Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ ESTHER PÉTURSDÓTTIR + Esther Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 27. des- ember 1922. Hún lést á heimili sinu í Reykjavík aðfara- nótt 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Björnsson skip- stjóri, f. 20.8. 1887 á Kirkjubóli í Múla- hreppi í Barða- ^ strandarsýslu, d. í Reykjavík 24.7. 1978 og kona hans Ellen K. Björnsson, f. Christoffersen í Danmörku 18.4. 1896, d. í Reykjavík 28.2. 1985. Systir Estherar er ída, f. 24.6. 1927, gift Jack Talling líffræðingi og búsett í Eng- landi. Hinn 1.6. 1946 giftist Esther Þórhalli Tryggvasyni, seinna bankastjóra Búnaðar- banka Islands. Foreldrar hans voru Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra og Anna Guðrún Klemensdóttir. Börn Estherar og Þórhalls eru: 1) Þóra Ellen, ESTHER Pétursdóttir andaðist að morgni 3. janúar sl. á heimili sínu í Reykjavík 73 ára að aldri. Að henni stóðu ólíkir stofnar. í föður- ætt var hún komin af íslensku sjó- manna- og bændafólki en af danskri embættismannaætt í móðurlegg. Faðir hennar, Pétur Bjömsson, var fæddur og uppalinn á Vestfjörðum. Hann lærði trésmíðar í Reykjávík en fór síðan í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi árið 1914. Pét- ur gerðist stýrimaður og skipstjóri ‘k dönskum skipum og sigldi m.a. með saltfisk til hafna á Spáni. í Kaupmannahöfn kynntist Pétur konu sinni, Ellen Kömu hjúkmnar- f. 22.6. 1954, grasa- fræðingur og pró- fessor við Háskóla Islands, gift Helga Björnssyni jökla- fræðingi, visinda- manni við Háskóla Islands og prófess- or við Óslóarhá- skóla. Böm þeirra em Þórhallur og Valgerður. 2) Anna Guðrún, beitar- fræðingur og kenn- ari við búvísinda- deild bændaskólans á Hvanneyri, gift Bimi Þorsteinssyni plöntulif- eðlisfræðingi, deildarstjóra og kennara við búvisindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Sonur þeirra er Pétur. 3) Tryggvi, f. 20.6. 1962, lögfræð- ingur og dómarafulltrúi við Héraðsdóm Austurlands á Eg- ilsstöðum. Dætur hans em Helga, Anna og Halla. Útför Estherar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. konu, árið 1918. Hún var dóttir Anders K. Christoffersens, prests í Bölling á Jótlandi, og fyrri konu hans, Caroline Marine. Pétur og Ellen giftu sig í Kaupmannahöfn árið 1921, fluttu til íslands og byggðu sér hús á Sólvallagötu 1. Þangað fluttu þau þó ekki strax, því að árið 1926 tók Pétur við skip- stjórn á Lagarfossi sem sigldi milli Danmerkur og Austfjarðahafna, án viðkomu í Reykjavík. Fjölskyldan tók sig því upp og settist að í Kaup- mannahöfn næstu fjögur árin og gekk Esther þar í bamaskóla. I Kaupmannahöfn fæddist seinna barn þeirra hjóna, ída, árið 1927. Faðir minn, + AXEL ÓLAFSSON klæðskerameistari (G. Bjarnason og Fjeldsted), er látinn. Ragnar Ólafur Axelsson. + Maðurinn minn og bróðir okkar, BIRGIR GUÐMUNDSSON, bryti, Álakvfsl 112, lést í Landspítalanum 7. janúar. Ingileif Friðleifsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Haukur Guðmundsson t ' Bróðir okkar, ERLENDUR SIGURÞÓRSSON frá Kollabæ, dvalarheimili aldraðra, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést í Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 9. janúar. Stefanía Þórunn Sigurþórsdóttir, Tómas Sigurþórsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, SVANLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 14.00. Jóhanna Þorgeirsdóttir, Hjalti Jónasson, Jónfna Þorgeirsdóttir, Leifur ívarsson, Jósef H. Þorgeirsson, Þóra Björk Kristinsdóttir, Svana Þorgeirsdóttir, Gunnar Kárason. Tengsl stúlknanna við Danmörku héldust áfram eftir að íjölskyldan fluttist heim og dvöldust þær á sumrin hjá afa sínum og stjúpömmu og fimm dætram þeirra, en sú yngsta var jafnaldra Estherar. Þótti stúlkunum pastor Christoffersen nokkuð strangur og fjarlægur; þær jafnt sem dætur hans urðu að ávarpa hann í þriðju persónu en mjög vænt þótti þeim um stjúpömmu sína. Eftir að heim kom árið 1930 tók Pétur við skipstjóm á Dettifossi og var eftir það skipstjóri á ýmsum skipum Eimskipafélagsins, lengst af á Dettifossi en síðast á Gull- fossi. Þar sem hann var langdvölum að heiman, kom það í hlut Eilenar, eins og annarra sjómannskvenna, að halda utan um heimilið og böm- in. Þótt hún væri búsett á Islandi í rúmlega hálfa öld, talaði hún alla tíð aðeins dönsku og heimilismálið var danska. Ellen og Pétur vildu eindregið koma dætram sínum til mennta og Esther var send á sum- arskóla í Englandi og til sumardval- ar í Þýskalandi auk þess sem hún ferðaðist víða með foreldram sínum. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1941 og vann þá sem blaðamaður á Morgun- blaðinu um skeið. Báðar systumar, Esther og ída, luku háskólaprófi. Esther hélt utan til náms árið 1942 en á þessum áram fóra flestir náms- menn til Bandaríkjanna vegna stríðsátaka í Evrópu. Esther sigldi til New York, hélt til Minneapolis og hóf nám í röntgentækni við University of Minnesota. Viðbrigðin við vesturkomuna 1942 voru mikil og varð íslendingunum, sem vanir vora nokkram skorti og skömmtun, starsýnt á auðlegðina í Bandaríkj- unum, - þar var ekki stagað í silki- sokkana heldur keyptir nýir. Esther lauk BS-prófi og kom heim með föður sínum árið 1945. Áður en Esther hélt til Bandaríkj- anna hafði hún kynnst ungum manni á dansleik í Oddfellowhúsinu, Þór- halli Tiyggvasyni frá Laufási. Þau tóku upp samband á ný eftir heim- komu Estherar og giftu sig 1. júní 1946. Sama dag héldu þau í brúð- kaupsferð til Bandaríkjanna. Þau sigldu til New York þar sem Þórhall- ur seldi frimerkjasafnið sitt og keypti notaðan bíl á þúsund dollara. Frá New York óku þau til Minne- sota, og áfram vestur til Yellow- stone, þaðan til vesturstrandarinnar og síðan suður til Mexíkó. Til baka lá leið þeirra m.a. suður til Flórída þar sem Þórhallur ók alla leið á Key West meðan Esther sólaði sig á strönd Miami. Þegar þau komu til baka til New York seldu þau bílinn og settust upp í flugvél sem átti að flytja þau til íslands. Heimferðin gekk hins vegar skrykkjótt því flug- vélin var alltaf að bila og urðu þau að bíða í 6 vikur í New York og aftur á Nýfundnalandi meðan gert var við hana. Þá vora þau orðin auralítil en Þórhalli tókst að afla nokkurs fjár með því að spila póker við samferðamennina! Þegar heim kom stofnuðu þau heimili hjá tengdamóður Estherar í Laufási í Reykjavík. Þar þjuggu fyrir öll 6 systkini Þórhalls, og var mikið spilað og oft glatt á hjalla. Esther lærði bridge og þau Þórhall- ur spiluðu mikið á sínum fyrstu hjúskaparáram, ýmist saman í parakeppni eða í sveitakeppni. Þau unnu til margra verðlauna og sveit Estherar varð íslandsmeistari kvenna í bridge árið 1950. Frá Laufási fluttust Esther og Þórhallur á Eiríksgötu en árið 1957 keyptu þau sér íbúð á Reynimel og hafa búið þar síðan. Þá höfðu þeim fæðst tvær dætur, Þóra Ellen (1954) og Anna Guðrún (1957). Síðastur kom svo Tryggvi (1962). Esther vann ekki utan heimilis eft- ir að hún giftist. Hún var hlédræg og hélt ^sig mikið innan fjölskyld- unnar. Árið 1977 hóf hún af mik- illi tilhlökkun nám í bókasafnsfræð- um við Háskóla íslands. Henni sótt- ist námið vel en stuttu seinna veikt- ist hún af langvinnum veirusjúk- dómi sem hún náði sér aldrei af. Illa gekk að fá sjúkdómsgreiningu en hún gekkst undir margs konar lyfjameðferð í meira en áratug sem skildi eftir sín merki. Esther naut góðs af þeim ólíku rótum sem að henni stóðu. Frá móður sinni hafði hún erft víðan sjóndeildarhring og ríka danska kímnigáfu en vestfirska staðfestu frá föður sínum. Hún hlaut góða menntun sem var henni lífsfylling alla tíð, hafði yndi af lestri góðra bóka og var afar smekkvís og vand- virk við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún gaf börnum sínum og fjölskyldu ómældan tíma og um- hyggju. Esther hafði mikinn metnað fyrir hönd sinna bama og veitti þeim ætíð hvatningu og stuðning. Þess njóta þau alla ævi og einnig þeir sem tengjast ijölskyldunni og afkomendur um langa framtíð. Þeg- ar upp er staðið er ekkert ævistarf mikilvægara. Saman tryggðu Esth- er og Þórhallur að einstakur íjöl- skylduandi og fastmótað gildismat rótgróinnar menningarfjölskyldu erfíst frá kynslóð til kynslóðar. Þar fer saman frjálslyndi og umhyggja fyrir landi og lýð, menningu og umhverfi, hógværð og hreinskilni og hiklaust hugrekki til þess að láta í sér heyra um menn og mál- efni. Esther var mjög sjarmerandi kona. Ég vil þakka henni mikinn hlýhug í minn garð og ég á henni að þakka áhrif á mitt líf sem eiga rætur miklu lengra aftur en þau sjö ár sem við þekktumst og gæta mun um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Helgi Björnsson. í dag er kvödd Esther Pétursdótt- ir sem var mér alla tíð mjög kær og góð. Upp í hugann koma marg- ar minningar og þá sérstaklega frá bamæsku minni en í þá daga var mjög mikiil samgangur okkar á milli. Ég sé Esther fyrir mér í jólaboði íjölskyldunnar sem haldið var á afmælisdegi hennar hinn 27. des- ember síðastliðinn. Þar sat hún í rauðum, fallegum, jólalegum kjól, mitt á meðal fólksins, hló og naut samvistanna við gestina, tilbúin til að fara út að borða um kvöldið með eiginmanninum eins og þau höfðu gert á afmælisdegi hennar í mörg ár. Þrátt fyrir etíð veikindi í yfir fimmtán ár datt engum í hug að Esther ætti svona stutt eftir, en hennar tími var kominn og lést hún í svefni aðfaranótt 3. janúar. Esther ólst upp á íslensk-dönsku menningarheimili. Faðir hennar var landskunnur skipstjóri, en ég man þó frekar eftir honum á efri áram, góðlegum gömlum manni, þar sem hann var að smíða húsgögn og leik- föng, hreina dýrgripi, fyrir bama- bömin í kjallaranum á Sólvallagötu. Frú Ellen móðir Estherar kom frá Danmörku, glaðleg og elskuleg kona, ssem bar á borð fínar kræs- ingar og pijónaði þær fallegustu peysur sem ég hafði séð. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík sigldi Esther, í miðri seinni heimsstyijöld- inni, til frekara náms í Bandaríkjun- um og dvaldi þar í nokkur ár. Eftir heimkomuna giftist hún svo Þór- halli móðurbróður mínum. Þess að fá að vera með og dvelja oft hjá Esther og Þórhalli á þessum áram minnist ég sem einstaklega skemmtilegra stunda. Flestar sögur sem sagðar era af mér sem bami era einmitt komnar frá þeim hjón- um. Eftir nokkurra ára hjónaband fæddust börnin, fyrst Þóra Ellen, síðan Anna Guðrún og síðast Tryggvi. Var það hlutskipti Esther- ar að hugsa um heimilið, börnin og Þórhall og standa við hlið hans í hans annasama starfi. Heimilið var glæsilegt, búið sérlega fallegum munum og inni stóð húsmóðirin sem alltaf var gott heim að sækja, glæsi- leg, bráðgáfuð, víðlesin og hlátur- mild. Bömin hafa öll gengið menntaveginn og bera foreldrum sínum fagurt vitni um hve vel að þeim hefur verið búið. Ég vil fyrir hönd okkar allra á Ránargötu 19, og föður míns, þakka Esther fyrir samfylgdina og votta eiginmanni, bömum, tengdabörn- um og barnabömum samúð okkar á sorgarstundu._ Guðrún Ina Ivarsdóttir. Miðvikudaginn 3. janúar síðast- liðinn voru afi og amma á Reyni- mel búin að bjóðá okkur systranum í hádegismat. En upp úr ellefu um morguninn hringdi afí og sagði að ekkert yrði úr þessum hádegisverði því amma væri dáin. Við höfðum oft borðað hjá þeim hádegismat því á pabbahelgum var þetta fastur liður á sunnudögum. Hádegisverðirnir á Reynimel voru einstaklega notalegir. Þar var yfir- leitt enginn að flýta sér. Amma og afi gáfu sér góðan tíma til að borða og þó sérstaklega til að spjalla. Við borðið var rætt um heima og geima, til dæmis myndina frá í gær eða forsetaframboðið. Við höldum samt að ömmu hafi þótt skemmtilegast þegar var verið að grínast svolítið. Þá hló hún og þá urðu augun henn- ar svo falleg. Amma hafði mikinn áhuga á því að okkur gengi vel í skólanum og við voram oft spurðar um hvernig okkur gengi. Þegar við sögðum að okkur gengi vel brosti amma og sagði „gott“. Svona var amma hlý- leg við okkur og vildi að okkur gengi allt sem best. Við eigum eftir að sakna ömmu okkar en við eigum minninguna um hana sem við geymum meðan við lifum. Helga, Anna og Halla Tryggvadætur. ROSA ÓLAFSDÓTTIR + Rósa Ólafsdóttir var fædd á Holtahólum á Mýrum í Hornafirði 31. mars 1917. Hún lést á heimili sínu á Höfn í Hornafirði 21. desember. Útförin fór fram 29. desem- ber síðastliðinn. MIG LANGAR að minnast hennar ömmu minnar í fáum orðum. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé dáin. Fyrir fáeinum dögum var hún að tala um að bjóða okkur Önnu Mekkín, litlu langömmustelp- unni sinni, í mat. Hún ákvað síðan að það væri best að geyma það til jólanna. En nú eru jólin komin og amma farin frá okkur. Við kvöddum hana á aðfangadag og minnumst hennar með hlýju og þakklæti. Hún amma sagði mér oft frá því þegar ég var lítil stelpa og gisti í Bóli hjá henni og afa. Þegar ég vildi ekki fara að sofa á kvöldin sýndi afi mér allar hestabækurnar sínar og amma spurði hvort ég vildi ekki Ieggjast út af en þá sagði ég nei, ég sé svo mikið betur ef ég sit. Umhyggja ömmu fyrir okkur barnabörnunum var ótakmörkuð. Við voram líka heppin að hafa haft hana svo nálgæt okkur, ekki síst nú síðustu árin eftir að afí dó og hún flutti í litlu hlýlegu íbúðina sína við hliðina á mömmu og pabba. Þangað var alltaf svo gott að koma og oft var pönnukökuilmur í loft- inu, enda var amma mín einstaklega gestrisin. Frá henni mátti enginn svangur fara. Amma mín, þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minningarnar geymast og sofðu rótt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þín Svala Björk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.