Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
____________________FRÉTTIR
Minnkar tiltrú fólks
á stétt leigubílstjóra
UNNUR Sverrisdóttir, lögfræðing-
ur bifreiðastjórafélagsins Frama,
segir að fréttir af nauðgunarkæru
í leigubíl sé mikið áfall fyrir stétt
leigubílstjóra. Allsendis óvíst sé
hvort meint nauðgun hafi átt sér
stað í leigubíl eða einhveijum öðrum
bíl. Málið hafi í för með sér minni
tiltrú á leigubílstjóra og tekjumissi
fyrir þá.
„Það eru menn á ferii á eigin bíl-
um um hveija helgi sem eru á hött-
unum eftir farþegum og ég hef það
eftir RLR að rannsóknin beinist ekki
eingöngu að leigubílstjóra," sagði
Unnur. Upp hafa komið þijú mál
af þessu tagi síðastliðið ár, fyrsta
málið í febrúar. Unnur segir að í
öllum þessum tilfellum hafi lýsingar
á bílstjóra verið mjög slæmar. Félag-
ið hafi gengist fyrir eigin rannsókn
vegna máisins í febrúar og viðkom-
andi stúlka skoðaði fjölda ljósmynda
af leigubílstjórum. í framhaldi af því
hafi verið gerð DNA-rannsókn á
þremur bilstjórum en ekkert komið
út úr því.
„Ég er farin að hallast að því að
það hafi ekki verið leigubílstjóri að
verki þá. Bæði í febrúar og svo núna
fyrir síðustu helgi fara stúlkurnar
upp í bíla sem áttu leið um götuna.
Þeir voru ekki pantaðir af stöð og
voru ekki teknir í leigubílastæði.
Hvorug þeirra man hvort leigubíla-
merki hafi verið á toppi bílanna og
þær hafa ekki grun um af hvaða
stöð þeir voru. Eg tel að það geti
alveg eins verið að hér sé ekki um
leigubílstjóra að ræða.
Hins vegar lék ekki vafi á því að
það var leigubílstjóri sem hlut átti
að máli sem kom upp í október á
síðasta ári því sá bíll var pantaður
af stöð. Verði hann fundinn sekur
tapar hann leigubílaleyfinu ævi-
langt. Það er okkar hagur að þessir
menn náist strax,“ sagði Unnur.
Unnur segir að enginn geti ekið
leigubíl án þess að skila fyrst inn
sakavottorði til félagsins. Félagið
hafi nákvæmt yfirlit yfir hver aki
hvaða bíl og á hvaða stöð. „Við reyn-
um að gera það sem í okkar valdi
stendur til þess að halda utan um
þetta því svona mál eru mikið áfall
fyrir þá 550 leigubílstjóra sem eru
í okkar samtökum.
Eftirlit verður aukið
Við ætlum að boða til almenns fé-
lagsfundar í næstu viku og ætlum að
reyna að auka eftirlitið meira. Sam-
kvæmt reglugerð um leigubfla sem
gefin var út síðastliðið vor er kveðið
á um að hver leigubílstjóri eigi að
hafa á hanskahólfinu spjald þar sem
fram kemur númer atvinnuleyfis, nafn
stöðvarinnar, kallnúmer og mynd af
leigubílstjóranum. Ein hugmyndin er
sú að hrinda þessu strax í framkvæmd
núna,“ sagði Unnur.
fAuglýsing um fasteignagjöld, sérstakan
fasteignaskatt og brunatengd gjöld.
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1996 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum
vegna fyrstu greiðslu gjaldanna og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslu-
kortum. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í
næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi.
Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, tunnuleigu/sorphirðugjald, vatnsgjald, sérstakan
fasteignaskatt og holræsagjald.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári hafa fengið hlutfalls-
lega lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1996. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjald-
enda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í júní- eða júlímánuði. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á
fasteignaskatti og holræsagjaldi m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni
samkvæmt þeim reglum sem borgarstjóm setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitar-
félaga og breytingu á vatnalögum, sem samþykkt var 15. desember s.l. Verður viðkomandi tilkynnt um
breytingar, ef um þær verður að ræða. '
Viðmiðunarreglur vegna fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1996 eru eftirfarandi:
100% lækkun
Einstaklingur með (peninga) tekjur allt að
Hjón " " " "
80% lækkun
Einstaklingur með (peninga) tekjur
Hjón ...............
kr. 640.000
kr. 900.000
kr. 640.000 til kr. 710.000
kr. 900.000 til kr. 985.000
50% lækkun
Einstaklingur með (peninga) tekjur kr. 710.000 til kr. 800.000
Hjón ............... kr. 985.000 tilkr. 1.120.000
Þeir sem ekki fengu lækkun á s.l. ári, geta til að flýta fyrir afgreiðslu, sent framtalsnefnd umsókn um
lækkun ásamt afriti af skattaframtali 1996.
Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga kl. 16.00 til 17.00 á II hæð Aðalstrætis 6, frá 7. febrúar til
29. maí. Sími 552-8050 - bréfsími 563-2249.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að nýta heimild til álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir
sem nýttar eru við verslunarrekstur eða við skrifstofuhald, ásamt tilheyrandi lóð, sbr. 1. nr, 4/1995 um
tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum.
Eigendur fasteigna í Reykjavík skulu senda skrá yfir eignir sem falla undir framangreint ákvæði, ásamt
upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra eða eftir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal
skrá þar upplýsingar um notkun þeirra svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem einnig eru notaðar til
annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds.
Upplýsingar skulu sendar til Skráningardeildar fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík.
Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en þau hafa
einnig verið send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í borginni, sem vitað er um.
Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekur til, er sveitarstjórn heimilt að nota
aðrar upplýsingar til viðmiðunar við álagningu, þar til húseigandi bætir úr.
Með fasteignagjöldum eru ennfremur innheimt brunatengd gjöld þ.e. iðgjald brunatryggingar þeirra
húseigna sem vátryggðar eru hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, svo og viðlagatryggingargjald fyrir
Viðlagatryggingu íslands, brunavarnargjald sem innheimt er fyrir Brunamálastofnun ríkisins og umsýslu-
gjald sem innheimt er fyrir Fasteignamat ríkisins.
Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavfk, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna,
sími 563-2520.
Gjalddagar ofangreindra gjalda eru 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, l.júníog 1. ágúst.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
8. janúar 1996
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VORVERK Á VETRARDEGI
Slökkvistöðin 1 Reykjavík
ÚtköII á árinu 20%
fleiri en í fyrra
UTKÖLL á eldvarnarsvæði
Slökkviliðs Reykjavíkur, sem er
ásamt Reykjavík, Kópavogur, Sel-
tjarnarnes og Mosfellsbær, urðu
alls 1.471 á árinu á móti 1.222 á
árinu 1994. Fjölgunin nemur um
20%.
Til útkalla er talin öll aðstoð
slökkviliðsins þ.e. eldsvoðar, efna-
lekar, vatnslekar, losun slasaðra
úr bílflökum og ýmis önnur aðstoð.
Eldsútköll þar sem um eiginleg-
an eld var að ræða urðu 527 á
árinu á móti 457 á árinu 1994.
Þar af var farið í árlega sinubruna
120 sinnum.
Á viðvörunarkerfi, þar sem
ýmist var urn grun um eld að
ræða eða bilun, var farið 431 sinn-
um.
Alls urðu sjúkraflutningar á
svæðinu 11.766 á móti 10.829
árið áður eða um 9% fleiri.
I Reykjavík voru útköll 1.289,
Kópavogi 115, Mosfellsbæ 24,
Seltjarnarnesi 21. Önnur útköll
voru 22 eða samtals 1471. Tjón
varð mest á Suðurlandsbraut 16,
Odda við Nesveg og Hverfisgötu
55 og talsvert tjón varð í Helgad-
al í Mosfellsbæ, Laugavegi 9,
Laugavegi 24b og á hesthúsum í
Víðidal.
Fjórum var bjargað úr eldi á
síðasta ári en manntjón vegna
eldsvoða varð einu sinni. Slösuðum
var bjargað úr bílflökum 59 sinn-
um og 124 sinnum var verðmætum
bjargað, vegna vatnsleka o.þ.h.
Tvisvar sinnum var dælt úr skipum
og önnur aðstoð var veitt 248 sinn-
um.
Alls urðu sjúkraflutningar
11.766, þar af 4.023 neyðarflutn-
ingar.
Ataki lokið
ÁTAKINU Stöðvum unglinga-
drykkju var formlega slitið í
gær og var haldin ráðstefna af
því tilefni undir yfirskriftinni
Mannrækt-mannauður. Valdi-
mar Jóhannesson, fram-
kvæmdasljóri átaksins, kynnti
í upphafi ráðstefnunnar upp-
eldisbókina Lengi muna börnin,
ásamt höfundum hennar, þeim
Sæmundi Hafsteinssyni og Jó-
hanni Inga Gunnarssyni, og
eins og sjá má var Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra áhugasöm um efnið. Bók-
in er prentuð í 30 þúsund ein-
tökum og verður dreift til for-
eldra barna sem eru fædd 1982
eða síðar. Menntamálaráðu-
neytið tók að sér dreifingu í
samvinnu við grunnskóla og
fræðslustjóra. Auk þess var
m.a. rætt um forvarnir á ráð-
stefnunni, hvert hlutverk for-
eldra er í þessu sambandi og
ábyrgð fjölmiðla.
Styðja röntg-
entækna
STJÓRN Röntgentæknafélags ís-
lands hefur sent frá sér stuðnings-
yfírlýsingu við þá röntgentækna sem
létu af störfum á Landspítala 1. des-
ember sl. Þar segir að Ríkisspítalar
hafi í viðræðum við röntgentækna
„krafist þess að þeir fallist á aukið
vinnuálag, verulegar breytingar á
vinnutíma og beinar kjaraskerðingar
að auki.“ Stjómin beinir þeim tilmæl-
um til forsvarsmanna Ríkisspítala
að sýna „sanngirni og samningsvilja
og flýta meðferð mála svo að lausn
þeirra finnist sem fyrst“ og hvetur
röntgentækna til að sýna samstöðu.
---------♦
Ok á ljósastaur
FÓLKSBÍLL hafnaði á ljósastaur á
Sæbraut um kl. 8 í gærmorgun.
Talið er að bílstjórinn hafi misst
stjórn á bílnum í hálku. Hann var
fluttur á slysadéild en óvíst var um
meiðsli hans. Bíllinn var óökufær
og var fjarlægður með dráttarbíl.