Morgunblaðið - 11.01.1996, Síða 39

Morgunblaðið - 11.01.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 39 AÐSENDAR GREINAR sem hvati til árangurs í tónlistar- iðnaðinum. Aðalatriðið er engu að síður að skilningur og samvinna takist með stjórnvöldum og leiðandi aðilum tónlistariðnaðarins. Það er grund- völlur þess að fagleg stefnumótun og markviss úrvinnsla verkefna geti átt sér stað. Til þess að svo verði er nauðsynlegt að hugarfars- breyting verði hjá stjórnvöldum og reyndar mörgum þeim sem standa að tónlistariðnaðinum. Möguleikar eru fyrir hendi hér á landi engu síður en á hinum Norð- urlöndunum til þess að þróa og nýta hæfíleika, þekkingu og fjár- magn til þess að efla nýsköpun og útflutningstekjur fyrir tónlist- ariðnaðinn og þjóðarbúið. Forsenda slíks er fagleg þekk- ing og skilningur á tónlistariðnað- inum. Eingöngu á þann hátt er hægt að forðast óraunhæft mat á aðstæðum, samfara óhagnýtum fjárfestingum sem mundu skaða alla framþróun atvinnugreinar- innar. Afurðir tónlistariðnaðarins eru huglæg verðmæti. Þess vegna er ákveðinn hluti forsendna fjárfest- inga í einstökum verkefnum innan iðnaðarins huglægt mat. Þótt slíkt mat byggi alltaf að einhveiju leyti á von, verða allar undirstöður að vera hlutlægar og markmiðssetn- ingar að byggjast á traustum fag- legum grunni. Allir sem hlut eiga að máli verða að gera sér grein fyrir að hér er um að ræða fjárfest- ingu til framtíðar. Ef vel er að öllu staðið í þessum efnum má vænta þess að í tímans rás muni fjárfesting í tónlistariðnaðinum skila þjóðarbúinu nýjum arði af akri sem í dag er nær óplægður. Það er von undirritaðs að þessi samantekt komi til með að eiga einhvern þátt í breytingu á þeim hugsunarhætti sem ríkt hefur hér á landi í garð tónlistar. Ríkjandi viðhorf hafa einkennst of mikið af öfgum til beggja átta. Annars vegar með því að líta á tónlist sem menningarlegan styrkþega fyrir fáa útvalda og hins vegar með því að stimpla hana almenna ómerki- lega dægurframleiðslu. Þessi sjón- armið munu vafalaust verða áfram ríkjandi enda ekki alröng. Það er mikilvægt að fordómar og skamm- tímahugsun víki fyrir víðsýni og langtímamarkmiðum á þessu sviði sem öðrum. Ný hugsun og markmið verða að taka mið af þeirri staðreynd, sem fram kemur í skýrslu Alþjóða- bankans í Washington um efna- hagsþróun í heiminum. Þar segir að fyrir tæpum 20 árum hafi einn þriðji vinnandi fólks í heiminum notið góðs af nokkurn veginn frjálsum og virkum markaðsvið- skiptum en tveir þriðju búið við annaðhvort einangrun frá öðrum mörkuðum eða miðstýrðan áætl- unarbúskap. í niðurstöðum skýrsl- unnar kemur fram að innan fárra ára muni vart meira en einn tí- undi hluti vinnandi fólks búa í löndum, sem verði án náinna tengsla við alþjóðlega markaði. Tónlistin hefur eina tungu sem allar þjóðir heims skilja - lagstúf- ur hefur sigrað lönd í eiginlegri og óeiginlegri merkingu sinni. Það er því brýnt að stjórnvöld og aðil- ar tónlistariðnaðarins snúi bökum saman og móti heildarstefnu í málefnum íslensks tónlistariðnað- ar í ljósi framangreindra stað- reynda. Helstu heimildir: Skýrsla Intemational Feder- ation of Phonographic Industry, World Sales '94. Skýrsla Sambands hljómplötuframleið- enda, íslenskur hljómplðtumarkaður 1994. „Tvö dæmi til umhugsunar." Grein eftir Jónas H. Haralz í fréttabréfi Evrópusamtakanna i október 1995. Höfundur er framkvæmdasijóri Spors hf. ÞESSARI spurn- ingu er vert að velta fyrir sér ekki síst í ljósi þeirra staðreynda að stjórn Hollustuverndar ríkisins taldi svo ekki vera er alþingismaður- inn Hjörleifur Gutt- ormsSon gerði athuga- semdir við mengunar- varnir við væntanlega stækkun álversins í Straumsvík. Hjörleifur kærði niðurstöðumar til sérstakrar úrskurð- arnefndar sem dæmdi honum í hag. Sá dómur er tvímælalaust sigur, ekki aðeins fyrir Hjör- leif heldur allan almenning í landinu sem áhuga hefur á að vemda um- hverfí sitt. Fyrir tæpu ári hittist hópur fólks á Fljótsdalshéraði sem á það sam- eiginlegt að hafa brennandi áhuga á umhverfismálum. Þessi hópur nefnir sig áhugahóp um verndun hálendis íslands. Hópurinn hittist reyndar í kjölfarið á því að nokkur umræða var um virkjanafram- kvæmdir á svæðinu. Þá voru haldn- ir kynningarfundir á Norður- og Austurlandi á vegum iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar um virkjanamál, þar sem þröngum hópi svokallaðra hagsmunaaðila var boð- ið að hlýða á. í kjölfarið á þeirri miklu umræðu sem er í þjóðfélaginu í dag í at- vinnumálum, þar sem leysa á at- vinnuleysi allra landsmanna fljótt og vel með byggingu álvera í stór- um stíl á suðvestur- hominu, hlýtur um- ræðan um auknar virkj anaframkvæmdir að fá byr undir báða vængi. Um 30% af nýtan- legri orku í landinu eru fólgin í vatnsföllum á Austurlandi og Norð- austurlandi. Þær virkj- anir sem aðllega em í umræðunni á þessu svæði eru Fljótsdals- virkjun og virkjanir á vatni úr Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal sem veitt yrði ofan í Fljótsdal. Fulltrúar Landsvirkjunar halda því fram að ef tillit er m.a. tekið til umhverfís- mála sé vænlegasti kosturinn að flytja Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal yfir í Lagarfljót og virkja allt vatnið þar! Ofangreindur áhugahópur um umhverfísmál hefur ýmislegt við þessar virkjanaframkvæmdir að at- huga og hyggst beita sér fyrir því að þær verið endurskoðaðar. Virkjanaframkvæmdirnar munu að mati hópsins ganga freklega á náttúruauðlindir landsins. Náttúru- auðlindir sem ósnortnar mætti nota á annan og skynsamlegri hátt, s.s. í þágu ferðaþjónustunnar. Bent skal á í þessu sambandi að virkjanafram- kvæmdirnar munu valda óbætan- legu tjóni á helstu náttúruperlum norðaustanlands s.s. á Dimmugljú- frum við Kárahnjúka (Hafrahvam- magljúfrum) og Dettifossi. Þeir eru einnig til sem óttast það að þær komi til með að hafa nei- kvæð áhrif á físk- og rækjustofna á þeim hafsvæðum þar sem rennsli stóránna til sjávar er raskað, s.s. í Öxarfirði og á Héraðsflóa. Eyjabakkarnir eru ein gróðursæl- asta vin hálendisins. Þar er stærsti geldhópur heiðargæsa í heiminum og svæðið hefur ótvírætt alþjóðlegt verndunargildi. Það er mat hópsins að öllum spurningum varðandi röskun umhverfisins verði að svara áður en menn geta látið sig dreyma um virkjanir á þessu svæði. Áhugahópur um vemdun hálend- Virkj anaframkvæmdir, segir Karen Erla Erlingsdóttir, munu að mati hópsins ganga freklega á náttúrn- auðlindir landsins. is íslands hefur sett sér það mark- mið að reyna að upplýsa fólk um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir og þær afleiðingar sem þær kunna að hafa á náttúru landsins í þeirri von að koma megi í veg fyrir um- hverfísslys. Þess má einnig geta hér að samsvarandi baráttuhópur hefír verið stofnaður á suðvesturhorninu og væntum við þess að fleiri slíkir hópar líti dagsins ljós. Hópurinn er sannfærður um það að með samvinnu og samstöðu sé hægt að ná árangri í þessu máli. Umhverfismál eru mál okkar allra. Það er ekki einkamál þröngra hags- munahópa í þjóðfélaginu hvemig lífsskilyrði afkomendum okkar og öllu lífríkinu verða búin í framtíð- inni. Höfundur starfar með áhugahópi um verndun hálcndis íslands. Er almenningur hags- munaaðili í umhverf- ismálum á Islandi? Karen Erla Erlingsdóttir Dömudeild Dragtir, kápur, jakkar, kjólar, jakkaföt, pils, blússur, stakar buxur, peysur, vesti, bolir, gallabuxur, leðurjakkar, skór og stígvél. Alltað 50% afsláttur Herradeild Skyrtur, bolir, gallabuxur, leðurjakkar, frakkar, stakir jakkar, stakar buxur, vesti, bindi, skór og sokkar. Alltað 50% afsláttur. Snyrtivörudeild 20-50% afsláttur af náttfötum 20-50% afsláttur af undirfatnaði 20-50% afsláttur af skartgripum 15-30% afsláttur af sokkabuxum 10-20% afsláttur af ýmsum snyrtivörum Café 17 Kaffi og kaka kr. 100 Gos - djús - kaffi kr. 50 ódýra útsölumarkaðinn í kjallaranum enn lægra verð! Verið velkomin Sendum í póstkröfu Kringlunni, S. 568 9017, Laugavegi, S. 511 1717. Opið næsta sunnudag frá kl. 12-18 í báðum verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.