Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómur Hæstaréttar í máli Rannsóknarlögreglu ríkisins gegn Agnesi Bragadóttur Úrskurður Héraðs- dóms felldur úr gildi Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms frá 15. desem- ber. Niðurstaða Hæstaréttar er sú að vamaraðila, Agnesi Bragadóttur, sé ekki skylt að svara spumingum um hvaða skrifiegar heimildir hún hafí haft undir höndum við skrif um málefni Sambands ísl. samvinnufé- laga og hver hafi látið þær í té. Dómsniðurstaðan er hér birt í heild: ÁR 1996, miðvikudaginn 10. janúar, var í Hæstarétti í málinu nr. 419/1995: Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Agnesi Bragadóttur uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttardóm- ararnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Varnaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 15. desem- ber 1995. Kærður er úrskurður Hér- aðsdóms Reykjavíkur sama dag um að varnaraðila sé „skylt að koma fyrir dóm sem vitni til skýrslugjafar í RLR máli nr. 3455/95“. Kæruheim- ild er í 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og að vamar- aðila sem vitni verði gert að svara spurningum um hvaða skriflegar heimildir það hafi haft undir höndum til að byggja greinaskrif sín á - hver hafi látið því í té þær skrif- legu heimildir eða aðrar upplýsingar sem það byggði greinaskrif sín á“. Varnaraðili krefst þess að synjað verði beiðni Rannsóknarlögreglu rík- isins um að henni verði gert að svara framangreindum spurningum fyrir dómi. «. Ríkissaksóknari hefur komið at- hugasemdum sínum á framfæri við Hæstarétt. Kemur þar fram að emb- ætti hans krefst staðfestingar úr- skurðar héraðsdóms. Jafnframt að ríkissaksóknari lítur svo á að vamar- aðili sé vitni í málinu. Henni sem blaðamanni hafí verið vítalaust að taka við trúnaðarupplýsingum bank- ans, hvort sem hún hafí gengið eftir þeim eða ekki. Hún hafí ekki brotið neinar reglur sem varðað geti hana refsingu. I. Tildrög ágreinings aðila um vitna- skyldu varnaraðila eru rakin í hinum kærða úrskurði. Þar kemur fram að sóknaraðili hafí farið þess á leit við dóminn með vísan til 74. gr. laga nr. 19/1991 að vamaraðili yrði kvödd fyrir dóm til að gefa vitnaskýrslu varðandi ætlað brot á þagnarskyldu samkvæmt 43. gr., sbr. 100. gr. laga nr. 43/1993 um viðskiptabanka og sparisjóði og 136. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Varnaraðili ritaði greinar í Morgunblaðið dagana 25., 26., 28. og 29. mars 1995 um skuldaskil Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, en félagið gekk til nauðasamnings sem staðfestur var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur 5. september 1994. í greinunum virðist byggt á óvenju náinni vitn- eskju um viðskipti þau sem verið er að lýsa. Á vegum sóknaraðila fer nú fram rannsókn að fyrirmælum ríkis- saksóknara á því hvort varnaraðili hafí við samningu greinanna stuðst við trúnaðargögn eða trúnaðarupp- lýsingar sem hún hafi fengið hjá ein- hveijum starfsmönnum Landsbanka íslands sem bundnir séu þagnar- skyldu sem bankastarfsmenn og/eða opinberir starfsmenn. Fyrirmælum ríkissaksóknara fylgdi samantekt bankaeftirlits Seðlabanka íslands þar sem fram kemur listi yfir trúnað- argögn sem hér gætu komið til greina. Vamaraðili kom til yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögreglu 6. nóvember 1995 og neitaði þá að svara spurningum um heimildir sínar að greinunum. Vamaraðili kom fyrir héraðsdóm 17. nóvember 1995 og neitaði að svara spurningum sóknar- aðila, sem fram koma í kröfugerð hans hér fyrir dómi. í ályktunarorð- um hins kærða úrskurðar er niður- staða héraðsdómara ekki skýrlega greind. Skilja verður þó úrskurð hér- aðsdómara svo að hann leggi fyrir varnaraðila að koma fyrir dóm og svara þessum spurningum. Varnaraðili styður neitun sína í fyrsta lagi við ákvæði 51. gr. laga nr. 19/1991 og í öðru lagi 1. mgr. 53. gr. sömu laga. Varnaraðili er blaðamaður og getur því verið und- anskilin því að svara ákveðnum spumingum, en það breytir engu um það að henni er skylt að koma fyrir dóm sem öðrum þegnum þjóðfélags- ins, sbr. 49. gr. laga nr. 19/1991. Verður ekki séð að um það sé ágréin- ingur í máli þessu. Fallast ber á rök héraðsdómara fyrir því að vamarað- ili geti ekki færst undan að svara spumingum sem vitni með vísun til 51. gr. laga nr. 19/1991. Jafnframt iiggur það r.ú fyrir að af hálfu ákæru- valdsins er litið svo á að varnaraðila hafí verið vítalaust að taka við upp- lýsingum frá starfsmönnum Lands- banka íslands þótt þær væru trúnað- arupplýsingar. II. Samkvæmt framanskráðu fer því eftir skýringu 1. mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991 hvort varnaraðila er skylt að svara fyrir dómi þeim spurn- ingum _sem felast í kröfugerð sóknar- aðila. Ákvæðið hljóðar svo: „Þeim, sem ber ábyrgð að lögum á efni prentaðs rits eða öðru efni sem birt er opinberlega, er óskylt að skýra frá því fyrir dómi hver sé höfundur að riti, grein, frásögn eða tilkynningu sem hefur birst án þess að höfundur væri nafngreindur. Þetta á þó ekki við ef vitnisburðar er krafist vegna afbrots, sem ætla má að muni varða þyngri refsingu en fésektum eða varðhaldi, eða vegna brots gegn þagnarskyldu í opinberu starfi, enda sé vitnisburður nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins og ríkir hagsmunir í húfí.“ Varnaraðili ritaði greinarnar í eig- in nafni og ber sem höfundur ábyrgð á efni þeirra samkvæmt 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Skýra ber ákvæði 1. mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991 svo að það nái til tilviks þess sem hér um ræðir. Ákvæðið undanskilur varnaraðila ekki frá vitnaskyldu, sbr. 49. gr. sömu laga, heldur því að svara spurningum um heimildarmenn að frásögninni nema svo standi á sem í ákvæðinu greinir. Efni ákvæðisins á rót sína að rekja til ákvæða stjórnarskrár og mann- réttindasáttmála um tjáningarfrelsi °g byggir á þeim sjónarmiðum að það sé almennt æskilegt og í sam- ræmi við lýðræðishefðir að almenn- ingur fái að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Verði ábyrgðarmenn efnis sem birtist opin- berlega að gefa upp heimildarmenn sína sé það til þess fallið að efni sem eigi erindi við almenning birtist ekki. Undanþáguákvæði síðari málsliðar 1. mgr. 53. gr. byggist aftur á móti á því að hagsmunir þjóðfélagsins af því að alvarleg refsiverð brot séu upplýst geti verið svo brýnir að þessi heimild ábyrgðarmannanna til að gefa ekki upp heimildarmenn sína verði að víkja. Þá byggist ákvæðið einnig á því að svo mikilvægir opin- berir og einstaklingsbundnir hags- munir séu því tengdir að opinberir starfsmenn virði þagmælsku um það sem leynt á að fara lögum og eðli málsins samkvæmt að umrædd heim- ild hljóti að þoka. Það heyrir undir dómstóla að meta það í hveiju tilviki hvort spuming sé svo löguð að ábyrgðarmaður geti bor- ið fyrir sig ákvæði 1. mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991 um að gefa ekki upp heimildarmenn og einnig hvort rann- sóknarhagsmunir séu svo ríkir eða svo mikilsverður trúnaður brotinn að þessi regla eigi ekki að gilda. III. í málinu liggja fyrir skýrslur sem nokkrir starfsmenn Landsbanka Is- lands hafa gefið hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Jafnframt hefur Sig- urður Markússon fyrrverandi stjórn- arformaður Sambands ísienskra samvinnufélaga gefið þar skýrslur. í skýrslum þessum kemur fram að ýmis gögn hafa verið kynnt skýrslu- gefendum og þeir spurðir hvort þeir hafi haft þau undir höndum og hvort þeir hafi komið þeim á framfæri við varnaraðila. Gögn þessi munu varða skuldaskil Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og telur bankaeftirlitið ljóst að varnaraðili hafi haft einhver þeirra í fórum sínum þegar hún rit- aði greinarriar. Sóknaraðili telur að yfirgnæfandi líkur séu til þess að gögnin hafi borist varnaraðila frá einhveijum yfii-mönnum Lands- banka Islands, sem sé opinber stofn- un. Með þessu hafi sá er afhenti gögnin rofið þagnarskyldu sína og orðið með því sekur um alvarlegt trúnaðarbrot. Ríkir hagsmunir séu því þess vegna tengdir að varnarað- ili greini frá því hver eða hveijir séu heimildarmenn. IV. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 43/1993 hvílir þagnarskylda á starfs- mönnum viðskiptabanka og sparisjóða um allt það er varðar hagi viðskipta- manna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfí sínu og leynt skulu fara sam- kvæmt lögum eða eðli máls. Ákvæði 'þetta byggir á því að það geti bæði skaðað hagsmuni banka og sparisjóða og viðskiptamanna þeirra sé þag- mælsku ekki gætt. Landsbanki Is- lands er í eigu ríkisins og fallast verð- ur á það með héraðsdómara að starfs- menn bankans séu opinberir starfs- menn er falli undir ákvæði 136. gr. almennra hegningarlaga. Samband íslenskra samvinnufé- laga hafði um langa hríð verið eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins og vörðuðu málefni þess flölmarga aðila. Opinber umræða um málefni sam- bandsins og skuldaskil getur því haft almennt gildi, sem og umræða um hag og starfsaðferðir lánastofnana í landinu. Nauðasamningi sambands- ins lauk með staðfestingu hans sam- kvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur 5. september 1994. í skýrslu Sigurðar Markússonar fyrrverandi stjórnarformanns 5. desember 1995 kemur fram að hann telur að greinar varnaraðila hafi ekki skaðað hags- muni sambandsins. Þá hefur Lands- banki íslands ekkert frumkvæði haft að þessu máli. Þar sem nauðasamn- ingi er lokið og skuldaskil sambands- ins gengin í gegn eru ekki sömu hagsmunir tengdir þeim trúnaðar- upplýsingum, sem varnaraðili er talin hafa haft undir höndum við samningu greinanna og.annars hefði verið. Eins og mál þetta liggur fyrir hefur ekki verið sýnt fram á, að svo ríkir hags- munir séu í húfí fyrir Landsbanka Islands, Samband íslenskra sam- vinnufélaga sem viðskiptamann hans, almenning eða rannsóknarvald, að varnaraðili geti ekki boríð fyrir sig fyrri málslið 1. mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991. Kröfum sóknaraðila er því hafnað að því er varðar síðari spurn- ingu sóknaraðila. Fyrri spurning sóknaraðila er hér í því horfi að svar við henni gæti falið í sér svar við síðari spurningunni. Henni er því einnig hafnað. Er þá ekki tekin af- staða til þess hvort varnaraðili þurfi að svara spurningum um tiltekin heimildargögn, verði það gert án þess að með því sé ljóstrað upp um heim- ildarmann hennar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðila, Agnesi Bragadóttur, er ekki skylt að svara framangreind- um spurningum sóknaraðila, Rann- sóknarlögreglu ríkisins. A Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og Lúðvík Geirsson formaður BI um dóm Hæstaréttar Styrkir blaðamenn í störfum þeirra Dómstólar meta hvort nægilega ríkir hagsmunir séu til þess að víkja rétti blaðamanna til hliðar, segir Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri DÓMUR Hæstaréttar í máli Rannsóknarlög- reglu ríkisins gegn Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, er stefnumark- andi og styrkir mjög blaðamenn í störfum þeirra, að mati Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar hæstaréttariögmanns og Lúðvíks Geirs- sonar, formanns Blaðamannafélags íslands. Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri telur dóminn athyglisverðan, réttur blaðamanna til þess að víkjast undan því að svara spurn- ingum sé ekki einhlítur. Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Agnesi væri skylt að svara spurningum RLR um heimild- ir að greinum um endalok Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og uppgjör við Landsbanka íslands. Almenningur fái að fylgjast með „Dómurinn byggir á viðurkenningu á þýð- ingarmesta atriðinu sem um var fjallað í málinu," segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. sem ritstjóm Morgunblaðsins fól að gæta hagsmuna sinna. „Það eru atriði sem varða stjómarskrá og mannréttindasáttmála sem leiða til niðurstöðunnar, það er að segja að undanþága blaðamanna frá vitníjskyldu grundvallist á þeim sjónarmiðum að það sé almennt æskilegt og í samræmi við lýðræðis- hefðir að almenningur fái að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Þessir hags- munir eru taldir þýðingarmeiri en þeir hags- munir sem voru öndverðir í málinu, hagsmun- ir rannsóknaraðila af þessum upplýsingum." Jón Steinar segist telja dóm Hæstaréttar stefnumarkandi og að hann sé til þess fallinn að styrkja mjög blaðamenn í störfum þeirra. Réttur blaðamanna ekki einhlítur Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri sagði dómsniðurstöðu Hæstaréttar hafa for- dæmisgildi á ýmsan hátt. í 2. kafla dómsins væri túlkað ákvæði í 1. málsgrein 53. grein- ar laga um meðferð opinberra mála og yrði að sjálfsögðu litið til þess í framtíðinni. „Þetta er að mörgu leyti athyglisverður dómur,“ sagði Bogi. „Hann segir að réttur blaðamanna til þess að víkjast undan því að svara spurningum er háður takmörkunum og ekki einhlítur. Það er skýrt rækilega í dóminum, bæði hvað varðar sérstök sakar- efni, refsimál sem eru til meðferðar, og svo þagnarskyldubrot í opinberu starfi. Það er einmitt það sem verið var að fjalla um í þessu máli. Spurningin er um hagsmunina sem í húfi eru. Það eru dómstólarnir sem meta það hvort nægilega ríkir hagsmunir séu til þess að víkja þessum rétti blaðamanna til hliðar." Bogi taldi að þessi dómur myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á starfshætti rann- sóknarlögreglunnar nema í nákvæmlega eins málum og þessu. Hann sagði eftir að ákveða um framhald rannsóknar á hinu ætlaða þagn- arskyldubroti. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari sagði dóminn liggja fyrir og hann talaði sínu máli. Um dóminn væri ekkert meira að segja af sinni hálfu og vildi Hallvarður ekki tjá sig um framhald málsins. Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka íslands, segist ekkert hafa um dóm Hæstaréttar að segja. Bankaeftirlit Seðlabankans hafi skrifað rík- issaksóknara bréf um mitt sumar til að vekja athygli hans á því að lög um þágnarskyldu bankastarfsmanna kynnu að hafa verið brot- in, eins og því bæri skylda til, en síðan hafi bankinn ekki haft afskipti af málinu. Það væri á valdi rannsóknaraðila að ákveða hvaða aðferðir hann notaði við rannsóknina. Áhersla á prentfrelsisákvæði „Ég er mjög sáttur við þennan dóm,“ seg- ir Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafé- lags íslands. „Það er greinilegt að Hæstirétt- ur leggur mikla áherslu á tjáningarfrelsis- og prentfrelsisákvæðin í dómi sínum og vægi þeirra í upplýsingasamfélaginu.“ Hann segir að það skipti miklu máli fyrir blaðamannastéttina á íslandi að fá þennan dóm. Hann hafí fordæmisgildi enda hafi Hæstiréttur ekki áður tekið á sambærilegu máli. Lúðvík segir það athyglivert, ekki síst í ljósi þess hvað niðurstaðan reyndist skýr, hvað fulltrúi ríkisvaldsins, ríkissaksóknari, hafí fylgt málinu fast eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.