Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aukínn áhugí fyrir námi í málmiðnaði Morgunblaðið/Kristján GUNNLAUGUR Björnsson, deildarstjóri málmiðnaðardeildar VMA, leiðbeinir Bryndísi Lind Bryngeirsdóttur í rafsuðu en hún hefur mest gaman af því að rafsjóða. Stefnir á bifvélavirkjun eða tækniteiknun EFTIR mörg erfið ár virðist sem staða jámiðnaðar sé að batna og í dag ríkir nokkur bjartsýni í þeirri iðngrein og þá ekki síst í kringum skipasmíðastöðvarnar. Þessarar bjartsýni verður einnig vart meðal ungs fólks og á Akureyri hefur áhugi fyrir námi í iðngreininni verið að aukast. Gunnlaugur Björnsson, deildar- stjóri málmiðnaðardeildar Verk- menntaskólans á Akureyri, segist verða var við aukinn áhuga ungs fólks að komast á samning í járn- iðnáði og þá ekki síst vegna þess að nú sjái menn einhveija framtíð í greininni. Framtíðin í vélvirkjuninni „Ahugi fyrir bifvélavirkjun er alltaf mikill en ég tel að vélvirkjun- in standi mönnum næst. Framtíðin er einna mest í þeirri grein en nokkuð erfitt hefur verið að kom- ast á samning á Akureyri en þó ekki útilokað. Hins vegar hefur nemendum héðan verið boðið á samning í vélvirkjun á þessum smærri stöðum hér í kring.“ Gunnlaugur segir að málmiðn- Nauðsynlegt að ná aftur góðu sambandi við atvinnulífið aðardeildin hafi yfirleitt verið í góðu sambandi við atvinnulífið, enda sé það mjög mikilvægt. Þá fékk deildin líka ómetanlegan stuðning frá fyrirtækjunum á meðan rekstur þeirra var í hvað mestum blóma. Eitthvað hafi þó dregið úr samskiptunum í þeirri niðursveiflu sem greinin var í til fjölda ára en nauðsynlegt sé að ná aftur góðu sambandi við at- vinnulífið. Flestir koma til að kynnast náminu í grunndeild málmiðnaðar í VMA eru 25 nemendur og þar af ein stúlka og í framhaldsdeild eru 8 nemendur. Nám í málmiðnaði tekur fjögur ár en eftir verklegt nám í grunndeild og framhalds- deild þarf nemi að vera á samn- ingi í tvö ár til viðbótar. „Það er mjög misjafnt hversu stór hópur nemenda heldur áfram og fer á samning. Flestir koma hingað til þess að kynnast faginu og þeir eru ekki margir sem koma hingað með ákveðnar skoðanir um framtíðina,“ segir Gunnlaugur. Málmiðnaðardeildin hefur alltaf verið vel sótt, enda er aðbúnaður og aðstaða til kennslu í VMA góð að sögn Gunnlaugs. „í grunndeild- inni erum við að kynna þessu unga fólki undirstöðuatriðin í málmiðn- aði og við byijum því á byijun- inni. Þetta er því miður misskilið af sumum mönnum í greininni. Þetta snýst um að ná þessu í putt- ana á nemendum, þannig að þeir fái tilfinningu fyrir því að vinna í járninu.“ Vélakostur málmiðnaðardeildar •er nokkuð kominn til ára sinna en hann er þó í góðu standi. Deildin er með sýnishorn af öllum helstu vélum og tækjum sem _eru á al- mennum verkstæðum. í náminu er einnig lögð áhersla á góða umgengni og snyrtimennsku og að nemendur viðhaldi þeirri reglu þegar þeir eru komnir út í alvör- una. BRYNDÍS Lind Bryngeirsdóttir, er eini kvenmaðurinn í 25 manna hópi nema í grunndeild málmiðn- aðar í Verkmenntaskólanum á Akureyri. í haust hófu þijár stúlkur nám í deildinni en tvær þeirra eru hættar. Bryndís Lind kann vel við sig í náminu og hún segist hafa sett stefnuna á að læra bifvélavirkjun eðá tækni- teiknun. „Ég hafði ekki kynnst þessu fagi áður og var því dálítið smeyk við þessi tæki og tól í byrjun. Strákarnir hafa verið mjög almennilegir og hjálplegir og þetta hefur því gengið vel,“ segir Bryndís Lind. Hún segir að stúlkur geti alveg spjarað sig í þessari iðngrein en hins vegar eigi þær ekki eins mikla möguleika í framhaldinu og strákarnir. „Mér finnst skemmtilegast að rafsjóða og einnig er gaman að vinna við rennibekkinn.“ Bryndís Lind segist sjálf vera mikill strákur í sér og hafi á yngri árum haft meiri áhuga á því að leika sér að bílum en dúkkum. Háskólinn fær hús- næði undir félagsstarf HÚSNÆÐI sem losnaði við flutning síðustu íbúa af vistheimilinu Sólborg í gær mun Háskólinn á Akureyri nota undir félagsstarf nemenda og einnig verður þar eðlisfræðikennsla. Húsnæðið er um 600 fermetrar. Þorsteinn Gunnarsson rektor Há- skólans á Akureyri sagði að nemend- ur hefðu fram til þessa ekki haft fastan samastað með sitt félags- starf, það hefði verið á hrakhólum en í kjölfar þessa mætti vænta öfl- ugra félagsstarfs nemenda skólans. Háskólinn hefur 15 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári til viðhalds á húsnæði, en Þorsteinn sagði að ekkert yrði gert við það húsnæði sem nú er að losna. „Við viljum bíða eftir niðurstöðu úr arki- tektasamkeppni um hönnun nýbygg- inga og aðlögun eldra húsnæðis á Sólborg að starfsemi Háskólans á Akureyri áður en við förum að kosta miklu til við innréttingar í þessu húsnæði," sagði Þorsteinn. Niður- stöður arkitektasamkeppninnar liggja fyrir 22. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Margrét Þóra Vetrarlegt á Akureyri VETRARLEGT er um að litast á Akureyri þessa dagana, snjór yfir öllu en íbúarnir njóta útiver- unnar því ekki er kalt. Stöllurnar Hildur, Hera og Tinna voru úti að leika sér og þótti þeim heldur betur gaman að bruna niður Eyrarlandsveginn á gamla skíða- sleðanum. Þær fullyrtu að þær væru ekki með glannagang á leiðinni niður. Strákarnir á hinni myndinni sem sjást hér arka upp svonefndan menntaveg, frá Sam- komuhúsinu að Menntaskólanum á Akureyri notuðu þá leið til að renna sér á sleðunum sínum og hafa eflaust náð góðri ferð. . Morgunblaðið/Kristján GUÐMUNDUR Helgi Gunnarsson ráðunautur og Oskar Kristjánsson kornbóndi meta koinþroskann í Miðgerði síðastliðið sumar, en þar var ræktað korn á 27 hekturum lands og gaf það 7C -80 tonn þurrefnis. Árangur tilrauna með kornrækt í Eyjafirði lofar góðu Uppskera yfir meðallagi Eyjafjarðarsveit. RANNSÓKNASTOFNUN land- búnaðarins hefur nú um nokkurra ára skeið staðið fyrir kornræktar- tilraunum á nokkrum stöðum í Eyjafirði. Rannsakaðar hafa verið þroskalíkur byggs og hefur árang- urinn farið fram úr björtustu von- um að sögn Þórodds Sveinssonar tilraunastjóra á Möðruvöllum. Góð uppskera í Miðgerði Rannsóknirnar fóru fram á fjór- um tilraunastöðum í 88 tilrauna- reitum og var meðaluppskera 3,1 tonn þurrefnis af hektara. Þórodd- ur segir að uppskera úr tilrauna- reitunum sé að vísu heldur meiri en gerist og gengur í almennri ræktun. Nú eru viðmiðunarmörkin tvö tonn af hektara til að korn- ræktin borgi sig, en í Miðgerði í Eyjafirði þar sem Óskar Kristjáns- son og fleiri bændur rækta korn á 27 hekturum var uppskera á síðastliðnu sumri 2,5-3 tonn á hektara og hefur ekki brugðist frá 1990. Þóroddur benti á að grundvöllur kornræktar réðist m.a. af verði á kjarnfóðri til bænda en heims- markaðsverð á korni er mjög hátt um þessar mundir og ekki útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð. Eins og staðan er nú er þetta dæmi sem borgar sig. Með því að verka kornið blautt í stórsekki fæst mun ódýrari verk- un heldur en ef kornið er þurrkað sem gerir kornræktina enn væn- legri kost. Eyjafjörður ákjósanlegur Hann sagði að Eyjafjörður sunnan Akureyrar væri einn ákjós- anlegasti staður landsins til korn- ræktar. Athyglisvert væri að t.d. á Hrafnagili og í Miðgerði gengi illa að rækta kartöflur vegna næt- urfrosta á haustin, kornið virtist hins vegar standa betur að vígi gagnvart því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.