Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAG UR 11. JANÚAR 1996 29 AÐSENPAR GREINAR Verður þetta dæmi um árangur líka fordæmi? í stjórnarandstöð- unni eru nú fjórir ólíkir flokkar. Þeir eiga ólíka reynslu og ólíka sögu. En þeim tókst á loka- sprettinum fyrir hátíð- ar að knýja fram mikil- vægar breytingar á bandormsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar - ekki með löngum ræð- um og næturfundum heldur með samstöðu og málefnalegri festu. Vörn fyrir velferðarkerfið Það hefur verið sátt um nokkur grundvallaratriði vel- ferðarkerfisins á íslandi í marga áratugi. Eitt atriðið er það að bæt- ur almannatrygginga og atvinnu- leysisbætur eigi að hækka eins og laun á hverjum tíma. Engum hefur dottið í hug að setja spurninga- merki við þetta grundvallaratriði. Fyrr en núverandi ríkisstjórn. Und- ir forystu Framsóknrflokksins er flutt frumvarp um að afnema sjálf- Óánægjan kraumar undir í þjóðfélaginu, segir Svavar Gests- son, og fólk íhugar að flýja land. virk tengsl launa og almannatrygg- ingabóta. Því mótmæltu allir aðilar málsins. Síðar sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu vegna aðila vinnu- markaðarins þar sem ákveðið var að greiða á árinu 1996 eins og þessar bætur fylgdu áfram launum. En eftir sem áður stóð sú tillaga í lagafrumvarpi á alþingi að sjálfvirk launaviðmiðun færi út úr lögum um almannatryggingar og lögum um atvinnuleysistryggingar. Þegar þinginu var að Ijúka sameinuðust stjórnarandstöðuflokkarnir síðan um þá aðalkröfu að ríkisstjórnin félli frá áformum sínum. Ríkis- stjórnin gerði það ekki en hopaði hálfa leið. Það var áfangi sem stjórnarandstaðan knúði fram og felst í þessu: 1. Gert er ráð fyrir að bætur almannatrygginga og atvinnuleys- isbætur hækki í ijárlögum hveiju sinni og verði hækkunin ákveðin með hliðsjón af breytingum verð- lags, launa og efnahagsmála. Það liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað þetta þýðir en það er alveg Ijóst að ijármálaráðuneytið getur ekki sýnt Qárlagafrumvarp í haust án þess að fjalla um það sérstaklega hvernig á þessum málum verður tekið. 2. Gert er ráð fyrir því að þessi sérstaka formúla gildi um bætur almannatrygginga á árunum 1996 og 1997 en í ársbyijun 1998 vaknar viðmiðun al- mannatryggingalag- anna upp að nýju. Þar með má segja að form- úla ríkisstjórnarinnar gildi aðeins fyrir tvö ár. 3. Annað þessara tveggja ára er árið 1996 og íjármunir til þess að tryggja verð- lagstengingu bótanna eru nú inni í ijárlögun- um. Þökk sé verkalýðshreyfing- unni. Árið 199-7 er seinna árið og í upphafi þess eru kjarasamningar lausir og þá verður að treysta því að á þeim málum verði tekið hvern- ig staðið verður að hækkun al- mannatryggingabótanna á árinu 1997 með hliðsjón af þeim launa- breytingum sem ákveðnar verða á því ári. Það má því halda því fram að stjórnarandstaðan og verkalýðs- hreyfingin hafi náð fullum efnisleg- um sigri í þessu máli. Stefnir í átök um næstu áramót? Þetta er nefnt hér sem dæmi um stórmál sem stjórnarandstöðuflokk- arnir náðu samstöðu um að knýja fram sem aðalbaráttumál nú fyrir jólin. Nokkut' önnur atriði mætti nefna. Þar er ekki um að ræða stór- fellda hreyfingu á ijármagni en þar er á ferðinni prinsippávinningur; sá að verja velferðarkerfið og grund- vallarþátt sem hefur verið þjóðar- samstaða um. Ríkisstjórnin ætlaði að ijúfa þá samstöðu. Sú atlaga var stöðvuð að mestu leyti. í upphafi þessa árs, 1996, er lít- ið um pólitísk átök á yfirborðinu. Óánægja kraumar og sýður undir alls staðar í þjóðfélaginu. Það er áframhaldandi atvinnuleysi þús- undanna. Áfram eru þúsundir ijöl- skyldna að velta því fyrir sér að fiýja land. Það hefur ekkert lagast þó að framsóknarmennirnir hafi tekið yfir skítverkin í íhaldsijósinu. Verkalýðshreyfingin er bundin áfram út árið samkvæmt samning- um sem verkalýðsfélögin sam- þykktu í upphafi síðasta árs. En í lok þessa árs eru samningar lausir. Þá eiga verkalýðshreyfingin og stjórnarandstaðan að geta haft veð- ur hvort af öðru; reynslan frá 1978 er góð. Við þurfuin núna að und- irbúa okkur aðeins betur. Og erum byijuð á því. Það sést af árangrinum við afgreiðslu mála á þinginu fyrir hátíðarnar. Höfundur er formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Svavar Gestsson Útsalan hefst í dag Dimmalimm Skólavörðustíg 10, s. 551 1222 _ sfi ÖjjÍf ||||jjjj|111 ■I meiri möguleikar á vinningi í I 'Si&tíM I I I I ■ I JT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.