Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 28
MORGUNBLÁÐIÐ
28 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
UTSALA
ÚTSALA
^GLUGGINNl SKÆDI MÍLANO
Reykjavfkurvegi 50, s. 565 4275 Kringlunni 8-12 s. 568 9345 .Laugavegi 61-63 s. 551 0655
Ósvikin.ensk ullargólfteppi
eru einfaldlega toppurinn ó
tilverunni, þegar teppa-
heimurinn er annars vegar.
|Jj Ekkert jafnast ó viö
■ hlýleika, mýkt, endingu
og einangrunargildi
9H vandaöra ullargólfteppa
eins og teppanna fró
M BMK og Victoria Carpets.
Litavaliö er alveg ótrúlegt.
A útsölunni fœrð þú nú þessi
gœöateppi með 30% afslœtti
og geri aðrir betur.
Vönduð, ekta, sígild ullarteppi,
- það er okkar sérgrein.
Qczði í fivtrjum þmðil
Góð greiðslukjör!
Raðgreiðslur til allt
að 36 mánaða
SlSíáttu
Friðrik Bertelsen
FÁKAFENI9 S í M1:5 6 8 6 2 6 6
AÐSENPAR GREINAR
Minni Ingólfs
VEGNA greinar
Ingólfs Guðbrandsson-
ar í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 21. des.
sl. verður sögunnar
vegna að gera á örlitla
leiðrétting. Eigið minni
verður Ingólfi nokkuð
tíðrætt um í grein sinni
og ekki efast ég hið
minnsta um minni Ing-
ólfs, en þó er svo að
flest mannanna verk
gleymast furðu fljótt
og verður manni
stundum undarlega við
þegar við rekumst á
að hlutir sem gerðust
fyrir örfáum árum og
þóttu eftirtektarverðir þá, eru,
nokkrum árum síðar, mörgum
gleymdir, en svona er það og væri
líklega okkar ófullkomna heila of-
gert ef muna ætti alla hluti. Von
okkar er að skástu mannanna verk
gleymist ekki strax og þó er ekkert
á það treystandi. Merkilegri en
þetta virðast verk okkar ekki vera
og skulum við lifa og deyja undir
því lögmáli, og trúi ég að takist
okkur að meðtaka þetta óhjá-
kvæmilega munum við tóra skár.
Þetta með söguritunina. Eitt er
að skrá söguna eins hlutlaust og
mögulegt er. Annað að skrá hana
eins og maður vildi hafa hana, en
slík sagnaritun er eiginlega tví-
verknaður, því þar kemur að rétt
vill vera rétt og ýtir burtu rang-
færslunum.
Líklega má það rétt teljast að
Páll ísólfsson hafi fyrstur kynnt
íslendingum orgelverk Bachs, og
þótt langt sé frá að hann hafi leik-
ið öll orgelverk Bachs var Páll lengi
vel eini íslendingurinn með þá
kunnáttu í orgelleik sem þurfti til
að leika erfiðari orgelverk Bachs.
Greinarhöfundur I.G. segir Pólý-
fónkórinn hafa flutt öll stærstu
kórverk Bachs á árunum 1964-
1988 og flest þeirra í fyrsta skipti
og tilnefnir síðan tvö þeirra, H-
moll messuna og Mattheusarpass-
Mrlyftri
lÉMnr
Framúrskarandi
hönnun ' „
ökumanns í fyrirrúmi.
Gámagengur lyftari.
2, 2 ’/s og 3 tonna lyftigeta.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Sftaamar
SMIÐJUVEGI 70. KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725
íuna. Stærstu kórverk
Bachs eru venjulega
talin 4, þ.e. þær tvær
sem nefndar voru að
viðbættum Jóhannes-
arpassíunni og Jóla-
óratóríunni. Löngu
áður en Pólýfónkórinn
tók að fást við þessi
stærri verk Bachs hafði
Tónlistarfélagskórinn
undir stórn Victors
Urbancic flutt helm-
inginn af þessum stóru
verkum Bachs, Jó-
hannesarpassíuna og
Jólaóratóríuna, og
fínnst mér nauðsynlegt
að þetta komi fram, því
hafi einhver einn frekar öðrum ver-
ið brautryðjandi í flutningi þessara
stóru kórverka Bachs á Islandi var
það Tónlistarfélagskórinn og V.
Urbancic.
Einnig flutti þessi sami kór og
sami stjómandi mörg önnur stærri
kórverk annarra stórvirkra höf-
Stærstu kórverk Bachs
eru venjulega talin fjög-
ur. Ragnar Björnsson
segir frá flutningi þeirra
á vegum Tónlistarfé-
lagskórsins undir stjórn
Victors Urbancic.
unda, verka sem ég held að Pólýfón-
kórinn hafi aldrei reynt við en voru
ekki síður krefjandi í flutningi en
verk Bachs. Aðra mætti og nefna
í þessu sambandi eins og t.d. Pál
ísólfsson, Róbert Abraham Ottós-
son og líklega fleiri, sem kallast
mættu frumherjar og fyrstu kynnar
á þessum vettvangi.
Og enn vegna sögunnar. Ekki
er von að menn muni það sem gerð-
ist löngu áður en þeir fæddust.
Óminni er því varla hægt að tala
um í sambandi við grein Helga
Þórs Ingasonar í Mbl. 16. des. þar
sem hann segir Jólaóratóríuna hafa
verið flutta í fýrsta skipti í heild á
íslandi 1982. Þetta er ekki rétt.
Líklega hefur hún verið flutt tvisvar
sinnum áður í fullri lengd, með þó
venjulegum vi-de.
Alls ekki má taka þessi skrif mín
sem gagnrýni á þessa tvo ágætu
kóra Pólýfónkórinn og Langholts-
kirkjukórinn og þeirra ágæta starf
og víst er að meðal minnisstæðustu
tónleika frá námsárum mínum í
Reykjavík voru einmitt tónleikar
Pólýfónkórsins með Ingólf Guð-
brandsson á stjórnpalli.
Ekki held ég að Bach sé neinn
greiði gerður með því að reyna að
guða hann. Fyrst og fremst var
hann samnefnari þeirrar tónlistar-
þróunar sem átti sér stað í Evrópu
í tvöhundruð undangengin ár, hann
getur tæplega talist sérstakur
brautryðjandi í tónlist, en hann
kunni sitt fag, var skáldjöfur, og
skrifaði sína tímaheldu tónlist,
stundum af innri nauðsyn en oftast
af þörf og ekki ólíklega lítur hann
niður til okkar og brosir að okkar
veraldlega karpi.
Höfundur er orgelleiknri.
Ragnar
Björnsson
1 Útsala - útsala i
| 50% afsl. alltaf í vesturkjallaranum. 1
Mikið af: Bútasaumsefnum frá 296,-, jólaefnum frá 365,-, jj
fataefnum frá 150,- gardínuefnum o.fl.
! ^QtVIRKA Oplu7o-if1 !j
.•A: Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. og laugard
I v S' Sími568-7477 kl. 10-14. I