Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Nýherjabúðin er opin laugardaga 10-14
TUIip 486 Tullíp computers
DX4/100
8 MB minni
850 MB diskur
Verð frá krónur:
Lexmark 4076 II
Litableksprautuprentari
600 x 300 dpi uppiausn
3 bls/mín -150 blaða arkamatari
Canon FC230
Ljósritunarvél - 4 bls/mín
RÉTT VERÐ: 34.900
RÉTT VERÐ: 69.900
canon bj-30
720 dpi prentari \
3 bls/mín
30 blaða arkamatari
Canon T20
Faxtæki
Símtól - 30 m rúlla
Sjálfvirkur skiptir
RÉTT VERÐ: 39.900
RÉTT VERÐ: 24.900
Canon B360
Faxtæki
Sími
Prentari
Myndskanni
Tölvufax
Ljósritunarvél
RÉTT VERÐ: 139.900
Trust 486 tolvur
frá krónur:
Canon BP26-D
Bleksprautureiknivél
10 stafir í giugga
þá bíj&u* vyM'
TTUSt 486
margmiðlunartöivurAf^jUT i't®'
Frá krónur:
Meirihattar
VÖRULISTINN A INTERNETINU: http:/www.nyherji.is/vorur/
CAIiOll
canoii
Trust
anon
TÓLVUBUNADUR
Trust
TOLVUBUNADUR
Canon
SKAFTAHLIÐ 24
SÍMI 569 7800
ÖLL VERD ERU STCR. VERÐ M/VSK
NYHERJA
ERLEIMT
Reuter
Með augun á forsetastólnum
VLADÍMÍR Zhírínovskíj, leið-
togi þjóðernissinna í Frjáls-
lynda lýðræðisflokknum í Rúss
landi, greiðir hér atkvæði með
því að hann verði forsetafram-
bjóðandi flokksins í júní. Zhír-
ínovskíj og menn hans héldu
landsfund í Moskvu í gær og
ræddu m.a. úrslit þingkosning-
anna í desember. Fylgið var þá
aðeins helmingur þess sem það
var 1993 en flokkurinn hlaut
samt næstflest atkvæði og
þriðja stærsta þingflokkinn.
Réttarhöldin yfir Andreotti
Efast um trúverð-
ugleika Buscetta
Padua. Reuter.
LÖGFRÆÐINGAR Giulios Andre-
ottis, fyrrverandi forsætisráðherra
Ítalíu, sem sakaður er .um mafíu-
tengsl, drógu í gær í efa áreiðan-
leika aðalvitnis saksóknarans,
Tommaso Buscetta. Hann er fyrr-
verandi mafíuforingi sem hóf sam-
vinnu við lögregluna árið 1984 og
hefur verið kallaður „Foringi
tveggja heima“.
Lögfræðingar Andreottis full-
yrtu við réttarhöld yfir honum að
framburði Buscetta við réttarhöld-
in nú og við yfirheyrslur hjá lög-
reglu bæri ekki saman. Gerðu lög-
mennirnir ítrekaðar tilraunir til að
lesa upp úr skýrslum, sem teknar
voru við yfirheyrslurnar yfir Busc-
etta hjá lögreglu, en dómari stöðv-
aði lesturinn þar sem skýrslurnar
hafa ekki verið viðurkenndar sem
hluti sönnunargagna í málinu.
Andreotti, sem var forsætisráð-
herra sjö sinnum, neitar öllum
ásökunum um tengsl við mafíuna
og sagði að enn hefði ekkert kom-
ið fram sem styddi þær. Buscetta
fullyrðir hins vegar að Andreotti
hafi jafnan gengið undir nafninu
„Giulio frændi" innan mafíunnar.
Buscetta hefur farið huldu höfði
undanfarin ellefu ár og lengst af
búið í Bandaríkjunum undir lög-
regluvernd. í hefndarskyni við
uppljóstranir hans hefur mafían
myrt allnokkra úr fjölskyldu hans
á Ítalíu. Þess hefur verið vandlega
gætt að hann komi ekki fyrir al-
menningssjónir en engu að síður
tókst ítalska sjónvarpinu að ná
mynd þar sem honum bregður fyr-
ir er hann yfirgefur réttarsalinn.
Dómari í máli Andreottis fyrirskip-
aði í gær að filman yrði eyðilögð
en hún hafði þá þegar verið sýnd
í sjónvarpi.
Þreyta flugmanna
orsök brotlendingar
London. Reuter.
ÞREYTA flugmanna stuðlaði að því
að Boeing-737 þota alsírska flugfé-
lagsins Air Algerie fórst við Cov-
entry í desember 1994, að sögn
breska samgönguráðuneytisins.
Allir fimm sem um borð voru,
þrír flugmenn og tveir gripaverðir,
biðu bana. Bresk rannsóknarnefnd
segir í niðurstöðum sínum, að þreyta
hafí slævt dómgreind og afkastagetu
áhafnar þotunnar. Var hún að ljúka
rúmlega 10 stunda vinnudegi og að
koma úr þriðju ferðinni milli Eng-
lands og Hollands með nautgripi.
Voru flugmennirnir að framkvæma
sjötta aðflugið þennan daginn er
þotan fórst.
Þotan kom of lágt inn til lending-
ar, flaug á rafmagnslínur og sleit
þær, strauk húsþak og brotlenti síð-
an skammt frá brautarenda á flug-
vellinum í Coventry. Minnstu mun-
aði að hún kæmi niður á íbúða-
hverfi. í niðurstöðum rannsóknar-
nefndarinnar sagði auk þreytu flug-
mannanna hefðu starfshættir í
stjórnklefanum ekki verið hefð-
bundnir og vantað hefði á eðlilegan
undirbúning fyrir aðflug. Flugmenn-
irnir hefðu aukinheldur lagt rangt
mat á veðurupplýsingar. Fullyrt var
að þeir hefðu ekki hlotið næga þjálf-
un.
Breski flugmálaráðherrann,
Goschen lávarður, sagði að reglum
um starfsemi erlendra flugfélaga
yrði breytt og hert á kröfum um
öryggisatriði. Tilkynnt var sömuleið-
is um aukið eftirlit með erlendum
flugvélum sem lenda í Bretlandi.
Walesa í
skipasmíði
Gdansk. Reuter.
LECH Walesa, sem lét af emb-
ætti forseta Póllands í síðasta
mánuði, sagði í fyrradag að
hann hygðist hverfa aftur til
starfs síns sem rafvirki í skipa-
smíðastöð í Gdansk.
Síðastliðin sex ár hefur Wal-
esa verið í launalausu leyfi frá
Lenín-skipasmíðastöðinni þar
sem hann stofnaði verkalýðs-
samtökin Samstöðu árið 1980.
Vinir hans telja að hann vilji
með þessu minna á hvar rætur
hans liggi og benda um leið á
hversu bág kjör fyrrverandi
forsetar búi við í Póllandi.
í