Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 39 AÐSENDAR GREINAR sem hvati til árangurs í tónlistar- iðnaðinum. Aðalatriðið er engu að síður að skilningur og samvinna takist með stjórnvöldum og leiðandi aðilum tónlistariðnaðarins. Það er grund- völlur þess að fagleg stefnumótun og markviss úrvinnsla verkefna geti átt sér stað. Til þess að svo verði er nauðsynlegt að hugarfars- breyting verði hjá stjórnvöldum og reyndar mörgum þeim sem standa að tónlistariðnaðinum. Möguleikar eru fyrir hendi hér á landi engu síður en á hinum Norð- urlöndunum til þess að þróa og nýta hæfíleika, þekkingu og fjár- magn til þess að efla nýsköpun og útflutningstekjur fyrir tónlist- ariðnaðinn og þjóðarbúið. Forsenda slíks er fagleg þekk- ing og skilningur á tónlistariðnað- inum. Eingöngu á þann hátt er hægt að forðast óraunhæft mat á aðstæðum, samfara óhagnýtum fjárfestingum sem mundu skaða alla framþróun atvinnugreinar- innar. Afurðir tónlistariðnaðarins eru huglæg verðmæti. Þess vegna er ákveðinn hluti forsendna fjárfest- inga í einstökum verkefnum innan iðnaðarins huglægt mat. Þótt slíkt mat byggi alltaf að einhveiju leyti á von, verða allar undirstöður að vera hlutlægar og markmiðssetn- ingar að byggjast á traustum fag- legum grunni. Allir sem hlut eiga að máli verða að gera sér grein fyrir að hér er um að ræða fjárfest- ingu til framtíðar. Ef vel er að öllu staðið í þessum efnum má vænta þess að í tímans rás muni fjárfesting í tónlistariðnaðinum skila þjóðarbúinu nýjum arði af akri sem í dag er nær óplægður. Það er von undirritaðs að þessi samantekt komi til með að eiga einhvern þátt í breytingu á þeim hugsunarhætti sem ríkt hefur hér á landi í garð tónlistar. Ríkjandi viðhorf hafa einkennst of mikið af öfgum til beggja átta. Annars vegar með því að líta á tónlist sem menningarlegan styrkþega fyrir fáa útvalda og hins vegar með því að stimpla hana almenna ómerki- lega dægurframleiðslu. Þessi sjón- armið munu vafalaust verða áfram ríkjandi enda ekki alröng. Það er mikilvægt að fordómar og skamm- tímahugsun víki fyrir víðsýni og langtímamarkmiðum á þessu sviði sem öðrum. Ný hugsun og markmið verða að taka mið af þeirri staðreynd, sem fram kemur í skýrslu Alþjóða- bankans í Washington um efna- hagsþróun í heiminum. Þar segir að fyrir tæpum 20 árum hafi einn þriðji vinnandi fólks í heiminum notið góðs af nokkurn veginn frjálsum og virkum markaðsvið- skiptum en tveir þriðju búið við annaðhvort einangrun frá öðrum mörkuðum eða miðstýrðan áætl- unarbúskap. í niðurstöðum skýrsl- unnar kemur fram að innan fárra ára muni vart meira en einn tí- undi hluti vinnandi fólks búa í löndum, sem verði án náinna tengsla við alþjóðlega markaði. Tónlistin hefur eina tungu sem allar þjóðir heims skilja - lagstúf- ur hefur sigrað lönd í eiginlegri og óeiginlegri merkingu sinni. Það er því brýnt að stjórnvöld og aðil- ar tónlistariðnaðarins snúi bökum saman og móti heildarstefnu í málefnum íslensks tónlistariðnað- ar í ljósi framangreindra stað- reynda. Helstu heimildir: Skýrsla Intemational Feder- ation of Phonographic Industry, World Sales '94. Skýrsla Sambands hljómplötuframleið- enda, íslenskur hljómplðtumarkaður 1994. „Tvö dæmi til umhugsunar." Grein eftir Jónas H. Haralz í fréttabréfi Evrópusamtakanna i október 1995. Höfundur er framkvæmdasijóri Spors hf. ÞESSARI spurn- ingu er vert að velta fyrir sér ekki síst í ljósi þeirra staðreynda að stjórn Hollustuverndar ríkisins taldi svo ekki vera er alþingismaður- inn Hjörleifur Gutt- ormsSon gerði athuga- semdir við mengunar- varnir við væntanlega stækkun álversins í Straumsvík. Hjörleifur kærði niðurstöðumar til sérstakrar úrskurð- arnefndar sem dæmdi honum í hag. Sá dómur er tvímælalaust sigur, ekki aðeins fyrir Hjör- leif heldur allan almenning í landinu sem áhuga hefur á að vemda um- hverfí sitt. Fyrir tæpu ári hittist hópur fólks á Fljótsdalshéraði sem á það sam- eiginlegt að hafa brennandi áhuga á umhverfismálum. Þessi hópur nefnir sig áhugahóp um verndun hálendis íslands. Hópurinn hittist reyndar í kjölfarið á því að nokkur umræða var um virkjanafram- kvæmdir á svæðinu. Þá voru haldn- ir kynningarfundir á Norður- og Austurlandi á vegum iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar um virkjanamál, þar sem þröngum hópi svokallaðra hagsmunaaðila var boð- ið að hlýða á. í kjölfarið á þeirri miklu umræðu sem er í þjóðfélaginu í dag í at- vinnumálum, þar sem leysa á at- vinnuleysi allra landsmanna fljótt og vel með byggingu álvera í stór- um stíl á suðvestur- hominu, hlýtur um- ræðan um auknar virkj anaframkvæmdir að fá byr undir báða vængi. Um 30% af nýtan- legri orku í landinu eru fólgin í vatnsföllum á Austurlandi og Norð- austurlandi. Þær virkj- anir sem aðllega em í umræðunni á þessu svæði eru Fljótsdals- virkjun og virkjanir á vatni úr Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal sem veitt yrði ofan í Fljótsdal. Fulltrúar Landsvirkjunar halda því fram að ef tillit er m.a. tekið til umhverfís- mála sé vænlegasti kosturinn að flytja Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal yfir í Lagarfljót og virkja allt vatnið þar! Ofangreindur áhugahópur um umhverfísmál hefur ýmislegt við þessar virkjanaframkvæmdir að at- huga og hyggst beita sér fyrir því að þær verið endurskoðaðar. Virkjanaframkvæmdirnar munu að mati hópsins ganga freklega á náttúruauðlindir landsins. Náttúru- auðlindir sem ósnortnar mætti nota á annan og skynsamlegri hátt, s.s. í þágu ferðaþjónustunnar. Bent skal á í þessu sambandi að virkjanafram- kvæmdirnar munu valda óbætan- legu tjóni á helstu náttúruperlum norðaustanlands s.s. á Dimmugljú- frum við Kárahnjúka (Hafrahvam- magljúfrum) og Dettifossi. Þeir eru einnig til sem óttast það að þær komi til með að hafa nei- kvæð áhrif á físk- og rækjustofna á þeim hafsvæðum þar sem rennsli stóránna til sjávar er raskað, s.s. í Öxarfirði og á Héraðsflóa. Eyjabakkarnir eru ein gróðursæl- asta vin hálendisins. Þar er stærsti geldhópur heiðargæsa í heiminum og svæðið hefur ótvírætt alþjóðlegt verndunargildi. Það er mat hópsins að öllum spurningum varðandi röskun umhverfisins verði að svara áður en menn geta látið sig dreyma um virkjanir á þessu svæði. Áhugahópur um vemdun hálend- Virkj anaframkvæmdir, segir Karen Erla Erlingsdóttir, munu að mati hópsins ganga freklega á náttúrn- auðlindir landsins. is íslands hefur sett sér það mark- mið að reyna að upplýsa fólk um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir og þær afleiðingar sem þær kunna að hafa á náttúru landsins í þeirri von að koma megi í veg fyrir um- hverfísslys. Þess má einnig geta hér að samsvarandi baráttuhópur hefír verið stofnaður á suðvesturhorninu og væntum við þess að fleiri slíkir hópar líti dagsins ljós. Hópurinn er sannfærður um það að með samvinnu og samstöðu sé hægt að ná árangri í þessu máli. Umhverfismál eru mál okkar allra. Það er ekki einkamál þröngra hags- munahópa í þjóðfélaginu hvemig lífsskilyrði afkomendum okkar og öllu lífríkinu verða búin í framtíð- inni. Höfundur starfar með áhugahópi um verndun hálcndis íslands. Er almenningur hags- munaaðili í umhverf- ismálum á Islandi? Karen Erla Erlingsdóttir Dömudeild Dragtir, kápur, jakkar, kjólar, jakkaföt, pils, blússur, stakar buxur, peysur, vesti, bolir, gallabuxur, leðurjakkar, skór og stígvél. Alltað 50% afsláttur Herradeild Skyrtur, bolir, gallabuxur, leðurjakkar, frakkar, stakir jakkar, stakar buxur, vesti, bindi, skór og sokkar. Alltað 50% afsláttur. Snyrtivörudeild 20-50% afsláttur af náttfötum 20-50% afsláttur af undirfatnaði 20-50% afsláttur af skartgripum 15-30% afsláttur af sokkabuxum 10-20% afsláttur af ýmsum snyrtivörum Café 17 Kaffi og kaka kr. 100 Gos - djús - kaffi kr. 50 ódýra útsölumarkaðinn í kjallaranum enn lægra verð! Verið velkomin Sendum í póstkröfu Kringlunni, S. 568 9017, Laugavegi, S. 511 1717. Opið næsta sunnudag frá kl. 12-18 í báðum verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.