Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996.
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Fiskur í veisluna
Aðrar þjóðir geta öfundað okkur af
fískinum okkar, segir Kristín Gestsdóttir,
en í augum margra íslendinga er fískur bara
fískur, sem sjaldan er hafður í aðalrétt
þegar boðið er til veislu.
800-1.000 g meðalstór lúða í
Á ÖFTUSTU síðu Morgun-
blaðsins á þrettándanum er
þess getið að landsmenn borði
mikið af físki eftir jóla- og
páskahátíðir. Ég er ekki hissa
á því, miklu fremur er ég hissa
á að fólk skuli ekki borða meiri
fisk um jólin en það gerir. Fisk-
ur er herramannsmatur jafnt á
jólum sem aðra daga. Mín aðal-
jólamáltíð er hlaðborð á jóla-
dag, en þar er alltaf lúða í tóm-
athlaupi sem einna mest er
borðað af og er sá réttur talinn
með öllu ómissandi. En burtséð
frá jólum og þeim þunga mat
sem þeim fylgir, ættu íslend-
ingar að hafa oftar fisk á borð-
um, þegar gesti ber að garði.
Ég geri það oftast þegar ég býð
gestum til málsverðar. Eftir
áramót bauð ég góðum vina-
hjónum okkar í mat en þau
dásömuðu matinn í hástert og
sögðu að þau hefðu aldrei borð-
að eins ljúffengan fískrétt. -
Eins og ég hafði lítið fyrir
þessu.
Berjagrautur
1 pk. blönduð frosin berfrá Ardo
(nota má aðra tegnnd)
5 dl vatn
1 dlsykur
3 msk. kartöflumjöl + V< dl vatn
2 pelar hálfþeyttur rjómi
1. Setjið ber í pott ásamt vatni
og sykri. Sjóðið við hægan hita í
15 mínútur. Merjið berin örlítið með
kartöflustappara eða sleif.
2. Hristið saman kartöflumjöl og
vatn, takið pottinn af hellunni óg
hrærið kartöflumjölið út í. Kælið.
3. Setjið grautinn á víð glös á
fæti eða smáskálar.
4. Háflfþeytið ijómann, hellið ör-
litlu yfir grautinn í skálunum en
berið hitt með.
Athugið: Bera má yanilluís eða
ís og rjóma með grautnum.
sneiðum
safi úr 'A sítrónu
2 tsk. salt
________nýmalaður pipar________
2 dósir grænir aspassprotar, 297 g
hvor dós
lOOgsmjör
1 ‘Adlhveiti
safí úr aspasdósunum, um 4 dl
____________1 dl ijómi_________
'U dl mjólk
'/»tsk. paprikuduft
fersk steinselja
1. Skerið ugga af lúðusneiðunum,
skafíð roðið en látið það vera á.
2. Hellið sítrónusafa yfir sneið-
arnar, stráið á þær salti og látið
bíða í minnst 10 mínútur, allt upp
í 30 mínútur.
3. Hitið bakaraofn í 200° C, blást-
ursofn í 190° C.
4. Bræðið smjörið í potti, setjið
hveiti út í, hrærið saman, hellið asp-
assoðinu, ijóma og mjólk smám
saman út í og hitið á milli. Hrærið
vel í. Þetta á að vera þykk sósa,
setja má meiri ijóma eða mjólk út
í ef með þarf. Bætið paprikudufti
út í. Klippið steinseljublöðin og setj-
ið saman við.
5. Setjið lúðusneiðarnar á eldfast
fat í bakaraofninn og látið vera þar
í 10-12 mínútur eða þar til þær eru
lausar frá beinum. Takið úr ofninum
og hellið því soði sem myndast út í
sósuna.
6. Setjið aspasbitana saman við
sósuna og hellið henni yfír fískinn
á fatinu. Setjið aftur í bakaraofninn
og látið hitna vel í gegn, það tekur
um 5 mínútur.
Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrá-
salat.
Tillaga að hrásalati
Setjið niðurrifíð jöklasalat og bita
af þunnt sneiddri gúrku í skál. Hrist-
ið saman safa úr 'h sítrónu, '/< dl
matarolíu, 1-2 tsk. hunang og 2
skvettur úr tabaskósósuflösku. Hell-
ið yfir salatið og blandið saman með
tveimur göfflum.
ÍDAG
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
Svartur á leik.
ANATÓLÍ Karpov (2.770),
FIDE heimsmeistari, háði
einvígi í desember við unga
búlgarska stórmeistarann
Veselin Topalov (2.700).
Tefldar voru atskákir, sem
þýðir að umhugsunartíminn
var aðeins 30 mínútur á
skákina fyrir hvorn kepp-
anda. Tímahrak plagaði
Karpov mjög. Þessi staða
kom upp í annarri skákinni.
Hann var með svart og hafði
átt unna stöðu, en hér lék
hvítur síðast 38. c2-c4. En
með aðeins 7 sekúndur eftir
á klukkunni fann hann ekki
rétta leikinn. Topalov átti
24 sekúndur eftir.
Karpov lék 38. - De5?
39. cxd5 - Hcl 40.
De2 og gafst upp. í
staðinn gat hann
tryggt sér vinnings-
stöðu með glæsilegri
drottningarfórn og
drepið hvíta c peðið í
framhjáhlaupi: 38. -
bxc3!! 39. Hxb2 -
cxb2 40. Db3 - Hc2!
og hvítur getur sig
hvergi ' hreyft. 41.
Dxe3? er auðvitað
svarað með 41. -
Re3+.
Þeir sem litu bara
á stöðumyndina, en lásu
ekki textann, hafa átt mjög
erfitt með að ráða þetta
dæmi. Það hefur úrslitaáhrif
að hvítur lék síðast c2-c4
og möguleikinn á drápi í
framhjáhlaupi er því til stað-
ar.
Með sigrinum komst Top-
alov yfir, því fyrstu skákinni
lauk með jafntefli. En
Karpov vann tvær næstu,
sú fímmta varð jafntefli og
Karpov var því með vinn-
ingsforskot fyrir sjöttu og
síðustu skákina. Á morgun
skulum við líta á lok hennar.
HÖGNIHREKKVÍSI
ÉG trúi þesssu ekki. Er
maturinn ekki tilbúinn?
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Þekkir eínhver fólkið?
FUNDIST hefur fílma
sem tekin er í Stykkis-
hólmi og þar í kring. Ef
einhver kannast við
þessa mynd eða fólkið á
henni er hann beðinn að
hafa samband við Ninnu
í síma 435-1250.
Tapað/fundið
Úr tapaðist
GULLÚR með hvítri
skífu og leðuról tapaðist
í miðbænum sl. laugar-
dag. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma
551- 1591. Fundarlaun.
Gleraugu fundust
GLERAUGU í gylltri og
blárri umgjörð fundust í
Fossvogskirkjugarði
daginn fyrir gamlársdag.
Upplýsingar í síma
552- 9716.
Bíllykill fannst
TOYOTA-bíllykill fannst
sl. fimmtudag á horni
Ásgarðs og Bústaðaveg-
ar. Upplýsingar í síma
551-7887.
Lyklar töpuðust
FJÓRIR lyklar á hring,
þar af einn bíllykill með
sjálfvirkri fjarstýringu,
töpuðust um jólaleytið.
Finnandi vinsamlega skili
lyklunum til óskilamuna-
deildar lögreglunnar.
Köttur á flækingi
ALGRÁR frekar síð-
hærður fressköttur fór
að heiman frá sér, Erlu-
hrauni 2b í Hafnarfírði,
sl. laugardag. Hafí ein-
hver orðið ferða hans var
er hann beðinn að láta
vita í síma 555-3167.
Páfagaukur
tapaðist
LÍTILL blár og hvítur
páfagaukur fór að heim-
an frá sér í Garðabæ sl.
mánudag. Hafí einhver
orðið var við hann er
hann beðinn að hringja í
síma 565-2486.
Læða og
kettlingar
UNG, falleg, grábrönd-
ótt læða og tveggja og
hálfs mánaðar gamlir
kettlingar fást gefins.
Upplýsingar í síma
562-3253.
að ræða lánaumsókn þína núna, svo niðurstöður
liggja fyrir innan tíðar.
Yíkveiji skrifar...
UM HVER áramót verða slys
af völdum flugelda og nýliðin
áramót voru engin undantekning,
Víkveiji vill taka undir með móður
sjö ára drengs, sem slasaðist alvar-
lega á auga þegar flugeldur sprakk
í andlit hans, að banna eigi skotelda
við brennur. Nóg er nú hættan við
heimahús, en þar á fólk hægara
um vik að fylgjast með hveiju er
skotið upp og hvar börnin eru. Við
brennumar er oft mikill mann-
fjöldi, bömin vilja að sjálfsögðu fá
að skoða sig um og hlaupa fram
og til baka og þá er ómögulegt að
verið sé að skjóta upp flugeldum
inni í miðri mannþrönginni.
Móðir tveggja ungra bama, 6 og
8 ára, sagði við Víkveija, að hún
hefði að vanda lagt mikla áherslu
á það við börnin að gæta sín nærri
flugeldum, „en ég get ekki ætiast
til að börnin hafí vara á sér við
brennurnar. Þar verða slysin oftast
og fólk ætti að taka sig saman um
að vera bara með einföld handblys,
en ekki skotelda." Þessu er hér með
komið á framfæri fyrir næstu ára-
mót. Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið!
xxx
MARGT hefur verið ritað og
rætt um bílastæðasjóð
Reykjavíkurborgar og þá vösku
starfsmenn, sem vakta stöðumæl-
ana. Víkveiji þurfti að bregða sér
niður í miðbæ síðdegis þriðjudaginn
2. janúar. Eftir að hafa lagt bílnum
við mæli, sem sýndi að enn væru
nokkrar mínútur til stefnu, hljóp
Víkveiji á milli verslana að sinna
erindum. Þær þijár verslanir, sem
Víkveija lá mest á að komast í,
voru hins vegar allar lokaðar og í
raun virtust flestar verslanir mið-
bæjarins lokaðar þennan fyrsta
„virka“ dag ársins.
Þegar Víkveiji kom mæddur að
bílnum sínum, þá kom hins vegar
í ljós að stöðumælaverðirnir knáu
höfðu svo sannarlega ekki tekið
sér frí þennan dag. Víkveija fannst
heldur hart að fá sekt undir rúðu-
þurrkuna vegna bílastæðagjalds,
sem miðaðist við afgreiðslutíma
verslana, því þær voru flestar
lokaðar!
xxx
STÖÐ 3 sýndi um daginn leik frá
keppni bandarískra háskóla í
körfuknattleik. Vafalaust eru þeir
til sem hafa áhuga á slíku efni. En
gera verður þá kröfu til stöðvarinn-
ar, að þeir sem fengnir eru til að
lýsa leikjunum tali íslensku. Ungi
maðurinn sem lýsti leiknum sletti
amerísku í slíkum mæli, að Vík-
veiji hefur aldrei heyrt annað eins.
XXX
A
IHAUST fór fram í Saltvík á Kjal-
arnesi keppni um titilinn „Besti
íþróttamaður lögreglunnar í
Reykjavík." Samkvæmt lögreglu-
blaðinu var það Aðalsteinn Bern-
harðsson sem hreppti 1. verðlaun.
Þau voru mjög óvenjuleg, því yfir-
stjórn lögreglunnar veitti í verðlaun
starfsvettvang að eigin vali innan-
húss í tvær til þijár vikur!