Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 45
MINNIIMGAR
+ Per Krogh
fæddist í Berg-
en 21. janúar 1914.
Hann lést í Landa-
kotsspitala 3. jan-
úar síðastliðinn og
fór útförin fram í
kyrrþey 10. janúar.
PER KROGH var
fæddur í Bergen 21.
janúar 1914 og hefur
því lifað lungann úr
þessari öld, sem er
grimmasta öld í allri
m annky nssögunni,
hrannvíg og miskunn-
arleysi einkennir hana, en jafnframt
ástríðumikil barátta um sálir
manna. Þó að við íslendingar höfum
ekki farið varhluta af þessum
ósköpum er það öldugjálfur miðað
við brimrótið í Evrópu.
Foreldrar Pers voru Sverre
Krogh og Solveig Bergliot Bakke.
Faðir hans nam þjóðhagfræði og
tryggingarstærðfræði í Göttingen
og Karlsruhe. Eftir námið var hon-
um boðin kennarastaða við háskól-
ann í Kristianíu (Ósló), en hafnaði
henni og hellti sér út í stjórnmálin
á vegum æskulýðsfélags Verka-
mannaflokksins og var tvívegis
dæmdur í fangelsi, 1908 í þriggja
mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir bylt-
ingarsinnaðan áróður og í fjögurra
mánaða fangelsi 1912 í Noregi fyr-
ir áróður gegn hermennsku. Var
faðir hans ritstjóri og þingmaður
frá 1921, en fylgdi kommúnistum
þegar Verkamannaflokkurinn
klofnaði 1923 og var kjörinn á þing
fyrir Kommúnistaflokkinn 1924, en
sagði skilið við hann 1928 og gekk
aftur til liðs við Verkamannaflokk-
inn. Þessu pólitíska starfi fylgdu
eilífir flutningar og kvaðst Per hafa
átt heima á 16 stöðum, þegar hann
var 16 ára. Var öll fjölskyldan á
kafi í stjórnmálum. I Höyanger við
Sognefjorden var Per formaður
æskulýðsfélags Verkamanna-
flokksins, faðir hans formaður
flokksdeildarinnar á staðnum og
móðir hans formaður kvenfélagsins.
Per varð stúdent 1933 í Bryn. Á
námsárunum í menntaskóla og há-
skóla var hann meðlimur í Clarté
og ritari um tíma, en formaður var
faðir Gro Harlem Brundtland.
Clarté hreyfingin var stofnuð af
franska skáldinu Henri Barbusse.
Hreyfing þessi var óháð stjómmála-
flokkum, en marxismi ríkjandi
stefna. Per mætti einnig á fundum
hjá Mot Dag, og hafði mikið álit á
forustumanni þess Erling Falk. Eft-
ir stúdentspróf hóf hann nám í
hagfræði við háskólann í Ósló, en
missti áhugann og fór 1936 til
Gautaborgar og stundaði nám í
véltæknifræði til 1938. Fékk vinnu
sem tæknifræðingur í Rælingen og
kvæntist æskuvinkonu sinni Liv. Á
stríðsárunum tók Per þátt í útgáfu
blaða, sem voru fjandsamleg Þjóð-
verjum, en slík starfsemi var dauða-
sök.
Aldrei talaði Per um þátttöku
sína í andófinu gegn Þjóðveijum.
Hans Jakob Luihn, æskuvinur hans,
skrifaði tvær bækur um blaðaút-
gáfu í Noregi á stríðsárunum: Det
fjerde vápen: den hemmelige presse
i Norge 1940-1945 og De illegale
avisene. í bréfi til Sólveigar og
Gísla, barna Pers, segir hann frá
atviki í febrúar 1944 þegar Per tók
þátt í leynilegum fundi í kofa í
Krokskogen. Strax eftir fundinn fór
Per asamt öðrum manni á skíðum
til Óslóar, en aðrir fundarmenn
voru handteknir 20 mínútum síðar
af Þjóðverjum og settir í Grini-fang-
elsið.
766 Norðmenn sem stunduðu
ólöglega blaðamennsku lentu í
Grini-fangelsi og af þeim voru 212
drepnir.
1943 skildu þau Liv, en sama
ár fæddist dóttir þeirra Jorun.
I stríðslok var sagt frá því í frétt-
um að fjöldi Norðmanna hafi sótt
um landvistarleyfi í Ástralíu og
Nýja-Sjálandi. Spennufallið eftir
ógnir styijaldaráranna hefur skap-
að tómleika hjá mörgum þeirra.
Sigríður Gísladóttir,
dóttir Kristínar ísleifs-
dóttur og séra Gísla
Skúlasonar á Stóra-
Hrauni, fór til Óslóar
1946 eftir að móðir
hennar dó. Á pensjón-
ati kynntist hún Evu
von Krogh, föðursystur
Pers, og fór vel á með
þeim, en Eva leit stórt
á sig og talaði ekki við
hvern sem var. Hún
kynnti Sigríði fyrir
bróðursyni sínum, Per,
og tókust góðar ástir
með þeim. Lífsskoðanir
beggja féllu vel saman, en rík rétt-
Iætiskennd var einkennandi fyrir
Sigríði. Tveim árum seinna fluttu
þau til íslands og giftu sig á heim-
ili foreldra minna með prestlegum
seremoníum og lét Per sig hafa það
þó að aþeisti væri.
Fluttu þau strax til Akureyrar,
þar sem Per fékk vinnu í Vélsmiðj-
unni Odda. Á Akureyri eignuðust
þau ævilanga vináttu Steinunnar
Hafstað og hjónanna Margrétar
Sigurðardóttur og Ásgeirs Markús-
sonar.
Frá 1952-1982 starfaði Per hjá
Landssmiðjunni og Jarðborunum
ríkisins að frátöldum tveimur áruin
sem hann starfaði á vegum Samein-
uðu þjóðanna í San Salvador og
Tyrklandi sem ráðgjafi í jarðborun-
um eftir heitu vatni. Per hafði
ánægju af vinnunni og ræddi oft
um „bormenn íslands“ af mikili
aðdáun, en á þessum árum voru
miklar jarðboranir vegna Búrfells
og Kröflu. í einkalífi var Per mikill
gæfumaður. Hjónaband þeirra Sig-
ríðar var mjög farsælt og minnast
börn þeirra þess ekki að þeim hafí
orðið sundurorða. Mikla ánægju
höfðu þau af ferðalögum um landið
og mikill var fögnuður þeirra, þegar
búið var að tjalda og prímusinn
suðaði. Enginn var fundvísari en
Per á góð tjaldstæði og nutu þess
margir.
Per var fágaður maður í fram-
komu, hógvær og talaði lítt um eig-
in verðleika, en þeim mun meira
um verðleika annarra. Hann var
furðu fljótur að ná tökum á íslensku
þó að framburðurinn væri norsku-
skotinn, en málfræðilega talaði
hann rétt og gat notið þess_ besta,
sem skrifað hefur verið á íslandi.
Hann var sílesandi alla ævi og síð-
ustu árin riljaði hann upp frönsku.
Dálæti hafði hann á ljóðum Werge-
lands og 0verlands, og bókum sálu-
félaga sinna, Johans Borgen og
Hans Vogt. Af íslenskum bókum
lásu þau Sigríður upphátt skáldsög-
ur Halldórs Laxness, sem þau höfðu
alltaf með sér í útilegu.
Eftir að Sigríður andaðist, 1986,
fór Per að hraka og lífsfögnuðurinn
að dofna, en vinkonur átti hann,
sem lásu með honum íslensk og
norsk ljóð. Aldrei sá ég föður hans
en móðir hans kom til Islands. Hún
var óvenju falleg kona, augun ljóm-
uðu ekki ósvipað og augun í Theo-
dóru Thoroddsen. Á heimili Pers
er ljósmynd af þeim Sigríði, líklega
tekin í Laxárdal í Gnúpveijahreppi.
Ljósmynd þessi minnir á hjarðljóð.
Djúpur friður er yfir Per þar sem
hann liggur endilangur í grasi með
pípu í hendi og göngustaf sér við
hlið. Hjá honum er Sigríður og skín
skær birta af hamingju af andliti
hennar. Þannig mun ég minnast
þeirra beggja._
Olafur Helgason.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður minnar, ömmu og langömmu,
GUÐRÚIMAR Þ. JÚLÍUSDÓTTUR,
Sandprýði,
Stokkseyri.
Jóna Þórarinsdóttir,
Guðrún Björg Ásgeirsdóttir, Einar S. Einarsson,
Þórarinn Asgeirsson, Ágústa K. Steinarsdóttir,
Hafdís Ásgeirsdóttir, Guðmundur Kr. Ólafsson,
Guðmunda Birna Ásgeirsdóttir, Sigurður Ö. Sigurgeirsson
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
MARGRÉTAR PÁLÍNU
GÚSTAFSDÓTTUR,
áðurtil heimilis
á Suðurgarði 24,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Víðihlíð.
Mona Erla Símonardóttir, Sigurbjörn Reynir Eiríksson,
Margrét Símonardóttir,
Gústaf Símonarson, Lilja Sigurjónsdóttir,
Jónfna V. Eiríksdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Einlægar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð
og hlýjan hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS Þ. JÓNSSONAR
sýslumanns,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir viljum við færa Héraðsnefnd Skagafjarðar, Bæjar-
stjórn Sauðárkróks, Sýslumannafélagi íslands, lögreglumönnum
á Sauðárkróki, Rótarýfélögum á Sauðárkróki, starfsfólki sýsluskrif-
stofu Sauðárkróks, starfsfólki sýsluskrifstofu Siglufjarðar og skát-
um á Sauðárkróki.
Aðalheiður B. Ormsdóttir,
Hanna B. Halldórsdóttir,
Jón Ormur Halldórsson, Auður Edda Jökulsdóttir,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Hermann Jónasson,
Halldór Þ. Halldórsson,
Rúnar Þór Arnarson, Auður Sif Arnardóttir, Gunnar Hrafn Jónsson,
Helga Hermannsdóttir, Halldór Þormar Hermannsson,
Jón Salmansson, Hermann Ingi Jónsson.
PER KROGH
Súpukjöt, heilt kíló 259
Nautahakk, eitt kíló 475
SS svínahakk, eitt kíló 399
Svínakótelettur, eitt kíló 685
SS svínanaggar, afsl. -30%
K.F. skinka, heilt kíló 569
Kíndabjúgu, eitt kíló 199
BÓNUS-síld, 890ml 187
SS súrmatur, 1.350g í fötu 799
MS-maltbrauð, pr. pk. 59
MS-beyglur, 4 teg. pr. pk. 109
Ömmuflatkökur, pr. pk, 23
lcebergsalat, pr. haus 79
Greipaldin, eitt kíló 67
BÓNUS-appelsínusafi, ó I 397
Melroses-te, 100 stk. 295
BÓNUS-appelsínu-
marmelaði, 900g 149
BÓNUS-cola
sykurlaust, 2 lítrar 85
Taco skeljar, pr. pk. 145
Taco hveitikökur, pr, pk. 199
Taco sósa, 200 ml 99
Opið á morgun, föstudag frá 12.00 til 19.30
Forsniðnir disklingar, 10 saman, 287
Albúm + þrjár 24. mynda Kodak filmur, 797
Þriggja skúffa BT bréfabakkar, 597
Afgreiðslutími á laugardag er 10.00 til 16.00
til 17.00 í Holtagörðum.
Á sunnudag er opið í Holtagörðum
frá 13.00 til 17.00
LANDLIST