Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 68
UNtx vínnu- stöðvar og netþjónar ' AS =F= 9f9tutÞIftfrtí> OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVectraPC laup, mmum i, mmsmusMfc. st&w mrn imn. ^mssÉFm im, me, ------------ FIMMTU DAGUR11. JANUAR1996 VEI® í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forsvarsmenn í skipasmíðaiðnaði líta bjartari augum til framtíðar eftir langt erfiðleikatímabil Skortir iðnaðar- menn í greininni SKIPASMÍÐAIÐNAÐURINN er í uppsveiflu eftir að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika síðustu ár. Markvisst er unnið að því í greininni að ná verkefnum inn í landið og bæta samkeppnisstöðu. Skortur er á járniðnaðarmönnum en þeir hafa margir hverjir horfið til annarra starfa á síðustu árum og lítil endurnýjun hefur orðið í stéttinni. Að sögn Ingólfs Sverrissonar, deildarstjóra hjá Samtökum iðnað- arins, hafa verið sett markmið til tíu ára um að bæta samkeppnis- stöðu og ná 75-80% markaðshlut- deild innanlands fyrir aldamót og auka síðan umsvif um 30% til við- bótar innan tíu ára. Ingólfur segir mikið kappsmál að koma í veg fyrir sveiflur í grein- inni sem ráðist af gengi sjávarút- vegs og samspili þess og raun- gengis krónunnar. Hann segir að Samtök iðnaðarins leggi áherslu á að þeir aðilar sem mestra hags- muna eigi að gæta sameinist um tillögur til að draga úr þessum sveiflum. Forsvarsmenn skipasmíða- stöðva á íslandi eru sammála um að næg verkefni hafi verið undan- farið og að vel horfi í greininni. Menn finni tilfinnanlega fyrir skorti á iðnaðarmönnuffí því þeir verði fljótt varir við það þegar bet- ur gangi í sjávarútvegi. Verkefni í nýsmíði láti þó enn bíða eftir sér, mest sé unnið í smíði vinnslubúnað- ar og viðhaldi eins og á myndinni hér til hliðar sem tekin var á Akur- eyri í gær. ■ Betri tíð eftir barning/34 Hæstiréttur fellir úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur Blaðamanni ekki skylt að gefa upp heimildarmenn Morgunblaðið/Kristján Bikar- meistarar sigruðu BIKARMEISTARAR KA sigruðu Islandsmeistara Vals 23:21 í átta liða úrslitum bik- arkeppninnar í handknatt- leik í gær. Leikið var fyrir fullu KA-húsi og stemmning- in mikil eins og vant er þar á bæ. KA leiddi 14:8 í leik- hléi. Vaiur minnkaði muninn «eitt mark í seinni hálfleik en lengra komst Hlíðar- endaliðið ekki. Hér gerir hornamaðurinn Jóhann G. Jóhannsson eitt marka sinna fyrir KA. Onnur lið sem kom- in eru í undanúrslit eru Fram, Selfoss og Víkingur. ■ Bikarinn /Dl, D4, D5, D8 HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, sé skylt að svara spurningum Rann- sóknarlögreglu ríkisins um heimild- armenn að greinum um skuldaskil Sambands íslenskra samvinnufé- laga, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttárlögmaður, sem ritstjórn Morgunblaðóins fól að gæta hags- muna oinna, segist telja dóm Hæstaréttar stefnumarkandi og að hann sé til þess fallinn að styrkja mjög blaðamenn í störfum þeirra. Flokkur greina um endalok Sam- bandsins og uppgjör við Lands- banka íslands birtist í Morgunblað- inu snemma á síðasta ári. Banka- eftirlit Seðlabanka íslands vakti athygli ríkissaksóknara á greinum þessum og taldi að vera kynni að bankaleynd hefði verið rofin með þeim upplýsingum, sem birtust í greinunum. Ríkissaksóknari fól Rannsóknarlögreglu ríkisins að HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur ákveðið að ganga til samninga við Verðbréfamarkað íslandsbanka um sölu á húsnæðisbréfum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Efnt var til útboðs meðal allra verðbréfafyrir- tækjanna og þótti tilboð VÍB hag- stæðast. Með samningnum tryggir VÍB sölu á 1.300 milljónum króna í húsnæðisbréfum í febrúar og mars, en alls er ætlunin að Húsnæðisstofn- un afli sér fimm milljarða króna lánsfjár með sölu skuldabréfa í ár. Ávöxtunarkrafan á 25 ára hús- næðisbréfum miðast við hagstæð- ustu kröfu í nýjasta húsbréfaflokk- inn á Verðbréfaþingi íslands að frá- kanna hvort lög um þagnarskyldu bankastarfsmanna og opinberra starfsmanna hefðu verið brotin. Höfundurinn, Agnes Bragadóttir blaðamaður, neitaði að upplýsa um heimildir sínar við yfirheyrslu hjá RLR og fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur og var úrskurður héraðsdóm- ara um að henni bæri skylda til að svara spurningum RLR kærður til Hæstaréttar. Ekki sömu hagsmunir I niðurstöðum dóms Hæstaréttar íslands segir að Samband íslenskra samvinnufélaga hafi um langa hríð verið eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins og málefni þess varðað ijölmarga aðila. Opinber umræða um málefni þess og skuldaskil gæti því haft almennt gildi, sem og umræða um hag og starfsað- ferðir lánastofnana í landinu. Fram kemur að Landsbanki íslands hafði ekkert frumkvæði að málinu og að stjórnarformaður Sambandsins tel- dregnum þremur punktum eða 0,03% og sama viðmið gildir um 43 ára húsnæðisbréf nema þar er frá- drátturinn sjö punktar eða 0,07%. Úr sölu húsnæðisbréfa dró jafnt og þétt á árinu 1994 í kjölfar þess að stjórnvöld ákváðu að taka ekki hærri tilboðum en miðuðust við 5% ur að greinarnar hafi ekki skaðað hagsmuni fyrirtækisins. „Þar sem nauðasamningi er lokið og skulda- skil sambandsins gengin í gegn eru ekki sömu hagsmunir tengdir þeim trúnaðarupplýsingum, sem varnar- aðili er talinn hafa haft undir hönd- um við samningu greinanna og annars hefði verið," segir í dómn- um. Þá segir að eins og mál þetta liggi fyrir hafi ekki verið sýnt fram á að svo ríkir hagsmunir væru í húfi að varnaraðili gæti ekki borið fyrir sig ákvæði laga um meðferð opinberra mála um rétt ábyrgðar- manna efnis til að neita að svara spurningum um heimildarmenn. Dómstólar meti í forsendum dómsins segir að efni þess ákvæðis laga um með- ferð opinberra mála sem kveður á um rétt þeirra sem bera ábyrgð á efni til að neita að svara spurning- um um heimildarmenn eigi rót sína ávöxtunarkröfu uns útboðum þeirra var hætt. Húsnæðisstofnun hefur síðan verið fjármögnuð með lántöku úr ríkissjóði. Viðskiptavakt Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, að rekja til ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála um tján- ingarfrelsi og byggi á þeim sjón- armiðum að það sé almennt æski- legt og í samræmi við lýðræðis- hefðir að almenningur fái að fylgj- ast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Verði ábyrgðarmenn efnis sem birtist opinberlega að gefa upp heimildarmenn sína geti það leitt til þess að að efni sem eigi erindi við almenning birtist ekki. Einnig kemur fram í forsendum að það heyri undir dómstóla að meta það í hveiju tilviki hvort spurning sé svo löguð að ábyrgðar- maður geti borið fyrir sig umrædd ákvæði um að gefa ekki upp heim- ildarmenn og einnig hvort rann- sóknarhagsmunir séu svo ríkir eða svo mikilsverður trúnaður brotinn að þessi regla eigi ekki að gilda. ■ Styrkir blaðamenn/10 ■ Dómur Hæstaréttar/34 sagði í samtali við Morgunblaðið, að með samningnum við VÍB myndi verðbréfafyrirtækið tryggja sölu á skuldabréfum að fjárhæð 1.300 milljónir og að auki myndi það ann- ast viðskiptavakt fyrir Húsnæðis- stofnun á Verðbréfaþinginu. Sigurður sagði að einungis hefði verið tekin ákvörðun um þennan fyrsta áfanga í sölu skuldabréfa á árinu. Hins vegar hefði VÍB óskað eftir áframhaldandi samningi við Húsnæðisstofnun, en stofnunin vildi ekki skuldbinda sig lengur að svo stöddu. Ef þetta gengi hins vegar vel yrði það hvatning til að halda áfram á sömu braut. Húsnæðisstofnun gengur til samninga við VÍB um húsnæðisbréf Sala tryggð fyr- ir 1.300 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.