Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Innbrotum í bíla
fjölgaði um 60%
INNBROT í bíla í Reykjavík hafa aukist mikið síðastliðin þrjú ár.
1993 skráði lögreglan 428 innbrot en 699 innbrot 1995, sem er
um 63% aukning. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfírlögreglu-
þjónn segir að óvenjumikið hafi verið um innbrot í bíla árið 1990
og hefði lögreglan farið í sérstakar aðgerðir.
Útbúnir voru bæklingar sem
dreift var til bíleigenda. Þar var
þeim bent á hvernig best væri að
haga frágangi á ökutækjum til
þess að draga úr líkum á innbrot-
um. Einnig fór lögreglan skipulega
á þá staði þar sem innbrot í bíla
voru hvað tíðust. .
Innbrot og fíkniefni
Verulega dró úr innbrotum í
bíla seinni hluta ársins 1991. Árið
1992 jókst fjöldi innbrota á ný og
hófst þá umræða um viðurlaga-
kerfið vegna þátts síbrotamanna á
þessu sviði. Auk þess var rætt um
að félagsmálayfirvöld sinntu betur
yngstu einstaklingunum sem voru
famir að láta að sér kveða á þess-
ari braut. Afgreiðslu mála var
hraðað og viðurlög voru þyngd.
Ómar Smári segir að þá hafi veru-
lega dregið úr afbrotum þeirra sem
áður höfðu verið hvað iðnastir við
innbrotin. Síðan hefur þróunin ver-
ið í þá átt að aukning hefur verið
stöðug.
„Það má m.a. rekja til þess að
nýir einstaklingar hafa komið inn
og þeir beita öðrum aðferðum.
Einnig hefur innbrotum í bíla til
þess að fjármagna fíkniefnaneyslu
fjölgað," sagði Ómar Smári. Hann
sagði að nú þyrfti að grípa til ein-
hverra aðgerða til þess að draga
á ný úr þessari óheillaþróun og
þessi mál væru alltaf til skoðunar
hjá lögreglunni.
Innbrot í bíla og
skemmdir unnar
á bílum 1993-95
Innbrot í og
þjófnaður
úr
1993
1994
1995
500
200
100
Skemmdir
unnar á bílum
400
300
Eindagar bifreiða-
gjalda færðir fram
Þingmenn
heimsækja
Litháen
SENDINEFND á vegum Ai-
þingis mun dveljast í Litháen
dagana 11.-14. janúar í opin-
berri heimsókn í boði þingsins
þar í landi. Sendinefndin er
undir forsæti Ólafs G. Einars-
sonar, forseta Alþingis, en aðrir
í sendinefndinni eru þingmenn-
irnir Ragnar Arnalds, 1. vara-
forseti Alþingis, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jón Kristjánsson
og Guðmundur Hallvarðsson,
auk Friðriks Ólafssonar, skrif-
stofustjóra Alþingis.
Tilefni heimsóknarinnar er
að þessa dagana minnast Lithá-
ar þess að 5 ár eru liðin síðan
hrundið var árás sovéska hers-
ins á þinghúsið í Vilníus. Sér-
stök minningarathöfn verður í
þinghúsinu 12. janúar og mun
Ólafur G. Einarsson ávarpa
þingið við það tækifæri.
EINDAGAR bifreiðagjalda hafa
verið færðir fram um hálfan mánuð
samkvæmt breytingum á lögum
um bifreiðagjald. Eindagar verða
nú 15. febrúar og 15. ágúst.
Áður varð að greiða bifreiða-
gjöld áður en skoðun fór fram en
nú verður heimilt að skoða bifreið-
ir fram að eindaga án þess að bif-
reiðagjöld hafi verið greidd. Hins
vegar verður að gera upp bifreiða-
gjöld frá fyrra ári til þess að skoð-
un geti farið fram.
Einnig voru þær breytingar
gerðar að nú er óheimilt að hafa
eigendaskipti á ökutækjum nema
búið sé að greiða gjaldfallin bif-
reiðagjöld. Öskar Eyjólfsson hjá
Bifreiðaskoðun Islands segir að
þessi breyting sé mjög til hagræð-
is fyrir bílkaupandann því með
þessu á hann að vera tryggður
gegn því að hann kaupi bíl með
áföllnum bifreiðagjöldum.
Aukinn kostnaður
Bifreiðaskoðunar
Óskar segir að þessi breyting
hafi jafnframt í för með sér aukna
vinnu fyrir Bifreiðaskoðun. „Við
þurfum að senda bréf til kaupenda
og seljenda og minna þá á að gera
upp áfallin bifreiðagjöld,“ sagði
Óskar. Hann sagði að þetta hefði
aukinn kostnað í för með sér fyrir
fyrirtækið.
Þá hækkaði umferðaröryggis-
gjald, sem greitt er um leið og
ökutæki er fært til skoðunar, um
áramótin um 100 kr. og verður
nú 200 kr. Gjaldið rennur til Um-
ferðarráðs og hækka tekjur þess á
árinu um 20 milljónir króna vegna
hækkunar á gjaldinu.
Erfið útgerð hjá Skíðasambandinu
Alltaf liægt
að gera betur
Benedikt Geirsson
VILHELM Þor-
steinsson, skíða-
maður frá Akur-
eyri, lýsti því yfir í sam-
tali við Morgunblaðið sl.
laugardag að hann væri
hættur í skíðalandsliðinu
— „búinn að fá nóg,“
eins og hann orðaði það.
Hann gagnrýndi stjórn
Skíðasambandsins fyrir
slælega frammistöðu,
sérstaklega varðandi
uppbyggingu íþróttar-
innar. Benedikt Geirs-
son, formaður Skíðasam-
bandsins, sem er elsta
sérsambandið innan ÍSÍ
og heldur upp á 50 ára
afmæli sitt á þessu ári,
sagði um þessa gagnrýni
að auðvitað væri alltaf
hægt að gera betur. „Það
er nú einu sinni þannig að við
verðum að sníða okkur stakk
eftir vexti. Við höfum ekki úr
miklum peningum að moða og
því verðum við að fara varlega
í að skipuleggja starfið of langt
fram í tímann. Við getum ekki
gert út á peninga sem eru ekki
í hendi. Við erum alltaf að beij-
ast við að ná inn peningum fyr-
ir því sem við erum að gera
hveiju sinni. Þess vegna er ekki
hægt að vera með áætlun mörg
ár fram í tímann,“ sagði Bene-
dikt.
Benedikt sagði gagnrýni Vil-
helms ekki alvarlega. „Stað-
reyndin er sú að við náum til-
tölulega litlum tekjum inn í sam-
bandið þrátt fyrir þennan góða
árangur sem skíðafólkið hefur
verið að ná undanfarin tvö ár.
Varðandi það að við Ieggjum
ekki nægilga áherslu á ungling-
ana þá get ég sagt að við erum
þó byijaðir að byggja það upp
sem var ekki áður. Við höfum
komið á sumaræfingum fyrir
þessa krakka og fleira, þannig
að ég get ekki sagt að við höfum
ekkert gert. Undanfarin tvö til
þijú ár hafa orðið verulegar
framfarir hjá Skíðasambandinu
stjórnunarlega séð. Það er erfitt
að reka svona lítið sérsamband.
En eins og ég hef áður sagt er
alltaf hægt að bæta hlutina og
við erum sífellt að reyna það.“
Benedikt sagðist nokkuð
ánægður með hvernig haldið
væri á landsliðsmálum SKÍ, sér-
staklega í alpagreinum. „Þetta
er annað árið sem við höldum
landsliðinu úti í Austurríki.
Reynslan hefur sýnt okkur að
ef árangur á að nást
þurfa skíðamennirnir
að dvelja erlendis við
bestu aðstæður sem
völ er á. En á móti
kemur að þetta kostar
auðvitað mikla peninga. Ætli
kostnaðurinn á hvern landsliðs-
mann sé ekki um tvær milljónir
á ári. Skíðasambandið borgar
laun þjálfarans, húsaleiguna og
útvegar bílinn. Strákarnir sjá
að öðru leyti um sig sjálfir."
Hann sagði að Iandsliðsstrák-
arnir væru allir mjög ánægðir
með þetta fyrirkomulag. „Þeir
hafa verið að bæta sig verulega
og náð góðum árangri. Þeir hafa
fengið allan útbúnað upp í hend-
urnar eins og stangir, tímatöku-
tæki, borvélar, skíði, fatnað, skó
og allan útbúnað sem fýlgir
► Benedikt Geirsson er fædd-
ur 12. september 1953 á Húsa-
vík. Hann er aðstoðarspari-
sjóðsstjóri hjá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis við
Skólavörðustíg. Hann hefur
verið formaður Skíðasambands
íslands sl. tvö ár. Hann er
kvæntur Elínu Sigríði Valdi-
marsdóttur og eiga þau tvö
börn, Runólf Geir, 19 ára og
Bergrúnu Elínu, 15 ára.
skíðamanni. Svo eru þeir með
nýjan sendiferðabíl til að ferðast
á milli móta. Þá skortir ekkert
og eru hæstánægðir. Við
funduðum með þeim um áramót-
in og þá sögðu þeir: „Okkur
vantar ekkert. Þetta er alveg
hundrað prósent.“ Er þetta ekki
jákvætt? Ég get þvi' ekki annað
en verið ánægður með hvernig
þetta hefur gengið í vetur.“
Ásta Halldórsdóttir, sem hef-
ur verið besta skíðakona íslands
undanfarin ár, ákvað að leggja
skíðin á hilluna í haust, er það
ekki mikið áfall fyrir skíðíþrótt-
ina?
„Jú, auðvitað er það mikið
áfall því það er svo langt í næstu
skíðakonu. Við gerðum okkur
vonir um að hún héldi áfram
því hún var komin það framar-
lega á heimslistanum og reynd-
um að þrýsta á að hún héldi
áfram. Við vorum að vinna í því
að hún fengi að æfa í Austur-
ríki í vetur með nýsjálensku
stúlkunni Claudiu Riegler sem
hefur verið að gera það gott í
heimsbikarnum. Ásta vissi að
við vorum að vinna í þessu, en
þegar loksins kom já-
kvætt svar frá foreld-
um og þjálfara Claud-
iu 20. september, að
Ástu væri velkomið
að æfa með henni í
vetur, var það of seint því Ásta
hafði þá ákveðið að hætta.“
Nú talar þú um að erfitt sé
að ná í peninga. Þið fáið tekjur
úr lottóinu, en eruð þið með ein-
hverja aðra fjáröflun í gangi?
„Við höfum verið að heija á
fyrirtæki um stuðning og svo
héldum við tónleika fyrir ára-
mótin með Körfuboltasamband-
inu, sem gáfu reyndar ekki
mikið af sér. Svo höfum við
verið að selja auglýsingar í
handbókina en það gefur ekki
mikið og eins höfum við fengið
hluta af mótagjöldum."
Erfitt að reka
svona lítið
sérsamband