Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AUKIN HARKAINNAN KREMLARMURA
Avrasía í
höndum
gíslataka
VOPNAÐIR menn sem segjast
vera múslimar og styðja mál-
stað Tsjetsjena, hertóku far-
þegaskipið Avrasíu í tyrkn-
esku hafnar-
borginni
Trabzon á
þriðjudag.
Þeir sögðust
hafa fest við
sig mikið af
sprengiefni
og hótuðu að
sprengja það í
loft upp á Bosporussundi við
Istanbúl slepptu Rússar ekki
Tsjetsjenum sem enn veijast í
Pervomaískoje. Skipið er rúm-
lega 3.800 tonn, byggt 1953 og
skráð í Panama. Um borð eru
sennilega alls um 200 manns,
þar af margir Rússar. Tyrkir
sögðust efast um að það væri
með nægilegt eldsneyti til að
sigla til Bosporus auk þess var
veður vont á þessum slóðum
og sóttist því ferðin seint.
Á minni myndinni er leiðtogi
skiptökumanna, Mohammed
Tokcan. Hann mun vera tyrkn-
eskur borgari, ættaður frá
norðurhluta Kákasus en segist
ekki vera Tsjetsjeni.
Reuter
HERLIÐ Rússa við Pervomaískoje beitir nú þungavopnum gegn uppreisnarmönnum, myndin var tekin er barist var aðfaranótt miðvikudags.
Flugskeytum beitt gegn
Tsjetsjenum í Pervomaískoje
Tsjetsjníju, Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter.
RÚSSNESKIR sérsveitarmenn hófu
í gær geysiharðar árásir með þyrl-
um, þungavopnum og svonefndum
Grad-flugskeytum á uppreisnar-
menn Tsjetsjena í þorpinu Pervoma-
Reuter
ískoje á landamærum Dagestans og
Tsjetsjníju. Er ljóst að ekki verður
tekið neitt tillit til gísla sem Tsjetsj-
enar halda í stöðvum sínum, þeim
verður fórnað. Vestrænir stjórn-
málaskýrendur segja að Borís Jeltsín
forseti og ráðgjafar beiti nú hefð-
bundnum stjórnunaraðferðum
kommúnista og keisara í Rússlandi,
þ.e. valdbeitingu. Tsjetsjenum og
ekki síður Rússum verði sýnt hve
ákveðinn stjórnandi Jeltsín sé í von
um að hann nái endurkjöri í júní.
Nær 30 af alls um 100 gíslum
hafa sloppið eða hefur verið verið
sleppt. Talsmaður umsátursliðs
Rússa, Alexander Míkhaílov hers-
höfðingi, sagði í gær að uppreisnar-
menn væru byrjaðir að myrða gísl-
ana, flestir þeirra væru látnir og
því yrði því gripið til harkalegri
aðferða. Þess má geta að Grad-
flaugar eru notaðar til að eyða al-
gerlega allri mótspyrnu á tilteknu
svæði, þær eru ekki nákvæm vopn
sem beint er að ákveðnu húsi eða
víghreiðri. Er slíkur hernaður kallað-
ur „að teppaleggja“ á máli vopnasér-
fræðinga.
„Ákveðið hefur að ljúka verkefn-
inu,“ sagði Míkhaílov. Hann sagði
Tsjetsjena afar vel búna vopnum og
þrautþjálfaða, hefðu greinilega „út-
skrifast með fyrstu einkunn í her-
skóla“. Vitað er að sumir þeirra
börðust í Afganistan.
Míkhaílov benti á að Rússar hefðu
gert slæm mistök er þeir hikuðu
fyrst í stað og gáfu Tsjetsjenunum
fímm daga til að grafa skotgrafir í
Pervomaískoje og treysta varnir sín-
ar í þorpinu. Leyniskyttur þeirra
hafa einnig reynst Rússum afar
hættulegar en að sögn rússnesku
herstjórnarinnar hafa 12 hermenn
hennar fallið og um 60 særst. Engin
leið er að sannreyna tölur deiluaðila
um mannfall.
Margt bendir til að stjórnvöld
Rússa reyni að sverta gíslatakana í
áróðri sínum. Einn gíslanna, Vladím-
ír Tímosénko, 38 ára gamall log-
suðumaður, slapp með ævintýraleg-
um hætti úr haldi Tsjetsjena. Hann
sagði fréttamönnum frá lífsreynslu
sinni þótt yfirmenn öryggismála í
Rússlandi hefðu bannað gíslum sem
sluppu að tjá sig opinberlega. „Eng-
inn var tekinn af lífi,“ sagði Tímo-
sénko á sjúkrahúsi í bænum Aksai.
Hann sagði uppreisnarmennina
vissulega hafa notað gísla sína sem
skildi gegn rússneska herliðinu en
þar fyrir utan „var farið ágætlega
með okkur. Þeir börðu mig aldrei
eða þess háttar,“ sagði hann.
Míkhaílov sagði á mánudag að
Tsjetsjenarnir hefðu myrt tvo síb-
eríska lögreglumenn og haft lík
þeirra til sýnis en dró síðar þessi
ummæli til baka, sagði að að um
misskilning hefði verið að ræða.
Hardlínumennirnir
að taka við í Kreml
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
heldur áfram að stokka upp í stjórn-
inni og benda breytingamar allar í
þá átt, að hér eftir verði fylgt meiri
harðlínustefnu. Er þessi þróun farin
að valda verulegum áhyggjum á
Vesturlöndum en augljóst er, að
Jeltsín vill auka sigurlíkur sínar í
forsetakosningunum í sumar með því
að gera hosur sínar grænar fyrir
kommúnistum og þjóðernissinnum.
Á skömmum tíma hafa þrír fijáls-
lyndir menn horfið úr stjórninni, ut-
anríkisráðherrann, skrifstofustjórinn
í Kreml og nú síðast sá, sem borið
hefur ábyrgð á umbótaáætlunum rík-
isstjómarinnar. I þeirra stað hafa
komið að minnsta kosti tveir harð-
línumenn. Jeltsín hefur þó ekki til-
kynnt enn um neina stefnubreytingu
en fréttaskýrendur segja, að líklega
sé hann tilbúinn til að taka upp aftur-
haldssamari stefnu í efnahagsmálum
og hefja aftur hemaðaraðgerðir í
Tsjetsjníju.
Fréttaskýrendur
spá verulegum
breytingum á
efnahagsstefn-
unni og nýjum
hernaði í
Tsjetsjníju
Gefíð eftir fyrir
kommúnistum
Írína Khakamada, fijálslyndur
þingmaður, sagði í viðtali við rússn-
eska sjónvarpið, að það værí grein-
lega stefna Jeltsíns að gefa eftir fyr-
ir kommúnistum en kjósendur, sem
eru óánægðir með erfið kjör, veittu
þeim og þjóðernissinnum mikið
brautargengi í þingkosningunum í
desember.
Jeltsín sagði eftir kosningamar,
að úrslitin myndu hvorki breyta
neinu um stefnuna né neyða hann
til að stokka upp stjórnina en brott-
hvarf þeirra Anatolíjs Tsjúbaís,
fyrsta aðstoðarforsætisráðherra, og
Andrejs Kozyrevs utanríkisráðherra
eru ekkert annað en uppgjöf fyrir
kommúnistum. Þegar svo þar við
bætast breytingar á fimm öðrum
ráðherraembættum þá er ekki um
neitt annað að ræða en meiriháttar
uppstokkun.
Tsjúbaís sá um að framfylgja
einkavæðingaráætlunum stjórnar-
innar og hann var síðasti fijálslyndi
maðurinn í ríkisstjórn Jeltsíns eftir
að Kozyrev sagði af sér embætti 5.
janúar. Sagði hann í fyrradag, að
Jeltsín hefði verið farinn að líta
„heldur neikvæðum“ augum á störf
sín í stjórninni og því talið rétt að
segja af sér. Kommúnistar hafa leng-
ist hatast við Tsjúbaís og saka hann
um að hafa selt Rússland vestrænum
ríkjum. Enn hefur enginn tekið sæti
hans í stjórninni. Brotthvarf Tsjúbaís
hefur einnig vakið upp vangaveltur
um það hvort til standi að skipa
hann yfirmann nýrrar orkustofnunar
er á að auka frelsi í olíuútflutningi
Rússa. Hann hefur áður lýst áhuga
á þeirri stöðu.
Reuter
GENNADÍJ Zjúganov, leiðtogi kommúnistaflokksins, ásamt
nokkrum flokksbræðrum sínum í dúmunni, rússneska þinginu.
Kommúnistinn Gennadíj Seleznjov var kjörinn forseti dúmunnar
í gær en hann var áður ritstjóri dagblaðsins Pravda.
Átta ráðherrar hættir
Eftirmaður Kozyrevs er Jevgeníj
Prímakov, fyrrverandi yfirmaður yfír
starfsemi leyniþjónustunnar erlendis,
og almennt álitinn harðlínumaður. Á
því leikur hins vegar enginn vafi
hvað varðar Níkolaj Jegorov, eftir-
mann Sergeis Fílatovs sem skrif-
stofustjóra í Kreml. Hann var áður
ráðherra í málefnum þjóðarbrota og
beitti sér mjög fyrir hernaðinum í
Tsjetsjníju.
Breyting hefur orðið á fimm öðr-
um ráðherraembættum. Sergei
Shakhraí aðstoðarforsætisráðherra,
Sergei Beljajev einkavæðingarráð-
herra og Níkolaj Travkín, ráðherra
án ráðuneytis, sögðu af sér og tóku
sæti á þingi en samgöngu- og land-
búnaðarráðherra voru reknir.
„Forsetinn ákvað að losa sig við
Kozyrev, Fílatov og Tsjúbaís, lýðræð-
issinnana, sem svo eru kallaðir, og
taka inn í staðinn kommúnista og
þjóðernissinna," sagði Míkhaíl Zad-
omov, sem var formaður í fjárlaga-
nefnd síðasta þings. „Hann hefur
ákveðið að breyta alveg um stefnu
rétt fyrir kosningar."
Ekki er víst, að Jeltsín breyti stefn-
unni alveg en ljóst er, að breytingin
verður veruleg. Brotthvarf Tsjúbaís
kann að þýða, að horfið verði frá
umbótastefnunni að einhveiju leyti
og Prímakov, eftirmaður Kozyrevs,
sagði á sínum, fyrsta blaðamanna-
fundi, að hann ætlaði sér að tryggja,
að Rússland yrði áfram „stórveldi".
Hefur sú yfirlýsing vakið nokkrar
áhyggjur í Washington.
Jegorov, nýi skrifstofustjórinn í
Kreml, kom engum á óvart þegar
hann lýsti yfir í fyrradag, að refsa
yrði skæruliðum í Tsjetsjníju harð-
lega. „Verði þeim ekki refsað mun
fólk hætta að trúa því, að yfirvöldin
geti tryggt lög og reglu í landinu,"
sagði hann.
h
í
l
t
i.
í
t
«
i
I
«
í
I