Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 55 FRÉTTIR w w -lcikur að lara! Vinningstölur 10. jan. 1996 7*10 *20 * 22 »26 *27 * 29 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Morgunblaðið/Ásdís MYNDIN er af hryssunni og folaldinu og litlum strák, Erlendi Björnssyni, sem er að skoða folaldið. Samkeppni um nafn ájólafolald HRYSSA í eigu Ólafs Skúlasonar í Laxalóni kastaði folaldi á að- fangadag. Ólafur hefur ákveðið að hafa samkeppni um nafn á fol- aldið og hefur fengið sérstaka dómnefnd til þess að fjalla um uppástungur að bezta nafinu. Er Örlygur Hálfdanarson bókaútgef- andi formaður dómnefndar. Á gamlársdag segir Ólafur að komið hafi mynd af folaldinu í sjónvarpinu og var þar stuttlega rætt við hann um þetta jólafolald. Þar lýsti hann eftir uppástungum að nafni og viðbrögð létu ekki á sér standa fjöldi fólks hringdi með uppástungur. Og nú hefur Ólafur, sem rekur hestaleigu við Reynis- vatn, ákveðið að halda áfram leiknum og fengið dómnefnd til þess að velja úr bezta nafnið eins og áður segir. Verðlaun verða 25.000 krónur og útivistardagur við Reynisvatn með veiði í vatninu og útreiðartúr fyrir fjölskyldu vinningshafa. Komi fleiri tillögur en ein um bezta nafnið verður vinningshafinn dreginn út. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt geta sent Ólafi uppástungu sína í lokuðu umslagi, að Laxalóni, 110 Reykjavík. Almanak Þjóövinafélagsins er ekki bara almanak. IþvierArbók Islands með fróðleik um órferði, alvinnuvegi, íþróltir, stjórnmól, monnalál ogmaiglBeira. Fæst i bókabúðum um land alíl. Fáanlegiiera eldri árgangar, alltfrá 1946. Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. Keppni unglinga í frjálsum dönsum UNDIRBÚNINGUR fyrir íslands- meistarakeppnina í frjálsum döns- um er hafínn. Þetta er 15. skipti sem keppnin er haldin og er það félagsmiðstöðin Tónabær og ITR sem standa að henni. Keppnin verð- ur með svipuðu sniði og undanfarin ár og er öllum unglingum á aldrin- um 13-17 ára, þ.e. þeir sem eru fæddir 1979-1982, heimilt að taka þátt. Keppt verður í tveimur flokkum, einstaklings- og hópdansi. Undan- keppni mun fara fram víðs vegar um landið eða á níu stöðum alls. Undankeppnin fyrir höfðuðborgar- svæðið verður haldin 9. febrúar nk. í Tónabæ. Kynnir verður Anna Sig- urðardóttir. Skráning er þegar hafín í Tónabæ. Urslitakeppnin fyrir allt landið verður síðan föstudaginn 16. febrúar í Tónabæ. Kynnir verður Magnús Scheving. Freestyle-keppnin fyrir 10-12 ára, þ.e. þá sem eru fæddir 1983- 1985, verður síðan 24. febrúar kl. 14. Kynnir verður Magnús Schev- ing. Engin undankeppni er fyrir 10-12 ára og skráð er í hana í Tónabæ. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hrossafóðrun á tölvuriti RÖNG mynd birtist við frétt í Morg- unblaðinu í gær um Hrossafóðrun á tölvuriti. A myndinni sem birtist með fréttinni voru þeir Björn Stein- björnsson, dýralæknir og Þorvaldur Kristjánsson. Myndin af Davíð Jónssyni, sem þýddi norska forritið um fóðrun hrossa, birtist hér með. 10-18.30 virka daga og laugardaga frá kl. 10-16 og matvöruverslunin 10-11 verður opin frá kl. 10-23 alla daga eins og alltaf. Mood Swing á Jazzbarnum DJASSTRÍÓIÐ Mood Swing leikur á Jazzbarnum John Doe í kvöld frá kl. 21.-12. Fyrir tríóinu fer Sunna Gunnlaugsdóttir píanisti en með- spilarar hennar eru Bandaríkja- mennirnir John Hebert, sem leikur á bassa, og Scott McLemore, sem leikur á trommur. Sunna hefur verið við nám í djasspíanóleik i William Paterson College í New Jersey undanfarin þrjú ár. Djassdeildin þar er viður- kennd sem ein sú besta í heiminum og er henni stjómað af bassaleikar- anum Rufus Reid. Mood Swing hefur leikið á kaffi- húsum í New York og New Jersey. Trióið leikur „standarda og bebop“. Námskeið á vegum Heimsljóss KANADAMAÐURINN Uriel West er staddur hér á landi og heldur nokkur námskeið á vegum Jóga- stöðvarinnar Heimsljóss. Uriel hefur í 26 ár kennt bömum, kennurum og kennaranemum. Námskeiðin sem hann heldur hér á landi em: Sköpunin sem felst í ring- ulreiðinni, og er haldið 12.-14. jan- úar, og Nýi karlmaðurinn - Hvern- ig er hann? Þetta er námskeið fyrir karlmenn og er haldið 19.-21. jan- úar. Bæði námskeiðin em haldin í Jógastöðinni Heimsljósi. Námskeið- in byggjast á svokölluðum Tranc- endanse og í fréttatilkynningu seg- ir: „Dansinn er nokkurs konar ferðalag inn á við sem tengir mann- inn við kjarna sinn og uppsprettu. Við það losnar úr læðingi kraftur sem losar um spennu og streitu og losar líkamann við gamlar hömlur“. Nánari upplýsingar gefur Nanna Mjöll Atladóttir. Utsölur hafnar í Borgar- kringlunni NÚ eru að hefjast útsölur í mörgum af verslunum Borgarkringlunnar. Afsláttur verður á bilinu 20-60% og í einstaka tilfellum hærri og í fréttatilkynningu segir að kaup- menn horfi bjartsýnir á útsölutíma- bilið vegna líflegrar jólasölu. Opnunartími verslana verður sá sami og verið hefur, þ.e. frá kl. Gullsport flytur VERSLUNIN Gullsport hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Brautarholti 4. Verslunin selur hjálma, leðurstígvél og er einnig verkstæði fyrir mótorhjól og aðrar smávélar, t.d. utanborðsmótora og sláttuvélar. Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár , • 'Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf„ sími 567 7878 - fax 567 7022 Tilbúinn stíflu eyöir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.