Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
5VONA NU„ GfZETTlFZ, HBlMUR- . INN ÞARNA ÚTI, EZ t>'ASAM - f ^ —* Á HELPUR VIL E6 /MINN HALL- ( ÆfZISLEGA HEIM, pAKKA pEF v, FyRil?
Tommi og Jenni
þetta. erhrJeXheq i )
fvJtrfc. Tiusin’ /
cru fímurt-eg /
pAÍeru. Og þa& esq
göt á. þak/ ro ttur
inu r ,—C/t um
Ferdinand
Smáfóik
JBjboJifll&n, tyuát
a MofatotiSUlW^
S oum Ufdl. TÁuf Jfj
ACUfr ÁÁSCr JiÁJUL rfar- /%k
jSiritJffChúdfynfxA.
JL JiofiJiAO.
Elsku mamma, bara smábréf til að láta þig
vita að mér líður vel. Þeir segja að við verð-
um komnir heim fyrir jól. Eg vona það.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Dansað í átt
til frelsis
Frá Sigurborgu Kr. Hannesdóttur:
í NÓVEMBERMÁNUÐI síðastliðn-
um voru haldin í Reykjavík og á
Egilsstöðum námskeið, sem kallast
„TranscenDance“ eða Umbreyt-
ingadans, og eru þau kveikjan að
þessari grein.
Kennarinn,
Kanadamaður að
nafni Uriel West,
ferðast víða um
heim með þessi
námskeið; nám-
skeið sem oft
hafa orðið til
þess að breyta
lífi þeirra sem
þau hafa sótt.
Sigurborg Kr.
Hannesdóttir
En hvar skal byija? I bæklingi
um námskeiðið kemur fram að Uri-
el notar dans til að kenna fólki að
endurheimta tengsl við líkamann.
Þó er þetta ekkert venjulegt dans-
námskeið. Hvorki hliðar saman hlið-
ar né „free-style“ eða nokkuð það
sem við kunnum að þekkja úr hefð-
bundinni dansreynslu. Mér sýnist
að það gæti orðið erfitt að lýsa í
orðum einhveiju sem eiginlega er
aðeins hægt að upplifa. Eg ætla þó
að reyna.
Við höfum áreiðanlega öll upplif-
að að gleyma okkur fullkomlega í
einhveiju og þá hafa bæði staður
og stund týnst í ánægjunni yfir því
sem við höfum verið að gera. Á slík-
um stundum komumst við í tæri við
uppsprettuna okkar og sá kraftur
sem tekur við stjóminni er miklu
öflugri en þessi „ég“ hvunndagsins.
Fyrirfram gefnar hugmyndir okkar
um að við kunnum ekki, getum
ekki, eða megum ekki, víkja fyrir
tilfinningu sem er einna helst hægt
að líkja við þá alsælu sem svo marg-
ir leita eftir í gegnum vímu af marg-
víslegu tagi.
Að upplifa slíkt í dansi er sérstak-
lega öflugt, því hugur og líkami
renna saman í eitt. Það færir okkur
tilfinninguna: „Já, ég get þetta,
þetta er gaman.“ Við leyfum okkur
að vera kjánaleg, vera eins og börn,
leika okkur og hlæja.
Hvað er nú svo sem fengið með
því að dansa eins og einhveijir vit-
leysingar eða láta eins og kjánar í
eina kvöldstund eða tvær? Væri
ekki nær að reyna að gera eitthvað
gagnlegt við tímann sinn?
Já, það er nefnilega þetta með
gagnið. Allar hömlur okkar hafa
komið sér fyrir í líkamanum, á einn
hátt eða annan. Þar býr líka allur
sársauki sem kann að sitja i okkur.
Það er engin önnur leið en að losa
um og hjálpa líkamanum að opna
sig og hreinsa. Hreyfíng og dans
er gífurlega öflugt tæki til þess.
Tæki sem við höfum öll aðgang að.
Það er ekki auðvelt og það getur
ýtt við mörgu innra með okkur sem
við hefðum kannski heldur viljað
láta kyrrt liggja, en þá er gott að
hafa í huga:
„Sannleikurinn um barnæsku okk-
ar hefur geymst í líkamanum og þó
að við getum bælt hann getum við
aldrei breytt honum. Það er hægt
að blekkja hugann, ráðskast með
tilfinningamar, skekkja skynjunina
og snúa á líkamann með efnum og
lyfjum. En einhvem daginn kemur
að því að líkaminn sýnir okkur reikn-
inginn, því hann er eins óspillanlegur
og barn, sem heilt er í andanum,
samþykkir ekki neinar málamiðlanir
eða afsakanir. Líkamlegu kvölinni
linnir ekki fýrr en við hættum að
forðast sannleikann." Alice Miller.
Að lokum vil ég geta þess að
Uriel West líkaði svo vel hér að
hann hyggst dvelja hér oftar og
mun því halda fleiri námskeið á
næstunni. Koma hans hingað er
mikill fengur fyrir alla sem vilja
feta leiðina í átt til aukins frelsis,
andlega, líkamlega og tilfinninga-
lega. Hafi Uriel West þökk fyrir það
sem hann hefur fram að færa á því
sviði og fyrir að deila því með okk-
ur íslendingum.
SIGURBORG KR. HANNESDÓTTIR,
Faxatröð lOa, Egilsstöðum.
Rannsókn sem
finnst ekki
Frá Ragnari Þjóðólfssyni:
FINNUR Karlsson skrifar fyrir
nokkru í Morgunblaðið til að taka
undir þá kröfu mína að Helga Ing-
ólfsdóttir hjá Psoriasissamtökunum
rökstyðji andúð sína á dr. Guttormi
Hernes og kremi hans og fer jafn-
framt fram á að ég skýri mál mitt
betur. Það er mér bæði ljúft og
skylt.
Helga Ingólfsdóttir sendi fyrir
tæpu ári síðan apótekunum og
nokkrum íslenskum fjölmiðlum bréf
þar sem hún varar við kremi dr.
Guttorms Hernes. Bréfinu fylgdi
grein eftir formann norsku psorias-
issamtakanna, Arne Jensveen. Grein
þessi er eitt rætnasta tilskrif sem
ég hef lesið um dagana. Til að byija
með er norski formaðurinn svo vel
að sér um máiið sem hann skrifar
um, að hann veit ekki hvað maður-
inn heitir sem þó er hans ásteyting-
arsteinn og helsta skotmark.
í greininni telur hann sig þrátt
fyrir þetta geta fullyrt að um
fjárglæframann sé að ræða og það
af svæsnustu tegund, nefnilega þá
sem hafa neyð og sársauka sjúklinga
að féþúfu. Jensveen vitnar í rann-
sókn sem gerð hafi verið á kreminu
máli sínu til stuðnings en rannsókn
þessi finnst ekki þó víða hafi ég eft-
ir henni spurt í Noregi. (Meðal ann-
ars hjá norsku psoriasissamtökun-
um.) Helga Ingólfsdóttir treystir sér
til að dreifa þessari grein víða hér
á íslandi en ekki til að svara fyrir
efni hennar í fjölmiðlum og um það
snúast skrif mín til hennar.
Nú þegar fleiri hafa látið í sér
heyra og tekið undir orð mín vona
ég að hún fáist til að svara þeim
spurningum sem til hennar hefur
verið beint, ennfremur hvet ég fleiri
notendur kremsins til að láta í sér
heyra um árangurinn því ég veit að
hann er góður.
RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON,
Arnartanga 17, Mosfellsbæ.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
uppiýsingasafni þess. Mprgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.