Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tími ljóssins
Morgunblaðið/Kristinn
INGIBERG Magnússon við verk sín, Flugtak og Flug.
MYNDLIST
Listasafn Köpavogs -
Gerdarsafn
BLÖNDUÐ TÆKNI
Ingiberg Magnússon. Opið alla daga
(nema mánud.) kl. 12-18 til 21. jan-
úar. Aðgangur kr. 200
MARGIR myndlistarmenn sam-
tímans hafa kosið að binda sig
ekki um of við ákveðna miðla í
sköpun sinni. Flestir eiga sinn
grunn í ákveðnum vinnubrögðum,
hvort sem það er á sviði máiunar,
höggmyndagerðar, grafíkur eða
veflistar, en finnst síðan heppilegra
að láta ráðast af aðstæðum hvaða
miðill hentar best til að koma við-
fangsefnunum til skila; „blönduð
tækni“ í myndlist er oftar en ekki
niðurstaða samþættingar miðla,
þar sem kostir margra eru nýttir
til að koma ferskri- myndsýn til
skila í einu verki.
Ingiberg Magnússon hefur í
gegnum tíðina getið sér gott orð
sem grafíklistamaður og teiknari,
auk þess sem hann hefur m.a. tek-
ist á við akrýl- og vatnsliti með
góðum árangri. Verk hans á þess-
ari sýningu eru flest unnin með
blandaðri tækni, sem byggir á
þessum grunni.
Listamaðurinn hefur oft verið
að takast á við ýmsa fínlegri þætti
ljóss og lita jiáttúrunnar, veðra-
brigði og árstíðaskipti í verkum
sínum. Hér má sjá rökrétt fram-
hald þessa, en sýningunni hefur
Ingiberg gefið yfirskriftina „Ljós
og tími“ eftir myndröð, sem skipar
heiðurssess á einum veggjanna.
Hann er hógvær í ávarpsorðum
sínum:
„Fáa skiptir ljósið meira máli
en þá, sem fást við sjónlistir. Því
án ljóss er engin sýn. Það náttúru-
lögmál sem skapar nánast aldimmt
skammdegi og því sem næst al-
bjarta andstæðu er viðfangsefni
myndraðarinnar Ljós og tími. Hún
er ekki skáldlegur innblástur, ein-
ungis formræn uppsetning stað-
reynda.“
Vissulega er myndröðin vísinda-
leg í uppsetningu: í henni er að finna
tilvísun í birtuna í Reykjavík á einu
ári, frá janúar tii desember. Hver
mánuður er sýndur með einum
krossviðarfleka, sem er skipt niður
eftir dögum mánaðarins, og loks
eftir sólarstundum dagsins, sem
skapar virka hrynjandi innan heild-
arinnar, þar sem jafndægur og sól-
stöður marka jöfnun og umbreyt-
ingar. Hins vegar felst gildi raðar-
innar fremur í fínlegum blæbrigð-
um litanna en í þessari stærðfræði;
þarna má sjá á hvern hátt birtan
kviknar, styrkist og dofnar loks
aftur þar til hringrásin hefst á ný.
Nokkur önnur verk á sýningunni
eru einnig unnin beint á krossvið,
og er tréristan þá ekki langt und-
an; verkin „Flugtak" og „Flug“
(nr. 13 og 14) mynda góða heild,
þar sem formið skapar ákveðið ris
og mikla hreyfmgu í flötunum.
Önnur myndverk eru flest unnin
meira út frá grafíktækninni, og lit-
brigðum síðan bætt ofan á; af þess-
um er myndaflokkurinn um fjöllin
á ýmsum tímum (nr. 10, 15 og 16)
einkum áhugaverður fyrir þann
mismun blæbrigða, sem er hægt
að ná fram með svo einföldum form-
um.
Ljósið er ekki aðeins undirstaða
sýnarinnar, heldur einnig litanna,
sem Ingiberg vinnur af svo mikilli
nákvæmni; tími ljóssins er því ætíð
mikilvægur. Sem fyrr eru það hin
fínni blæbrigði litanna sem eru
mest áberandi þáttur verka hans,
og ánægjulegt að sjá þessa vinnu
njóta sín jafnvel og hún gerir á
þessari sýningu.
Eiríkur Þorláksson
Greipar
sópa
SAMSÝNING 20 myndlistar-
manna, hönnuða, arkitekta og ljós-
myndara verður opnuð í Galierí
Greip, Hverfisgötu 82 (Vitastígs-
megin), nk. laugardag kl. 20. Sýn-
ingin ber yfirskriftina Greipar sópa
og eiga verkin á sýninguni það sam-
eiginlegt að vera unnin úr hlutum
eða hugmyndum (fundnum og
„stolnum") sem hafa nú þegar
gegnt hlutverki sínu en öðlast hér
nýjan tilgang, eins og segir í kynn-
ingu.
Þátttakendur í sýningunni eru:
Ámundi Sigurðsson, Ásmundur
Sturluson, Birgir Snæbjörn Birgis-
son, Börkur Arnarson, Daníel
Magnússon, Gulleik, Halldór Bald-
ursson, Helga Kristrún Hjálmars-
dóttir, Húbert Nói Jóhannesson,
Ilmur Stefánsdóttir, Inga Lísa
Middleton, Magnús Arason, Nína
Magnúsdóttir, Sara Björnsdóttir,
Sigríður Heimisdóttir, Sigríður Ól-
afsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir,
Sigurður Ámi Sigurðsson, Stefán
Geir Karlsson, Svanur Kristbergs-
son, Tinna Gunnarsdóttir, Þorri
Hringsson og Þorvaldur Þorsteins-
son.
Sýningin er styrkt af Endur-
vinnslunni og Sorpu. Hún stendur
til 28. janúar og er opin alia daga
nema mánudaga frá kl. 14-18.
Stærsta drauma
ráðningabókin
Þreifingar
Sýning
á nótna-
handritum
í Umbru
OPNUÐ verður sýning á nótna-
handritum Áskels Mássonar
tónskálds í Galleríi Úmbru við
Amtmannsstíg 1, í dag fimmtu-
dag kl. 17-19. Sýningin stendur
til 31. janúar.
Sýningin sem ber yfirskrift-
ina Þrjú tónverk, er haldin í til-
efni frumflutnings tónverkanna
Píanótríós, sem Trio Nordica
lék i Borgarleikhúsinu 12. des-
ember síðastliðinn, Sónötu fyrir
fíðlu og píanó sem þau Sigrún
Eðvaldsdóttir og Snorri Sigfús
Birgisson fluttu í Norræna hús-
inu 4. janúar síðastliðinn og
hljómsveitarverksins Rún, sem
Sinfóníuhljómsveit íslands mun
framflytja 1. febrúar næstkom-
andi, daginn eftir að sýningunni
lýkur.
Gefst hér sérstakt tækifæri
að sjá skissur, handrit og radd-
ir að verkum sem öll era að
heyrast í fyrsta sinn um þessar
mundir, en sjaldgæft er að al-
menningi gefist kostur á að sjá
og kynna sér á sérstakri sýn-
ingu þau handrit og gögn sem
liggja til grandvallar samstarfí
tónskálda við flytjendur tónlist-
ar.
Við opnun sýningarinnar
munu þeir Áskell Másson og
Guðni Franzson leika saman á
klarinett og darabouka
trommu.
Lokasýning-
ar á Margréti
miklu
SÍÐUSTU sýningar á Margréti
miklu í Tjamarbíói eftir Krist-
ínu Ómarsdóttur fara nú í hönd.
Lokasýning verður næstkom-
andi laugardagskvöld en þang-
að til eru sýningar daglega og
hefjast kl. 20.30.
Leikarar eru; Drífa Arnþórs-
dóttir, Vala Þórsdóttir, Ágústa
Skúladóttir og Brynhildur
Björnsdóttir. Leikmyndahönn-
uður er Þorgerður Elín Sigurð-
ardóttir.
BOKMENNTIR
Draumaráðningar
STÓRA DRAUMRÁÐN-
INGABÓKIN
eftir Simon Jón Jóhannsson. Útgef-
andi Vaka-Helgafell. Rvík 1995.
EINU sinni ias ég nokkrar
draumráðningabækur, frá a til ö,
íslenskar og útlenskar. Fljótlega
urðu draumar mínir fyrir áhrifum
af lestrinum, mig dreymdi upp úr
bókunum og mig dreymdi þá merk-
ingu sem ég sóttist eftir að dreyma.
Vegna þess að þetta
var á dramantískum
árum dreymdi mig yfir-
ieitt ekkert annað en
nekt því það er ekki
fyrir góðu:
„Sjái menn nakinn
karlmann í draumi er
það hræðslumerki.
Dreymi þá nakta konu
er það fyrirboði heiðurs
og gleði, sé hún Ijós á
húð og hár og falleg.
Að dreyma nakta
gamla konu, hrukkótta
ogljóta boðar hins veg-
ar skömm, iðrun og
óheppni. Dreymi karl-
mann að hann sjái
nakta konu sitja fyrir
hjá listmálara boðar
það minni háttar ólán. Sjái menn
málverk eða styttu af nakinni konu
í draumi mun allt ganga vel heima
og í starfi. Dreymi eiginmann að
hann sjái eiginkonu sína nakta
merkir það svik. Sjái eiginkona eig-
inmann sinn nakinn í draumi ganga
fyrirætlanir hennar vel. Dreymi
menn að þeir sjái nakta vændiskonu
eru þeir / hættu vegna klókinda og
sviksemi hennar ...“ (Úr Stóru
draumráðningabókinni, s. 192.)
Eftir lesturinn á þessari klausu
leita eftirfarandi spurningar á hug-
ann: Hvað merkir að dreyma dökk-
hærða konu? Hvað merkir að
dreyma svarta konu? Hvað merkir
að dreyma ljóta konu? Hvað merkir
að dreyma gula konu? Hvað merkir
að ef konu dreymir að karlmaður
sitji fyrir hjá listmálara? Hvað
merkir ef karlmann dreymir að
karlmður sitji fyrir hjá listmálara?
Af hverju hugsa draumar svona
mikið um útlitið? Hvernig getur
draumum verið í nöp við vændiskon-
ur? Af hveiju eru draumar fordóma-
fullir? Af hverju eru draumar með
kynþáttafordóma? Af hveiju eru
draumar fullir af sexisma?
Eins og segir í formála Stóru
draumráðningabókarinnar er hún
skrifuð til skemmtunar. En bók sem
þýðir um það bil 3.000 atriðisorð
ætti að vera skrifuð svo að flestir
gætu speglað drauma sína við drau-
mana í bókinni. Þ.e.a.s. þeir sem
eru svo viðkvæmir að þeir sækja í
að dreyma nekt. Þó er ekki skárra
að dreyma náttföt:
„Karlmannsnáttföt í
draumi eru tákn
heilsuleysis og óham-
ingju. Kvennáttföt
boða skilingsleysi og
skort á samstöðu innan
fjölskyldunnar ..."
Þessi draumráðning
er tiltölulega saklaus
og laus við dóma vö-
kunnar.
Draumar gefa lífinu
lit. Þeir stækka hug-
myndaheiminn og
brýna ímyndunaraflið
sem í vökunnar rás
verður oft þreytt og
bitlaust. Stóra
draumráðningabókin
er vel unnin bók og
stærsta draumráðningabók sem
komið hefur út á íslensku. Það er
gott að höfundurinn hefur blandað
saman íslenskri hefð í draumráðn-
ingum og erlendri og nýjum táknum
og gömlum. Steinunn Eyjólfsdóttir
safnaði íslenskum draumráðningum
í íslensku draumráðningabókina
sem kom út 1988. Það var fremur
stutt bók en hnitmiðuð og með betri
draumráðningabókum sem má
finna. Stóra draumráðningabókin
eftir Símon Jón Jóhannsson hæfir
betur nútímamönnum því þá dreym-
ir síma, ostakökur, ferðatöskur,
flugvélar, kaktusa og rúilustiga en
mun sjaldnat' dreymir þá kindur og
sjógalla eða hey og hesta. Þó hefði
mátt aðlaga verkið að þeim kröfum
sem umræða samtímans gerir til
jafnréttis, mannréttinda og for-
dómaleysis.
Kristín Ómarsdóttir
LIST
OG HÖNNUN
Listhús 39
TEXTÍLAR OG VEFIR
Fríða S. Kristinsdóttir. Opið virka
daga frá 10-18. Laugardaga 12-18.
Sunnudaga 14-18. Til 22. janúar.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er óvenju mikið og marg-
þætt nám að baki frumraunar Fríðu
S. Kristinsdóttur í Listhúsi 39 í
Hafnarfirði, sem er kennari við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Nám sem hófst í Kennaraskóla ís-
lands 1968, en lauk i Myndlista-
og handíðaskóla íslands vorið
1993, en að sjálfsögðu með ýmsum
og áralöngum hléum.
Það sýnir að listspíran
hefur haft mikla hneigð
fyrir að mennta sig á
sem breiðustum grund-
velli sem er mikið vel.
Að vonum er smjög
vandað til sýningarinn-
ar, sem nýtur sín prýði-
lega í nýmáluðu list-
húsinu, þótt blátt sé
frekar hættulegur litur
í rými þar sem aðskilj-
anleg myndverk. eru
hengd á veggina. En í
þessu tilfelli gengur
dæmið upp og svo er
aðkoman í allt rýmið
orðin snöggtum vist-
legri og með meiri
heimsbrag, ef svo má
komast að orði.
Það er að vonum
margt að geijast í hinni
langskóluðu listakonu,
því það reynist mörg-
um ekki svo auðvelt að
grundvalla sjálfstæð vinnubrögð
eftir jafn langt nám og áhrif frá
ótal kennurum. Eðlilega er því um
að ræða þreifingar í ýmsar áttir,
en handverkslega séð er yfirleitt
vel og heiðarlega að verki staðið,
einkum er hún beitir sígildum
vinnubrögðum. Vil ég strax nefna
fyrsta verkið í sýningarskrá „Álfa-
klettur, (1) 1993, myndvefnaður
hör, ull, sem er mjög fínt ofið og
litirnir djúpir, auk þess sem smá-
gerð formin vinna vel saman.
Vinnubrögðin eru jafn vönduð í
vefinum við hliðina „Frelsi“ (2)
1993, en formið órólegra, hvorki
jafn sannfærandi né vel skorðað á
grunnflötinn og þó ...
Það sem máli skiptir er að hér
kenni ég einhvern veginn upplag
listakonunnar og bestu hlið hennar
því aðrir vefir í sömu tækni svo sem
„Draumur“ (3), 1993, „Felumynd"
(1994) og „Nótt“ (11) 1995, eru
meira almenns eðlis.
Afar vönduð og smekkleg vinnu-
brögð einkenna hina svonefndu
poka listakonunnar, efni; pokavef-
ur, koparvír, tágar og pokavefur,
kopar, bambustágar, og raunar er
þessi handverkslega alúð styrkur
hennar. Þá ber að geta þess að
verk í glugga njóta sín óvenju vel
og einkum varð mér starsýnt á
VERK eftir Fríðu.
verkið „Vor“ 1993 á leiðinni út, sem
ég hafði ekki tekið eftir við kom-
una inn. Um er að ræða tvöfaldan
myndvefnað, bómull, hör og ull. í
því eru einhveijar djúpar óræðar
duldir líkt og í fyrstnefnda vefinum,
en verkið útfært á allt annan hátt.
Skyldi þetta ekki vera kjörsvið
Fríðu S. Kristinsdóttur? í öllu falli
nær hún hér sambandi við innri
lífæðar grunnflatarins.
Bragi Ásgeirsson
Símon Jón
Jóhannsson