Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 57 BREF TIL BLAÐSIINIS Heitur pottur o g happdrætti Frá Bergþóru Sigurðardóttur: ÞAÐ var á kreppuárunum að þrjú systkini fæddust og ólust upp und- ir súð í timburhúsi í Skuggahverf- inu. Afinn, sem bjó í sama húsi, gaf yngsta barninu miða í Happ- drætti Háskóla íslands, sem var hleypt af stokkunum um það leyti sem barnið var skírt. Ein dætra hans var umboðsmaður happ- drættisins. Gaman væri nú ef eitt- hvert barnanna ætti eftir að stunda nám í háskólanum. Var það ekki það, sem afi var að spá í? Sjálfur var hann gagnfræðingur frá Möðruvöllum á tímum, er fáir áttu jafnvel kost á slíku. Öll fjöl- skyldan eignaðist síðan sinn miða. Það kom að vígslu nýju byggingar háskólans. Fjölskyldan fór í spari- fötin og skoðaði bygginguna, þeg- ar hún var sýnd almenningi. Hvað skyldu þau nú eiga mikið í bygg- ingunni? Eina tröppu í stiganum, nokkra silfurbergsmola í glæsilegu hvelfingunni í anddyrinu eða jafn- vel gylltu stafina yfir dyrum hátíð- arsalarins - „Vísindin efla alla dáð“? Sunnudagaskóli hóf göngu sína í kapellu háskólans. Þá var öll fjölskyldan flutt á Skólavörðu- holtið og systurnar tvær fóru á hverjum sunnudegi gangandi gegnum Hljómskálagarðinn í sunnudagaskólann, sem haldinn var á vegum guðfræðideildar og mátti mikið vera að veðri til þess að þær brytust ekki áfram þessa leið. Það var spennandi að fara í háskólann. Þar hlustuðu þær á guðsorð af vörum prófessora guðfræðideildar og nemenda hennar. Tíminn leið, pabbi og mamma héldu áfram að endurnýja happ- drættismiðana fimm. Eldri stúlkan lauk embættisprófi frá háskólan- um. Mynd var tekin af skólafélög- unum framan við hátíðarsalinn undir yfirskriftinni „Vísindin efla alla dáð“. Nú situr eldri systirin uppi með happdrættismiðana. Númer þeirra eru greypt óafmáanlega í huga hennar. Hún er hins vegar á báðum áttum, hvort hún eigi að endurnýja þá. Hún er ekki sátt við að peningarnir hverfi í heita pottinn. Hún er þess fullviss að afa grunaði ekki að það kæmi að því að það þyrfti að þvo happ- drættisvinningana. Er sá sem fer í heitan pott og dreifir um sig peningaseðlum allsgáður? Er það ánægjan af stóra vinningnum? Ærir hann vinningshafann? Til hvers er þá að vinna? Hvernig voga fulltrúar æðstu mennta- stofnunar landsins að bjóða þjóð- inni upp á aðra eins lágkúru? Hafa þeir hvorki sjálfsvirðingu né bera virðingu fyrir þeim sem eiga að bíta á agnið? Hvaða sam- band er milli kvenmanns, sem sit- ur hálfnakinn inni í kæliskáp, og vísindanna, sem eiga að efla alla dáð? BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Byggðarholti 24, Mosfellsbæ. UTSALA fierra GARÐURINN Kringlunni Aldraðir fá æfingaað- stöðu til „púttiðkana“ Frá stjórn FAÍA: ÆFINGAR innanhúss í að „pútta“ golfkúlu í holu eru að hefjast hér í Reykjavík. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur nýtur aðstöðu til æfinga í golfíþróttinni innahúss á Stórhöfða 15. Húsið er staðsett næst Gullibrú vestan Höfðabakka, vegarins sem veit að brúnni yfir Grafarvog. Stjórn félagsins hefur tekið að sér í samvinnu við íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur að starf- rækja í umræddu húsi golfiðkanir fyrir aldraða. Framkvæmdastjóri félagsins hefur komið að máli við stjórn Félags áhugafólks um íþróttir fyrir aldraða (FÁIA) að nýta aðstöð- una til „púttæfinga“ aldraðra frá kl. 10 til 14 daglega á mánudögum til föstudaga. Á þessum tíma verður þarna leiðbeint um iðkun íþróttar- innar og kylfur til afnota. Hús- næðið, kennslan ogtækin mega aldr- aðir nýta án greiðslu. Vætanlegir iðkendur verða að sjá sér fyrir flutn- ingi til og frá æfingastaðnum. Þjála íþróttaskó þurfa þeir einnig að leggja sér til. Sérstaks æfingabún- ings er ékki þörf. I dag kl. 10 verða félagar úr stjórn FÁÍA staddir á Stórhöfða 15 ásamt væntanlegum leiðbeinanda til þess að taka á móti væntanlegum iðkend- um, raða niður iðkunartímum og veita upplýsingar. Símanúmer á stöð- unum eru: 587-2211 og 587-2221. Rétt er að geta þess að innanhúss er „pútt“ æft af öldruðum í Kefla- vík, Kópavogi og líkast til víðar. Rætt er þegar um samskipti milli aldraðra í þessum bæjum, svo og Garðabæ, Seltjarnarnesbæ og Reykjavík. Vonandi verður úr að keppni komist á — öldruðum til gleði og hressingar. STJÓRN FÉLAGS ÁHUGAFÓLKS UM ÍÞRÓTTIR ALDRAÐRA. ' Dúnúlpur 8.900 Jakkar 6.800 Hettupeysur 5.900 Fila skór 9.900 Dickies jakkar 6.900 Yinnujakkar 3.900 Third Rai! snjóbretti 34.900 Kik wear 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.