Þ. Stephen- sen túlkaði vel hina kaldhæðnu Doris, sem átti þó til að vera laun- kímin. Margrét Guðmundsdóttir átti góða spretti sem hin auðsærða Ida og samleikur hennar og Bessa Bjamasonar var til fyrirmyndar. Bessi átti salinn þegar hann lék á léttari strengi. Hann kallaði að því er virtist áreynslulaust fram hlátra- sköll með hárfínni tímasetningu og sannaði í enn eitt skiptið að hann er einn af okkar bestu gamanleikur- um. Þóra Friðriksdóttir skapaði ýkta og sannfærandi mynd af glennunni Mildred. Sigurveig Jónsdóttir lék á als oddi í þakklátu hlutverki Lucille. Lucille leikur hlutverk sem er ein- hvers staðar mitt á milli Blanche Devereux í Klassapíum og nöfnu hennar Ball. Sigurveig sýndi að hún er framúrskarandi leikkona hvaða grímu sem hún setti upp og ekki síst í endann grímulaus. En hún og aðrir leikendur eiga góða að þar sem eru leikstjórinn, hönnuður stórglæsilegra búninga, umsjónar- maður tónlistar og förðunarfólk. Þótt leikverkið sé ekkert tímamóta- verk hefur fagmennska og natni lyft því á hærri stall og gert úr þessu mjög ánægjulega kvöld- skemmtun. Sveinn Haraldsson MORGUNBLAÐIÐ 10% hækk- un tunnu- leigu BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um 16,4% hækkun á sorphirðugjaldi vegna atvinnu- húsnæðjs og 10% hækkun á tunnuleigu. Hækkunin tók gildi um áramót. Áætlaður tekjuauki borgarsjóðs vegna hækkunar- innar er 10 milljónir króna vegna sorphirðunnar og 3,5 milljónir króna vegna sorphirðu frá íbúðarhúsnæði. Tillagan gerir ráð fyrir að sorphirðugjald atvinnuhús- næðis hækki úr 6.700 krónur á grunneiningu í 7.800 krónur og að tunnuleiga hækki úr 1.000 krónum og 1.100 krónur. í greinargerð með tillögunni kemur fram að gjald fyrir grunneiningu hafi verið óbreytt frá árinu 1991. Jafnframt að í gildandi samþykkt sé heimilt að breyta gjaldinu með hliðsjón af byggingarvísitölu. Grunnur gjaldsins hafí verið miðaður við verðlag í desember 1990 eða 174,1 stig. Vísitala í des. 1995 var 205,1 stigeða 17,8% hærri. Þá segir að tunnuleiga hafi ver- ið óbreytt frá árinu 1994. Bent er á að gjaldskrá einkafyrir- tækja sé umtalsvert hærri fyrir sorphirðu. Sambro seldur TOGARINN Sambro, sem er í eigu Færeyinga en skráður í Belize, verður að öllum líkindum seldur. Togarinn hefur legið í Vestmannaeyjahöfn frá því í júní á síðasta ári, þegar hann var kyrrsettur þar að kröfu norska ríkisolíufélagsins Statoil. Ágreiningur var um hvort út- gerð Sambro hefði staðið í skil- um með afborganir af láni til Statoil, sem lánaði tugi milljóna króna til að hægt væri að útbúa skipið til veiða, auk þess að veita fyrirgreiðslu vegna eldsneytis- kaupa. Samningar um lausn málsins tókust í desember. Erlendur Gíslason lögmaður, sem fór með málið fyrir hönd Statoil, sagði í samtali við Morgunblaðið að olíufyrirtækið hefði fengið um- boð útgerðarinnar til að selja togarann. Hann sagði óvíst hvort reynt yrði að selja togarann hér á landi eða erlendis, en það myndi skýrast fljótlega. La Primavera hyggst flytja VEITINGASTAÐURINN La Primavera hefur tekið á leigu um 200 fermetra húsnæði á efri hæð Austurstrætis 9, húss Egils Jacobsens, og hyggjast eigendur staðarins flytja starfsemina þangað um næstu eða þar næstu mánaðamót. Fræðsludeild Búnaðarbank- ans hefur nú húsnæðið á leigu fram til mánaðamóta febrúar og mars, og segir Ómar Strange annar eigandi La Primavera, sem nú hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar, að unnið sé í að flýta því að bankinn rými svæð- ið fyrr en samningur segir til um. La Primavera verður að hans sögn út janúar á núverandi stað. „Það er gjörbyiting fyrir okk- ur að fara í miðbæinn þar sem skemmtanalífið er í stað þess að vera í Kringlunni sem er mjög róleg eftir klukkan sex á kvöld- in. Við rekum áfram matsölu- staðinn með sama hætti og nú er, með sæti fyrir 60 gesti,“ segir Ómar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.