Morgunblaðið - 06.01.1996, Side 21

Morgunblaðið - 06.01.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 21 KJÓLAR sem kostuðu 6.900 og 7.900 krónur áður. Núna var hægt að kaupa báða kjól- ana fyrir 1.490 krónur sem eru um 10% af upprunalegu verði. EKKI er óalgengt að veittur sé 30% afsláttur af þeim fatn- aði sem kom í búðir í haust eða fyrir jól. Afslátturinn er oft meiri ef um er að ræða gamlar birgðir. Algengt er að afsláttur á útsöl- um nemi 30-40% ÞAÐ var yfirleitt mikið að gera í þeim verslunum sem þegar voru byrjaðar með útsölur síð- astliðinn fimmtudag en þá var farið og rölt milli búða. Ekki er hægt að segja að útsölur hafi almennt Verið byijaðar þá en margir verslunareigendur sögð- ust ætla að láta til skarar skríða um helgina eða í næstu viku. Svo virðist sem lækkunin nemi að meðaltali um 30-40% á nýlegum fatnaði en oft eru eldri birgðir seldar með meiri af- slætti. í lokin er verðið oft lækk- að enn frekar. Ekki er eingöngu um að ræða fatnað á útsölum, seljendur beimilistækja bjóða nú afslátt af varningi sínum og í janúar er oft hægt að kaupa t.d búsáhöld, gjafavöru, jólavarn- ing, málningu, parket og jafnvel húsgögn á niðursettu verði. Mikið að gera strax klukkan átta Útsalan hjá Iðunni á Seltjarn- arnesi hófst klukkan átta sl. fimmtudagsmorgun. Að sögn Lovísu Marinósdóttur var ákveðið að opna svona snemma til að viðskiptavinir gætu átt þess kost að koma áður en þeir færu til vinnu. „Við erum með 30% afslátt af nýjum fatnaði en svo erum við líka með meiri afslátt af öðrum flíkum.“ Lovísa segir að buxur séu vinsælastar á útsölunni en síðan sé salan nokkuð jöfn. Margir byija með útsölu á Iöngum laugardegi Síðastliðinn fimmtudag voru ekki margar verslanir við Laugaveg með útsöluskilti í gluggum sínum en þó voru búð- irbins og Benetton, Blu di Blu, Stjörnur og fleiri byijaðar með útsölu.. Margar verslanir við Laugaveg ætla að láta til skarar skríða í dag, á Iöngum laugar- degi, en búðir við Laugaveg og í nágren ii eru með opið til klukkan i7 í dag. Að sögn Aðal- heiðar Karlsdóttur hjáEngla- börnum, sem er í Laugavegs- samtökunum, er afslátturinn al- mennt svipaður milli verslana frá 30% og upp í um 70% eftir því hvort um er að ræða nýjar vörur eða ekki. Hún segir mis- munandi hversu lengi útsölurn- ar komi til með að standa en býst við að margir verslunareig- endur verði með útsölu út jan- úar. Útsalan var hafin þjá Flash á Laugaveginum sl. fimmtudag. STUNDUM er hægt að kaupa búsáhöld og gjafavöru á niðursettu verði. VÍÐA þar sem jólavarningur er seldur hefur hann verið á útsölu að undanförnu. Þar var afslátturinn að meðal- tali um 30-50% en á einni slánni var jafnvel hægt að borga um 10% af upprunalegu verði fyrir fatnað eins og kjóla, buxur og peysur. Útsölur í Borgarkringlunni að byrja Kristján Óskarsson, markaðs- stjóri Borgarkringlunnar, segir að útsölur séu í þann mund að hefjast í Borgarkringlunni og flestar búðir byrji í næstu viku. Hann segir að afslátturinn verði á bilinu 30-60% og í ein-' staka tilfellum eitthvað meiri. NEYTENDUR GUÐRÚN Rúnarsdóttir sagðist alltaf kíkja á útsölur og fata fjölskylduna upp. „Þetta borgar sig ef afslátturinn er um 50%. Ef ég get keypt mér buxur á 3.500 sem áður voru á sjöunda þúsund þá er ég sátt.“ Sonurinn Jón Rúnar Gíslason var með mömmu sinni á útsöluröltinu og bar sig bara vel. Guðrún sagð- ist hinsvegar ekki leggja meira á hann en svona tvær búðir í einu. BJÖRG Óskarsdóttir sagðist einungis hafa farið á eina út- sölu. „Mig vantar kuldaskó og á eftir að athuga hvert ég fer til að skoða skó.“ Hún segir að sér finnist borga sig að kaupa á útsölum ef um sé að ræða vandaðan fatnað. Þegar hún er spurð hvort hún kaupi á aðra fjölskyldumeðlimi segist hún eiga unglinga og þeir verði sjálfir að sjá um sín fatakaup. HULDA Haraldsdóttir var að kíkja á fyrstu útsöluna í ár þegar við hittum hana. Hún segist kaupa bæði á sig og bóndann ef hún rekist á eitt- hvað sem henni líkar á útsölu. „Ég býst ekki við að kaupa margar flíkur að þessu sinni. Mér finnst þetta borga sig ef ég sé flík sem mér líkar og afslátturinn nemur t.d. um 40%,“ segir hún. Villandi saman- burður á parketi SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til fyrirtækisins Egils Árna- sonar hf., sem selur Káhrs- parket, að í auglýsingum á parketinu skuli framvegis koma skýrt fram að eingöngu sé verið að bera saman nýja Káhrs-parketið og eldri gerð- ir sömu tegundar en ekki tegundir annarra framleið- enda. Þetta kemur fram í Fréttabréfi Samkeppnis- stofnunar sem kom út í des- ember síðastliðnum. Þar segir ennfremur að ástæða tilmælanna sé kvörtun frá keppinaut á gólfefnamark- aðinum, sem dregur í efa að fullyrðingar í auglýsingu Egils Árnasonar hf. standist. í auglýsingunni er sagt að Káhrs-parket sé sterkara en ekki tilgreint hvað sé verið að bera það saman við. í upplýsingabæklingi um Ká- hrs-parketið segir að lakk sem þróað hefur verið innan fyrirtækisins hafi helmingi meira slitþol en hefðbundin UV-lökk, sem framleiðand- inn notaði áður. Keppinaut- urinn telur hins vegar að ekkert sé til sem heiti hefð- bundið UV-lakk heldur sé verð og gæði lakktegunda mismunandi og því geti sam- anburðurinn eingöngu átt við um Káhrs-parket. Einnig kemur fram í fréttabréfinu að forsvarsmaður Egils Árnasonar hf. hafi fallist á tilmæli Samkeppnisstofnun- ar. Morgunblaðið/Ásdís MARGIR kaupa á útsölum föt á börnin fyrir næsta vetur, úlpur, kjóla, peysur og svo framvegis. Afslátturinn er oft á bilinu 30-50% og munar um minna þegar fata þarf nokkur börn. Steikt hrogn að hætti Rúnars Flestar búðir í Kringlunni byija með útsölu 11. janúar Einar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, seg- ir að ákveðið samflot sé hjá verslunareigendum í Kringlunni með útsölurnar í ár. Sumsstaðar eru útsöluskilti komin upp eins og hjá hjá Cosmo og Byggt og búið en að sögn Einars ætlar meirihluti verslana að byija með útsölu fimmtudaginn ll.janúar næstkomandi. Götumarkaður verður síðan haldinn í lok útsölu, þann 16 og 17 febrúar næstkomandi. Útsalan hefst á næstu dögum hjá Hagkaup. „Við komum til með að lækka vörurnar um 40-70% og þetta er ein besta útsala sem við höfum haft til þessa,“ segir Þorbjörn Stefáns- son, innkaupastjóri sérvöru- deildar hjá Hagkaup. „Við verð- um til dæmis með búsáhöld, gjafavöru, fatnað og skó á nið- ursettu verði. HROGNATÍMINN er framundan og nú þegar hafa hrogn sést í sum- um fiskborðum. í gær, föstudag, var kílóið af hrognum selt á 550 krónur hjá fiskbúðinni Vör og hjá Hagkaup kostaði það 498 krónur. En hvernig er best að meðhöndla og matreiða hrognin? Rúnar Marvinsson, veitingamað- ur á veitingastaðnum Við Tjörnina, var með svar á reiðum höndum. „Pakkið hrognunum þétt inn í plastfilmu og bindið hnút á báða enda. Setjið þau svona í sjóðandi vatn og sjóðið í um það bil fimm mínútur. Áð þessu búnu eru hrogn- in kæld og tekin úr plastinu. Skerið í sneiðar. Búin er til hvítlauksolía með því að setja hvítlauk og olíu í mat- vinnsluvél. Smyijið olíunni á sárin og saltið ef vill. Steikið síðan í smjöri. Færið hrognin á disk og hellið síðan á pönnuna slettu af hvítvíni eða mysu ef hvítvín er ekki til. Bætið saman við saxaðri ferskri steinselju og smávegis af ijóma. Bæta má við hvítlauk ef þurfa þyk- ir.“ Þar með er kominn pottþéttur réttur, segir Rúnar, og ef um er að ræða forrétt eru hrognin borin fram með ristuðu brauði. Ef hafa á hrognin sem aðalrétt þá má borða með þeim kattöflur, salat eða annað sem vill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.