Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ SETIÐ við veisluborð í stofunni á Lokinhömrum við ijós frá Aladd- in-lampa, en ekkert rafmagn er á bæjunum tveimur í Lokinhamra- dal og telst það eflaust til einsdæma hér á landi. A myndinni eru f.v.: Sigríður Ragnarsdóttir, Andrés G. Jónasson, verksmiðjustjóri á Þingeyri, bróðir Sigutjóns, Guðrún Steinþórsdóttir, húsfreyja á Hrafnseyri, EIís Kjaran Friðfinnsson og Sigurjón G. Jónasson. BÆJARHÚS í Svalvogum, sem eru á nesinu milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þar er farið um þlað þegar leið liggur í Lokin- hamradal. Síðasti ábúandi og vitavörður í Svalvogum Ólafur Þ. Jónsson. Hann flutti af staðnum ásamt fjölskyldu sinni árið 1979. Svalvogar hafa síðan verið í eyði en byggingar grotna niður. Vitinn gengur nú fyrir sólarrafhlöðum. Undir- skrifta- listar um byggingu íþrótta- húss Hellu - Á Hellu liggja nú víða frammi undirskriftalistar með áskorunum til hreppsnefndar Rangárvallahrepps um byggingu íþróttahúss. Á borgarafundi sem nýlega var haldinn á Hellu voru til umræðu valkostir þeir sem í boði eru til uppbyggingar á íþróttaað- stöðu innanhúss á Heilu. Hefur um árabil ríkt ófremdarástand í þeim máium þar sem nemendur hafa mjög ófullkomna aðstöðu í Hellubíói, en auk þrengsla og niðumíðslu er engin baðaðstaða í húsinu. Einu sinni í viku er nemendum ekið á Laugaland til íþróttaiðkunar þar sem er full- komið íþróttahús, en það þykir kostnaðarsamt. Deilt er um í hreppnum hvort kaupa eða leigja eigi hús Trésmiðjunnar Virkis á Hellu eða ráðast í nýbyggingu við skólann. Margar kostnaðar- tölur um báða kostina komu fram á borgarafundinum og spunnust nokkrar umræður um málið. í framhaldi af þessu gefst íbúum nú kostur á að skora á hreppsnefndina að leggja málið fyrir í skoðanakönnun. Élili Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Safnað í ferðasjóð aldraðra Akranesi - Unga fólkið á Akra- nesi lætur sitt ekki eftir liggja varðandi stuðning sinn við góð málefni. Þessar ungu stúlkur afhentu fjárupphæð í ferðasjóð vistfólksins á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr í vetur og veitti Ásmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri heimilisins, gjöfinni viðtöku. Á myndinni eru stúlkurnar ásamt Ásmundi, f.v.: Unnur Smáradóttir, Mál- fríður Guðmundsdóttir, Þor- gerður Sveinsdóttir, Sigrún Guðnadóttir og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir. Jólaheim- sókn í Lokin- hamradal Hrafnseyri - Nokkrir ferða- langar fóru í heimsókn í Lokin- hamradal í Arnarfirði sem leið lá frá Þingeyri 17. desember sl. Tilgangur þessa ferðalags var að heimsækja bændurna í dalnum, Sigríði Ragnarsdóttur á Hrafnbjörgum og Siguijón G. Jónasson á Lokinhömrum, færa þeim jólapóstinn og sitja afmælisboð hjá Siguijóni en hann varð sjötugur nýlega. Auk þess var verið að færa Sigríði lambhrút til kynbóta frá Kirkjubóli í Dýrafirði. Óvanalegt er að landleiðin í Lokinhamradal sé fær um þetta leyti árs. Morgunblaðið/Hallgrímur Sveinsson ELÍS Kjaran ýtumaður, sem ruddi veginn í Lokinhamradal fyrir rúmum 20 árum á eigin áhættu, og Sigríður Ragnars- dóttir með hrútinn. Framhaldsskóli Vestfjarða útskrifar tólf vélaverði og einn sjúkraliða VÉLAVERÐIRNIR sem útskrifuðust og voru viðstaddir athöfnina ásamt sjúkraliðanum og skólameistaranum, Birni Teitssyni. Aftari röð f.v.: Gunnlaugur Gunnlaugsson, Haukur Gylfason, Ómar Freyr Ómarsson, Ingvar Jakobsson, Sigmundur Bjarki Egilsson og Ásta Ýr Esradóttir sem tók við viðurkenningxi Árna K. Skaftasonar. Fremri röð f.v.: Bjarni H. Valsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Björn Teitsson, skólameistari, Jón Sigmundsson og Þorsteinn Másson. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson TÍU ára stúdentar úr öldungadeild sem viðstaddir voru athöfnina. F.v.: Guðlaug Elíasdóttir, Sigríður Símonardóttir, Agnes Karlsdótt- ir, Guðrún Á. Stefánsdóttir, Anna Lóa Guðmundsdóttir og Svava Oddný Ásgeirsdóttir. Á myndina vantar Kristínu Gunnarsdóttur frá Bolungarvík en hún var sjöundi stúdentinn sem útskrifaðist frá skólanum fyrir tíu árum. Margir foreldrar telja að merkilegra og fínna sé að stunda bóknám - sagði Björn Teitsson, skólameistari, m.a. við útskrift nemendanna þrettán ísafirði - Tólf vélaverðir og einn sjúkraliði voru útskrifaðir frá Fram- haldsskóla Vestfjarða á laugardag- inn var. Viðstaddar útskriftina voru sex af þeim sjö konum sem útskrif- uðust frá Menntaskólanum á ísafirði fyrir um tíu árum, en þær voru allar í sérstökum hópi sjö stúdenta úr öld- ungadeild skólans. Sjúkraliðinn sem útskrifaðist að þessu sinni var Bjami Heiðar Valsson frá Bolung;arvík, en hannn er fyrsti karl-sjúkraliðinn sem útskrifast frá skólanum. Auk hans útskrifuðust tólf véla- verðir frá skólanum: Árni K. Skafta- son, Guðjón St. Halldórsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Gunlaugur Gunn- laugsson, Haukur Gylfason, Hjalti Einarsson, Ingvar Jakobsson, Jón Sigmundsson, Ómar Freyr Ómars- son, Róbert Rúnarsson, Sigmundur Bjarki Egilsson og Þorsteinn Másson. Haukur Gylfason hlaut við braut- skráninguna sérstök verðlaun fyrir góðan námsárangur, bókina Veröld Soffíu, sem er saga um heimspeki, þýdd úr norsku. Atvinnulífið ekki fúst til að greiða hærri laun Við útskriftina sagði Björn Teits- son, skólameistari, að talsverð um- ræða hefði verið um það hin síðustu ár að efla þyrfti hlut verknámsins innan skólakerfisins. Það væri vafa- laust rétt en ýmis Ijón væru í vegin- um. „Dýrara er miðað við höfðatölu nemenda að byggja yfir verknám en bóknám, vegna þess tækjakosts sem kennsla í verklegum greinum út- heimtir. Mjög margir foreldrar og jafnvel nemendur sjálfir telja að merkilegra og fínna sé að stunda bóknám en verknám. Loks er at- vinnulífið ekki fúst til að borga menntuðu starfsfólki hærri laun en því ómenntaða," sagði Björn Teitsson og bætti síðan við: „Ég held að sem flestir þurfi að leggjast á eitt við að knýja á um auknar fjárveitingar til skólamála. Jafnframt þarf á vegum einstakra skóla að leitast við að koma á fót fleiri starfstengdum brautum á svið- um þar sem helst virðist vera þörf fyrir þær. Fram hafa komið hug- myndir um að reyna að koma hér upp kennslu í vélsmíði innan skól- ans, sem gæti orðið án þess að bætt yrði við húsnæðið. Þá hefur um of dregist úr hömlu að stofna hér grunndeild tréiðna og sterklega kem- ur til greina að stofna 3. stig vél- stjórnarnáms," sagði Björn. Nemendur á vorönn eru 20 færri an á haustönn, en um 260 nemendur hófu nám við skólann í haust. í öld- ungadeild eru nú 32 nemendur við nám, nokkru færri en hófu nám á haustönn og munar þar mestu um að öldungadeild, sem stofnuð var á Reykhólum í haust, hefur verið lögð af vegna minnkandi aðsóknar. Starf- semi skólans á vorönn fer að öllu óbreyttu fram í samræmi við skólaal- manak vetrarins og er áformað að halda sólarkaffi fyrir nemendur og kennara í sal skólans á skólatíma þann 25. janúar nk. / Við útskriftina á laugardag af- henti Anna Lóa Guðmundsdóttir skólanum peningagjöf frá tíu ára nemendum og mun sú fjárhæð fara í listskreytingasjóðs skólans og við lok athafnarinnar lék Kristín Kjart- ansdóttir á flautu við undirleika Sig- ríðar Ragnarsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.