Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 27 AÐSENDAR GREINAR VINUR minn, Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður SR- mjöls hf., ritar sér- kennilega grein í Morgunblaðið sl. laugardag. Augljós- lega er undirrót henn- ar að bera enn einu sinni blak af Þorsteini Pálssyni, sem stendur höllum fæti í SR- mjöls-málinu. M.a. með því að draga nafn Davíðs Oddssonar upp að hlið Þorsteins í undirskrift undir sölu SR-mjöls. Það er álíka sanngjarnt að bendla Davíð við þá sölu og það væri að kalla for- seta Islands til ábyrgðar á laga- setningu Alþingis vegna þess að hann undirritar lögin. Efnið í grein Benedikts, sem að undirrituðum snýr, hljóðar svo (Benedikt er hér að ræða um SR-mjöl): „Landsbankinn taldi fyrirtækið svo ótraust að bankinn gerði kröfu til þess að ríkisábyrgð yrði á skuld- um þess við bankann, en þær námu um 750 milljónum króna og voru tryggðar með veðum í eign- um félagsins auk þess sem allar eignir félagsins stóðu fyrir skuld- unum. Mér til undrunar beitti Sverrir Hermannsson, bnakastjóri Landsbankans, sér mjog í málinu og var fyrirtækinu ógnað með því að bankinn mundi gjaldfella öll lán félagsins í bankanum ef ríkis- ábyrgð fengist ekki. Lausn máls- ins varð sú að SR-mjöl hf. varð að leita til annarra lánastofnana, sem treystu fyrirtækinu fyrir lánsfé, og taka ný lán og greiða Landsbankanum um 500 milljónir af skuld- unum við bankann. Lán í óláni var að fyr- irtækið hefur sparað mikla fjármuni við færslu lánanna frá ríkisbankanum.“ Skemmst er frá því að segja að ekki er heil brú í þessum mál- flutningi, sem virðist eiga að sanna, að Landsbankinn hafi talið SR-mjöl lítils virði. Á þessum tíma var bankanum hins vegar fullkunnugt um að eigið fé fyrirtækisins var að lágmarki talið yfir 1.300.000.000 þrettánhundruð- milljónirkróna. Það var hinsvegar SR-mjöl sjálft, sem óskaði eftir að fá að lækka skuld sína við Landsbank- ann um 500 milljónir króna, með láni frá Fiskveiðasjóði. Var að sjálfsögðu á það fallizt, sem og aðrar óskir hins nýja SR-mjöls, þegar það gerðist viðskiptavinur Landsbankans á öndverðu ári 1994. Undirritaður þykist hins vegar sjá í hendi sér af hvaða rót- um þessi misskilningur eða mis- minni Benedikts er runnið. í lögum nr. 20/1993 um stofn- un hlutafélags um rekstur Síldar- verksmiðja ríkisins var ekki tekið fram að hið nýja félag skuli yfir- taka skuldir síldarverksmiðjanna. Þar segir hins vegar að ríkis- stjórnin skuli stofna hlutafélag sem taki „við rekstri“ Síldarverk- smiðja ríkisins, þar með taldar fasteignir, sem stofnfé. „í 10. gr. laganna er sérstaklega tekið fram að lög nr. 1/1938 um Síld- arverksmiðjur ríkisins, með síð- ari breytingum, falli úr gildi 1. ágúst 1993. Samkvæmt lögunum átti því bankinn kröfur á lögaðila, Síldar- verksmiðjur ríkisins, sem ekki var lengur til. Slík niðurstaða var vita- skuld óviðunandi fyrir bankann. Hafi það hinsvegar verið ætlun löggjafans að færa skuldbindingar síldarverksmiðjanna yfir á hið nýja hlutafélag skorti til þess heimild í lögunum. Þessi vinnubrögð Þor- steins Pálssonar eru með ólíkind- um. Það getur vel verið að Benedikt Sveinsson telji sig eiga skuld að gjalda, segir Sverrir Her- mannsson, en hann er alltof gegn maður til að gerast handkurra og hankatrog Þorsteins Pálssonar. Því var það að Landsbanka- stjórn ritaði Þorsteini Pálssyni bréf og vakti athygli hans á málsástæðum og honum gert Ijóst að vegna fyrrgreindrar lagasetn- ingar teldi Landsbankinn sig „knúinn til að undirbúa gjaldfell- ingu allra skuldbindinga Síldar- verksmiðja ríkisins við bankann og nauðsynlegar aðgerðir til að innheimta þær“. Hér virðist komin fram hótunin sem Benedikt ræðir um. Skemmst er frá því að segja að Þorsteinn Pálsson virti Lands- bankann ekki svars og mun þetta vera eina dæmið í 110 ára starfs- sögu bankans að opinber stjórn- sýsla kemur þannig fram. En svo smeykur hefir Þorsteinn þó orðið við afglöp sín, að hann hefir gert hinum nýju kaupendum SR-mjöls grein fyrir nauðsyn þess að kippa málum í liðinn gagnvart Lands- bankanum. Þess vegna mun greiðsla 500 milljóna króna hafa verið boðin fram. Engin orð fóru milli undirritaðs og kaupenda SR-mjöls um þetta efni fyrr en kaupin voru að fullu frágengin enda ekki þeirra mál fyrr. Öll var meðferð Þorsteins Páls- sonar á SR-málinu honum til vansa, enda finnur Ríkisendur- skoðun að nær öllum atriðum í meðferð málsins í skýrslu til fjár- hagsnefndar Alþingis frá því í apríl 1994. Meginsök Þorsteins er þó sú að selja SR-mjöl langt undir sannvirði og sólunda með því opin- beru fé. Um sannvirði SR-mjöls má þó auðvitað deila, en nokkrar stað- reyndir blasa við. Eins og fyrr er vikið að var eigið fé SR-mjöls sam- kvæmt uppgjöri 31.12. 1993 kr. 1.311.755.000 þrettánhundruðog- ellefumilljónirsjöhundr- uðfimmtíuogfimmþúsund krónur. Söluverð hlutaljár félagsins var hinsvegar 725 milljónir króna. Frá því má draga kr. 65 milljónir vegna arðs sem hluthafar greiddu sjálfum sér úr fyrirtækinu, þannig að nettó greiddu nýju kaupendurn- ir 660 milljónir króna fyrir hluta- bréfin eða nokkurn veginn hálf- virði miðað við eigið fé fyrirtækis- ins; I október-nóvember sl., rúmu ári síðar, fór fram hlutafjárútboð hjá SR-mjöli. í útboðslýsingu er eigið fé fyrirtækisins talið nema 1.475.000.000 íjórtánhundruðsjö- tíuogfimmmilljónum króna. For- kaupsrétthafar keyptu allt nýja hlutaféð og má af því marka, að þeir, sem gerst þekktu til, hafi talið kaupin álitlegan fjárfesting- arkost og í engu verið ýkt um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins í útboð- slýsingu, enda gengi hlutabréfa nær tvöfalt. Enn einn samanburð má gera, sem gefur til kynna að mikið dul- ið fé kunni að vera í félaginu. Afsprengi háttalags Þorsteins Pálssonar í SR-málinu er ný bræðsla, sem nú rís á Fáskrúðs- firði. Einn af eigendum hennar tjáði undirrituðum á dögunum að byggingarkostnaður hennar nálg- aðist nú níuhundruðmilljónir króna. Sú verksmiðja er ekki eins verðmæt og verksmiðja SR-mjöls á Seyðisfirði að mati dómbærra manna, framleiðir t.d. ekki há- gæðamjöl eins og Seyðisfjarðar- verksmiðjan. Það skyldi þó ekki vera að endurmeta megi verk- smiðju SR-mjöls á Seyðisfirði til eittþúsundmilljóna króna? En grein Benedikts vinar míns Sveinssonar er vindhögg sem von- legt er, þar sem reitt er til höggs vegna misskilnings, misminnis eða brenglaðra upplýsinga. Það getur vel verið að Benedikt Sveinsson telji sig eiga skuld að gjalda, en hann er alltof gegn maður til að gerast handkurra og hankatrog Þorsteins Pálssonar. Höfundur er bankustjóri. Vindhöffff Sverrir Hermannsson Sumardagurinn fyrsti er 5. apríl hjá SAS! Sumaráætlun SAS milli íslands og Kaupmannahafnar hefst 5. apríl næstkomandi. í Kaupmannahöfn gefst farþegum kostur á tengiflugi samdægurs um allan heim en einnig er tilvalið að dvelja í Kaupmannahöfn áður en lengra er haldið. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. m/sas SAS á íslandi ■ valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.