Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 13 FRÉTTIR Borgara- fundir um snjóflóða- mál á Aust- fjörðum AÐ TILSTUÐLAN umhverfisráðu- neytisins verða haldnir borgara- fundir á Neskaupstað og Seyðisfirði laugardaginn 13. janúar. Fundirnir verða með sama sniði og borgara- fundir sem haldnir voru í desember á Flateyri, ísafirði, Súðavík, Boi- ungarvík, Patreksfirði og Siglufirði. Ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytisins, veðurstofustjóri og for- maður almannavarnaráðs munu halda framsöguerindi en á eftir verða umræður og fyrirspurnir til framsögumanna. Fjallað verður um breytta fram- kvæmd snjóflóðavarna í framhaldi af samþykkt nýrra laga um stjórn- skipulag snjóflóðamála. Einnig verður rætt um stöðuna í snjóflóða- málum almennt, neyðaráætlun og viðbrögð við hættuástandi og hvað er hægt að gera til að auka öryggi íbúa í bæjum þar sem enn er snjó- flóðahætta. Fundirnir verða haldnir á Nes- kaupstað kl. 12.30 í Egilsbúð og á Seyðisfirði kl. 18 í félagsheimilinu. ♦ ■ Beitir með fullfermi Neskaupstað. Morgunblaðið. BEITIR NK landaði fullfermi, um 1.130 tonnum af loðnu, í Neskaup- stað í fyrrinótt. Þetta er önnur loðnu- löndunin frá áramótum, en Þorsteinn EA landaði tæpum 400 tonnum hér fyrir nokkrum dögum og er væntan- legur inn með meira. Alls hefur verið tekið á móti 1.600 tonnum af síld hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað frá áramótum og gengur vinnsla síldarinnar vel. Með- al annars hefur hún verið söltuð heil fyrir markað í Rússlandi. Framboð B-list- ans í Dagsbrún HOPUR verkamanna í Verka- mannafélagiriu Dagsbrún hefur lagt fram framboðslista sinn, B-listann, til stjórnar og trúnaðarráðs félagsins næsta kjörtímabil. Býður hópurinn fram gegn framboðslista núverandi stjórnar Dagsbrúnar. Kynnt hefur verið stefnuskrá framboðsins þar sem segir m.a. að tilgangur nýja framboðsins sé að endurlífga Dagsbrún og bæta kjör láglaunafólks. Áhersla er lögð á breytingar á skipulagi félagsins þanriig að félagsmenn fái meiri áhrif. I kjarastefnu framboðsins er áhersia lögð á hækkun launataxta og styttri vinnutíma. „Félagsmenn verða að fá meiri áhrif á starf félagsins, a) með því að færa ákvarðanatöku nær þeim, og b) með því að gera for- ustuna ábyrgari gagnvart félags- mönnum," segir m.a. í stefnuskrá B-listans. Framboðslistinn til stjórnar Dags- brúnar er svohljóðandi: Kristján Árnason formaður, Sigurður Rúnar Magnússon varaformaður, Guð- mundur Rúnar Guðbjarnarson ritari, Gunnar Guðmundsson gjaldkeri, Ól- afur Björn Baldursson fjármálarit- ari, Anna Sjöfn Jónasdóttir með- stjórnandi, Rafn Harðarson með- stjórnandi, Þórólfur Beck Kristjóns- son í varastjórn, Jóhannes Gunnars- son í varastjórn og Friðrik Ragnars- son í varastjórn. Kjör stjórnar og trúnaðarráðs fer fram dagana 19. og 20. janúar. B- listinn hefur opnað kosningaskrif- stofu á Smiðjuvegi 18d í Kópavogi. Frambjóðendur B-listans til stjórnar og varastjórnar Dagsbrúnar eru á meðfylgjandi mynd. í aftari röð f.v. eru: Olafur B. Baidursson, Þórólfur Beck Kristjónsson, Rafn Harðarson, Anna Sjöfn Jónasdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Friðrik Ragn- arsson og Gunnar Guðmundsson. í fremri röð sitjandi f.v.: Sigurður Rúnar Magnússon, Kristján Árnason og Guðmundur Guðbjarnarson. KAUP 'ölskylduna ABALÚTSALAN ER BYRJUfl 40-70% afslAttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.