Morgunblaðið - 06.01.1996, Síða 31
30 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 31
JRregputMiifrfr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STÉTTARFÉLÖG
OG NÚTÍMINN
ÞRJÚ verkalýðsfélög í Eyjafirði, Eining, Félag bygging-
armajina í Eyjafirði og Iðja, eru að hefja viðræður
um sameiningu félaganna. Skipulagsmál verkalýðsfélag-
anna voru ítarlega rædd á þingi Alþýðusambands Norður-
lands sl. haust en þar var lögð fram tillaga um víðtæka
sameiningu, er ekki náði fram að ganga.
Rökin fyrir sameiningu stéttarfélaga, og þá ekki einung-
is í Eyjafirði, virðast augljós. Það fylgir því veruleg óhag-
kvæmni að reka margar litlar einingar, sem eru að fást
við mjög áþekka hluti á sama sviði. Fjármunir þeir, sem
félagsmenn greiða í sjóði verkalýðsfélaganna, myndu nýt-
ast mun betur ef einingunum væri fækkað auk þess sem
gera má ráð fyrir að starfsemi verkalýðsfélaganna yrði
skilvirkari og markvissari.
Kostir sameiningar hafa greinilega komið í ljós á fjöl-
mörgum sviðum í þjóðfélaginu á undanförnum árum. Það
væri skref í átt til nútímalegri vinnubragða ef þróun þessi
næði einnig til verkalýðshreyfingarinnar. Það má hins
vegar einnig velta fyrir sér öðrum atriðum í starfsemi
verkalýðsfélaga í því sambandi. Það er tímaskekkja að
vinnuveitendur innheimti félagsgjöld stéttarfélaga með
því að draga þau beint af launum starfsfólks. Verkalýðsfé-
lögin eiga sjálf að innheimta félagsgjöld eins og önnur
félagasamtök. Að sama skapi er það úrelt fyrirkomulag
að vinnuveitendur og stéttarfélög geri samninga sín á
milli um skylduaðild launþega að tilteknum stéttarfélög-
um.
Verkalýðshreyfingin verður á næstu árum að horfa í
eigin barm og meta hvernig hún getur aðlagað starfsemi
sína þjóðfélagsbreytingum síðustu áratuga. Ella á hún á
hættu að áhrif hennar þverri enn frekar frá því sem þeg-
ar er orðið.
ERLENT VINNUAFL
MÁLEFNI íslenzkra ígulkerja hf. í Reykjanesbæ hafa
verið til umræðu sökum þess, að fyrirtækið mun
vanta í vor um sjötíu.manns í vinnu vegna nýrrar fram-
leiðslu. Auglýsingar eftir starfsfólki hafa ekki borið árang-
ur og ekki hefur fólk heldur fengizt af atvinnuleysisskrá.
Hvað á fyrirtækið að gera í tilfelli sem þessu? Það hlýtur
að leita út fyrir landsteinana. Ekki er með neinum rökum
hægt að koma í veg fyrir slíkt. Að sjálfsögðu er æskilegt
að Islendingar fáist til starfa og það er eðlilegt að félags-
málaráðherra líti á langa lista atvinnulausra, þegar fyrir-
tækið óskar eftir atvinnuleyfum fyrir útlendinga. Milljörð-
um króna er varið af opinberu fé í atvinnuleysisbætur.
Hins vegar getur það með engum hætti verið hlutverk
félagsmálaráðherra að stöðva rekstur atvinnufyrirtækja
með því að neita þeim um slík leyfi. Geti fyrirtæki ekki
fengið starfsfólk hér innanlands er eðlilegt að það leiti
til annarra landa. Bein afskipti ráðherra af starfsemi ein-
stakra fyrirtækja eru óæskileg. Þeirra hlutverk er að skapa
atvinnulífinu almenn rekstrarskilyrði.
Á liðnu hausti kom upp svipað mál, þegar fiskvinnslufyr-
irtæki óskuðu eftir að ráða útlendinga til starfa, þar sem
íslendingar fengust ekki. Félagsmálaráðherra reyndi þá
með takmörkuðum árangri að fá atvinnulausa til að sækja
um þessi störf. Endurskoða þarf reglur um atvinnuleysis-
skráningu, þegar það kemur fyrir hvað eftir annað að við
rekstrarstöðvun liggur vegna vinnuaflsskorts á sama tíma
og þúsundir manna eru skráðir atvinnulausir. Þar hefur
félagsmálaráðherra verk að vinna.
HÆKKUN OG LÆKKUN
VEGNA SÍÐUSTU olíuverðshækkunar liggja olíufélög-
in undir því ámæli, að þau hækki verðið um leið og
olían er komin i skip, en hins vegar lækki þau ekki verð-
ið fyrr en lokið er að selja dýrari olíu í birgðastöðvum
þegar um verðlækkun á heimsmarkaði er að ræða. Mikíl-
vægt er, að sömu reglur gildi um hækkun og lækkun hjá
olíufélögunum. Þau geta ekki treyst á fákeppni til að fara
sínu fram án tillits til hagsmuna viðskiptavina. Frelsi í
verzlun og viðskiptum gerir það að verkum, að olíukaup-
endur leita annað finnist þeim viðskiptahættir óeðlilegir.
Sturla Böðvarsson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis
Flokkarnir
stóðust fjár-
lagaprófið
Stjómarflokkamir stóðust prófið við fjár-
lagagerðina að þessu sinni, að mati Sturlu
Böðvarssonar, varaformanns ijárlaga-
nefndar Alþingis. En í samtali við Guð-
mund Sv. Hermannsson segir hann að
næstu fjárlög verði erfið
STURLA Böðvarsson við höfnina í Stykkishólmi.
FJARLÖG fyrir árið 1996
voru afgreidd með tæplega
4 milljarða króna halla,
eins og ríkisstjórnin stefndi
að. Þótt útgjaldaliðurinn ykist um
rúman milljarð í meðförum Alþingis
hækkaði tekjuáætlun ríkisins um
svipaða upphæð vegna betri horfa í
efnahagsmálum.
Sturla Böðvarsson, þingmaður
Sjálfstæðisfiokks á Vesturlandi, hef-
ur verið varaformaður fjárlaga-
nefndar Alþingis undanfarin fimm
ár. Hann sagðist í samtali við Morg-
unblaðið telja að stjórnarflokkarnir
hafi staðist prófíð við fyrstu fjárlaga-
afgreiðslu kjörtimabilsins með því
að halda hallanum innan við 4 millj-
arða þrátt fyrir mikinn þrýsting um
aukin útgjöld.
„Það er hins vegar á það að líta
að árangur í ríkisfjármálum næst
ekki á einni nóttu og þessi niður-
staða er að mínu mati að verulegu
leyti afrakstur af starfi á síðasta
kjörtímabili. Aðhaldsaðgerðir og úr-
bætur í ríkisrekstri eru nú að skila
sér mjög vel með góðri hjálp góðæris-
ins sem nú er vonandi að hefjast,"
sagði Sturla.
Kerfisbreytinga þörf
Fjárlagahallanum á næsta ári er
einkum haldið niðri með aðhaldi í
rekstri, ásamt samdrætti í vega- og
flugvallaframkvæmdum og almenn-
um stofnkostnaði ríkisins.
Á næsta ári er stefnt að hallalaus-
um fjárlögum. „Það er því ljóst að
þá verðum við að taka á rekstri mjög
margra stofnana og þar verða að
koma til verulegar kerfisbreytingar.
Þá kemur að því að marka stefnu
til lengri tíma: hvaða breytingar vilja
menn sjá á þjónustu ríkisins, hvaða
stofnanir geta farið til einstaklinga
og félaga. Þetta er verkefni sem við
höfum verið að vinna að við undir-
búning næstu fjárlaga og verður
mjög viðkvæmt og vandasamt,“
sagði Sturla.
Hann sagði að við fjárlagagerðina
yrði einnig óhjákvæmilegt að líta til
þess að styrkja sérstaklega aðra
landshluta en suð-vesturhomið, sem
nyti góðs af stækkun álversins í
Straumsvík og framkvæmdum við
Hvalfjarðargöng sem eiga að hefjast
á þessu ári.
„Það þarf bæði að bæta vegakerf-
ið og efla ferðaþjónustu. Við reynd-
um við afgreiðslu fjárlaganna að
gera það með því að veita sérstöku
fé til landsbyggðarhótela og hækka
fjárveitingu til Ferðamálaráðs og
Byggðastofnunar til að efla rann-
sóknir og markaðsaðgerðir á sviði
ferðamála. Þetta kemur ekki síst
landsbyggðinni til góða.“
Tillögum ríkisstjórnar hafnað
Fjárlaganefnd berast árlega óskir
frá fjölmörgum aðilum um hærri
fjárveitingar en fjárlagafrumvarpið
gerir ráð fyrir. Sturla sagði að
áherslur sem nefndin vildi leggja
kæmu fram í hærri fjárveitingum til
ákveðinna verkefna. Svigrúmið hefði
þó verið mjög takmarkað og því jafn-
framt nauðsynlegt að lækka nokkra
Iiði.
Sem dæmi nefndi Sturla að fjár-
laganefnd hefði ákveðið að veita
Vélskólanum og Iðnskólanum
nokkra upphæð til tækjakaupa.
Framlag til Nýsköpunarsjóðs HÍ
hefði verið hækkað um 5 milljónir
og með því hefði nefndin viljað undir-
strika þýðingu sjóðsins.
Framlag til Menntastofnunar ís-
lands og Bandaríkjanna var hækkað
um 2 milljónir en Sturla sagði að
Bandaríkjamenn kæmu á móti með
stórfé til námsstyrkja fyrir íslenska
námsmenn í Bandaríkjunum. Garð-
yrkjuskóli ríkisins fékk sérstaka/fjár-
veitingu til að byggja tilraunagróður-
hús. Þá var var veitt 3,5 milljóna
króna fjárveiting til sjóvinnukennslu.
„Þá hafa fjármál Sólheima í
Grímsnesi um langt skeið verið rifr-
ildisefni milli ráðuneyta. Nú tók fjár-
laganefnd af skarið og hækkaði
framlag til Sólheima, bæði á
fjáraukalögum fyrir _síðasta ár og
fjárlögum þe'ssa árs. Á móti ætlumst
við til að félagsmálaráðherra geri
þjónustusamning við Sólheima því
það er mál að linni deilum ráðunejA-
isins og Sólheima.
Við höfnuðum einnig tillögum rík-
isstjórnarinnar og hækkuðum fram-
lag til Listskreytingarsjóðs, Kvik-
myndasjóðs og Húsfriðunarsjóðs.
Einnig taldi meirihluti fjárlaga-
nefndarinnar ekki fagleg rök fyrir
því að leggja tvö sýslumannsemb-
ætti niður eins og áformað var. Við
teljum að það eigi að endurskipu-
leggja þjónustukerfi sýslumanna í
heilu lagi en skera ekki í kerfíð vegna
þess að dómsmálaráðuneytið kemst
ekki öðruvísi inn fyrir þann fjárlaga-
ramma sem því er settur. Ég tel að
tillaga ráðuneytis um að leggja niður
stofnun þurfi að vera studd fleiri
rökum en þeim að peninga skorti
þá stundina því sama ráðuneyti er
ef til vill að að byggja nýtt Hæsta-
réttarhús fyrir hundruð milljóna og
auka þannig bæði stofnkostnað og
rekstrarkostnað.
Breytingar í stjórnsýslukerfinu
verður að gera að vel athuguðu
máli og á sannfærandi hátt sem ná
til landsins alls. En það er ljóst að
það verður að gera breytingar á
stofnanakerfi okkar. Það er einfald-
lega of dýrt,“ sagði Sturla.
Lausatök
Við fjárlagaafgreiðsluna á Alþingi
kom fram hörð gagnrýni frá þing-
mönnum stjómarandstöðu og for-
svarsmönnum heilbrigðisstofnana á
fjárveitingar til reksturs stóra sjúkra-
húsanna á höfuðborgarsvæðinu fyrir
að vera of lágar og óraunhæfar.
Um þetta sagði Sturla, að líta
yrði á sviðið í heild en einblína ekki
á einstakar stofnanir. „Hins vegar
er ljóst að heilbrigðisstofnanirnar
hafa vakið mjög rækilega athygli á
að þær skorti rekstrarfjármagn og
ég held að það sé alveg rétt. En ef
við gerum ekki kröfur til stjórnenda
heilbrigðisstofnana um að gæta
ítrustu hagsýni og sparnaðar, þá
lendum við fljótlega í vandræðum.
Ég held að því miður hafi verið
og séu enn tiltekin lausatök í heil-
brigðismálunum að því leyti, að sjúk-
rastofnanir, einkum þær stærstu,
hafa farið sínu fram lítt skipulagðar
og án samráðs eða faglegrar og póli-
tískrar forustu. Heilbrigðisráðuneyt-
ið hefur ekki haft afl til að fylgjast
nægilega með því hvað þar hefur
verið að gerast. Þannig hafa stofnan-
irnar litið svo á að þær væru einskon-
ar ríki í ríkinu sem þyrftu ekki að
fara eftir fjárlögum. Slíkt gengur
ekki.“
Forgangsröðun nauðsyn
Sturla sagði að rekstur Borgar-
spítalans hefði komið betur út á síð-
asta ári en Ríkisspítalanna og af
viðtölum við forsvarsmenn spítal-
anna drægi hann þá ályktun að
stjórnendur Borgarspitala hefðu tek-
ið meira mark á fjárlögum en stjórn-
endur Ríkisspítalanna og það væri
vissulega umhugsunarefni.
„Og það er einnig mikið umhugs-
unarefni fyrir okkur sem erum að
vinna við gerð fjárlaga og koma á
úrbótum í ríkisrekstrinum að sjá, að
þrátt fyrir vaxandi útgjöld til heil-
brigðismála, stöðugt meiri tækni-
framfarir á sviði læknavísinda sam-
fara færri legudögum sjúklinga inni
á sjúkrastofnunum sjáum við fram
á það að biðlistar lengjast. Eftir sem
áður koma forsvarsmenn stóru
sjúkrahúsanna, eins og Ríkisspítal-
anna, og biðja um að meira sé byggt
þótt fjármunir séu ekki til rekstrar-
ins og deildir lokaðar.
Ég held að við þessar aðstæður,
og ekki síst þegar bent hefur verið
á mikilvægi þess að skoða forgangs-
röðun í útgjöldum ríkisins, einkum
innan heilbrigðiskerfisins, að það
hafi verið alveg óhjákvæmilegt að
stoppa við núna, láta stóru sjúkra-
húsin gera betur grein fyrir fyrirætl-
unum sínum, láta fjárlagafrum-
varpstöluna standa að mestu en sjá
hver árangur verður af sameiningu
Borgarspítala og Landakots í Sjúkra-
hús Reykjavíkur, hver árangur verð-
ur af auknu samstarfi stóra sjúkra-
húsanna innbyrðis og hver árangur
verður af auknu samstarfi Ríkisspít-
alanna við litlu sjúkrahúsin. Þegar
við sjáum árangur af þessu öllu verð-
um við auðvitað að stokka spilin að
nýju. Við gætum þurft að velja á
milli aukinna greiðslna til lækna og
annarra heilbrigðisstétta og ein-
hverra mennta- eða menningarstofn-
ana. Við verðum að muna að tekjurn-
ar eru takmarkaðar."
—Það verður varla hægt að sjá
fullan árangur á næsta ári af þeim
aðgerðum sem þú nefndir. Ert þú
því ekki í raun að segja að það sé
ólíklegt að niðurstaða íjárlaganna
varðandi spítalana haldi?
„Nei. Við verðum auðvitað að
reikna með að þessar breytingar taki
tíma. Á síðasta ári var verulegur
halli á Ríkisspítölunum fyrstu sex
mánuðina, samkvæmt upplýsingum
sem fjárlaganefnd fékk. Okkur var
jafnframt sagt að reksturinn hefði
verið í jafnvægi síðari hluta ársins,
sem sýnir að auðvitað er hægt að
grípa til aðgerða án þess að til vand-
ræða komi.“
Þörf að hagræða í HÍ
Fjárveiting til Háskóla íslands var
einnig gagnrýnd við fjárlagaaf-
greiðsluna. HI taldi sig þurfa 70
milljóna króna hærri fjárveitingu en
fjárlagafrumvarpið sagði til um en
fjárlaganefnd ákvað að hækka fram-
lagið um 15 milljónir.
Sturla sagðist geta tekið undir
nauðsyn þess að háskólastofnanir
fengju viðunandi framlög. Hins veg-
ar þyrfti að gæta að því að til Há-
skóla íslands og stofnana tengdum
honum rynnu tæplega 3 milljarðar á
fjárlögum næsta árs.
„Og það gildir svipað um HÍ og
sjúkrahúsakerfið að þar hafa orðið
miklar breytingar með aukinni tækni
og meira námsframboði í öðrum skól-
um og því er nauðsynlegt að stokka
upp í rekstrinum.
Það kann að vera mjög viðkvæmt
þegar þingmenn segja það, en mér
er sagt af mönnum sem starfa innan
Háskólans að margt megi bæta í
starfseminni, m.a. í kjölfar þess að
Þjóðarbókhlaðan hefur tekið til
starfa, og það þurfi að endurskipu-
leggja, spara og hagræða.
Háskólamenn gefa okkur stjórn-
málamönnum oft góð ráð, ekki síst
prófessorar Hagfræðistofnunar. Þeir
þurfa líka að líta í eigin barm og
nýta takmarkaða fjármuni sem
best.“
Gott samstarf
Sturla sagði að samstarfið hefði
verið gott milli stjórnarflokkanna við
fjárlagagerðina þrátt fyrir eðlilegan
meiningarmun í ákveðnum málum.
„Það hefur viljað loða við það
vandamál að það ríkir viss tog-
streita milli stjórnarflokka þegar
verið er að fjalla um einstök ráðu-
neyti sem eru á vegum annars
flokksins. Ég held þó að þegar frá
líður og menn vinna meira saman
þá slípist þetta. Við verðum að líta
á verkefni ráðuneytanna sem heild
ef vel á að fara og framsýni verður
að ráða ferð okkar til betri stjórn-
sýslu og bættra lífskjara," sagði
Sturla Böðvarsson."
INNRA EFTIRLIT í MATVÆLAIÐNAÐI
Morgnnblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Kristinn
REGLUGERÐ um innra eft-
irlit fyrirtækja í matvæla-
iðnaði tók gildi um miðjan
desember og hefur undir-
búningur gengið ágætlega, að sögn
Jónínu Þ. Stefánsdóttur, matvæla-
fræðings hjá Hollustuvernd ríkisins.
Markmið reglugerðarinnar, sem
tekur til alls frá pylsuvögnum til
veitingahúsa og kjötvinnslum til
innflutningsfýrirtækja, er að
tryggja öryggi og hollustu matvæla,
en ástæðan fyrir því að þetta er
gert nú er samræming við staðla
og vinnubrögð innan Evrópska
efnahagssvæðisins (EES).
Jónína, sem hefur haft umsjón
með framkvæmd reglugerðarinnar
um innra eftirlit fyrir hönd Hollustu-
verndarinnar, sagði að matvæla-
fyrirtæki væru mislangt komin í
aðlögun að reglugerðinni. „Sumir
eru búnir, en aðrir hafa lítið gert,“
sagði Jónína. „Okkar hlutverk er
fyrst og fremst að tryggja að menn
viti af þessum skyldum."
í reglugerðinni um innra eftirlit
segir að svipta megi fyriríæki leyfi
til framleiðslu og dreifingar mat-
væla, gerist handhafi „sekur um
ítrekuð eða alvarleg brot á lögum
eða reglugerðum um matvæli eða
fyrirmælum settum samkvæmt
þeim“.
Heljannikil vinna
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Sambands veitinga- og gisti-
húsa, sagði þegar reglugerðin tók
gildi að veitingamenn hefðu hingað
til verið með eftirlit og mesta breyt-
ingin yrði sú skráning, sem fylgdi
hinu innra eftirliti, en það hefði
verið „heljarmikil vinna“ að koma
þessu á.
„Þessu hefur verið ágætlega tek-
ið,“ sagði Erna. „Veitingahúsin lifa
auðvitað ekki nema maturinn sé í
lagi. Sumum finnst þetta kannski
nokkuð mikil skriffinnska, en það
sést betur þegar þetta er komið á.
Fyrir þessa atvinnugrein eru gæði
mál númer eitt, tvö og þrjú.“
Reglugerðin tekur til matvælaeft-
irlits og hollustuhátta við fram-
leiðslu og dreifmgu matvæla. Hún
á ekki við um eftirlit með slátrun,
mjólkurframleiðslu á býlum, veið-
um, vinnslu og meðferð sjávaraf-
urða og uppskeru garðávaxta, en
nær til eftirlits með meðferð og
dreifingu sjávarafurða og garð-
ávaxta til smásölu innanlands.
Ætlast er til að hið innra eftirlit
verði framkvæmt í samræmi við svo-
kallað GÁMES-kerfi (Greining
áhættuþátta og mikilvægra eftirlits-
staða, á ensku HACCP, eða Hazard
Analysis and Critical Control Points).
Markmiðið
að tryggja
öryggi
og hollustu
Til samræmingar við Evrópska
efnahagss væðið
Ný reglugerð um innra eftirlit mun reyna á
aðlögunarhæfni firirtælq'a í matvælaiðnaði.
Hið nýja fyrirkomulag krefst vinnubragða, þar
sem hvert þrep vinnslunnar er skýrgreint og
skráning gerir kleifb að rekja framleiðsluferli.
Það fellur í hlut heilbrigðiseftirlits
á hverjum stað að sjá um að ákvæð-
um um innra eftirlit sé framfylgt
og fyrirtækin þurfa að sýna eftirlit-
inu fram á að þetta sé virkt.
Að sögn Jónínu þarf ekki mikil
pappírsvinna að fyigja innra eftir-
liti. Áherslan væri á öryggismál.
Eins og segði í reglugerðinni væri
ætlunin að meta áhættuþætti og
meta hvar væri áhætta í starfsemi
fyrirtækja þannig að gera mætti
endurbætur.
„Ástæðan fyrir þessu innra eftir-
liti er Evrópska efnahagssvæðið, en
margir sjá að þetta muni skila sér
í öruggari matvælum," sagði Jónína.
Ætlað að draga úr
matareitrunum
Eitt af markmiðum reglugerðar-
innarer að draga úr matareitrunum.
í Bandaríkjunum varð uppi fótur og
fit á síðasta ári þegar matareitrun
af völdum fæðu matreiddrar á
skyndibitastöðum leiddi til dauðs-
falla.
Jónína sagði að upp hefðu komið
áhyggjur þar sem öryggi matar hefði
verið kannað erlendis. Hér kæmu af
og til fram fréttir um matareitrun,
, en fæst slík tilfelli kæmu upp á yfír-
borðið. Fólk veiktist, næði sér og
málið næði ekki lengra.
Komi upp mál, sem varða hollustu
og öryggi matvæla, mun innra eftir-
litið gera fyrirtækjum auðveldara
fyrir. Með tilkomu þess verður fyrir
hendi rekjanleiki, sem gerir fyrir-
tækjum kleift að sýna að þau hafi
staðið rétt að málum. Fyrirtæki
gætu hins vegar staðið illa hefðu
þau ekkert í höndum.
Jónína sagði að yfirleitt yrði að
treysta á heilindi manna varðandi
skráningu, en í sumum tilvikum
væri um að ræða sírita, til dæmis á
hitamælum á kælum og frystum og
einnig væra síritar notaðir í niður-
suðu.
í bæklingi frá Hollustuvemd
ríkisins, sem nefnist Matvælaeftirlit,
leiðbeiningar og hagnýtar upplýs-
ingar um innra eftirlit í matvælafyr-
irtækjum, segir að „réttar merking-
ar og skráningar [geti] skipt sköpum
ef innkalla þarf vöru af markaði"
Það auki jafnt líkur á að finna orsak-
ir galla, sem það geri kleift að „tak-
marka innköllun og skoðun vöru við
tilteknar dagstimplanir eða lotu-
merkingar í stað þess að innkalla
allt af markaði".
Áhættuþættir og eftirlitsstaðir
GÁMES-kerfíð felst í því að gera
vörulýsingar og setja upp svokölluð
flæðirit, sem lýsa framleiðsluferli
vöru frá hráefni til neyslu, í því
skyni að hægt sé að fínna „alla
áhættuþætti við tilbúning og með-
ferð hráefna, í framleiðslu- og dreif-
ingarferli og þar til kemur að
neyslu“ og og ákvarða út frá því
„mikilvæga eftirlitsstaði“ eða þá
„lykilstaði þar sem hægt er að
minnka verulega eða koma í veg
fyrir áhættu með ákveðinni stjórnun
og eftirliti", eins og segir í bæklingi
Hollustuverndar. Þá er gert ráð fyr-
ir því að sett verði viðmiðunarmörk
og eftirlitskerfi til að tryggja að
farið verði eftir þeim. Síðan verði
sett skýr fyrirmæli um úrbætur,
verði frávik frá viðmiðunarmörkum.
í bæklingnum er salmonella í
kjúklingi notuð sem dæmi um
áhættuþátt og í slíku tilfelli teldist
fullnægjandi hitun til að drepa salm-
onelluna fyrirbyggjandi aðgerð.
Dæmi um mikilvægan eftirlitsstað
væri steiking á kjúklingabitum.
Viðmiðunarmörk teldust til dæmis
að kjarnahiti í kjúklingabitum eigi
að vera 75 mælistig á Celsíus-
kvarða. Eftirlitskerfið væri fólgið í
reglulegum mælingum á kjarnahita
kjúklingabita og úrbætur eða að-
gerðir væru að endurhita kjúklinga-
bita eða henda þeim, fari kjamahiti
niður fyrir viðmiðunarmörk.
Eftirlitskerfið GÁMES gerir ráð
fyrir því að allir hlutar þess verði
skráðir. Má þar nefna ábyrgðar-
skiptingu, verklýsingar, fyrirmæli
og viðmiðunarmörk. Eins á að skrá
skoðanir, sýnatökur og mælingar til
að staðfesta að þær hafí verið fram-
kvæmdar.
Gert er ráð fyrir að óháður aðili
skoði, taki sýni og geri mælingar
af handahófi til að kanna hvort kerf-
ið virki. Einnig er gert ráð fyrir að
GÁMES-kerfíð verði endurmetið
reglulega.
Þegar upp er staðið, segir í bækl-
ingi Hollustuverndar, mun „skilvirkt
innra eftirlit draga úr göllum og
skila hagnaði".