Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 51
þegar hún yrði ekki lengur fær um
að annast það. Það varð til þess
að hópur kvenna, sem voru fulltrú-
ar ýmissa aðila sem málið varðaði,
tók sig saman og stofnaði stuðn-
ingshóg við Kvennasögusafnið árið
1987. Ég kom að því verkefni sem
fulltrúi Áhugahóps um íslenskar
kvennarannsóknir og með mér hafa
starfað í hópnum fulltrúar frá
Kvenfélagasambandi íslands,
Kvenréttindafélagi íslands, Bóka-
varðafélagi íslands, Félagi bóka-
safnsfræðinga, Félagi bókavarða í
rannsóknarbókasöfnum og sérstak-
ur fulltrúi Kvennasögusafnsins. í
samvinnu við Önnu höfum við aflað
fjár til að láta skrá eigur safnsins
og séð um að láta vinna það verk,
stutt hana við aðföng riú síðustu
ár, kynnt safnið og undirbúið samn-
ingagerð um flutninginn, ásamt því
að skrifa árlega skýrslu um verk-
efnin. Við höfum mætt áhuga og
velvilja bæði í menntamálaráðu-
neyti og Landsbókasafni íslands -
Háskólabókasafni og skilningi á
mikilvægi þessa verkefnis. í samn-
ingsdrögum sem fyrir liggja segir
að Kvennasögusafn íslands skuli
standa sem séreining í Landsbóka-
safni íslands - Háskólabókasafni
undir eigin heiti, þ.e. Kvennasögu-
safn íslands. Bókakostur, tímarit
og handrit skulu standa með öðrum
safnkosti og verði frumrit og hand-
rit meðhöndluð á sama hátt og
samsvarandi gögn Landsbókasafns
Islands - Háskólabókasafns. Aftur
á móti er áætlað að úrklippum,
sérskrám og nýjustu heftum tíma-
rita verði komið fyrir í sérherbergi
fyrir Kvennasögusafnið. Það her-
bergi hefur þegar verið merkt í
Þjóðarbókhlöðunni. Þetta er í sam-
ræmi við þær hugmyndir sem Anna
hafði um framtíð þessa augasteins
síns.
Það hefur verið okkur mikil
ánægja að eiga samstarf við Önnu
um þetta verkefni. Hún bjó yfir fjár-
sjóði þekkingar og var fijó og gef-
andi fram á síðasta dag. Við í
Áhugahópi um varðveislu og fram-
gang Kvennasögusafns íslands
þökkum dr. Önnu Sigurðardóttur
fyrir ómetanlegt framlag hennar til
þess að saga kvenna verði varðveitt
og skráð. Konur verða að sjá til
þess að merki Önnu verði ekki látið
niður falla. Kvennasögusafnið má
ekki staðna nú þegar Önnu nýtur
ekki lengur við. Það verður að
tryggja að það haldi áfram að vaxa
og dafna og vera sá brunnur upplýs-
inga og þekkingar sem það hefur
verið í höndum dr. Önnu Sigurðar-
dóttur.
Gerður G. Óskarsdóttir.
Tii er það fólk sem með verkum
sínum skilur eftir sig svo djúp spor
að það verður nánast ódauðlegt.
Þótt það hverfi úr jarðvistinni
standa verkin eftir sem óhagganleg-
ur minnisvarði sem lifir um ókomin
ár.
Anna Sigurðardóttir var mikil
athafnakona. Hún var ötull mál-
svari kvenna og helgaði líf sitt bar-
áttu fyrir málstað kvenréttinda og
kvenfrelsis. Slíkur einstaklingur
gleymist ekki þeim sem vilja veg
kvenna mikinn og við hinar sem á
eftir komum erum þakklátar fyrir
það framlag sem frumheijar á borð
við Önnu Sigurðardóttur lögðu af
mörkum. Þær plægðu akurinn,' sem
í okkar hlut kemur að rækta.
Um verk Önnu í þágu kvenna-
baráttunnar sjást víða merki. Hún
stofnaði Kvennasögusafn Islands
árið 1975 ásamt þeim Elsu Míu
Einarsdóttur og Svanlaugu Bald-
ursdóttur og var forstöðumaður
þess til dauðadags. Með sagnfræði-
legum skrifum sínum um konur er
Anna ótvírætt brautryðjandi í rann-
sóknum á kvennasögu hér á landi
og árið 1986 var hún útnefnd heið-
ursdoktor við Heimspekideild Há-
skóla íslands fyrir störf sín að
kvennasögu, rannsóknum og ritun.
Anna gekk í Kvenréttindafélag ís-
lands árið 1947, þá tæplega fertug
að aldri. Hún stofnaði Kvenrétt-
indafélag Eskifjarðar árið 1950 og
var formaður þess til ársins 1957.
Anna átti sæti í stjórn Kvenrétt-
indafélags íslands í rúman áratug,
frá árinu 1959. Hún var starfsmað-
ur á skrifstofu félagsins á árunum
1958-1964 en sat auk þess sem
fulltrui félagsins á þingum Alþjóða-
samtaka kvenréttindafélaga um
árabil. Kvenréttindafélag Islands
naut því ríkuiega frumkvæðis og
atorku þessarar kvenhetju enda var
hún gerð að heiðursfélaga þess
árið 1977.
í sögu Kvenréttindafélags ís-
lands, Veröld sem ég vil, kemst
höfundurinn, Sigríður Erlendsdóttir,
svo að orði um Önnu að hún hafi í
raun verið tengiliður milli gömlu
kvenréttindahreyfingarinnar og
þeirrar nýju. Anna átti frumkvæði
að því að ungar konur mynduðu
með sér ötulan starfshóp á árunum
fyrir 1970, hóp sem kaliaði sig
Úur. Meðal þeirra kvenna í Úunum
sem Anna laðaði til liðs við Kven-
réttindafélagið var dóttir hennar,
Ásdís Skúladóttir. Jafnframt varð
Skúli Þorsteinsson, eiginmaður
Önnu, fyrsti karlmaðurinn til að
skrá sig í félagið, árið 1972.
Kvenréttindafélag íslands þakkar
að leiðarlokum það óeigingjarna
starf sem Anna Sigurðardóttir vann
í þágu félagsins. Aðstandendum öll-
um er vottuð dýpsta samúð. Minning
hennar mun lifa lengi.
Bryndís Hlöðversdóttir,
formaður Kvenréttinda-
félags íslands.
í dag þegar við kveðjum Önnu
Sigurðardóttur langar mig að setja
á blað þakkir fyrir dýrmæt kynni
og þann eldmóð sem einkenndi bar-
áttu hennar fyrir því að skapa virð-
ingu fyrir sögu kvenna.
Anna var af þessari sterku alda-
mótakynslóð sem sá nýjar leiðir
opnast þar sem áður voru öll sund
lokuð. Konur af kynslóð móður
hennar fengu margar hveijar hryss-
ingsleg svör þegar þær létu í ljósi
ósk (sem nú á dögum þætti hóg-
vær) um að fá að læra að draga til
stafs. „Þú verður víst aldrei svo
hátt skrifuð í veröldinni að þú þurf-
ir á því að halda,“ var sagt við
móður einnar vinkonu hennar upp
úr 1880. Sjálf óx Anna upp á lýðhá-
skóla föður síns á Hvítárbakka,
menntaðist við Kvennaskólann og
auðnaðist loks að dvelja í Þýska-
landi kringum 1930 þegar evrópsk
hámenning stóð þar í blóma, rétt
áður en nazistar krömdu allt mann-
vit í ríki sínu undir hæl. Eftir það
bar hún gæfu til að eignast góðan
mann. „Einhveijar bestu minningar
mínar úr bernsku tengjast því að
sofna út frá hljóðskrafi foreldra
minna um jafnréttismál innan úr
svefnherberginu," segir Ásdís dóttir
hennar.
Önnu varð snemma ljóst að það
lamaði sjálfstraust kvenna og frum-
kvæði hvað störf þeirra voru van-
metin og saga þeirra rækilega þögg-
uð niður. Það mun hafa verið um
1946 sem hún, þá húsfreyja á Eski-
firði, fór að krota hjá sér hvers
kyns glefsur úr sögu kvenna, á
pappír utan af fiski, ef ekki var
annað nærtækara. Fullyrðingar
fræðimanna, að ekkert væri í frá-
sögur færandi sem konur snerti,
orkuðu á sál hennar eins og olíu-
skvetta á eld. í merkisriti sem út
kom undir því glæsta nafni Gullöld
íslendinga stóð ein slík klausa:
„Kvenfólk vann og eigi síður en
karlmenn, og hirðum vér eigi að
tína til sérstök dæmi, þótt auðveit
væri.“ í öðru verki, um kirkjusögu,
var lítillega minnst á nunnuklaustr-
ið á Reynistað, en síðan sett amen
eftir efninu með orðunum: „Af því
klaustri fara litlar sögur.“
Anna hugsaði höfundunum þegj-
andi þörfina. Mörgum áratugum
seinna gaf hún út þykkar bækur
um efnin sem hinir lærðu menn
höfðu ekki hirt um að tíunda. Lát-
lausar brýningar hennar áttu sinn
þátt í að árið 1982 hófst kennsla í
kvennasögu við Háskóla íslands og
heí'ur staðið síðan, þótt öðru hverju
hafí orðið hlé þar á, hvað sem vald-
-ið hefur.
„Allt er sjötugum fært“ hefði
mátt segja um Ónnu, því hún var
komin á áttræðisaldur þegar rann-
sóknir hennar á sviði sagnfræði fóru
að bera sýnilegan ávöxt. Þá komu
bækur hennar út og hún var sæmd
heiðursnafnbót doktors við Háskóla
íslands. Þótt hún væri dálítið farin
að þreytast síðasta árið hélt hún
andlegu þreki til hinstu stundar.
Ég átti ljúfa stund við eldhúsborðið
hennar í vor, þar sem hún gæddi
mér á kaffi og kexi, brennandi í
andanum sem jafnan fyrr, og leysti
mig út með erlendu ráðstefnuriti
sem hún sagði ég hefði gott af að
lesa. Um svipað leyti sá hún sér
fært að sækja fyrstu alíslensku ráð-
stefnuna af sviði kvennasögu, um
konur og kristni. Eftir daglanga
setu þar var hún hin hressasta í
veislu með fyrirlesurum á eftir, en
naut að vísu umhyggju og samfylgd-
ar Önnu, dóttur sinnar og nöfnu.
Merkilegast af öllu var þó að fram
í andlátið vann hún að enn einu
verkinu um sögu kvenna og átti þá
ósk heitasta að sér mundi endast
aldur til að ljúka því. Á æskuheim-
ili sínu hafði hún drukkið í sig forn-
sögur og Eddurnar og þangað sótti
hún í sjóð þegar hún flutti sín fyrstu
útvarpserindi um sögu kvenna upp
úr 1970, annars vegar um ásynjur,
hins vegar um lækningar kvenna
til forna. Þennan þráð hafði hún
tekið upp að nýju síðustu misserin
sem hún lifði. Handritið lá við ljósrit-
unarvélina þegar hún fór sína hinstu
för á sjúkrahús. Ef til vill hafði hún
ætlað að taka það með sér og vinna
þar að því ef kraftar leyfðu. Fyrsti
kaflinn fjallar um lækningagyðjuna
Eir.
Ég er sannfærð um að Önnu hefði
ekki skort rannsóknarefni næstu
hundrað. árin til viðbótar. Það er
óumdeilanlegt að hún lagði grunn-
inn að rannsóknum á íslenskri
kvennasögu, sem á allra síðustu
árum eru orðnar hinar blómlegustu.
Eins og einhver sagði við mig alveg
nýlega mun starf hennar þykja æ
merkara því lengra sem líður.
Börnum hennar, barnabörnum og
öðrum nákomnum votta ég mína
einlægustu samúð.
Inga Huld Hákonardóttir.
Kveðja frá Rannsóknastofu
í kvennafræðum
Anna Sigurðardóttir var land-
námskona. Hún var Unnur djúp-
úðga íslenskra kvennafræða. Hún
nam land „svo víða sem hún vildi“
og deildi með sér af örlæti og stór-
hug. Henni auðnaðist að ná hárri
elli og halda andlegri reisn til hinsta
dags. Einn morgunirm þegar að var
komið var hún látin. Hjá henni lágu
drög að enn einu ritinu um íslenska
kvennasögu, því fjórða í ritröð sem
Anna hóf útgáfu á fyrir réttum tutt-
ugu árum og nefndi Úr veröld
kvenna.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir. Anna varð aldrei gömul. Hún
var ekki einungis brautryðjandi á
sviði íslenskra kvennafræða, hún
var hugtak í fræðunum og samnefn-
ari þeirra. Hún fylgdist vel með öilu,
vissi hvað hver og ein var að fást
við og miðlaði af þekkingu sinni og
visku. Hún var fordómalaus í garð
nýjunga og í mörgu langt á undan
sínum tíma. T.a.m. lagði hún mikla
áherslu á að ekki væri talað um
konur almennt sem konuna, því að
konur væru margar og margbreyti-
legar, og ekki til sem eitt og óbreyt-
anlegt fyrirbrigði. Söguleg vitund
hennar benti á að kvennabarátta á
íslandi hefði ekki hafist um 1970,
eins og stundum var talið á þeim
tíma, heldur næði hún mun lengra
aftur og væri í raun samfelld frá
miðri 19. öld. Þá skildi Anna manna
best mikilvægt samstarf kvennabar-
áttu og kvennafræða, að þekkingar-
leit og þekkingarsköpun kvenna-
fræða skiptu máli í baráttunni fyrir
bættri stöðu kvenna og væru jafn-
vel forsenda hennar. Hún vissi einn-
ig að rætur kynjamisréttis lágu í
sögunni, og að sagan gæti kennt.
Hún hóf rannsóknir á kvennasögu
löngu áður en það hugtak komst á
blað.
Ævistarf sitt helgaði Anna
kvennafræðum og kvennabaráttu.
Þetta sýna fjölmargar greinar henn-
ar, fyrirlestrar, erindi og viðtöl,
prentuð sem óprentuð, á annað
hundrað talsins. Önnu varð mikið
úr verki. Hún vann jafnt og þétt
og var ekki að fást um þótt aldurinn
færðist yfir. Hún tók kvennaáratug-
inn alvarlega og stofnaði Kvenna-
sögusafn íslands á heimili sínu á
nýársdag 1975. Uppistaða safnsins
voru bækur Önnu, handrit, seðla-
safn og úrklippur. Kvennasögusafn
íslands var á heimili hennar að
Hjarðarhaga 26 í tvo áratugi, að
mestu rekið á hennar eigin kostnað.
Þangað voru allir velkomnir, jafnt
fræðimenn sem skólanemar, og nán-
ast hvenær sem var. Þó helst ekki
að morgni dags, því að Anna vann
fram eftir nóttu og vildi helst ekki
gesti fyrir klukkan tvö frekar en
stallsystir hennar, hin djúpúðga.
Safnið gaf Anna síðar Þjóðarbók-
hlöðu og mun því verða komið þar
fyrir. Er hér um stórgjöf að ræða,
ómetanlega fyrir allar frekari rann-
sóknir á íslenskri kvennasögu.
Ári eftir stofnun kvennasögu-
safns gaf Anna út ritið Ártöl og
áfangar í sögu íslenskra kvenna frá
1746 til 1975, sem er jafnframt
fyrsta ritið í Úr veröld kvcnna. Stór-
virki sín á sviði kvennasögu vann
Anna á áttræðis- og níræðisaldri,
þegar flestum þætti komið nóg og
ástæða til að setjast í helgan stein.
Árið 1985 kom út bókin Vinna
kvenna í ellefu hundruð ár og þrem-
ur árum síðar Allt hafði annan róm
áður í páfadóm um nunnuklaustrin
á íslandi á miðöldum. Síðasta rit
Önnu fjallar um lækningar kvenna
á íslandi að fornu, en að því vann
hún þegar hún lést, og er því ólokið.
Anna var víðlesin og hámenntuð
kona. Hún sótti ráðstefnur og fundi
erlendis, skrifaðist á við erlenda
kvennafræðinga, og var áskrifandi
að erlendum tímaritum. Hún hafði
gjarnan þann háttinn á að hún tók
úr þeim ljósrit og sendi í allar áttir
þeim sem hún taldi að gætu haft
gagn af, oft með góðum og merki-
legum athugasemdum. Hún var vin-
kona Karin Westman Berg, eins
merkasta frumkvöðuls kvennafræða
í Svíþjóð, og var hrifin af nafninu
á einni af bókum hennar: Grát inte,
forska.
Anna vann og gaf án endur-
gjalds. Þó fór ekki svo að hún hlyti
ekki viðurkenningu fyrir störf sín.
í tilefni af sjötugsafmæli hennar
kom út ritið Konur skrifa til heiðurs
Önnu Sigurðardóttur (1980), en það
hefur að geyma 22 greinar jafn-
margra fræðikvenna um ýmis svið
íslenskra kvennafræða, auk rita-
skrár Önnu fram að þeim tíma og
merkilegs viðtals við hana. Þá
þekkti heimspekideild Háskóla ís-
lands sinn vitjunartíma á 75 ára
afmæli háskólans árið 1986 og
sæmdi Önnu heiðursdoktorsnafnbót
fyrir rannsóknir hennar á íslenskri
kvennasögu.
í áðurnefndu viðtali lætur Anna
Sigurðardóttir í ljós þá von að ekki
muni líða á löngu áður en Háskóli
Islands komi á skipulegri kennslu
og rannsóknum í kvennafræðum.
Tíu árum síðar varð Rannsókna-
stofa í kvennafræðum við háskól-
ann að veruleika, og nú lítur út
fyrir að kennsla í kvennafræðum
til BA-prófs verði tekin upp við
háskólann á hausti komanda. Óvíst
er að staða kvennafræða við há-
skólann væri með slíkum blóma ef
landnámskonunnar Önnu Sigurðar-
dóttur hefði ekki notið við. Fyrir
hönd Rannsóknastofu í kvenna-
fræðum við Háskóla íslands votta
ég henni heiður, virðingu og þökk.
Með henni er gengið ákveðið tíma-
bil í sögu íslenskrar kvennabaráttu
og kvennafræða. Nú er að fylgja
því eftir.
Helga Kress.
Félagar í Kvenfélagasambandi
íslands kveðja nú einn sinna heið-
ursfélaga, dr. Önnu Sigurðardóttur.
I tilefni sextíu ára afmælis lands-
sambandsins 1. febrúar 1990 vildum
við sýna dr. Önnu þakklæti og virð-
ingu. Þakklæti fyrir framlag hennar
í baráttumálum kvenna, þakklæti
fyrir frumkvæði að stofnun Kvenna-
sögusafns íslands og virðingu fyrir
hennar frábæru ritstörf og rann-
sóknir varðandi sögu íslenskra
kvenna að fornu og nýju.
Kvennasögusafn íslands geymir
fimmtíu ára starf dr. Önnu, en hún
sagði eitt sinn að hún hefði byijað
að safna ýmsu efni um réttarstöðu
kvenna árið 1944.
Von hennar og ósk var að safninu
yrði fundinn staður í Þjóðarbókhlöðu
okkar og verður henni að ósk sinni.
Það var alltaf skemmtilegt að
heimsækja dr. Önnu, sitja með henni
og hlusta á það sem upptók huga
hennar á hveijum tíma. Ékkert hik
var á henni þegar hún var beðin
um upplýsingar um hin ólíkustu
efni, hún þekkti sínar bækur og
þurfti aldrei að leita lengi í öllum
sínum bókaskápum, bókakössum
eða öðrum geymslum. Stundum
sendi hún okkur ljósrit af ýmsu sem
hún vildi vekja athygli okkar á. Hún
taldi kvennarannsóknir rétt á byij-
unarstigi og notaði tækifærið þegar
hún var kjörin heiðursfélagi að
benda okkur á að ekkert hefði veirð
rannsakað og lítið skráð um hinar
fjölmörgu heimilisiðnaðarsýningar
sem haldnar hafa verið á vegum
kvenna hér á landi og íslenskar
konur hafa tekið þátt í erlendis, allt
frá árinu 1883.
Við teljum rétt á þessum tíma-
mótum að rifja upp þessa ábendingu
dr. Önnu og ennfremur að hvetja
íslenskar konur til að halda áfram
efnisöflun til Kvennasögusafns ís-
lands.
Stofnun Kvennasögusafns ís-
Iands var einstakt framtak og störf
dr. Önnu í þágu þess verða aldrei
metin að verðleikum. Við getum þó
best sýnt þakklæti okkar með því
að búa safninu góðan stað í Þjóðar-
bókhlöðu og að þar verði alltaf unn-
ið að framgangi þess í þeim sama
anda og verið hefur til þessa dags.
Megi minningin um einstaka og
ágæta konu, lífsverk hennar og
framtíðarsýn, lifa með okkur öllum.
Konur í Kvenfélagasambandi ís-
lands votta börnum dr. Önnu og
öllum þeim er henni voru kærastir,
innilega samúð vegna andláts henn-
ar.
Fyrir hönd Kvenfélagasambands
íslands.
Stefanía M. Pétursdóttir,
fyrrverandi forseti KI.
Mín kæra vinkona, Anna Sigurð-
ardóttir, heiðursdoktor og forstöðu-
maður Kvennasögusafns íslands, er
látin. Mig langar til að þakka henni
fyrir alla þá hlýju og góðvild er hún
sýndi mér og mínum systkinum. Ég
var bam að aldri er ég hitti Önnu
fyrst. Við mamma komum inn í
skóbúð Hvannbergsbræðra og
mamma var að kaupa á mig skó
fyrir veturinn, en átti ekki mikið í
buddunni, en þá vorum við svo ,
heppnar að hitta á Önnu Sigurðar-
dóttur, sem þar vann þá við af-
greiðslustörf; hún hætti ekki fyrr
en hún fann skó sem pössuðu við
fjárhag mömmu.
Það var svo ekki fyrr en 1972
er ég var ritari hjá MFÍK að ég var
að tala á félagsfundi þar og var að
segja frá boði íslenskra kvenna á
Eystrasaltsvikuna þá um sumarið
og minntist á Maríönnu Loge, farar-
stjóra íslenskra kvenna á Eystra-
saltsvikunni, að ég tók eftir konu
úti í sal sem virtist hafa svo mikinn
áhuga á því sem ég var að tala um.
Hún kom svo til mín á fundinum
og kynnti sig sem Önnu Sigurðar-
dóttur, það má því segja að Marí- *
anna Loge hafi komið okur saman
og við höfum ræktað vináttu okkar
upp frá því. Þegar mér stóð svo til
boða að fara á þessa margfrægu
Eystrasaltsviku var það Anna sem
hvatti mig með ráðum og dáð. Ég
átti að fjalla um „þátttöku íslenskra
kvenna í landbúnaði" á ráðstefn-
unni. Anna sagði mér hvar ég gæti
aflað mér upplýsinga um það og
ekki nóg með það heldur bauð hún
mér að hringja til sín á hveiju kvöldi
og tala við sig á þýsku í 10 mín.
síðasta mánuðinn áður en ég fór á .
ráðstefnuna, til að búa mig sem
best undir ferðina. Hún var einstök
kona, hún Anna, hún var alltaf að
miðla öðrum af sínum þekkingar-
brunni. Hún vann fyrir jafnrétti,
bræðralag og frið.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Ég sendi börnum hennar samúðar-
kveðjur.
Ólöf P. Hraunfjörð.