Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögnr aö endurskipulagningu gömlu byggðarinnar á Flateyri væntanlegar á næstunni Morgunblaðið/Þorkell BÍLSKÚRINN hafnaði á hvolfi við næsta hús. AÐ mmnsta kosti fimm bilar skemmdust í Hnífsdal. Hér sést einn illa farinn og byrgðir gluggar á húsinu í baksýn. Rúm fyrir 50 nýjar íbúðir á eyrinni Við endurskipulagningu gömlu íbúðabyggð- arínnar á Flateyri hefur komið í ljós að mögulegt verður að úthluta lóðum fyrír 50 nýjar íbúðir á eyrinni. Kristján Jóhannes- son sveitarstjórí segir Helga Bjarnasyni að hreppsnefndin stefni að því að hafa þær tilbúnar í vor. PLÁSS fyrir fimmtíu íbúðir í einbýlishúsum, tvíbýlishúsum og litlum fjölbýlishúsum á eyrinni fæst með því að nýta betur það land sem til er og fylla upp fyrir utan Hafnarstræti, að sögn Kristj- áns Jóhannessonar, sveitarstjóra. Hann segir að tiltölulega ódýrt sé Tjón á eignum í aftakaveðri í Hnífsdal Vindurinn hreif með sér bíla o g skúr TÖLUVERT tjón varð á húsum og bílum í Hnífsdal í aftakaveðri í gær- morgun. Bílskúr fauk á næsta hús, að minnsta kosti fimm bílar skemmdust, jám fauk af húsum og rúður brotnuðu og stúlka slasaðist er hún fauk á bíl. Bílskúrinn fauk í fyrrinótt brast hann á með sunn- an hvassvirði og voru átta til níu vindstig við landið vestanvert. Vind- urinn nær sér upp í Hnífsdal í þeirri átt og varð mjög hvasst í verstu vindhviðunum. Veðurstofan hefur ekki vindmæli í Hnífsdal og er því ekki vitað nákvæmlega hvað vindur- inn var mikill. Lætin byijuðu um klukkan sex um morguninn er lögreglan fékk til- kynningu um að bílskúr við Stekkj- argötu 29 hefði fokið frá húsinu. Skúrinn fauk á næsta hús og liggur á hvolfi við húsgaflinn. Litlar skemmdir hafa orðið á íbúðarhúsinu. Maður sem þar svaf inni vaknaði við það að eitthvað fauk á húsið og hélt í fyrstu að það væri fiskikar. Bíll skemmdist lítillega um leið og skúrinn fauk. Síðar um morgun- inn fauk bíll sem stóð á bílastæði við rækjuverksmiðjuna Bakka á tvo bíla og lenti á toppnum nokkuð þar' frá. Ein vindhviðan hreif með sér stúlku úr hópi starfsmanna Bakka hf. sem voru að fylgjast með bílunum og slasaðist hún eitthvað er hún hafnaði á bíl. Mannlaus sendibíll valt undan vindinum við sorp- brennslustöðina á Skarfaskeri. Lög- reglan hvatti fólk í Hnífsdal til'-að halda sig inni við á meðan veðrið var sem verst. Björgunarsveitin kölluð út Félagar úr björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal voru kallaðir út til aðstoðar fólki og til að veija hús frekari skemmdum. Rúður brotnuðu í húsum við Stekkjarveg og víðar og járn fauk af húsum. Veðrið gekk niður þegar leið á morguninn og upp úr klukkan ellefu fóru björgunar- sveitarmenn að yfirgefa svæðið. að gera lóðirnar byggingarhæfar því lagnir og götur eru fyrir hendi að verulegu leyti. Sveitarstjórnin fær tillögur arki- tektsins til umfjöllunar einhvern næstu daga. Eftir að búið verður að afgreiða skipulagið í hrepps- nefndinni þarf að auglýsa breyting- una. Kristján segir stefnt að því að lóðirnar verði tilbúnar 1. maí þann- ig að fólk geti hafið framkvæmdir þá, ef veður leyfir. Hreppsnefndin hefur óskað eftir því við umhverfisráðherra að Ofan- flóðasjóður kaupi öll hús á ofan- verðri eyrinni, á því svæði sem tal- ið er í hættu vegna snjóflóða. Alls eru það 40-50 íbúðir, að meðtöld- um þeim eignum sem eyðilögðust í snjóflóðinu í október. Menn frá ráðuneytinu eru væntanlegir til Flateyrar á næstunni til viðræðna um málið. Kristján vonast eftir svari sem fyrst því kaup á eignum fólks- ins séu forsenda fyrir endurskipu- lagningu byggðarinnar og fram- kvæmdum einstaklinga og sveitar- félags. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 50-60 Flateyringar sem fóru í burtu eftir snjóflóðið. Kristján sér fram á tilfinnanlegan húsnæðis- skort, ef stór hluti fólksins vill snúa heim á ný. Hann segir hugsanlegt að nota húsnæði á hættusvæðinu í sumar en nýta verði sumarið til framkvæmda til þess að ekki komi til vandræða næsta haust. Á hættusvæðinu eru tíu félags- legar íbúðir Flateyrarhreþps. í stað þeirra er áhugi á að byggja 4-6 íbúðir niðri á eyrinni. Telur Kristján að það sé nauðsynlegt til þess að koma framkvæmdunum í gang. Þá fylgi fleiri á eftir. íþróttahúsið í notkun Á næstunni verður bygging nýs leikskóla boðin út. Hugmyndin er að byggja timburhús sem hægt verði að setja á grunn strax í vor. Unnið er af fullum krafti við íþróttahúsið og er áætlað að taka það í notkun í lok febrúar. Vinnsla er hafin í Vestfirskum skelfiski hf. á ný en hún hefur leg- ið niðri frá því snjóflóðið féll í októ- ber. Vegna þessa hefur sveitarfé- lagið_ fengið afnot af vinnubúðum sem ístak hf. notaði við gerð Vest- fjarðaganga. Þar eru tólf rúm. Allar vinnubúðirnar sem Landsvirkjun lánaði og Fiskvinnslan Kambur hf. hefur afnot af eru í notkun og er í raun þörf á meira húsnæði fyrir aðkomufólk í starfsliði fyrirtækis- ins. Hreinsunarátak Unnið hefur verið að hreinsunar- starfi jafnt og þétt. Vegna hlýind- anna að undanförnu hefur verkið sóst ágætlega, en enn er mikið verk óunnið, enda segir Kristján sveitar- stjóri að timburhúsin hafi brotnað í mjög smátt. Menn fara í gegnum allt sem grafið er upp og taka til handargagns heillega muni. Segir Kristján að stöðugt séu að finnast munir í snjónum. Töluvert átak var gert í hreinsun- inni um síðustu helgi. Þá unnu Flat- eyringar að hreinsun í sjálfboðaliðs- vinnu, meðal annars í kringum kirkjuna. Ruslið fyllti 30-40 gáma. Fyrirhugað er að halda hreinsunar- starfinu áfram næstu helgar ef veð- ur leyfir. Kristján segir að á næstunni sé áformað að hefja niðurbrot og brottflutning húsarústanna á snjó- flóðasvæðinu. Halldór Blöndal samgönguráðherra um samkeppni farsímakerfa í Evrópusambandinu Höldum okkur við 1. janúar 1998 REGLUR Evrópusambandsins um frelsi í rekstri farsímakerfa, sem eiga að taka gildi í aðiidarríkjunum á næstu vikum, gætu orðið hluti samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði. Það fer þó líkast til eftir afstöðu EFTA-ríkjanna. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra segist ekki vilja opna fyrir sam- keppni í farsímakerfinu strax og segir breytingu Pósts og síma í hlutafélag forsendu þess að auka samkeppnina. Evrópusambandið mun leyfa fijálsa samkeppni í símakerfinu frá 1. janúar 1998, með þeirri undan- tekningu að nokkur aðildarríki fá aðlögunartíma. EFTA-ríkin, ísland þeirra á meðal, hafa jafnframt lýst því yfír að þau muni gefa ijarskipta- þjónustu fijálsa á sama tíma. Óvenjulegt form Framkvæmdastjóm sambandsins hefur hins vegar að undanförnu tek- ið nokkrar ákvarðanir, sem eiga að hraða innleiðingu samkeppni. Nýj- ust þeirra er ákvörðun um qð aðild- arríkin skuli innleiða að u.þ.b. mán- uði liðnum reglur um afnám ríkis- einokunar á rekstri farsímakerfa og leyfa fijálsa samkeppni. Aðildarrík- in hafa níu mánaða frest til að gera framkvæmdastjórninni grein fyrir því hvernig hinum nýju reglum hafi verið hrint í framkvæmd. Að sögn Jóhanns Guðmundsson- ar, samgöngumálafulltrúa í íslenzka sendiráðinu í Bmssel, er form hinna nýju reglna nokkuð óvenjuiegt. Jó- hann segir að er unnið var að undir- búningi innri markaðar Evrópusam- bandsins, sem felur í sér fijáls vöru- viðskipti, fjármagns- og þjónustu- viðskipti og fólksflutninga, hafi, vegna þess hversu vanþróuð upp- bygging símakerfa í mörgnm aðild- arríkjum var á síðasta áratug, verið ákveðið að veita hluta fjarskipta- geirans undanþágu frá fijálsum við: skiptum fram til 1. janúar 1998. í ljósi örra tækniframfara undanfar- inna ára hafi undanþágan hins veg- ar þótt ónauðsynleg á æ fleiri svið- um og geti framkvæmdastjóm ESB þá gripið til heimildar í stofnsátt- mála sambandsins, sem heimili henni að setja regiur án þess að þurfa að ráðfæra sig við aðildarrík- in. Jóhann segir að efnislega falli hinar nýju reglur um aukna sam- keppni í fjarskiptum undir gildissvið EES-samningsins, en vafí leiki á hvort taka beri þær upp í samning- inn óbreyttar vegna hins óvenjulega forms. Til álita komi að túlka samn- inginn með þeim hætti að það sé hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA að setja sambærilegar reglur fyrir EFTA-ríkin. Jóhann segir að upp- taka reglnanna í EES-samninginn sé þannig að miklu leyti undir vilja EFTA-ríkjanna sjálfra komin. Sam- eiginlega EES-nefndin mun fjalla um málið á fundi eftir um það bil mánuð. Breyting í hlutafélag forsenda samkeppni Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að ísland væri ekki í stakk búið til að gefa farsímaþjónustu fijálsa eftir nokkrar vikur. „Við höfum haldið okkur við 1. janúar 1998. Þáð er sá rammi, sem við höfum sett okkur,“ sagði Halldór. Samgönguráðherra sagðist leggja áherzlu á að breyting Pósts og síma í hlutaféiag væri forsenda þess að fyrirtækið gæti tekizt á við samkeppni. Aðspurður hvort hann teldi ekki að aukið frelsi á fjar- skiptamarkaði í Evrópu þrýsti á að þeirri breytingu væri hraðað, til þess að ísland drægist ekki aftur úr, sagði ráðherra: „Ég var þeirrar skoðunar fyrir fjórum árum að þá væri fullkominn þrýstingur á þessa breytingu, en Alþýðuflokkurinn stóð á móti því, enda lýstu alþýðuflokks- menn því yfir fyrir síðustu kosning- ar að þeir væru andvígir því að breyta Pósti og síma og meira að segja ríkisbönkunum í hlutafélög. Þetta kom fram á fundi, sem ég átti með Össuri Skarphéðinssyni og starfsmönnum Pósts og síma. Núna erum við að vinna í þessum málum, stjórnarflokkarnir, en niðurstaða liggur ekki fyrir.“ Samkeppni í GSM að undangengnu útboði Einkaaðilar hafa sótt um það til samgönguráðuneytisins að fá leyfi til að reka GSM-farsímakerfi hér á landi og hefur samkeppnisráð meðal annars gagnrýnt að þær umsóknir skuli ekki hafa verið afgreiddar. Aðspurður hvað væri að frétta af afgreiðslu þeirra mála, sagði Hall- dór: „Það gefur auga leið að ef til þess kemur má búast við að það verði ofan á hér að einhveijum ein- um aðila öðrum en Pósti og síma verði heimil slfk samkeppni, að und- angengnu ítarlegu útboði eins og í öðrum löndum." Halldór sagðist ekki hafa neina ástæðu til að seinka slíku lengur en nauðsynlegt væri. „Ég tel að það sé nauðsynlegt að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Það er forsenda þess að það geti haldið sínum hlut og haldið velli á næstu árum. Ég hef gert ráðstafanir til að setja full- an kraft á undirbúning þess að við séum undir það búnir að standa við 1. janúar 1998 og hef ekki útilokað að samkeppni geti orðið fyrr. Ég vil sjá hvernig þessi mál þróast.“ i 1 i !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.