Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDSÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 15 Samhljóða ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyja Launakjör samræmd og starfsmönnum sagt upp BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja hefur samþykkt samhljóða að segja upp launaliðum starfsmanna bæjarins, m.a. tæknifræðinga. Að sögn bæjar- stjóra er um að ræða sextán starfs- menn en um helmingur þeirra hafi á síðustu árum fengið launahækkun umfram aðra. Eftir þessa breytingu munu iaun allra bæjarstarfsmanna hækka jafn mikið sama hvaða menntun þeir hafa. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri sagði, að bæjarráð færi með mjilefni samninganefndar og að verið væri að samræma laun bæjarstarfsmanna við launaþróun í landinu. Miðað væri við laun BSRB og BHMR. „Það er enginn ágreiningur í bæj- arstjóm um launalækkunina," sagði hann. „Það er ekki hægt að segja að um marktækan mun hafi verið að ræða hjá BHMR-fólkinu en við sögðum þeim einnig upp til að reyna að samræma launin.“ Sagði hann að í ljós hafí komið að síðustu fimm ár hafi tæknifræð- ingafélagið sent út launatöflu til viðmiðunar, þar sem launahækkanir væru aðrar en á almennum vinnu- markaði. „Við teljum þetta ólöglegt og VSI hefur skrifað þar um en tæknifræðingar hafa borið því við að þama væri samið við aðra en sveitarfélögin,“ sagði Guðjón. „Launatöflurnar hafa borist til sveit- arfélaga og launanefndir mjög margra sveitarfélaga eða launadeild- ir hafa fylgt þessum hækkunum og tekið þessar töflur gildar." Guðjón sagði að í raun væri verið að niðurfæra launin. „Ef laun hafa hækkað um 30% á 5 árum en hækk- unin á að vera 14,5% þá bjóðum við laun miðað við 14,5%,“ sagði hann. Þeir sem verða fyrir mestri skerðingu lækka um 25 þúsund krónur á mán- uði en aðrir minna. „Við erum að bijóta ísinn,“ sagði Guðjón. „Launanefnd sveitarfélag er að reyna að semja við aðila en það gengur illa. Það vilja allir miða við launin í dag en það er ekki sann- gjarnt gagnvart öðmm starfsmönn- um bæjarins. Ég lít þannig á að ef menn eru ekki sáttir við þessa ráð- stöfun þá muni þeir leita eftir-nýju starfi. Það er ekkert annað í boði hjá okkur og eftir þetta hækka laun allra bæjarstarfsmanna jafnt sama hvaða menntun þeir hafa.“ BRAUTSKRÁÐIR nemendur FVA á haustönn 1995 ásamt skólameistara. Uppsagnir óeðli- legar meðan við- ræður fara fram STEFÁN Þór Ragnarsson, for- maður Stéttarfélags tæknifræð- inga, telur óeðlilegt að gripið sé til uppsagna á sama tíma og viðræður við launanefnd Sam- band íslenskra sveitarfélaga um laun tæknifræðinga hjá mörgum sveitarfélögum standi yfir. Hann segir að réttarstaða starfsmann- anna verði könnuð. Stefán tók fram að í ráðning- arsamningum tæknifræðinga við bæjarstjórn Vestmannaeyja væri gert ráð fyrir að launatöfl- unni væri fylgt. „Við teljum því að þeir hafi vitað að þeir væru að skuldbinda sig til að fara eftir launatöflunni,“ sagði hann. „í öðru lagi á Stéttarfélag tæknifræðinga í viðræðum við launanefnd Sambands íslenskra syeitarfélag um gerð kjarasamn- ings fyrir tæknifræðinga hjá sveitarfélögum. Við hefðum því talið eðlilegra að þeir væru með í því eða að minnsta kosti væri talað við mennina frekar en að gripið væri til einhliða aðgerða á borð við uppsagnir,“ sagði Stefán og tók fram að launa- nefndin hefði umboð um 30 sveitarfélaga til samninga við tæknifræðinga. Um viðbrögð tæknifræðinga sagði Stefán að fyrsta skrefið væri að kanna réttarstöðu starfsmannanna. Að öðru leyti yrði haldið áfram viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Viðræð- urnar sköpuðu væntanlega grunn til að byggja á í framtíð- inni. Námskeid með Emnd Feéii um fjölskylduna og hjónabandið í Digraneskirkju 12. og 13. janúar kl. 20-23. Tjáskipti - Hvað er ást? - Kynlíf - Foreldrar og börn. Námskeiðsgjald er kr. 2.000 (veitingar innifaldar). Skráning í símum 552-7460 og 554-1620. FjölsUyldufreeöslan. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Fimmtíu og sjö nemendur braut- skráðir á haustönn Akranesi - Fimmtíu og sjö nem- endur voru brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi á haustönn en skólaslit fóru fram 21. desember sl. í þessum hópi voru 39 stúdentar, 9 iðnaðar- menn, 7 sjúkraliðar, 1 með verslun- arpróf og 1 nemandi af uppeldis- braut. Skólaslitaathöfnina sóttu um 500 manns. 750 nemendur á þrem stöðum Þórir Ólafsson, skólameistari, flutti annál liðinnar annar. I máli hans kom m.a. fram að á haustönn 1995 voru 650 nemendur í dag- skóla á Akranesi, 40 í Stykkishólmi og 60 í Reykholti. í lok júní sl. fól menntamálaráðherra FVA skóla- hald í Reykholti og er skólinn þar nú hluti af Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Á önninni voru í fyrsta sinn nokkrir nemendur skólans á heimavist í Stykkishólmi. Kennt var í öldungadeild í Stykkishólmi og einnig var þar í boði vélstjórn- arnám í kvöldskóla. Kvöldskóli var hins vegar ekki á Akranesi. Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, heimótti skólann tvisvar á önninni, Reykholt í september og skólann á Akranesi í nóvember og sýndi ráðherrann skólanum með því áhuga og virðingu. Nýjungar í skólahaldinu Skólameistari greindi frá starfi þriggja nefnda er starfa að þróun- arverkefnum, ein um nám í fisk- vinnslu, önnur um inntak stúdenta- námsins og sú þriðja um gæðamál og innra starf. Þá greindi hann frá nýjungum í skólahaldi, s.s. notkun Internets við kennslu í íslenskum fornsögum. Niðurskurður á fjárlögum þrengir starfsskilyrði skólans sýnilega á næsta ári og er það í andstöðu við vaxandi verkefni sem honum er ætlað að sinna. Unnt hefur verið að mæta niðurskurði undanfarinna ára að nokkru vegna minnkandi aðsóknar að verklegu námi. Líklega fer aðsókn að slíku námi aftur vax- andi og verður mjög erfitt fyrir skól- ann að verða við þeirri eftirspurn innan þess ramma sem fjárveitingar leyfa. Virðist hrópandi mótsögn milli tals um aukna áherslu á verklegt nám og fjárveitinga. Ásdís Lilja Hilmarsdóttir, Gerð- ur Jóhanna Jóhannsdóttir, Guð- mundur Haukur Jörgensen, Jón Ævar Pálmason, Sólrún Engil- bertsdóttir og Sandra Margrét Sig- uijónsdóttir fengu viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur í ein- stökum greinum. Þá hlaut Guð- mundur Claxton viðurkenningu fyrir framlag sitt til leiklistar og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir verðlaun Rótarýklúbbs Akraness fyrir starf að félagsmálum. Jón Ævar Pálmason fékk verðlaun úr minningarsjóði Þorvalds Þoiyalds- sonar fyrir góðan árangur í eðlis- fræði og stærðfræði. Bestum ár- angri á stúdentsprófi á haustönn 1995 náði Guðmundur Haukur Jörgensen á náttúrufræðibraut. Að brautskráningu lokinni flutti Bergþóra Sigurðardóttir nýstúdent ávarp fyrir hönd nemenda og færði skólanum þakkir og bestu óskir. Skólameistari kvaddi burtfarar- nemendur fyrir hönd skólans og árnaði þeim allra heilla. IL im \ mmmbemm Nýtt í Veggsporti AÐEINS M mánaða kort í Eróbikk & Tækjasal § Stórhöfða I 'k v. Gullinbrú 1 S: 587 21 I I & 587 21 16 Gtldir í skvass/körfu - tækjasa! I mán. 6.500 kr. 4 mán. 14.900 kr. <3.72S pr.mán) 6 mán. 19.800 kr. <3.300 pr. mán> 8mán. 23.200 kr. <2.ooo pr.mán)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.