Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 35
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DOMUR
HÆSTARÉTTAR
HÆSTIRETTUR Islands
kvað upp þann dóm í gær,
að Agnesi Bragadóttur, blaða-
manni Morgunblaðsins, væri
ekki skylt að svara spurningum
Rannsóknarlögreglu ríkisins
um heimildir hennar fyrir
greinaflokki, sem birtist hér í
blaðinu snemma á sl. ári um
endalok Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, sem viðskipta-,
veldis og uppgjör á skuldum
þess við Landsbanka íslands.
Aður hafði Héraðsdómur
Reykjavíkur úrskurðað, að
blaðamanninum væri skylt að
svara spurningum rannsóknar-
lögreglu. Hæstiréttur hefur því
hrundið þeirri niðurstöðu Hér-
aðsdóms Reykjavíkur.
í forsendum Hæstaréttar
segir m.a.: „Samband íslenzkra
samvinnufélaga hafði um langa
hríð verið eitt umsvifamesta
fyrirtæki landsins og vörðuðu
málefni þess fjölmarga áðila.
Opinber umræða um málefni
sambandsins og skuldaskil get-
ur því haft almennt gildi, sem
og umræða um hag og
starfsaðferðir lánastofnana í
landinu. Nauðasamningi sam-
bandsins lauk með staðfestingu
Rans samkvæmt úrskurði Hér-
aðsdóms Reykjavíkur 5. sept-
ember 1994.1 skýrslu Sigurðar
Markússonar, fyrrverandi
stjórnarformanns, 5. desember
1995 kemur fram, að hann tel-
ur, að greinar varnaraðila hafi
ekki skaðað hagsmuni sam-
bandsins. Þá hefur Landsbanki
íslands ekkert frumkvæði haft
að þessu máli. Þar sem nauða-
samningi er lokið og skuldaskil
sambandsins gengin í gegn eru
ekki sömu hagsmunir tengdir
þeim trúnaðarupplýsingum,
sem varnaraðili er talin hafa
haft undir höndum við samn-
ingu greinanna og annars hefði
verið. Eins og mál þetta liggur
fyrir hefur ekki verið sýnt fram
á, að svo ríkir hagsmunir séu
í húfi fyrir Lándsbanka ís-
lands, Samband ísl. samvinnu-
félaga sem viðskiptamann
hans, almenning eða rannsókn-
arvald, að varnaraðili geti ekki
borið fyrir sig fyrri málslið 1.
mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991.
Kröfum sóknaraðila er því
hafnað að því er varðar síðari
spurningu sóknaraðila . . .
Hinn kærði úrskurður er felldur
úr gildi. Varnaraðila, Agnesi
Bragadóttur, er ekki skylt að
svara framangreindum spurn-
ingum sóknaraðila, Rannsókn-
arlögreglu ríkisins."
í forsendum Hæstaréttar er
sérstaklega fjallað um 1. mgr.
53. gr. laga nr. 19/1991, sem
hljóðar svo: „Þeim sem ber
ábyrgð að lögum á efni prent-
aðs rits eða öðru efni, sem birt
er opinberlega, er óskylt að
skýra frá því fyrir dómi, hver
sé höfundur að riti, grein, frá-
sögn eða tilkynningu sem hefur
birst án þess, að höfundur væri
nafngreindur. Þetta á þó ekki
við, ef vitnisburðar er krafist
vegna afbrots, sem ætla má,
að muni varða þyngri refsingu
en fésektum eða varðhaldi eða
vegna brots gegn þagnarskyldu
í opinberu starfi, enda sé vitnis-
burður nauðsynlegur fyrir
rannsókn málsins og ríkir
hagsmunir í húfi.“
Um þetta ákvæði segir
Hæstiréttur: „Efni ákvæðisins
á rót sína að rekja til ákvæða
stjórnarskrár og mannréttinda-
sáttmála um tjáningarfrelsi og
byggir á þeim sjónarmiðum að
það sé almennt æskilegt og í
samræmi við lýðræðishefðir að
almenningur fái að fylgjast
með því sem er að gerast í
þjóðfélaginu. Verði ábyrgðar-
menn efnis sem birtist opinber-
lega að gefa upp heimildar-
menn sína sé það til þess fallið
að efni, sem eigi erindi við al-
menning birtist ekki.“
Þessi dómur Hæstaréttar er
mikill sigur fyrir fijálsa blaða-
mennsku á Islandi. Hann er
trygging fyrir því, að blaða-
og fréttamenn geti starfað með
eðlilegum hætti að því megin-
hlutverki sínu að miðla upplýs-
ingum til almennings um hvað-
eina, sem máli skiptir og varðar
almannahag, enda sé staðið að
því á ábyrgan hátt.
Athyglisvert er að Hæsti-
réttur kemst að þeirri niður-
stöðu að það sé dómstóla að
meta það „í hveiju tilviki",
hvort spurning sé svo löguð,
„að ábyrgðarmenn geti borið
fyrir sig ákvæði 1. mgr. 53.
gr. laga nr. 19/1991 um að
gefa ekki upp heimildarmenn
og einnig hvort rannsóknar-
hagsmunir séu svo ríkir eða svo
mikilsverður trúnaður brotinn
að þessi regla eigi ekki að
gilda.“
í forystugrein Morguiiblaðs-
ins hinn 16. desember sl. var
því lýst, hveijar voru forsendur
fyrir þeirri ákvörðun ritstjóra
Morgunblaðsins að birta um-
ræddan greinaflokk. Þar sagði:
„Markmiðið með greinum þéss-
um var tvíþætt. í fyrsta lagi
að gera einhverja grein fyrir
því, hvernig mesta viðskipta-
veldi íslandssögunnar gat
hrunið með þeim hætti, sem
Sambandið gerði og hins vegar
á hvern veg þjóðbankanum,
Landsbanká íslands tókst að
lágmarka tap sitt og þar með
viðskiptamanna bankans vegna
þessa hruns. Hér voru miklir
almanna hagsmunir í húfi og
eðlileg krafa, að almenningur
hefði aðgang að einhveijum
upplýsingum um þetta mál.
Þegar greinarnar birtust var
viðskiptum Sambandsins að
langmestu ^eyti lokið. Hér var
því um að ræða að safna saman
upplýsingum um sögulegar
staðreyndir, sem engan gátu
skaðað en ekki upplýsingum
um viðskipti fyrirtækis í fullum
rekstri við viðskiptabanka
sinn.“
í Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins hinn 24. desember var
fjallað frekar um þennan þátt
málsins og þar sagði: „Ef Sam-
bandið hefði verið í fullum
rekstri á þeim tíma, sem um-
ræddar greinar lágu fyrir, eru
verulegar líkur á því, að Morg-
unblaðið hefði ekki birt þær
a.m.k. ekki á þann veg, sem
gert var. Eitt er að birta sögu-
legar upplýsingar um endalok
og skuldaskil í rekstri fyrirtæk-
is, sem í eina tíð var stærsta
fyrirtæki á íslandi. Annað að
birta slíkar upplýsingar um
fyrirtækið í fullum rekstri, sem
getur skaðað hagsmuni þess
og kallað stórfellt skaðabóta-
mál yfir þann fjölmiðil, sem
upplýsingarnar birtir. Þegar
um var að ræða í fyrsta lagi
fyrirtæki, sem er hætt öllum
almennum rekstri, í öðru lagi
fyrirtæki, sem sagt var að
væri í eigu tugþúsunda íslend-
inga og í þriðja lagi hagsmuni
þjóðbanka, sem varðaði hag
tugþúsunda viðskiptamanna
hans væri íóhugsandi að líta á
málið á annan veg en þann, að
það varðaði almanna hagsmuni
miklu, að þessar upplýsingar
yrðu birtar opinberlega.“
Af þessum tilvitnunum er
ljóst, að á ritstjórn Morgun-
blaðsins var fjallað á ábyrgan
hátt um birtingu þessara upp-
lýsinga. Hæstiréttur hefur
komizt að nákvæmlega sömu
niðurstöðu um forsendur fyrir
birtingu greinanna. Æðsti
dómstóll landsins telur að „op-
inber umræða um málefni sam-
bandsins og skuldaskil geti því
haft almennt gildi sem og um-
ræða um hag og starfsaðferðir
lánastofnana í landinu . . . Þar
sem nauðasamningi er lokið og
skuldaskil sambandsins gengin
í gegn eru ekki sömu hagsmun-
ir tengdir þeim trúnaðarupplýs-
ingum, sem varnaraðili er tal-
inn hafa haft undir höndum við
samningu greinanna og annars
hefði verið.“
Það er jafnframt ljóst, að í
þessum forsendum Hæstarétt-
ar felst, að það hafi ekki verið
tilefni til þess af háþfu banka-
stjórnar Seðlabanka íslands að
taka ákvörðun um að senda
mál þetta til ríkissaksóknara.
Vonandi verður það til þess,
að opinberir aðilar hugsi vel
sinn gang áður en þeir ráðast
í mál af þessu tagi. Það lá-ljóst
fy.rir í upphafi, að forsvars-
menn þessara stofnana áttu
að geta gert sér grein fyrir
því, að sögulegar staðreyndir
eru annað en mikilvægir við-
skiptahagsmunir og trúnaðar-
brestur.
Dómur Hæstaréttar er mikið
fagnaðarefni. Aðgerðir Seðla-
banka, ríkissaksóknara og
rannsóknarlögreglu svo og úr-
skurður Héraðsdóms Reykja-
víkur höfðu vakið upp spurn-
ingar um hvort blaða- og
fréttamenn hefðu nægilegt
svigrúm til að sinna störfum
sínum og m.a. leitt til tillögu-
flutnings á Alþingi til þess að
tryggja rétt þeirra. Með dómi
Hæstaréttar hefur andrúms-
loftið verið hreinsað. Dómurinn
hefur grundvallarþýðingu fyrir
fjölmiðla og starfsfólk þeirra
en þó fyrst og fremst fyrir tján-
ingarfrelsið í landinu.
"V
Bjartsýni í skipasmíðaiðnaði og stefnt að 80% markaðshlutdeild fyrir aldamót
Morgunblaðið/Kristján
VERKEFNASTAÐA fyrirtækja í skipaiðnaði er mun betri nú í upphafi árs en verið hefur á síðustu árum og víðast var mikið að gera á
síðasta ári. Slippstöðin-Oddi á Akureyri er meðal þessara fyrirtækja. Þar er nú verið að vinna við fjölda skipa eins og sjá má á myndinni.
EFTIR LANGT erfiðleika-
tímabil er skipasmíðaiðn-
aðurinn að lifna og eru
forsvarsmenn fyrirtækja i
greininni bjartsýnir á að komandi ár
verði gott, en góð afkoma í sjávarút-
vegi skilar sér fljótt í auknum verk-
efnum hjá skipasmíðastöðvunum.
Stefnt er að því að ná fyrri markaðs-
hlutdeild innanlands fyrir aldamót en
hún var 75-80% og auka umsvif
greinarinnar frá því um 30% innan
tíu ára.
Ingólfur Sverrisson deildarstjóri
hjá Samtökum iðnaðarins segir að
fyrirtæki í greininni hafi á síðustu
árum gengið í gegnum mikla erfið-
leika. Eftir þá holskeflu séu menn
að krafla sig upp í fjöruborðið og
reyna að ná áttum.
Allt frá því í fyrrasumar hafa
starfshópar innan greinarinnar lagt
mikla vinnu í að meta stöðuna, setja
greininni ný markmið og áætlanir um
hvernig raunhæft sé að ná þeim, en
þessi markmið ná til næstu tíu ára.
Samkvæmt þessum markmiðum
um bætta samkeppnisstöðu og lang-
tímastefnu í markaðsmálum verður
reynt að skapa grundvöll fyrir arðbær
verkefni á sviði skipaiðnaðar, sem
standast alþjóðlegar kröfur um verð
og gæði og að ná fyrri markaðshlut-
deild iðnaðarins innanlands, eða
75-80% verkefna fyrir aldamót og
auka umsvif greinarinnar frá því um
30% innan tíu ára.
„Við höfum verið að vega og meta
þessi verkefiii og leiðir til að vinna
að þeim,“ sagði Ingólfur en verið er
■að skipa fólk í nokkra starfshópa sem
verða að störfum fram á sumar og
síðan verður starfíð endurskoðað
næsta haust,
Samkeppnisstaða og
markaðssókn
Verkefnin sem um ræðir skiptast
í meginatriðum í tvennt, annars veg-
ar á sviði samkeppnisstöðu iðnaðarins
og hins vegar markaðssókn.
Hvað samkeppnisstöðuna varðar
verður tekið saman yfirlit yfir hindr-
anir sem torvelda framleiðslu og sölu
á vöru og þjónustu í greininni og í
framhaldi af því verður sett fram
áætlun sem miðar að því að færa
þessi atriði til betri vegar. 1 öðru lagi
verður framleiðni í greininni metin,
sem og tæknistig, samanborið við
helstu samkeppnislönd og tillögur
settar fram um aðgerðir til að hækka
tæknistigið, auka framleiðni og bæta
samkeppnisstöðuna.
Skilgreina á langtímastefnu í
markaðsmálum, áhrifavalda og
hvemig unnt er að breyta þeim eða
Betri tíð eftir
barning síðustu ár
Eftir mögqr ár virðist skipasmíðaiðnaðurínn
vera að rétta úr kútnum. Forsvarsmaður í
greininni orðar það þannig í samtali við
Margréti Þóru Þórsdóttur að ástandið á
þessum erfiðu árum hafí í versta falli leitt til
gjaldþrots fyrirtækja, önnur hafí farið í
nauðasamninga og í besta falli hafí þeim rétt
tekist að halda nefínu upp úr.
nýta til að ná höfuðmarkmiði verkefn-
isins eftir tíu ár. Leitað verður eftir
samstarfi við útgerðir, fiskvinnslu og
sölusamtök til að taka sem mest mið
af framtíðarþörf þessara atvinnu-
greina. Þá verða fyrirtæki hvött til
að móta sína eigin markaðsstefnu.
Fortíðarvandi fyrirtækjanna
mismikill
Ingólfur sagði að verkefnastaða
fyrirtækja í skipaiðnaði væri þokka-
leg í heildi og hvað afkomuna varðar
slyppu þau fyrir horn, en enn væri
nokkuð langt í land að fyrirtæki í
greininni væru að skila hagnaði að
einhverju ráði. Iðnaðurinn væri að
koma upp úr miklum öldudal og for-
tíðarvandi fyrirtækjanna væri mis-
mikill.
„Okkar markmið taka mið af því
að betur er farið að ganga, kreppan
hafði víðtæk áhrif og gekk nærri af
skipaiðnaði dauðum. Reyndar má
segja að hluti hans iiggi í dvala, það
er nýsmíðin, en við stefnum auðvitað
að því að ná henni inn aftur,“ sagði
Ingólfur.
Komið verði á sveiflujöfnun
Hann sagði skipaiðnaðinn í afskap-
lega kynlegri stöðu. Vissulega væri
slæmt þegar illa gengi { þjóðfélaginu
og verkefni í lágmarki, en þótt það
hljómaði undarlega ylli það forsvars-
mönnum skipaiðnaðarins ekki síður
áhyggjum þegar færi að ganga vel í
sjávarútvegi. Þegar ástand væri með
þeim hætti hefði raungengi krónunn-
ar hækkað, sem þýddi verri sam-
keppnisstöðu fyrir greinina.
„Við höfum verið að biðja um að
þessu verði kippt úr sambandi, þann-
ig að við þurfum ekki sífellt að búa
við samkeppnisskilyrði sem ákvarðast
af því hvernig gengur í sjávarútvegi.
Við höfum hvatt til þess að allar leið-
ir verði skoðaðar til að koma á sveiflu-
jöfnun að þessu leyti. í því sambandi
hefur verið bent á veiðileyfagjald, en
Samtök iðnaðarins hafa þó lagt
áherslu á að þeir aðilar, sem mestra
hagsmuna eiga að gæta, móti sam-
eiginlegar tillögur um leiðir til að
draga úr þessum sveiflum, sem oftar
■en ekki eiga rætur í sjávarútvegi.
Sannleikurinn er sá að síðustu ára-
tugi hefur í raun verið tekið veiði-
leyfagjald á íslandi með því að hækka
raungengið. Við teljum eðlilegra að
hætt verði að fikta í skráningu krón-
unnar og sett verði á sveiflujöfnun
en það er ein meginforsenda þess að
okkur takist að ná settum langtíma-
markmiðuip."
Forsenda að stöðug-
leikinn haldist
„Síðasta ár var mjög gott og við
sjáum fram á vaxandi verkefni á
þessu ári, einkum í tengslum við stór-
iðjuframkvæmdir sem fyrirhugaðar
eru, þannig að ég er tiltölulega bjart-
sýnn fyrir hönd þessa iðnaðar," sagði
Agúst Einarsson framkvæmdastjóri
Stálsmiðjunnar í Reykjavík en hann
vænti þess að komandi ár yrði ekki
síðra en það síðasta.
Hann benti á að nokkur skortur
væri á iðnaðarmönnum, aðallega í
járniðnaði. „Það er búið að 'gráta
þennan iðnað í hel á undanförnum
árum, þannig að ég er ekki hissa
þótt ungir menn hafi ekki sótt í þetta
nám,“ sagði Ágúst, en sagði að menn
björguðu sér þrátt fyrir það, alltaf
væri einhver hreyfing á fólki.
Góð afkoma í sjávarútvegi er að
skila sér í fleiri yiðhaldsverkefnum
hjá smiðjunum. „Útgerðin er betur í
stakk búin nú að takast á við stærri
verkefni á þessu sviði, þannig að ég
er viss um að það verður mikið að
gera allt þetta ár. En allt byggist á
því að stöðugleikinn haldist og það
raungengi sem við búum við nú.
Gangi það eftir verður árið gott bæði
fyrir fyrirtæki í þessari grein sem og
í iðnaði almennt," sagði Ágúst.
Fjárfestingar íslendinga
erlendis auka verkefnin
Ingi Björnsson framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar-Odda sagði að næg
verkefni hefðu verið í stöðinni allt
síðasta ár og frá því í haust hefði
verið óvenju mikið að gera. Pjórir
þættir skiptu þar meginmáli, betri
afkoma í sjávarútvegi, tilkoma flot-
kvíar, fjárfestingar íslendinga í sjáv-
arútvegi erlendis, og betri samkeppn-
isstaða.
„Þetta er nátengt afkomu útgerð-
arinnar, gott gengi þar er fljótt að
skila sér til okkar,“ sagði Ingi. Hag-
stæð gengisskráning gerir skipaiðn-
aðinn samkeppnishæfari en Ingi sagði
að enn misstu menn stóru verkefnin
úr landi. Fjárfestingar íslendinga í
sjávarútvegi í útlöndum hafa skilað
Slippstöðinni-Odda töluverðu af verk-
efnum, í haust var unnið við togarann
Hannover sem er að hluta i eigu ís-
lenskra sjávarafurða og nú í vetur
verður unnið í ljórum togurum Meckl-
enburger Hochseefischerei, dótturfé-
lags Utgerðarfélags Akureyringa. Þá
er verið að smíða vinnslubúnað í skip
Deutsche Fischfang Union sem er að
meirihluta í eigu Samheija á Akur-
eyri. „Þessi verkefni skipta okkur
verulegu rnáli," sagði Ingi.
Flotkví Akureyrarhafnar hefur
einnig mikið að segjá varðandi verk-
efnastöðuna. „Vjð höfum tekið nokk-
ur stærri skip upp í kvína, en verk-
efni við þau hefðu farið úr landi hefði
hún ekki komið til,“ sagði Ingi, en
nokkur af stærstu skipum flotans
hafa verið í viðhaldi þar, eins og
Baldvin Þorsteinsson, Guðbjörg, Sigl-
ir og Arnar.
Ingi sagði að mikill skortur væri á
járniðnaðarmönnum á Akureyri, þeir
hefðu verið snöggir að skipta um starf
þegar hallaði undan fæti í iðnaðinum,
margir hafi farið á sjó, í önnur störf
eða flutt úr bænum. Stö.ðin væri góðu
samstarfí við fjölda fyrirtækja sem
tæku að sér verk, en þessi fyrirtæki
eru bæði í bænum, en einnig utan
hans, eins og í Ólafsfirði, Grenivík
og Húsavík.
Skortur á iðnaðarmönnum
Sigurður Jónsson framkvæmda-
stjóri Skipasmíðastöðvarinnar á
ísafirði sagði næg verkefni hjá stöð-
inni fram á vorið, en það sem virtist
uppgangur í skipaiðnaði nú hefði vart
þótt það fyrir um 10 árum. Greinin
stæði nú frammi fyrir þeim vanda
að skortur væri' á iðnaðarmönnum.
Þegar illa fór að ára í iðnaðinum leit-
uðu þeir í önnur störf. Iðnaðarmenn
í þessari gi-ein hefðu ekki útskrifast
í neinum verulegum mæli mörg síð-
ustu ár. Nú hefðu fyrirtæki í skipaiðn-
aði ekki eins mikið af hæfu fólki í
starfi og þau kysu og þegar unnið
væri að stórum verkefnum væri leitað
til undirverktaká, sem í sumum tilvik-
um ynnu allt að 60-70% verksins.
Á erfiðleikatímum væri ekki mikið
um endurnýjun tækja og því byggju
mörg fyrirtækjanna við gamlan
tækjakost, sem aftur leiddi til þess
að störfín væru ekki eftirsóknarverð.
Það þyrfti því að leita leiða til að
gera starfsvettvang í skipaiðnaði
meira aðlaðandi og eftirsóknarverð-
an.
„Eftir þessa miklu dýfu eru mörg
fyrirtækjanna nánast á byijunareit,
en nú þurfum við að snúa okkur að
því að gera vinnustaðina nútíma-
lega,“ sagði Sigurður. Útgerðarmenn
hefðu tekið jákvætt í að taka þátt
slíkri uppbyggingu. „Þeir áttuðu sig
á því þegar að þrengdi, að sú staða
gat allt eins komið upp að enga við-
gerðarþjónustu yrði að hafa í land-
inu.“
Nýsmíðin nauðsynleg
Eina nýsmíðin sem unnið er að í
landinu um þessar mundir er smíði
lóðsbáts í Skipalyftunni í Vestmanna-
eyjum og sagði Ólafur Friðriksson
framkvæmdastjóri að nauðsynlegt
væri að hafa slík verkefni sem hægt
væri að vinna að þegar minna væri
að gera í viðhaldi og endurbótum.
Næg verkefni hafa verið í Skipa-
lyftunni frá því síðasta haust og útlit-
ið bjartara varðandi veturinn en á
síðustu árum. Ólafur tók undir með
Sigurði og sagði skort á iðnaðar-
mönnum í greininni og yrði því að
leita til undirverktaka í meira mæli
en áður.
Finnum fljótt fyrir
uppsveiflunni
Mun meira var að gera hjá Skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á síð-
asta ári en undanfarin ár og sagði
Þorgeir Jósefsson framkvæmdastjóri
að til þess hefði komið að vísa hefði
þurft verkefnum frá. Langt væri síð-
an slík staða hefði komið upp. „Við
finnum fyrir því fljótt í þessa.ri iðn-
grein þegar uppsveifla verður," sagði
hann.
„Við erum stórir í smíði á vinnslu-
búnaði og það hefur verið mjög mik-
ið að gera á þeim vettvangi og það
sem við sjáum framundan lofar góðu,
það er ýmislegt í pípunum," sagði
Þorgeir.
Hann sagði skort á járniðnaðar-
mönnum um þessar mundir, en hann
teldi ástæðu þess ekki endilega vera
áhugaleysi manna á iðninni, heldur
hefðu fáir viljað taka lærlinga á
samning, menn hefðu ekki komist að.
„Þetta er greinilega að breytast og
ef af framkvæmdum á Grundartanga
verður er morgunljóst að það verður
mikið um að vera,“ sagði Þorgeir,
Eldri borgarar
hyggja á að-
gerðir vegna
tvísköttunar
Lífeyrisþegar eru óánægðir með að leiðrétting
sem þeir nutu í fyrra vegna tvísköttunar
lífeyrisgreiðslna var felld niður um síðustu
áramót. Reiknað hefur verið út miðað við
4.500 opinbera starfsmenn að skattar 70 ára
og eldri hækki um allt að 82 þúsund krónur
á þessu ári.
BÚIÐ er að afnema 15%
skattaafslátt af llfeyris-
greiðslum sem var veittur
í fyrra til að vega upp á
móti tvísköttun lífeyris. Félag eldri
borgara í Reykjavík hyggst efna til
fundarhalda vegna endurkomu tví-
sköttunar, að sögn Guðríðar Ólafs-
dóttur, framkvæmdastjóra félagsins.
Beðið verður með aðgerðir þar til
reglugerð um fjármagnstekjuskatt
liggur fyrir síðar í mánuðinum. Einn-
ig munu fulltrúar Landssambands
aldraðra ræða breytt viðhorf hjá ís-
lenskum lífeyrisþegum á fundi sam-
vinnunefndar Sambands norrænna
eftirlaunaþega 22.-23. janúar næst-
komandi. Þar verða kjör íslenskra líf-
eyrisþega borin saman við kjör koll-
ega þeirra á Norðurlöndum.
Þegar staðgreiðsla skatta var tekin
upp árið 1988 var skattfrelsi lífeyris-
iðgjalda launþega fellt niður. Fram
að því voru iðgjaldagreiðslur laun-
þega í lífeyrissjóði undanþegnar
tekjuskatti. Greiðslur úr lífeyrissjóð-
um eru skattskyldar og því gat verið
um tvísköttun að ræða fyrir þá sem
greitt höfðu í lífeyrissjóði eftir 1988
og þáðu lífeyrisgreiðslur fyrir 1995.
Þeir greiddu semsagt skatt af iðgjaldi
í lífeyrissjóðinn og síðan skatt þegar
þeir fengu lífeyri úr sjóðnum. Félag
eldri borgara og Landssamband aldr-
aðra voru á meðal þeirra sem mót-
mæltu þessu kröftuglega og kröfðust
leiðréttingar.
Ályktað um tvísköttun
Árið 1991 samþykkti Alþingi
þingsályktunartillögu frá Guðmundi
H. Garðarssyni, Sólveigu Pétursdótt-
ur og Þuríði Pálsdóttur þar sem fjár-
málaráðherra var falið að undirbúa
nauðsynlegar lagabreytingar til að
koma í veg fyrir að „lífeyrissparnaður
nyti lakari skattalegra ____________
kjara en annar sparnaður",
eins og sagði í tillögunni.
Stjórnarþingmennirnir
Guðmundur Hallvarðsson,
Sólveig Pétursdóttir og Vil-
hjálmur Egilsson fluttu síð- ——■
an tillögu til þingsályktunar um að
fjármálaráðherra yrði falið að leggja
fyrir Alþingi frumvarp til laga er fæli
í sér afnám tvísköttunar af lífeyris-
greiðslum og jafnræði í skattalegri
meðferð vaxtahluta lífeyrisins. Tillag-
an dagaði uppi en var endurflutt á
næstsíðasta þingi.
Breytt að kröfu
Iaunþegasamtaka
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra vék að tvísköttuninni í grein
hér í blaðinu 6. janúar síðastliðinn.
Þar segir að haustið 1994 hafi verið
miklar umræður um meinta tvískött-
un lífeyrisgreiðslna. „Til að koma til
móts við þessi sjónarmið ákvað þáver-
andi ríkisstjórn að fara þá leið að
undanþiggja tiltekinn hluta lífeyr-
isgreiðslna tekjuskatti, eða sem svar-
aði til framlags launafólks í lífeyris-
sjóði. Samkvæmt útreikningum sér-
fræðinga jafngilti þetta 15% af út-
borguðum lífeyri," skrifar ráðherr-
ann. Lífeyrisþegar, 70 ára og eldri,
fengu rétt til að draga frá 15% af
útgreiddum lífeyristekjum áður en
skattur var lagður á. Gilti þessi skip-
an í fyrra og missti ríkissjóður af 250
milljóna skatttekjum.
Fjármálaráðherra segir í grein
sinni að ýmis launþegasamtök, eink-
um ASÍ, hafi gagnrýnt þetta fyrir-
komulag og taiið eðlilegra að skatt-
leggja lífeyrisgreiðslurnar að fullu en
undanþiggja iðgjaldið í lífeyrissjóðina.
Við gerð kjarasamninganna í febrúar
1995 hafi þetta orðið ein helsta krafa
ASÍ gagnvart stjórnvöldum. Ríkis-
stjórnin hafi fallist á að undanþiggja
lífeyrisiðgjöld tekjuskatti, „enda ljóst
að ekki tækjust kjarasamningar ...
að öðrum kosti.“
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
segir alranga þá fullyrðingu fjármála-
ráðherra að afslátturinn hafi verið
felldur niður að kröfu ASÍ. „Þetta
hefur aldrei borið á góma af okkar
hálfu. Friðrik er sennilega að skjóta
sér á bak við það að á seinasta ári,
þegar þessi heimild um 15% undan-
þágu aldraðra var gefín, túlkaði ríkis-
stjórnin það svo að þetta væri hennar
svar við kröfu okkar um að undan-
þiggja iðgjöld iaunafólks til lífeyris-
sjóða frá skattlagningu. Við mót-
mæltum því harðlega og bentum á
að þetta fullnægði ekki okkar kröfu.
Við kröfðumst þess að iðgjaldið sem
iaunafólk greiðir yrði undanþegið
skatti en við höfum ekki mótmælt
einu orði því að aldraðir fengju líka
undanþágu frá skatti vegna lífeyris-
bóta sinna,“ segir Benedikt.
Skattar hækka um
6-7 þúsund á mánuði
Samkvæmt upplýsingum frá Félagi
eldri borgara var reiknað út hvaða
áhrif þessi breyting hefði miðað við
4.500 opinbera starfsmenn. Niður-
__________ staðan var sú að 70 ára
og eldri munu greiða að
meðaltali 82 þúsund krón-
um meira í skatta í ár en
ella, eða 6-7 þúsund krón-
um meira á mánuði.
““““ Guðríður Ólafsdóttir
segir að samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu í haust hafi ætlunin verið að
taka helming tvísköttunarafsláttarins
af og nýta þá peninga til að hækka
grunnlífeyri ellilauna.
„Eg sé ekki að peningarnir verði
notaðir tii þess, nema það séu 450
milljónirnar sem þeir hættu við að
sníða af almannatryggingakerfinu,“
sagði Guðríður.
Hún segir að vegna ýmissa fleiri
breytinga sem unnið er að á velferð-
arkerfínu. Þannig segir Guðríður ljóst
að grunnlífeyrir muni skerðast um
30% eftir að ákveðnu tekjumarki er
náð. Einnig segir hún að aldraðir bíði
eftir reglugerð sem kveði á um breyt-
ingar á læknis- og lyfjakostnaði þeirra
sem eru 67-70 ára gamlir. Til þessa
hefur lækniskostnaður lækkað þegar
fólk nær 67 ára aldri en allar líkur
eru á að fólk á þessum aldri verði
krafíð um fullt verð fyrir lyf og lækn-
isþjónustu, auk þess sem læknisþjón-
usta við aðra eldri borgara muni einn-
ig hækka.
Eldri borgarar
og öryrkjar í
viðbragðs-
stöðu