Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
FRÉTTIR: EVRÓPA
Taprekstur botnfiskfrystingar í landi
Snúizt gegn vandanum
með mikilli hagræðingu
HAGRÆÐING, sérvinnsla og sér-
hæfíng eru þær leiðir sem fiskvinnsl-
an beitir mest til að mæta versnandi
afkomu botnfískvinnslu í landi. Sam-
kvæmt mati Samtaka fiskvinnslu-
stöðva er vinnsla þessi rekin með um
12% tapi miðað við rekstrarstöðuna
í dag. Þrátt fyrir þetta mat er botn-
fiskvinnsla Granda rekin með hagn-
aði og stór fyrirtæki eins og Fiskiðj-
an Skagfirðingur og Útgerðarfélag
Akureyringa draga úr tapi á fryst-
ingu botnfisks í landi með ýmsum
hætti og vega á móti tapinu með
betri afkomu í öðrum greinum. Verið
ræddi við framkvæmdastjóra þessara
þriggja fyrirtækja um afkomuna:
Einar Svansson
Einar Brynjólfur Gunnar
Svansson Bjarnason Ragnars
Aukin
sérhæfing
„Viðbrögð okkar við versnandi
afkomu í botnfiskvinnslu eru aukin
sérhæfing á hveijum stað, meiri sölt-
un og.fækkun tegunda í vinnslu, en
jafnframt að auka magn hverrar teg-
undar fyrir sig. Þá reynum við að
hámarka afkomu útgerðarinnar með
sölu aflans á erlendum mörkuðum
og kaupum það hráefni sem við þurf-
um til vinnslu innanlands. Þrátt fyrir
þetta hefur okkur ekki tekizt að forð-
ast taprekstur í frystingu. Söltun og
útgerð hefur hins vegar gengið betur
og vegið upp á móti tapinu,“ segir
Einar Svansson, framkvæmdastjóri
Fiskiðjunnar Skagstrendings á Sauð-
árkróki.
„Við erum búnir að laga okkur
að þessu rekstrarumhverfi lengur en
flestir aðrir. Við tókum þá ákvörðun
að haga vinnslunni þannig að hún
væri minna háð útgerðinni en hjá
öðrum. Það hefur verið stefna okkar
síðustu 5 til 7 árin. Við sáum þennan
slaka í botnfískvinnslunni fyrir
nokkrum misserum og höfum því
verið að laga okkur að því.
Eing'öngxi saltað á Hofsósi
Við reistum pökkunarstöð til að
auka verðmæti afurðanna og höfum
sérhæft vinnsluna verulega. Við
vinnum hveija fisktegund aðeins á
einum stað. Nú fer allur ufsi í gegn-
um Hofsós. Þar hefur frystingu verið
hætt og er ufsinn eingöngu saltaður.
Rækjuvinnsla í Grundarfirði verður
tvöfölduð á þessu ári og þorskinn
vinnum við eingöngu hér á Sauðár-
króki svo dæmi séu nefnd. Þorsk-
skerðingin á undanfömum árum hef-
ur reyndar hamlað sérhæfingu veru-
lega og menn hafa verið í eins konar
harki í vinnslunni. Vinnslan hefur
verið að taka alls konar tegundir inn
til að halda vinnslu, sem fyrir vikið
hefur orðið óhagkvæmari en ella.
Ekki tapað á söltun
Við höfum verið að auka vinnslu
á saltfíski undanfarin misseri og
dregið úr frystingu á móti. Við höfum
ekki tapað á saltfiskvinnslu undanf-
arin ár og umræðan um verð á salt-
fiski er svolítið einkennileg. Það er
eðlilegt að verð á saltfiski lækki eft-
ir jól og páska að loknum tveimur
helztu neyzlutímabilunum. Því er
ekki rétt að miða við verð á saltfiski
nú. Það verður að miða við meðal-
verð yfír allt árið, eigi viðmiðunin
að vera marktæk.
Haldi þessi þróun í botnfiskinum
áfram, mun það hafa alvarlegar af-
leiðingar. Vandinn er meðal annars
sá að fyrir vikið hafa menn ekki
svigrúm nema til að hugsa til
skamms tíma og ná ekki langtíma
stefnumörkun. Fyrirtækin geta því
verið að fæla frá sér sérhæft starfs-
fólk, sem erfítt getur orðið að fá til
baka, þegar betur gengur.
Miklu máli skiptir einnig að dreifa
áhættunni. Þar skiptir mestu, að fyr-
irtækin séu nógu stór og með nógu
fjölbreytta vinnslu, til að hægt sé
að dreifa henni. Gamla uppstillingin
með togara og frystihús hefur í raun
verið dauðadæmd síðustu árin. Þetta
þýðir einfaldlega að margir vilja gjör-
breyta uppbyggingu fyrirtækjanna,
en vandinn er þá aftur sá, að erfíð-
ara getur verið að hætta vinnslu en
halda henni áfram þó um taprekstur
sé að ræða. Því eru menn í algjörri
sjálfheldu í vinnslunni.
Smærri fískverkendur sem byggja
vinnsluna á físki af fiskmörkuðunum
eru einnig farnir að fínna fyrir þessu
og því hlýtur fískverð á mörkuðunum
innanlands að lækka. Merki um það
er mikil verðlækkun á ýsu á síðasta
ári, en hún stafar af erfiðleikum í
frystingu á ýsu. Verð í Bandaríkjun-
um fór niður í fyrra og verð er lágt
í Bretlandi. Það eru margir í frysting-
unni að tapa á ýsunni,“ segir Einar
Svansson.
Brynjólfur Bjarnason
Tekizt að
forðast tap
. „Grandi sérhæfír sig í vinnslu karfa
og ufsa og við vinnum alls um 15.000
tonn af botnfíski á ári. Okkur hefur
tekizt að forðast taprekstur með sér-
hæfíngu, sjálfvirkni og aukinni fram-
leiðni. Til að ná slíkum árangri þurfa
fyrirtækin að vera stór og hafa mögu-
leika á hagræðingunni, annars er lík-
lega úr vöndu að ráða,“ segir Brynj-
ólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf.
„Skilyrðin í viímslunni eru nokkuð
misjöfn eftir tegundum. Verð á ufsa
og karfa hefur til dæmis hækkað á
erlendum mörkuðum, en merki þess
sjást þegar í hækkun á hráefnisverði
á fískmörkuðum og í heimalöndunum.
Mikil framþróun hefur orðið í físk-
vinnslu, þar sem hægt hefur verið
að koma við meiri sjálfvirkni. Það er
afar nauðsynlegt til að bregðast við
þrengri rekstrarafkomu, með því að
ná fram aukinni framleiðni í vinnsl-
unni og halda gæðum stöðugt í há-
marki. Stjómendur fyrirtækjanna
hafa þurft að vera mög vakandi til
að auka framleiðni með auknum af-
köstum, sem hefur verið eina leiðin
til þess.
Vinnslan öll undir einu þaki
Til að það sé hægt verða fyrirtæk-
in að vera stór. Sem dæmi um ha-
græðinguna hjá okkur má benda á,
að frá sameiningu ísbjarnarins og
BÚR með stofnun Granda og síðan
þegar Hraðfrystistöðin sameinaðist
Granda, hefur vinnslu verið hætt í
framleiðslustöðvum bæði BÚR og
Hraðfrystistöðvarinnar og öll vinnsl-
an sameinuð undir einu þaki í fyrrum
húsi Isbjarnarins. Við vinnum úr
15.000 tonnum af fiski á ári og það
þarf mikinn fisk til þess að koma
við dýrum tækjum, sem gefa okkur
tækifæri til að auka afköst, gæði og
framleiðni.
Þetta á við hefðbundna botnfisk-
frystingu, en að auki kemur sérvöru-
framleiðslan, sem mörg fyrirtæki
hafa farið í í vaxandi mæli. Hún
krefst minna umfangs, en getur ver-
ið mjög arðbær. Staðan er afar þröng
núna, en okkur hefur tekizt að forð-
ast taprekstur í botnfiskvinnslunni,"
segir Brynjólfur Bjarnason.
Gunnar Ragnars
Samdráttur í
landvinnslu?
„Þrátt fyrir hagræðingu í landi,
aukna sjálfvirkni og sérvinnslu með
aukinni framleiðni, hefur það ekki
dugað til að koma í veg fyrir tap á
frystingu á botnfiski. Verði engin
breyting til batnaðar á afkomu land-
vinnslunnar, sjáum við okkur vart
annað fært en að draga verulega úr
vinnslu í landi og auka sjóvinnslu,"
segir Gunnar Ragnars, forstjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa.
„Verð á gjaldeyri í íslenzkum
krónum hefur lítið breytzt og í sum-
um tilfellum hefur það jafnvel lækk-
að á undanförnum tveimur árum.
Afurðaverð á erlendu mörkuðunum
hefur í flestum tilfellum haldizt. Á
sama tíma hafa orðið kostnaðar-
hækkanir, meðal annars nú um ára-
mótin. Þessi þróun hefur átt sér stað
allt síðasta ár. Rekstrarstaða botn-
fiskvinnslu í landi hefur verið að
versna og er óviðunandi eins og er.
Við sjáum ekki fram á neina breyt-
ingu á því.
Mikil aukning í
smásölupakkningum
Nú hafa menn auðvitað verið að
leita leiða til úrbóta. Við höfum að
vísu haldið landvinnslu í svipuðum
mæli og áður, en við höfum verið
að auka sjófrystingu ár frá ári. Sjó-
frysting hefur skilað góðri afkomu,
en á síðasta ári var afkoman lakari
en áður vegna verðlækkana, meðal
annars í Japan. Sjófrystingin er því
ekki sami burðarstólpinn og áður.
Við höfum líka leitað leiða til að
gera meira úr afurðunum í landvinnsl-
unni. Við höfum breytt miklu í karfa-
vinnslunni og á síðasta ári fóru um
70% af karfaflökunum í smásölu-
pakkningar, sem gefið hefur allmik-
inn virðisauka. Þetta hefur einnig
verið að gerast í öðrum tegundum,
en þessi uppbygging hefur einnig
kostað aukna vinnu og flárfestingu
og spurningin því hvort virðisaukinn
skilar sér. Til þess að svo verði, þarf
aukna tæknivæðingu og sjálfvirkni.
Dregið úr.landvinnslu?
Hins vegar er það alveg ljóst að
þessar aðgerðir duga ekki einar og
sér. Tekjurnar eru einfaldlega of lág-
ar. Við erum að gera úttekt á land-
vinnslunni og það er ljóst að fyrir
hvert kíló af veiðiheimildum, skilar
hún ekki nógu. Verði ekki breyting
þar á, verðum við að grípa til ráðstaf-
ana, þannig að veiðiheimildirnar skiii
okkur meiru. Við höfum verið að
auka sjóvinnsluna og hljótum að
halda því áfram á kostnað land-
vinnslunnar, verði engin breyting á
afkomu þar,“ segir Gunnar Ragnars.
Evrópuefa-
semdir hrjá
hægrimenn
París. The Daily Telegraph.
JACQUES Chirac Frakklandsforseti
hefur á síðustu dögum lagt ríka
áherslu á að eitt mikilvægasta verk-
efni næstu mánaða verði að knýja
niðurskurðaráform Alains Juppés
forsætisráðherra í gegnum þingið.
Eru þau áform talin forsenda þess
að Frakkar geti tekið þátt í efnahags-
legum og peningalegum samruna
Evrópu. Stjórn Juppés hefur öruggan
meirihluta á þingi, 484 þingmenn af
577 styðja stjórnina, en þrátt fyrir
það telja sumir fréttaskýrendur sig
sjá ákveðin veikleikamerki.
Stjórnmálamenn óttast ekki ein-
ungis frekari verkföll og spennu í
þjóðfélaginu heldur eru farnir að
beina sjónum sínum að næstu þing-
kosningum, sem eiga að fara fram
1998. Eru þegar komnar í gang
vangaveltur um að þá verði meiri-
hluti hægrimanna felldur og Chirac
verði að sætta sig við sambúð við
ríkisstjóm miðju- og vinstrimanna.
Slík stjórn myndi fyigja nokkuð
óbreyttri stefnu í Evrópumálum.
Til skemmri tíma litið stafar for-
setanum aftur á móti meiri ógn af
vaxandi átökum Evrópusinna og
Evrópuandstæðinga innan RPR,
flokks nýgaullista.
Vilja Balladur
Stuðningsmenn Evrópusinnans
Edouards Balladurs eru sífellt að
færa sig upp á skaptið, eftir að hafa
legið lágt eftir slæma útreið Ballad-
urs í forsetakosningum á síðast ári,
og eru jafnvel farnir að krefjast þess
að hann verði skipaður forsætisráð-
herra á ný. Á hinn bóginn hefur
myndast öflug fylking í kringum
Philippe Séguin, forseta þingsins,
sem hefur miklar efasemdir um frek-
ari Evrópusamruna.
Segja má að þetta séu helstu nið-
urstöður skoðanakönnunar sem gerð
var meðal þingmanna og birt í tíma-
ritinu L’Express í siðustu viku. Tíma-
ritið kemst að þeirri niðurstöðu að
þingmenn skynji mikla óánægju með
Chirac og Juppé meðal kjósenda
sinna og að almenningur sé kvíðinn
vegna framtíðarinnar. Hvorki meira
né minna en 92% teija að erfitt geti
reynst fyrir þá að halda þingsætum
sínum í næstu kosningum. Rúmlega
helmingur telur „stefnubreytingu“
æskilega þó að enginn virðist átta
sig almennilega í hveiju hún eigi að
felast.
Ekki síst virðist bera á aukinni
Evrópuandstöðu. 55% þingmanna
RPR segja að þeir myndu greiða
atkvæði gegn Maastricht-sáttmálan-
um ef hann yrði borinn upp til at-
kvæða á ný í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þingmenn hins stjórnarflokksins,
UDF, styðja þó langflestir Ma-
astricht.
Sífellt fleiri stjórnmálamenn eru
nú skilgreindir sem Evrópuandstæð-
ingar, eða Eurosceptique í franskri
stjórnmálaumræðu en til
skamms tíma voru það
einungis menn í jaðri
stjórnmálanna á borð við
Philippe de Villiers sem
fengu það viðurnefni.
Chirac sjálfur, sem um tíma var
talinn hikandi í Evrópumálum, virðist
nú staðráðinn í að hrinda áformum
Maastricht í framkvæmd og hefur
ásamt Juppé ítrekað reynt að sann-
færa Þjóðverja um að þeir myndu
ekki hvika í þeim málum.
Jafnvel innan ríkisstjórnarinnar er
hins vegar farið að gæta efasemda.
Michel Bamier Evrópuráðherra sagði
í nýlegum sjónvarpsumræðum að
forsetinn hefði ekki útilokað aðra
þjóðaratkvæðagreiðslu um Ma-
astricht. Þá hefur Pierre Lellouche,
einn helsti stuðningsmaður stjórnar-
innar, dregið í efa tímasetningar
varðandi peningalega samrunann.
Annar fyrrum ráðherra RPR, Mic-
Reuter
JACQUES Chirac Frakk-
landsforseti á í nokkrum erf-
iðleikum með að stjórna Evr-
ópuumræðunni meðal
franskra hægrimanna.
hele Alliot-Marie, hefur gagnrýnt að
Evrópuumræðan sé það óskiljanleg
að hún njóti ekki stuðnings almenn-
ings. Þá er hinn nýji iðnaðarráðherra
Frakklands, Franck Borotra, yfír-
lýstur Evrópuandstæðingur og einn
forystumanna hreyfingarinnar gegn
Maastricht fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna 1992.
Er skipan Borotra í ráðherraemb-
ætti talin til marks um líklegt sé að
Frakkar muni setja breytingar á
oddinn á ríkjaráðstefnunni sem hefst
í vor. Borotra á náið samstarf við
Séguin sem sjálfur á góðan aðgang
að forsetanum. Chirac og Séguin
snæða kvöld saman vikulega og þing-
forsetinn hefur gegnt starfi eins kon-
ar óopinbers sendiherra fyrir forset-
ann erlendis, ekki síst í Afríku.
Gagnrýni Séguin
Séguin segist vilja „mannlegri"
stefnu er taki meira tillit til þjóðar-
hagsmuna Frakka. Gagnrýnir hann
niðurskurðarstefnuna í ríkisljármál-
um sem margir hægrimenn telja ein-
ungis þjóna þeim tilgangi að halda
Þjóðverjum ánægðum.
Á fundi með blaðamönnum í síð-
ustu viku ’sagðist Séguin vissulega
vera ánægður með að hann væri í
umræðunni sem hugsanlegur arftaki
Juppés. Hins væri það óhugsandi
vegna Evrópustefnu hans. „Eins og
er,“ bætti hann raunar við. Á sama
fundi sagði þingforsetinn að Ma-
astricht-sáttmálanum mætti að hluta
kenna um þá kreppu er Frakklandi
væri nú í. „Ég trúi enn staðfastlega
á þau grundvallaratriði er réðu and-
stöðu minni gegn Maastricht á sínum
tíma. Hvar er hin evrópska
hugsjón? Ræðið við Kohl
og Gonzalez um „félags-
lega Evrópu“ og þeir
munu hlægja að ykkur,“
sagði Séguin.
Þrátt fyrir að efasemdamenn um
Evrópu teljast ekki lengur til utan-
garðsmanna í frönskum stjórnmálum
er þó ólíklegt að Séguin og félagar
komist til valda í Frakklandi. Stuðn-
ingur við Evrópusamstarfíð er rót-
gróinn meðal frönsku þjóðarinnar,
þrátt fyrir mikla andstöðu við Ma-
astricht, og hið nána samstarf við
Þjóðveija er hornsteinn franskrar
utanríkisstefnu.
Mun líklegra er að ,í þingkosning-
unum 1998 komist Evrópusinnar úr
röðum UDF og Sósíalistaflokksins
til valda og er þegar farið að ræða
um Martine Aubry, dóttur Jacques
Delors, sem líklegan forsætisráð-
herra.
„Vaxandí and
staða við
Maastricht"