Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
t
Hjartkær eiginmaður minn og bróðir
okkar,
SIGURPÁLL MARINÓ ÞORKELSSON,
Aflagranda 40,
Reykjavik,
sem lést 3. janúar sl., verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
12. janúar kl. 13.30.
Svava Aradóttir
og systkini.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PER KROGH,
lést í Landakotsspítala 3. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á líknarstofnanir.
Jorun Krogh,
Gfsli Krogh Pétursson, Inga Engilbertsdóttir,
Sólveig Krogh Pétursdóttir
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og 'afi,
ARNOLD HENCKELL,
Hraunteigi 20,
Reykjavik,
andaðist að kvöldi nýársdags.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
María Bjarnadóttir Henckell,
Hildur Sólveig Arnoldsdóttir, Sigurjón Helgason,
Helga Guðrún Sigurjónsdóttir,
Hjaiti Sigurjónsson.
t
Eiginmaður minn,
GUÐJÓN G. TORFASON
frá Vestri-Tungu,
Vestur-Landeyjum,
verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju,
Vestur-Landeyjum, laugardaginn
13. janúar kl. 14.00.
Júlía G. Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSTA ÞÓRHILDUR
SÆMUNDSDÓTTIR,
Sandprýði,
Vestmannaeyjum,
sem lést 4. janúar sl., verður jarðsungin
frá Landakirkju laugardaginn 13. janúar
kl. 14.00.
Guömann Adolf Guðmundsson,
Guðfinnur Guðmannsson, Eyrún Ósk Sæmundsdóttir,
Fjóla Guðmannsdóttir,
Adolf Þór Guðmannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær sambýlismaður, sonur og bróð-
ir okkar,
HARALDUR TÓMASSON,
Hvammsgerði 13,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju,
Mosfellsbæ, föstudaginn 12. janúar
kl. 14.00.
Kristján Ingi Jónsson,
Sóley Sveinsdóttir,
Guðrún T ómasdóttir,
Sigursveinn Tómasson,
Sigriður Tómasdóttir,
Anna Tómasdóttir.
w ^
SVEINN SÆVAR
VALSSON
+ Sveinn Sævar
Valsson fædd-
ist í Reykjavík 29.
nóvember 1963.
Hann lést 3. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Ólína M. Sveins-
dóttir og Valur
Gunnarsson.
Sveinn Sævar var
giftur Birnu
Magnúsdóttur,
þau slitu samvistir.
Synir þeirra eru
Sævar Valur, f. 1.
apríl 1981, og Haf-
þór Helgi, f. 11. maí 1983.
Útför Sveins Sævars fer
fram frá Kópavogskirlgu í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
MEÐ þessum fáu orð-
um langar okkur að
kveðja hann Sævar
frænda. Við vorum sex
systrabörnin, sem slit-
um saman barnsskón-
um í Kópavoginum.
Stóran þátt í okkar.
barnæsku áttu afí og
amma í Vallargerðinu,
en í húsinu þeirra
bjuggum við fyrstu
árin okkar. Þær voru
margar stundimar,
sem þeir frændur
Ragnar og Sævar áttu
í kjallaranum með afa,
þar sem alltaf var eitthvað spenn-
andi að gerast og margt að upp-
götva. Og alltaf var það Sævar sem
í glaðværð sinni var í fararbroddi
og kom með nýjar hugmyndir. Sem
t
Faðir okkar,
HALLDÓR ÞORSTEINN BRIEM
er látinn.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
18. janúar kl. 13.30.
Laufey Halldórsdóttir,
Gunnar Jóhannes Halldórsson,
Þorsteinn Briem,
Emil Kristinn Briem,
Haukur Halldórsson.
t
Hjartkær móðir mín,
GUÐRÚN Þ. JÚLÍUSDÓTTIR
frá Sandprýði,
Stokkseyri
er lést á nýársnótt verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugar-
daginn 13. janúar kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóna Þórarinsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS H.G. KJERÚLF,
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi 4. janúar sl., verður jarð-
sunginn frá Reykholtskirkju iaugardag-
inn 13. janúar kl. 14.00.
Þórunn Kjerúlf,
Jónas Kjerúlf, Brynja Ó. Kjerúlf,
Ingibjörg Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐNI GUÐLEIFSSON,
Hafnargötu 63,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. janúar
kl. 14.00.
Marteinn Guðnason, Birna Fabian, '
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu,
HULDU HRAUNFJÖRÐ
PÉTURSDÓTTUR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Alfreð Hólm Björnsson.
dæmi um það fékk hann vinnu fyr-
ir þá frændur á bílaverkstæði í
Kópavogi, þar sem þeir mokuðu
fyllingarefni í húsgrunn aðeins tíu
ára gamlir og voru stoltir af. Það
var gaman að vera til á þessum
árum og smám saman stækkaði
hópurinn. Tvær litlar systur, Inga
og svo Berglind, bættust í hópinn
og hófst þá ábyrgðarmikið uppeldis-
starf hjá þeim frændum og síðar
bættust yngstu systkinin þau Dóm-
ald og Linda við.
Nú er stórt skarð höggvið í hóp-
inn okkar og Sævar frændi er horf-
inn frá okkur. í fyrsta skipti í lang-
an tíma hittumst við öll sex frænd-
systkinin nú á jóladag og erum við
þakklát fyrir þá stund sem við átt-
um saman, þó ekki vissum við þá
að þetta væri kveðjustund.
Við kveðjum þig, elsku frændi,
með sorg og trega í hjarta og biðj-
um góðan guð að styrkja ástvini
þína alla í þeirra stóru sorg. Guð
geymi þig, elsku Sævar.
Þín frændsystkin,
Ragnar, Inga og Linda.
Þegar myrkrið er mest
þá sé ég meðal stjama augun þín.
Þegar birtan er best
þá brosir ástarstjaman þín.
Með þessum línum langar mig
að minnast ástvinar míns, Sveins
Sævars Valssonar. Þótt samvera
okkar hafi ekki verið löng í vikum
eða mánuðum talið, þá var ást okk-
ar fölskvalaus og hrein. Þó að sárt
sé að sjá á eftir þér yfir móðuna
miklu mun minningin um góðan
dreng lifa, því þegar birtan er best
brosir ástarstjarnan þín.
Vertu sæll kæri vinur.
Hulda F. Ingadóttir.
Kveðja frá afa
Ég minnist þín við fyrstu lífs þíns spor
minn ljúfi vin.
I þínum svip þá sá ég hug og þor
minn litli vin.
Þá fannst mér lífið allt svo hlýtt og bjart
og eilíft sólskin prýddi sumar skart.
Svipur þinn hreini brosið bjart og hlýtt
minn vinur kær.
Allt var svo fagurt yndislegt og nýtt
þín augu skær.
Lífið það brosti bærði gleðistreng
og birtan skein í krinpm góðan dreng.
Ástvinir kveðja hér í hinsta sinn
minn ljúfí vin.
Svo gakk þú áfram nýja veginn þinn
við sólarskin.
Ég kem á eftir inn á æðra svið
og saman göngum aftur hlið við hlið.
Sveinn A. Sæmundsson.
Skilafrest-
ur vegna
minningar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 562 0200