Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 44
Hðnnun: Qgnnar Sttinþórsson / FfT / BO-12.95-017 MORGUNBLAÐIÐ A i FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 AEG Vampyr árgerö 1996 VERÐ STGR.: Óko Vampyr 8251 • Sexföld ryksíun • Slillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör ✓ • Fylgihlutageymsla / • þrír auka sogstútar V • Inndraganleg snúra ' • Rykpoki 5,5 litrar • 900vött ( Nýr Öko-mótór skilar sama sogkrafti og 1500 vatta mótor) VerS : 18.936,- stgr. 17.990,- „ERGO- GRIFF“ Nýtt handfang fer betur í hendi Vampyr 6400 Sexföld ryksíun* Ultra- filter (Skilar útblósturs- • lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg • Ver&: 17,842,- stgr. 16.950,- VERÐ STGR. ~ AEG ~ VAMPYR Lausn á geymslu- vanda. sogrörinu er fest við botn v ryksugunnar. a Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar ---- • 1300 vött á • Þyngd 7 kg Verö: 15.409,- 1 stgr. 14.639,- 1 örinufest 1 Vampyr 5010 lenda J , jgunnar/ Fjortold ryksiun • ----^^Stillanlegur sogkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 6 kg • Verfc: 13.674,- stgr. 12.990,- L B R Æ Ð U R N mi 553 8820 nýjungum! Umboosmenn um allt land Reykjavík: Byggt og Búiö Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Gþöni E.Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestfirðin.Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðuriand: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. SJÓNMENNTAVETTVANGUR Á NÝJU ÁRI HELENE Schjerfbeck Finnlandi, Saumakonan, 1905. ALDREI í sögunni hefur jafn ág- ætt og skilvirkt úrval norrænnar myndlistar ratað hingað í einu, enda kunnu margir vel að meta framtak- ið. Mikilvægt er að fleiri slíkar sýn- ingar fylgi í kjölfarið frá öðrum, eldri sem yngri, tímaskeiðum. Eftir- minnileg er einnig ágæt sýning á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum og er von að framhald verði á jafn opnum og lifandi sýningum verka listamannsins. Minnisstæðar eru undarlegar deilur um Ásmundarsal og furðu- legur þáttur um myndlist frá lýð- veldisstofnun og til dagsins í dag í sjónvarpinu, en í honum voru ýmsir mætustu og framsæknustu lista- menn þjóðarinnar hreinlega ekki til. Var líkast sem öll myndlist á tímabilinu hafi hverfst um einn list- hóp, þ.e. SÚM. Voru þó haustsýn- ingar FÍM í miklum uppgangi á sama tíma og tvímælalaust aðalvið- burður áranna á myndlistarsviði. Aðstandendur þeirra skildu hins vegar ekki að upplýsandi sýningar- skrár hafa heimildargildi til úrslita, og því eru þær einfaldlega horfnar, gleymdar. Aldrei hafa jafn margir reiðir listamenn hringt í skrifara og böl- sótast yfir málflutningnum, en ekki hef ég orðið var við nein skrif um þáttinn í dagblöðunum, en bóka má að viðbrögðin hefðu víðast orðið snöggtum önnur og afdrifaríkari. Það eru mikil býsn hve langlundar- geð íslenzkra myndlistarmanna er mikið, eða eigum við ekki heldur að segja andvaraleysi og rag- mennska. Listrýnar fjölmiðlanna áttu mjög undir högg að sækja á árinu, en það vill gleymast að þeir eru einfaldlega ráðnir til að láta í ljós skoðanir sínar á því sem þeir fjalla um hverju sinni í ljósi mennt- unar, reynslu og dómgreindar, og eru um leið sjálfir undir smásjá. Sem betur fer er ekki til neitt staðl- að mat hvernig skrifa beri, og hvað myndlistina snertir hefur svo verið frá því á dögum Denis Diderot, sem telst frumkvöðull almenns vett- vangsmats. Mikil nauðsyn er á skilvirkri og hlutlægri umræðu um stöðu ís- lenzkrar myndlistar, en breyting- arnar á þjóðfélaginu síðustu ár hafa verið henni mjög óhagstæðar. Er hin ítarlega úttekt eins og birtist í Morgunblaðinu 2. desember mjög af hinu góða, en hér hafa viðbrögð- in látið standa á sér, þótt skoðanir hljóti að vera skiptar. Það segir sig sjálft að ekki er mikið ris á umræð- um sem fara fram á kennarastofum, í heimahúsum, síma, kaffí- og/eða öldurhúsum, ef þær ná aldrei upp á yfirborðið og gera oftar en ekki meira ógagn en gagn, því þá er um baktal og neðanjarðarvettvang að ræða. Ég rak strax augun i eitt alvarlegt hugtakabrengl, sem var endurtekið víða í fyrrnefndri grein, en þar er svonefnd „samtímalist" einangruð við hið nýjasta á lista- markaði. Það er alrangt, því að öll framsækin list sem gerð hefur ver- ið frá stríðslokum rúmast í þessu hugtaki, svo sem það er skilgreint á Norðurlöndum, og raunar um alla heimsbyggðina. Þannig er úrval myndverka frá stríðslokum í ölium söfnum samtímalistar á Norður- Það var margt að ske á myndlistarvettvangi á liðnu ári, en eftir- minnilegust verður Braga Ásgeirssyni stóra norræna sýningin á Listasafni íslands, sem hann segir marka mikil tímamót. löndum, og það liggur í hlutarins eðli að samtíminn á við öll aldurs- skeið listamanna er lifað hafa á tímabilinu og einangrast ekki við ákveðinn aldurshóp eða listastefn- ur. Það er svo alltof oft, að maður rekst á hugtakabrengl í fjölmiðlum þegar listir, hugsæi, og verkmennt eiga í hlut, og þannig sá ég nýver- ið handlagni og hugvit lögð að jöfnu, sem ekki er allskostar rétt svo sem auðveldlega má sannfærast um í orðabókum. Ekki er þannig sjálfgefið, að handlaginn maður sé gæddur uppfinningagáfu né djúpu skarpskyggni, og hér erum við kom- in að algengum misskilningi er menn rugla saman fagmönnum og skapandi listamönnum. Handlaginn maður er þannig ekki endilega gæddur listgáfu, en þjálfun hugar og handar ásamt sálrænu innsæi teljast til grunnatriða myndlista. Hins vegar er bilið oft mjótt frá uppfinningamanni til listamanns, þar sem öll list byggist á að upp- götva og upþlifa, en hins vegar getur völundur í höndunum verið sneyddur allri skapandi listgáfu ... Því miður verða þeir sem skrifa um listir i dagblöð hér sem erlendis stöðugt að vera að minna á, að list- in byijaði ekki kringum árið 1970. Helst mætti ætla að kynslóðin sem þá kom fram hafi verið eingetin, og einnig sú er fylgdi, sem virðist gefa þeim rétt til að valta yfir allt sem áður hefur verið gert, minnir ekki svo lítið á menningarbylting- una alræmdu í Kína. Á síðustu árum hafa hlutirnir aukinheldur gengið í gegnum gagngera endurskoðun eins og ég hef margoft vísað til, og fortíðin hefur aldrei verið nálæg- ari og áþreifanlegari. Menn hafa uppgötvað, að það er svo margt sígilt sem úreldist aldrei, á sama tíma og hið nýjasta í listinni í gær er gleymt á morgun, vegna þess að hún byggist svo mikið á að mata það mikla og óseðjandi skrímsli sem listamarkaðurinn verður að teljast í dag, þar sem sjálfir listamennirnir eru sem strengjabrúður í aukahlutverkum. Gott myndlistarverk, hvort held- ur málverk, rýmisverk eða hrein hugmyndafræðileg útfærsla úreld- ist ekki, og það er hátæknin stöð- ugt að gera okkur betur ljóst. Við- horfið til eldri listar hefur tekið umtalsverðum breytingum, en það segir þó ekki endilega að hún sé betri en nýrri tíma list, heldur að gildi hennar sé sértækt og hafið yfir almennar vangaveltur um nú- listir dagsins. Er menn uppgötva þetta opnast þeim áður lokaður heimur og má hér vísa til þess hve mjög meistarar módernismans dáðu list fortíðar og þá ekki síst fornald- ar. Þeir voru hins vegar hatrammir andstæðingar stöðnunar og hinnar svonefndu salonlistar, sem er öll stöðluð og tilbúin list hvaða nafni sem hún nefnist. Þetta hefur gert það að verkum að alþjóðlegir safnarar eru nú orðn- MÁLASKÓLI 552 6908 Síðasti innritunardagur V/SA 552 6908 HALLDORS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.