Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Einstaka góð hugmynd TONLIST ll j a 11 a k i r k j a HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Skólakór Kársness, undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur, undirleikari Monica Ábendroth, Samkór Kópa- vogs, undir sljórn Stefáns Guð- mundssonar, Hljómskálakvintettinn, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anita Narde- au, undir sljóm Martial Nardeau, fluttu verk eftir Hans Nyberg, Samu- el Scheidt, Hándel, Britten, og Mart- ial Nardeau. Þriðjudagurinn 9. jan- úar, 1996. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR, að vísu án þess að tilefnið væri tilgreint, voru haldnir í Hjallakirkju í Kópavogi og hófust á kyndilmessusálmi, Vor raust og tunga, úr Grallaranum, út- settum af Glúmi Gylfasyni. Þetta er ágæt útsetning, er var í heild vel flutt. Söngurinn hefst á einraddaðri skipan en við hvert erindi stækkar tónbálk- urinn. Flytjendur auk Samkórsins voru Ásgeir Steingrímsson, Sveinn Birgisson og Kjartan Siguijónsson en stjómandi var Stefán Guðmunds- son. Samkórinn með orgelundirleik Kjartans Siguijónssonar, flutti og tvö lög eftir Hans Nyberg, er vom sung- in af þokka undir stjóm Stefáns Guðmundssonar. Hljómskálakvintettinn, sem skip- aður er Ásgeiri Steingrímssyni, Svein Birgissyni, Þorkeli Jóelssyni, Oddi Björnssyni og Bjarna Guð- mundssyni, flutti Cansónu eftir Samuel Scheidt, sem var ágætlega leikin en á helst til of miklum hraða. Hraði er afstætt fyrirbrigði og flest- ir tónlistarsagnfræðingar telja að tónlist frá 16. og 17. öld hafi mjög líklega verið leikin hægar en nú- tímamönnum finnst eðlilegt. Aría úr óratoríunni Samson, eftir Hánd- el, var sungin af Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur, við undirleik Hljómskála- kvintettsins en Ásgeir Steingríms- son lék einleik á trompett. Sigrún og Ásgeir skiluðu sínu ágætlega, þó erfítt væri fyrir Sigrúnu, að syngja á móti sterkri enduróman lúðranna. Skólakór Kársness, undir stjórn Þórannar Björnsdóttur, við hörpu- undirleik Monicu Abendroth, flutti sex þætti úr Ceremony of Carols eftir Britten og var söngur bam- anna og flutningurinn í heild mjög fallega mótaður. Tónleikunum lauk með frumflutningi á messu eftir Martial Nardeau og auk fyrr- greindra listamanna bættist Anita Nardeau, mezzosópransöngkona í hópinn. Messan er byggð á nokkr- um þáttum úr latneskum messu- texta og er því í heild nokkuð laus í formi. Tónmál verksins byggist mjög á þrástefjun, sem ýmist birtist einrödduð eða í kontrapunktiskri skipan og eru sumir kaflarnir helst til langdregnir, sérstaklega milli- þáttur fyrir lúðrakvintett, þar sem túban var mikið notuð og tónmálið varð einum of einlitt. Einsöngsþættimir vora aðallega tveir, sem Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anita Nardeau sungu ágætlega. Undirritaður veit ekki til þess að Anita Nardeau hafi sungið áður á tónleikum hér á landi en hún er ágæt söngkona og var söngur henn- ar að öllu leyti vel útfærður. Tón- skipan kórraddanna var einföld og einnig slitrótt, nema í Agnus Dei kaflanum, þar varð þrásteíjunin á köflum nokkuð þétt. í heild var verkið þokkalega flutt undir stjórn höfundar. Ekkert skal sagt um Nardeau sem tónskáld af þessari framraun og þó um margt megi setja út á verkið, er t.d. varðar ein- hæft tónmál, formskipan og sam- skipan kórs og hljóðfæra, brá ein- staka sinnum fyrir góðum hug- myndum og blæbrigðum, svo'að vel má eiga von á betra, með meiri æfingu og aukinni kunnáttu í sam- skipan tónhugmynda, því tónsmíði þarf að iðka, éf öðlast skal leikni í að tjá sig með tónum. Jón Ásgeirsson ARNALDUR Arnarson Eíns og að missalax Finni slær í gegn vestanhafs MARÍ A Ásmundsdóttir. Listakonaá tíræðisaldri MARÍA Ásmundsdóttir opnar lista- sýningu í Risinu, Hverfísgötu 105, laugardaginn 13. janúar kl. 15. María, sem nú er á 97 aldursári, hefur fengist við ýmsa listvinnu lengst af ævinni og málað myndir allt frá unga aldri. Hún eignaðist ung myndavél og notaði síðan myndimar til að mála eftir. Hefur hún því getað sótt myndefni víða að, jafnvel frá Danmörku og Noregi. Þá hefur hún málað á gler og útsaum hefur hún lagt mikið í. María sýndi verk sín fyrir nokkr- um árum í félags- og þjónustumið- stöðinni í Bólstaðarhlíð, en hefur nú safnað saman stærra safni af ýmsum listmunum, sem líka verða til sýnis. Sýningin stendur til 21. janúar. -----»-»-»---- Yeggmyndir, þrívíð verk og málverk ÁSTA Ólafsdóttir, Guðmundur Thor- oddsen og Jón Sigurpálsson opna sýningar í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b, laugardaginn 13. janúar kl. 16. Jón Sigurpálsson og Guðmundur Thoroddsen sýna veggmyndir í neðri sölum safnsins og Asta Ólafsdóttir sýnir þrívíð verk og málverk í efri sölunum. Gestur í setustofu safnsins er Nína Ivanova frá Rússlandi. Hún dvelur hér sem gestanemi í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Tómas R. Einarsson kontrabassa- leikari og Óskar Guðjónsson saxófón- leikari verða með tónlistarflutning við opnunina. Sýningamar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn 28. janúar. Á ÞVÍ eina ári sem liðið er frá því finnski stjórnandinn Jukka- Pekka Saraste tók við sinfóníu- hljómsveit Toronto-borgar hef- ur miðasala á tónleika hljóm- sveitarinnar rokið upp um 63%. Yfirleitt er uppselt á tónleika með löngum fyrirvara og Fin- landia-útgáfan hefur undirritað þriggja ára samning við hljóm- sveitina, þann fyrsta á 72 ára ferli hennar. Saraste nýtur viðlíka vin- sælda og poppstjarna í Toronto. Borgarstjórinn hefur lýst einn dag ársins Saraste-dag, vegg- spjöld með myndum af honum hanga uppi um alla borg og kaupa má hornaboltahúfur sem hann hefur áritað. Saraste dreymdi um að verða stjórnandi frá unga aldri. Hann er alinn upp í borginni Lahti, norðan Helsinki, þar sem hann stundaði tónlistarnám. Saraste gekk til liðs við finnsku útvarps- hljómsveitina árið 1978, en hann var þá fiðluleikari sem var að læra hljómsveitarstjórnun. Hann er nú aðalstjórnandi áður- nefndrar útvarpshljómsveitar auk starfans í Toronto, en hann stjórnaði sinfóníuhljómsveitinni þar fyrst fyrir þremur árum sem gestastjórnandi. Þá flutti hann verk eftir samlanda sinn, Jean Sibelius, og þótti standa LEIKFÉLAG Reykjavíkur verður 99 ára gamalt í dag, fimmtudag 11. janúar, en í dag eru einnig liðin tíu ár frá því að Davíð Oddsson þáverandi borgarstjóri lagði hom- stein að Borgarleikhúsinu. Til að minnast þessara tímamóta og til að kynna undirbúning 100 ára afmælishátíðar að ári verða leikfélagsmenn með samkomu í for- sal Borgarleikhússins kl. 16.30 þennan sama dag. Sérstök afmælis- nefnd starfar nú að undirbúningi aldarafmælisins. Afmælisnefndina sig svo vel að honum var boðinn samningur við hljómsveitina. Toronto hefur lengi verið mikil menningarborg en sinfó- níuhljómsveitin þótti hins vegar ekki skara fram úr á nokkurn hátt. Frá því að Sarastre tók við hefur hann skipt íhaldss- amri efnisskrá hljómsveitarinn- ar út fyrir framsæknari verk sem höfða til yngri hlustenda, auk þess sem hann hefur lagt kapp á að fá þekkta einleikara til að koma fram með hljóm- sveitinni. Á meðal þeirra nýunga sem Saraste hefur kynnt Toronto- búum eru verk eftir ung og Iítt þekkt tónskáld. Þá hyggst hann standa fyrir umræðum um tón- verkin að tónleikum loknum, þar sem tónleikagestir geta rætt við tónskáldin. Hinn 39 ára gamli Finni vill þó ekki eigna sér heiðurinn af þeim breytingum sem orðið hafa á hljómsveitinni, segir hann fyrst og fremst að þakka hljóðfæraleikurunum sjálfum. „Vissulega verður stjórnandinn að hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vill að tónlist- in sé flutt. Persónuleikinn skipt- ir þar máli, hvernig stjórnand- inn kemur hlutunum í verk og hvernig hljóðfæraleikararair túlka vilja hans.“ skipa Leikhúsráð og heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur en formað- ur nefndarinar er Vigdís Finnbofa- dóttir, forseti íslands. Meðal þeirra sem taka til máls á samkomunni eru Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Kjartan Ragnarson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, og Viðar Eggertsson, verðandi leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Szymon Kuran borgarlistamaður og félagar úr Leikfélagi Reykjavík- ur munu stytta gestum stundir. TONLIST íslcnska ópcran EINLEIKSTÓNLEIKAR Amaldur Amarson. Þriðjudagur 9- janúar 1996. Á VEGUM Styrktarfélags ís- lensku óperunnar hélt Amaldur tónieika sína í kvöld og eru það fyrstu af fernum tónleikum á veg- um Styrktarfélags óperunnar fram á vor. Hér er um þarft og gott starf styrktarfélagsins a'ð ræða, sem virðist búið að ná fótfestu ef dæma má eftir aðsókninni í kvöld, sem var mjög góð. Einnig var einleikar- inn á sviðinu einn af okkar ágæt- ustu gítarleikurum og vinsæll mjög. Stundum var sagt að tónleikar væra vel heppnaðir ef áheyrandinn gæti, án slæmrar samvisku, fest bíund undir tónlistinni. Ekki á þetta kannski síst við um gítartónleika í fimm hundrað sæta sal, þegar hinn hljóði söngur gítarsins gælir við hlustir manns í tæpa tvo klukku- tíma. Ef svo við þetta bætist að verkefnin eru öll frá sama gullaldar- tímabili gítarsins og í nokkurn veg- inn sama lit er ekki að furða þótt öryggið slái út einstaka sinnum. Maður spyr, er nauðsynlegt og gáfulegt að stilla upp svona einlitri efnisskrá? Ef það er nauðsynlegt þá er eitthvað að og ef það er gáfu- legt er einnig eitthvað að. Undan- tekningar voru þó að Bach-svítan Ingólfur sýnir í Ing- ólfsstræti 8 SÝNING á verkum Ingólfs Arnar- sonar í Ingólfsstræti 8 verður opnuð í dag, fimmtudag. Ingólfur hefur í áraraðir látið til sín taka á mynd- listarsviðinu. Hann hefur sýnt víða hér heima og erlendis auk þess að hafa skipulagt fjölda sýninga inn- lendra og erlendra listamanna. „Verk Ingólfs eru yfirlætislaus og einföld en íhugul og framsetn- ingin útsjónarsöm. En að baki ein- faldleikanum býr heimur útaf fyrir sig, heimur listamannsins“, segir í kynningu. Þess má geta að önnur sýning á verkum Ingólfs verður opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 13. janúar. Sýningin stendur til 4. febrúar og er opið frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga, í E-dúr hélt manni vel vakandi enda hentaði spilamáti, ásláttur Arnalds og sjálft hljóðfærið barokk-stíl Bachs vel. Svítan stóð eins og risi upp úr á tónleikunum. Toccata Þor- steins Haukssonar var önnur und- antekningin. Það er vandi að skrifa fýrir gítar en það gat maður ekki fundið á verki Þorsteins, það byijaði mjög spennandi og hélt áfram að vera það til enda, en hvers vegna í ósköpunum hélstu ekki áfram með verkið, Þorsteinn? Fyrir mér var verkið rétt að byija þegar þú endar snögglega og óvænt, þetta var eins og að missa lax, get ég imyndað mér, og fyrir þetta verður þú að bæta, annað hvort með því að ljúka verkinu eða skrifa annað sem nær landi. Áreiðanlega er ekki auðvelt að auka lífi þessi stuttu verk eftir Ponce, Samazeuilh (þar fannst mér ég kominn á ball í Vatnsdalnum), Aguirre, Tedesco, Turina, og þótt Amaldur sé mjög góður gítarleikari og spilaði öll verk þessara höfunda vel og kannske best litlu svítuna eftir Albéniz þá vantaði töfrana í leik hans í kvöld, töfrana sem engu eira og engin lokbrá fær staðist. Kannske var ein ástæðan örlítið öryggisleysi sem öðru hveiju brá fyrir í kvöld og kannske er ásláttur- inn nokkuð harður og sár á stund- um. Eigi að síður á Arnaldur margt afar fallegt í leik sínum og það tek- ur jú tíma að ná fullri stærð. Nína Gauta sýnir í Stöðlakoti NÚ stendur yfir sýning á verkum Nínu Gauta í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg. Pétur Gunnarsson skrifar um Nínu í sýningarskrá: „Þótt Nína Gautadóttir hafi um áratuga bil búið í borg borga hefur þráin heim gripið hana æ sterkari tökum með ári hveiju. Vinir hennar flokka hana með farfuglunum og fylgjast með því þegar þær skila sér inn ein af annarri; Lóan, Krían og Nína . . . Og eins og þær er hún flogin fyrirvaralaust. Og upplifír þá í útlegðinni þetta sem við staðfugl- amir tökum sjaldnast eftir: lands- lagið hið innra. Hraun, mosaþemb- ur, fjöll, jöklar, birta - landslag búið til úr heimþrá." Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 til 21. janúar. Nýtt leikhús á gömlum grunni Ragnar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.