Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 41 SVANLA UG SIG URÐARDÓTTIR + Svanlaug Sigurðardóttir fæddist á Akranesi 2. júlí 1902. Hún lést á öldrunardeild sjúkrahússins á Akranesi 5. jan- úar síðastliðinn og fór útförin fram frá Akraneskirkju 12. jan- úar. LÁTIN er í hárri elli „Akurnesing- urinn“ Svanlaug Sigurðardóttir, frá Akbraut á Akranesi. Langri ævi er lokið. Hvíld er fengin eftir langan starfsdajg. Þeir Islendingar, sem lifað hafa nær alla 20. öldina hafa upplifað meira ævintýri, en nokkur kynslóð áður, og það verður okkur, sem yngri erum, stöðugt umhugsunar- og undrunarefni, hvernig aldamóta- kynslóðin tókst, að aðlagast þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á íslensku þjóðlífi á þessari öld. Það er ótrúlegur munur á lágreistum torfbæjum, sem flestir af þessari kynslóð fæddust í, þægindalausum dimmum og köldum og steinhöllum nútímans, með öllum þægindum, upphituðum með rafmagni eða hita- veitu og rafljós í hveiju homi. Það var mikið ævintýri að upplifa full- veldið, kreppuna, hernámið, lýð- veldisstofnunina og fyrstu ár lýð- veldisins, með öllum þeim stórkost- legu breytingum, sem þá áttu sér stað. Það þarf sterk bein til að að- lagast því öllu, eins og ekkert sé sjálfsagðara og taka þátt í því öllu, oft með meiri skilningi en þeir sem yngri eru. Einangrun sveita, lands- hluta og landsins sjálfs rofin, og nú undir lok 20. aldar telst það | varla meira fyrirtæki, að bregða sér I til útlanda, en milli bæja og lands- ' hluta áður. Ekkert er ofsagt um dugnað og framsýni aldamótakyn- slóðarinnar. Þeir eiginleikar sem mest voru metnir og mest áberandi í fari þeirrar kynslóðar og hún reyndi að miðla til afkomenda sinna eru vel þess virði að þeir séu varð- veittir og í heiðri hafðir og verði í framtíðinni kjölfestan í lífsviðhorf- I um íslendinga. Svanlaug Sigurðardóttir var | fædd 2. júlí 1902 á Akranesi. Allan sinn aldur, 93 ár, ól hún á Akra- nesi. Hún lifði sín bernsku- og æskuár við sömu kjör og böm sjó- manna gerðu á þeim tíma. Hún vissi að sjórinn var mikill nægtarbrunnur og gaf björg í bú, en hún þekkti líka hvað hrammur hans var ískald- ur og miskunnarlaus. Margir sjó- menn af Akranesi gistu hina votu gröf, og tveir bræðra hennar drukknuðu. En unga stúlkan Svan- laug átti líka sínar vonir og drauma. Ég leyfí mér að fullyrða að draum- arnir hennar rættust, þegar ungur maður af Hvalfjarðarströnd varð á vegi hennar. Þorgeir Jósefsson hét hann draumaprinsinn hennar Svan- laugar. Þau gengu í hjónaband árið 1926. Þorgeir var sérstakur ágætis- maður og drengur góður. Hann var einn mesti athafna- og fram- kvæmdamaður, sem Akranes hefur átt, og þegar hann var 80 ára, var hann gerður að „heiðursborgara Akraness" og var það að verðleik- um. Hann lést árið 1992. Þau hjón voru ákaflega samrýnd og stóðu þétt saman í blíðu og stríðu. Sam- leið þeirra á lífsins göngu, var löng og góð. En sorgin gleymir engum, og frumburðinn, soninn Halldór, misstu þau tæplega 2 ára gamlan, og getur nærri hve þungbært það var hinum ungu foreldrum. Fjögur börn þeirra lifa móður sína. Jó- hanna Jóreiður, Jósef Halldór, Jón- ína Sigríður og Svana. Öll eru þau gift, bamabömin eru 9 og langömmubörnin 13. Eg sem þetta rita vissi vel um tilvist þeirra hjóna, en persónuleg kynni við Svanlaugu urðu fyrst veruleg þegar við báðar gengum til liðs við Oddfellowregluna, þegar st. Ásgerður var stofnuð. Hún var góð- ur og skyldurækinn félagi og tók þátt í starfinu af alhug og naut samvista við félaga sína. Þau hjón voru bæði Oddfellowar. Það var eftirtektarvert og til fyrirmyndar hve mikla tryggð þau sýndu þeim félagsskap, hve vel þau fylgdust með og tóku þátt í starfinu, þrátt fyrir háan aldur. En það sem vissu- lega var til fyrirmyndar og eftir- breytni var framkoma þeirra hvort við annað. Þessi augljósa virðing, elska og umhyggja. Þessi litla vísa eftir Hallgrím Pétursson á vel við þau: Ektamakinn elskulegi útvalinn á gleðidegi kær skal mér, en öðrum eigi ann ég, meðan lifir sá. Og víst er, að hann Þorgeir Jósefsson mun vel fagna sínum ektamaka. Þeim fækkar óðum aldamóta- börnunum, sem slitu barnsskónum á Akranesi. Fólkinu, sem frá fyrstu tíð fylgdist með þróun bæjarins, frá því að vera lítið fátækt sjávarþorp með fábreytt atvinnulíf, þar sem margir bjuggu við þröngan kost. Það var fárra kosta völ á þeirri tíð. Til þess sem nú er: Akranes er blómleg byggð með gott mannlíf og fjölbreytt atvinnulíf, og nú eiga Akurnesingar margra góðra kosta völ. Við sem nú lifum og byggjum Akranes skulum minnast þeirra með þökk og virðingu. Og við skul- um muna og hafa í huga orð Steph- an G. Stephanssonar. „Það er ekki of lofuð samtíð, en umbætt og glað- ari framtíð. Sú veröld er sjáandinn sér.“ Nú er ævisólin hennar Svanlaug- ar Sigurðardóttur til viðar gengin og sætið autt. Við félagarnir í Rb.st. Ásgerði kveðjum hana með virðingu og þökkum henni samfylgdina. Við biðjum henni blessunar á nýjum leiðum. Börnum hennar og ástvin- um öllum sendum við einlægar vin- arkveðjur og biðjum þeim heilla og blessunar um ðkomna tíð. Og nú fær sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífðina kringum þig. Nú opnar faðminn fóstran góða, og faðmar þreytta barnið sitt, hún býr þar hlýtt um bijóstið móða, og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson) Blessuð veri minning Svanlaugar Sigurðardóttur. Friður sé með sálu hennar. Hallbera Leósdóttir, Akranesi. heimavinnandi húsmæður sem hjálpuðumst að við ýmislegt svo sem að sauma kjóla á litlu stelpurn- ar okkar. Við áttum oft annríkt svo ekki gáfust eins mörg tækifæri og við hefðum kosið til að hittast en þó var bót í máli að við gátum allt- af veifað hvor annarri úr eldhús- gluggunum. Þegar við áttum tóm- stundir skruppum við gjarnan í kaffi hvor til annarrar. Mér er eink- ar minnisstætt hve Sigrún var ánægð þegar hún kom með sonar- dóttur sína, Áslaugu, í heimsókn. Hún var stolt af fyrsta barnabarn- inu og varð afar umhyggjusöm amma. Ég saknaði Sigrúnar sárt er hún flutti í Arnarnesið og þótti sem vík væri milli vina. Vinátta okkar hélst þó söm og jöfn og var Sigrún dugleg að rækta hana. Sigrún var mikil mannkosta- manneskja. Sést það best á trygg- lyndi hennar og staðfestu í gegnum lífið. Hún var réttsýn en gat reiðst þeim sem hún taldi að beittu aðra órétti og ef hallað var á ættingja hennar og vini þá var henni að mæta. Sigrún var glettin og spaug- söm ef svo bar við en íhugaði þó vel orð sín. Hún ferðaðist víða og sá meira af heiminum en flestir jafnaldrar hennar. Hún naut þess að koma á áður óþekkta staði og kynnast nýjum þjóðum. í Sigrún bjó sérstök blanda af sveitakonu og heimskonu. Hún stóð föstum fótum í íslenskum jarðvegi sem hún bætti með alþjóðlegum menningar- straumum. Á kveðjustund er mér sorg í liuga en jafnframt þakklæti fyrir að hafa notið vináttu Sigrúnar. Sigurði og börnum vottum við Guðmundur okkar dýpstu samúð. Alda Hjai-tardóttir. SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR 1 14- Sigrún Magnúsdóttir var • fædd á Háu-Þverá í Fljóts- I hlíð 7. september 1923. Hún lést á heimili sínu 26. desem- ber. Minningarathöfn um Sig- rúnu fór fram 29. desember. MIG langar að minnast í nokkrum orðum kærrar vinkonu minnar, Sig- rúnar Magnúsdóttur, sem lést 25. 1 desember síðastliðinn. Sigrún var | fædd og uppalin austur í Fljótshlíð Ien fór ung til Reykjavíkur að vinna fyrir sér. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Hall- dórssyni, 1946 og eignuðust þau fimm börn. Um miðja öldina fluttu Sigrún og Sigurður í Nökkvavog í Voga- hverfinu, sem þá var í örri uppbygg- ingu. Þau áttu tvo litla drengi og atvikin höguðu því þannig að ég, sem þá var unglingsstúlka og bjó í húsinu gegnt þeirra, varð fljótlega bamfóstra hjá Sigrúnu. Á þessum árum myndaðist vinátta á milli okk- ar sem aldrei bar skugga á. Ég fann fljótt að óhætt var að trúa henni fyrir leyndarmálum og við gátum talað saman um allt milli himins og jarðar. A árunum í Nökkvavoginum komu ættingjar Sigrúnar úr Fljóts- hlíðinni oft í heimsókn og fjölskyld- nn og heimahagarnir áttu ætíð sterk ítök í Sigrúnu. Hún talaði um bernskuslóðirnar með mikilli hrifn- >ngu og stolti. Þannig kynntist ég Fljótshlíðinni gegnum frásagnir Sigrúnar og síðar fór ég austur til skyldfólksins í Árnagerði með Jennýju systur Sigrúnar. Þar var tekið á móti gestum af höfðings- skap og slíkt hið sama gerði Sigrún enda greinilega alin upp við íslenska gestrisni. Hún hélt heimili af mynd- arskap og veitti gestum sínum af ánægju og reisn. Hún kunni þá list að láta mönnum finnast sem þeir væru að gera henni greiða með því að þiggja af henni veitingar. Fjölskyldan stækkaði og yngri bömin þrjú fæddust í Nökkvavogin- um. Þau fæddust öll heima og er mér það mjög minnisstætt, einkum fæðing Sigrúnar yngri sem var fyrsta nýfædda barnið sem ég sá. Sigurður var mjög natinn eiginmað- ur og fékkst reyndar við ýmislegt sem fátítt var að karlmenn gerðu á þessum árum svo sem að baka og setja permanent í konuna sína. Rétt eins og Sigrún fór með honum í ferðir tengdar atvinnu hans og setti sig inn í hans verk þá tók hann þátt í hennar störfum. Þannig voru þau frá byijun afar samhent hjón. Sigurður kenndi Sigrúnu ensku og fékk ég að njóta þess. Hann kenndi okkur markvisst rétt eins og við værum skólastelpur sem þyrftum að ná prófi. Ég stofnaði síðan eigið heimili í húsi foreldra minna og hafði þá stuðning minnar góðu vinkonu. Eg var ekki lengur í hlutverki barn- fóstrunnar, nú vorum við báðar Systir okkar, LILJA INGVARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolhreppi, sem lést 10. janúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 20. janúar kl. 13.30. Lovísa Ingvarsdóttir, Leó Ingvarsson, Ingibjörg Ingvarsdóttir. t Föðursystir okkar, GUÐRÚN GUÐBRANDSDÓTTIR, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 19. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elín, Anna María og Brynhildur Tómasdætur. t Móðir mfn og systir okkar, INGAÓLÖF INGIMUNDARDÓTTIR, Lyngbrekku 18, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 19. janúar kl. 13.30. Anna Jóna Baldursdóttir og systkini hinnar látnu. + Sonur minn, faðir, tengdafaðir og afi, REYNIR BJÖRNSSON, Hávallagötu 38, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. janúar kl. 13.30. Björn G. Björnsson, Þór R. Björnsson, Guðríður Guðmundsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Brennu, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Kristján Þórisson, Þuríður Tómasdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Magnús Þórisson, Elinborg Jóhannsdóttir, Eygerður Þórisdóttir, Erlingur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HELGI A. ÁRSÆLSSON fyrrv. hafnsögumaður, Grenimel 22, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudag- inn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Þökkum auðsýnda vináttu og samúð. Hjörný Tómasdóttir, Magni R. Magnússon, Steinunn Guðlaugsdóttir, Ellen Helgadóttir, Arndfs Helgadóttir, Sverrir Helgason, Inga Helgadóttir, Hjalti V. Helgason, Anna Helgadóttir, Eiríkur Hannesson, Sigurður Þorláksson, Carol Valerie Helgason, Gfsli Guðmundsson, Margrét Bragadóttir, Jóhann Skaftason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.