Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Jógastöðin ‘J-íeimsójós Ármúía 15, 2. fuzð, sími 588 4200 Byrjendanámskeið 16. jan.-l. feb. þri./fim. kl. 20-22. Kenndar undirstöðuæfingar Kripalujóga, teygjur, öndunaræfingar og slökunar-aðferðir til að losa um spennu, líkamlega og andlega. Kennari: Guðfinna Svavarsdóttir. Vellíðunarnámskeið 15. jan.-24. jan. mán./mið. kl. 20-22. Vöðvabólga, höfuðverkur, orkuleysi og streita. Lærðu að lesa úr skilaboðum líkamans. Kennari: Kristín Norland. Listin að lifa í gleði og heilbrigði 16. jan.-5. mars. Þriðjudagar kl. 20.30-22.30. Örfá pláss laus. AÐSENDAR GREINAR Þjóð í ánauð / ft'fy ■'sft' •A ó G A 4 i << 7j> y Brúin styrkir bakið JÓGASTÖÐIN HEIMSLJOS „FRJALSHYGGJA" er slagorð sem flokksmenn „flokks allra lands- manna“ vilja stundum tileinka sér. En hafa þeir staðist prófið? Er ekki eitthvað annað á ferðinni? „íslensk fijálshyggja"? Eða er það alræðis- hyggja þrátt fyrir allt? Hayek Einn af kenningasmiðum fijáls- hyggjunnar er Austurríkismaðurinn og Nóbelsverðlaunahafinn dr. F.A. Hayek (f.1899). Stjórnmála- og lög- fræðingur. Eitt grundvallarrita hans „The Road to Serfdom" kom fyrst út í Englandi í skugga síðari heims- styijaldar sem skýrir nokkuð efnis- tök. Rit þetta mun hafa komið út í íslenskri þýðingu og snarað sem „Leiðin til ánauðar" (1980). Dr. Hayek kryfur meðal annars í riti sínu sjálfa „Lagaregluna“ gerð hennar, eðli og tengsl hennar við skipulagningu (markaðarins). Þar gerir dr. Hayek réttilega greinarmun á formlegri almennri lagaréglu sem gildir jafnt fyrir alla (hér nefnd al- menn lagaregla) og efnislegri laga- reglu (nefnd hér sérgæða lagaregla) sem sett er til handa æ sérgreindari sérhagsmunum af ýmsu tagi. Hina fyrri telur hann þjóna best hagsmun- um viðskiptalífsins - fijálshyggjunni en hina síðari telur hann best þjóna leiðinni í þrældóm - nasisma eða kommúnisma. Af kenningum dr. Hayeks má draga þá ályktun að þegar sérgæða lagaregla hefur einu sinni verið sett fram þá raskist jafnvægi viðskipta- lífsins sem ella væri fyrir hendi á grundvelli almennra lagareglna og jafnvægi verði ekki náð á ný fyrr en sérgæðareglan(urn- ar) er(u) afnumin(dar). Ekki tjáir að setja nýja sérgæðareglu til þess að skapa jafnvægi að nýju það skápaði einungis keðjuverkun og ieiðin i hlekki alræðisríkisins yrði aðeins mun greið- ari. Niðurstaða dr. Hayek varðandi „Lagaregluna“ virðist sú að spilverk og orkugjafi ánauðar „sameignarstefnu" og „þjóðernisstefnu" - hinna tveggja hliða al- ræðishyggju - er sérgæða lagaregi- an. Umfjöllun dr. Hayeks á öðrum stöðum umræddrar bókar og í síðari ritum um aðra áhrifavalda á mark- aðinum styðja það sem hér greinir varðandi „Lagaregluna" og áhrifa- mátt hennar. Þá er mannkynssagan traust vitni. Hægra megin: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið leynt með það að flokkurinn rekur sérhagsmuni stórra viðskipta- aðila í íslensku þjóðfélagi. Kemur það fram í stefnu flokksins, laga- frumvörpum sem hann leggur fram en ekki síst í lagaframkvæmd hins íslenska stjórnkerfis. Bakhjarlar flokksins, styrktar- og stuðnings- aðilar gefa hér gleggri mynd en margt annað í pússi hans. Einka- væðing ríkisfyrirtækja nær ekki markmiði sínu ef „gefið er“ en ekki selt og afleiðing er einokun og fá- keppni einkaaðila. Andstaða foringja flokksins við ESB er því sprottin af „Thatcherhyggju" - vernda þarf ákveðna innlenda fákeppni og einok- un. Afleiðing þátttöku Sjálfstæðis- flokksins í stjórn með Framsóknar- flokknum er aukin áhersla á máia- flokka og efnahagslausnir sem eru eins fjarri ftjálshyggjunni og unnt er samanber t.d. viðhald landbúnað- arkerfisins. „Áætlunarbúskapur" að hætti gamla Sovétsins er líklega besta skilgreiningin á því hvað er framundan þar á bæ. Hafi einhver kjósandi í Reykjavík- ur- og Reykjaneskjördæmum haldið að frambjóðendur Framsókn- arflokksins í þessum kjördæmum væru að tala fyrir „nýjum“ Fram- sóknarflokki þá mun nú sá hinn sami bíta sig til blóðs í handarbökin. Lausnirnar verða sem fyrr áhersla á sérhagsmuni bænda, byggða- stefnu, pólitískar embættisveitingar, miðstýringu, úthlutunarkerfi og sjóðavæðingu/-eyðingu. Almennir hagsmunir allra (annarra) lands- manna vega nú um stundir lítið þeg- ar „rollupólitík" er annars vegar. ESB og Helvíti skipa hér sama sess í hugum afdalamanna. Hvernig er það - sætta „fijálshyggjumenn“ Sjálfstæðisflokksins sig við þessa andhverfu? „Austan megin Múrsins": Alþýðubandalag „Austan megin Múrsins" skal ESB-aðild er eðlilegur hluti af stefnu Alþýðu- flokksins, segir Halldór E. Sigurbjörnsson, enda afnám ýmissa sér- gæða lagareglna meðal megintakmarka EES og ESR stefnt að jöfnun lífskjara með sér- gæða lagareglum en með öðrum áherslum en „hægra þar“. Sérgæða lögum sem spilla öllu jafn- vægi í atvinnulífinu. Ágóði fyrirtækja er bannorð. „Ríkið í rekstur“ er slagorð dagsins. „Félagslegar úrbætur" er vígorð ónýtra samninga- manna sem semja af sér í hverri lotu. Tengsl Alþýðubandalags og verkalýðshreyfingar leiða þannig til sömu niðurstöðu og „römm er sú taug..." hjá Framsóknarflokknum. Islensku rekstrar- og viðskiptaumhverfi Halldór E. Sigurbjörnsson ásamt lífskjörum launþega er ógnað. Draumsýn í hugskoti - „það var ekki svo slæmt þarna fyrir austan - var það?“ ESB kemst aldrei á dagskrá vegna þjóðerniskenndrar sameignar- og heildarhyggju „flokkseigendafélagsins s/f“. Alþýðuflokkur - Jafnaðarmanna- flokkur íslands Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands hefur þá sér- stöðu að reka ekki sérhagsmuni. Er því öðruvís) en aðrir stjórnmála- flokkar á íslandi. Áherslur hans höfða bæði til hagsmuna stórra við- skiptaaðila sem verkamanna - eru almennar leikreglur er hafa aukin hagvöxt/velferð að meginmarkmiði sem samræmist kenningum dr. Hay- eks. Flokkurinn leggur þó áherslu á félagslegar lausnir en ætíð með hlið- sjón af áhrifum þeirra á efnahagslíf- ið enda útilokar dr. Hayek ekki ákveðna félagslega samhjálp. Efna- hags(S)tefna flokksins er undir áhrifum frá ,jafnaðarmannhyggju“ (e. „equalitarianism"). Hún felur því ekki í sér hreina fijálshyggju (e. „lib- eralism") eða tæra félagshyggju (kommúnismi/sósíalismi) heldur eitthvað annað og meira. Vegna jafnaðarmannhyggjueinda sem sam- ofin eru efnahags(s)tefnu Alþýðu- flokksins rekst alþjóðasamvinna sér- lega vel í öllum málefnum hans. Hér er því um nýja fijálslynda lýð- ræðisjafnaðarstefnu að ræða sem nýtir af skynsemi það besta frá fijálshyggjunni og félagshyggjunni en varast það versta. Þessi efna- hags(s)tefna er hér nefnd „ný fijáls- lynd lýðræðisjafnaðarhyggja" sem þýðir einfaldað að allir menn eiga að hafa altækt frelsi til að sitja við sama borð í efnahagslífinu og hafa því jafnan og almennan rétt til við- skiptatækifæra. ESB-aðild er því eðlilegur hluti af stefnu Alþýðuflokksins - Jafnað- armannaflokks íslands þar sem meginmarkmið EES og ESB eru afnám ýmissa sérgæða lagareglna samningsríkjanna sem trufla eðlileg gangverk viðskiptaiífsins, markað- arins og mannlífsins. Má þar nefna inngangsgrunnákvæði EES-samn- ingsins og Rómarsamnings ESB sem banna sem aðalreglu mismunun byggða á ríkisborgararétti. GATT (WTO)-samningurinn er byggður á sama meiði, afnámi sérgæða við- skiptahindrana samningslandanna. Framundan er því alþjóðamarkaður byggður á almennum reglum nýrrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.