Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR ir mun vandlátari í kaupum sínum og láta ekki bjóða sér hvað sem er, sem á sinn þátt í tregari sölu lista- verka í heiminum og sveiflur á lista- markaði. Hin hrikalega þensla sem átti sér stað á listamarkaði á síðustu árum fyrri áratugar var tilbúin og óeðli- leg, þannig að bakslag var fyrirsjá- anlegt auk þess sem kreppan eftir Flóastríðið gerði það sýnu meira og afdrifaríkara. Við bættist, að vestan hafs tóku menn að spara á öllum sviðum og sá niðurskurður varð til þess að hætt var að veita skattaafslátt varðandi kaup á lista- verkum. Með einni lagasetningu var grunninum svipt undan áratuga uPPbyggingu listmenningar í Amer- íku, sem staðið hafði frá dögum Roosevelts og New Deal stefnu hans. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa og fjöldi listhúsa varð að draga saman seglin, auk allra þeirra er einfaldlega lögðu ,upp laupana og listasöfn lentu í hrikalegri kreppu. Þar sem Bandaríkjamenn voru með háþróaðasta listmarkað verald- ar, hlaut þetta að hafa afleiðingar í gamla heiminum og þar hrikti í stoðum listheimsins. En smám sam- an hefur listmarkaðurinn rétt úr kútnum og samkvæmt tölum sem ég hef fyrir framan mig eru mynd- listarverk nú oftar slegin yfir mats- verði en undir á uppboðum, á stund- um hátt yfir, auk þess eru sífellt færri verk dregin til baka. Sum uppboðsfirmu tilkynntu mesta hagnað frá árunum 1989-90. Hér er um að ræða tölur sem . okkur svimar við að renna augum yfir, og samsvarar að gangverð mikilsverðari málverka eftir Ás- grím, Kjarval og Jón Stefánsson væri nokkur hundruð miljónir. Á hinum Norðurlöndunum er gang- verð jafngildra málara nokkrir tug- ir miljóna. Uppgangurinn óeðlilegi kom aldrei til íslands, en kreppan á lista- markaði bytjaði fjórum árum fyrr og er allt annars eðlis, enda hefur markaðurinn alltaf verið á brauð- fótum, og telst algert rugl er svo er komið. Ég hafna því fullkomlega að efnahagskreppan eigi hér alla sök, og vil minna á uppganginn á hinum svonefndu kreppuárum 1930-40, sem þó var af dönskum rótum. Það sem hér hefur gerst eru hin- ar öru og neikvæðu þjóðlífsbreyt- ingar er allt sem eyðist, hjóm og hismi, verður stöðug meira áber- andi í þjóðfélaginu um leið og var- anleg verðmæti rýrna að verðgildi. Við höfum gleymt að rækta mjúku gildin og vanmetum hin óbeinu verðmæti þeirra, sem skila sér þó að lokum í skíra gulli. Viðþolsleysi, eftirsókn eftir vindi, skjótfengnum gróða, gerviheimi og sýndarveru- leika verða að teljast höfuðeinkenni þjóðarinnar og hefur vaxið ískyggi- lega ásmegin á síðustu árum. Gömlu meistararnir urðu ekki síður að borga með sér en yngri kynslóðir í dag og þannig gat til að mynda Jón Stefánsson aldrei með góðu móti framfleytt sér á ís- landi og varð þó 81 árs gamall. Það sem skeð hefur, er að listamönnum hefur fjölgað hundraðfalt, en mark- aðurinn ekki stækkað að sama skapi auk þess sem söfnurum hefur frekar fækkað en hitt, og engan á þjóðin Ragnar í Smára í dag. Versti óvinurinn er þó upplýsingafátæktin og að engin hlutlæg íslenzk sjón- menntasaga er kennd í framhalds- skólum landsins, ekki einu sinni í Myndlista- og handíðaskóla íslands, auk þess að sjónvörpin hafa hér brugðist skyldu sinni. Jafn sjónvís og þessi þjóð er tel ég það brýnasta málið að bæta hér úr, stórauka upplýsingastreymið, því að sjónmenntir koma öllum við, og eru ekki einkaeign sýningastjóra né stjórnmálaafla. Skri fstofutækn i Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Gagnagrunnur H Mannleg samskipti m Tölvubókhald ■ Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíBar „Ég hafði samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu i bókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. t| Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Islands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 45 Loksms útsala sem framkallar bros á jafnvel þeim fúlustu, sem halda að þeim nægi bara ísköld steypan undir fætur fjölskyldunnar. IVIu gefst þeim — og þér líka - tækifæri til að kaupa allrafóta gólfefni með alvöru afslætti. Pú sparar þér þúsundir á einu WP BBB- Góó greiðslukjorl Raðgreióslur til allt að 36 mánaða — 68 1950 fær að PSf 11 alveg 15-50% afsláttur og góo greiðslukjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.