Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 35
 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 35 Einstæðir foreldrar blekktir í MORGUNBLAÐ- INU föstudaginn 29. desember sl. er birt stór og mikil grein, þar sem kynntar eru veiga- mestu breytingar á tekjuskattslögum sem Alþingi gerði fyrir jól og er þar komið víða við, fjallað er um ákvæði um persónuaf- slátt, skattfrjáls lífeyr- isiðgjöld og ýmsar aðr- ar bótagreiðslur. En hæst ber þó fyrirsögn greinarinnar sem er: „Barnabótaauki hækk- ar um áramótin". Ég settist niður með þessa grein ásamt nýjasta bækl- ingnum um álögð gjöld 1995 og fór yfir tölur. Gat ég þá ekki séð annað en að allar tölur væru þær sömu. Til að styðja mál mitt birtist hér smákafli úr greininni: „Barnabótaaukinn er tekjutengd- ur og byrjar að skerðast hlutfalls- lega þegar tekjur viðkomandi ná ákveðnu marki. Þetta mark verður Okkur var talin trú um að niðurfelling mæðra- og feðralauna yrði bætt með hækkun barnabóta, segir Þóra B. Guðmundsdóttir, en það var svikið. á næsta ári 1.141.042 króna árs- laun hjá hjónum (um 95 þúsund króna mánaðarlaun) og 570.521 króna hjá einstæðum foreldrum (47;500 króna mánaðarlaun.) Óskertur bamabótaauki með hveiju barni nemur 93.164 krónum á ári (7.764 kr. á mánuði) hjá hjón- um og 100.990 krónum á ári (8.416 kr. á mánuði) hjá einstæðum for- eldrum." Samkvæmt bæklingi um álögð gjöld 1995 sem gefínn var út í ág- úst af ríksskattstjóra segir: „Á ár- inu 1995 greiðist barnabótaauki að hámarki 93.164 kr. hjá hjónum og 100.990 kr. hjá einstæðu foreldri með hveiju barni fæddu 1979 eða síðar. Barnabótaauki með hveiju barni skerðist þegar samanlagður tekjustofn hjóna fer yfir 1.141.042 eða hjá einstæðu foreldri yfir 570.521 kr.“ Eins og allir sjá eru þessar tölur alveg þær sömu. Hver er þá hækk- unin á barnabótaaukanum? Jú, þama leyndist smá breyting í lið sem heitir útreikningur barnabóta- auka og hljóðar hann svona: „Samkvæmt nýju reglunum skerðist barnabótaukinn um 6% með einu barni, 11% með tveimur börnum og 15% með þremur böm- um og fleiri þegar tekjur foreldra fara upp fyrir áðurneft tekjumark.“ Þarna era breytingarnar þær að prósentan lækkar, en þetta skerðingarhlut- fall var svona: Með 1. bami 7%,með tveimur bömum 13% ogþremur 18%. Þegar dæmið er reiknað til enda og út- koman skoðuð með hliðsjón af skerðingu mæðra- og ferðralauna fáum við eftirfarandi útkomu miðað við ein- stætt foreldri með tvö börn á aldrinum 7-16 ára: Tekjur 1996 1.000.000 - 570.521 = 429.479 X 11% = 47.243. Tekjur 1995 1.000.000 - 570.521= 429.479 X 13%=55.833. Mismunurinn er 8.590 kr. en breytingin kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en 1. ágúst 1996 Afnám mæðra- og feðralauna Ekki verður séð að einstæðir foreldrar séu að fá einhvern happ- drættisvinning, þegar litið er á nið- urfellingu mæðra- og feðralauna sem framkvæmd var strax 1. jan- úar 1996, nemur þetta um 2.096. kr. á mánuði fyrir foreldri með tvö börn eða 25.152 kr. á ári. Sjá þá allir að þessi fjölskylda lækkar í árslaunum um 16.562 kr. Það er ótrúlegt hvað íslensk stjórnvöld geta látið margt fólk lifa í blekkingarheimi. Okkur var talin trú um að niðurfelling mæðra- og feðralauna yrði bætt með hækkun barnabóta, en það var svikið. Nú langar okkur til að biðja alla ein- stæða foreldra að skoða þessi dæmi mjög vel og lesa bæklinginn Álögð gjöld 1995 ásamt breytingum sem gerðar voru á mæðra- og feðra- launum 1. janúar 1996 til að sjá það hróplega óréttlæti sem ríkir í íslensku þjóðfélagi. Hvérnig stend- ur á að löggjafinn viðurkennir ekki einstæða foreldra og börn sem fjöl- skyldu? Af hveiju era einstæðir foreldrar alltaf settir í sama dilk og einstaklingar? Hvort heldur að börnin eru 1-2 eða 5-6 þá eru tekjumörkin alltaf 570.521, sem þýðir að barnabóta- auki skerðist við 47.500 kr. mánaðarlaun hjá einstæðu for- eldri. Þetta tekjutap einstæðra foreldra bitnar fyrst og fremst á börnunum þeirra. Mörg af þeim hafa eða eiga bara þetta eina for- eldri og með svona lágum launum og endalausum skerðingum á bót- um sem ætlaðar eru til fram- færslu barna er ekki hægt að sjá á þessu að okkar kæru stjórnmála- menn ætli að standa við loforðin um stuðning við fjölskylduna í landinu. Höfundur er formaður Félags ein■ stæðra foreldra. Þóra B. Guðmundsdóttir Alkóhólismi og sj álfshj álparhópar AA (Alcoholics An- onymous) eru sjálf- hjálparsamtök sem starfa í þágu alkóhól- ista. Samtökin eru iekkt um allan heim og tel' ég því. óþarft að kynna þau hér sér- staklega. Þau vora stofnuð af Bill W. og félögum, kringum árið 1930. Bill W. fann eig- in leið til að lifa lífi sínu án vímuefna og fór að kynna hana öðrum sem áttu við sama vanda að etja. Leið Bill W. fór gegn- um 12 spor. Þessi 12 spor hafa síðan verið höfð að leið- arljósi fyrir meðlimi AA-samtak- anna og önnur samtök síðar. Lengi vel vora AA-samtökin einu hjálpar- samtök fyrir alkóhólista. Síðustu árin hafa fleiri samtök verið stofn- uð til hjálpar alkóhólistum. Þessi grein kynnir lauslega þau helstu og gefur áhugasömum einstakling- um tækifæri til að gefa kosta á sér til að stofna slík samtök hér- lendis. Þessi samtök eru; WFS (Women for Sobriety), SOS (Secul- ar Organization for Sobriety eða Save Our Selves), og RR (Rational Recovery). First ber að nefna WFS (Women for Sobriety) sem voru kynnt aðeins í MBL nýverið. Women for Sobriety WFS vora stofnuð af dr. Kirk- patrik árið 1976 og era orðin föst í sessi í bandarísku samfélagi og víða annars staðar. WFS leggur áherslu á sérstöðu kvenna og mið- ar sína starfsemi út frá henni. WFS telur ekki að fíkn sé siðferðilegur veikleiki heldur einkenni alvarlegs sjúkdóms; alkóhólisma. Fíknin er orðin aðalheilbrigðisvandi meðal kvenna. Stór partur hennar tengist hverfandi fullvissu margra kvenna um hverjar þær eru. Hlutverk kvenna eru ekki lengur skýr og það lýsir sér í gífurlegum vanda sem á sér stað í flóknu samfélagi heimsins í dag. Sektarkennd, þunglyndi og lélegt (eða ekkert) sjálfsmat eru vandamál kvenna í dag. Þegar kona verður tímabund- ið háð áfengi hylur sá vandi raun- verulegar þarfir hennar. Þarfirnar eru að finna fyrir sjálfi og sjálfs- virðingu. Konur togast á milli tvegga heima; annarsvegar er ósk- in um vera óháður aðili, en um leið uppfull af gömlum ótta og sektarkennd yfir því að gera ekki hið rétta, vera ekki góð eiginkona og móðir, uppfylla ekki kröfurnar sem gerðar era til hennar. Lífsstíll margra kvenna felst í notkun áfengis og lyfja sem tækis til.að komast af. Sumar konur, ein af hverri tólf, fer yfir mörkin, línuna sjúkdómur sem aðeins er hægt að halda niðri. Hann er sjúkdómur sem leiðir til dauða. Það fæst eng- in lækning, en það er til leið til að lifa hamingjusömu lífi. Hún fæst með algjöru og áframhald- andi bindindi. WFS era samtök hönnuð sérstaklega með það að markmiði að sam- ræmast tilfinningaleg- um þörfum kvenna. í sameiningu læra kon- ur hvernig bera megi kennsl á vandamálin sem orsökuðu drykkj- una. í sameiningu læra konur hvernig þær geta lifað per- sónubundið, öðlast sjálfsvitund fullnægt eigin sjálfí. Secular Organization for Sobriety/Save Our Selves (SOS) SOS var stofnað 1985 af James Christopher, syni alkóhólista sem var sjálfur edrú alkóhólisti. Honum fannst að setja líf sitt í hendur æðri máttar væri ekki í samræmi við núverandi rannsóknir sem gáfu í skyn að fíkn væri líkamleg afleið- ing en ekki sálfræðileg. Sem afleið- ing af sterkum viðbrögðum frá alkóhólistum sem vildu vera edrú án þess að tengja edrúmennsku sína við einhver trúarbrögð eða eitthvað yfirnáttúralegt, stofnaði Jim Christopher Secular Organiz- ation for Sobriety. í dag eru fund- ir víðsvegar í Bandaríkjunum og allt að 20.000 meðlimir. SOS er valkostur fyrir alkóhól- ista sem eru ósáttir við 12 spora kerfið sem byggir kannski á trú á æðri mátt frekar en beinum trúar- brögðum. Hjá SOS er einstakling- urinn gerður ábyrgur fyrir edrú- göngu sinni og notar veraldlega aðferð til að viðhalda edrúmennsk- unni. Edrúgangan er alveg óháð trúarbrögðum eða trú á æðri mátt. Hjá SOS þakkar einstaklingurinn sjálfum sér fyrir árangurinn en ekki æðri mætti og leggur edrú- göngu sína ekki í hendur æðri máttar heldur í sínar eigin. SOS virðir edrúmennsku í hvaða formi sem er, og setur ekki eina leið framyfir aðra. SOS er ekki á móti né í samkeppni við önnur prógröm. SOS styður heilbrigðar efasemdir og hvetur til notkunar vísindalegi- ar aðferðar við að skilja alkóhól- isma. Hver sem leitar eftir lífi án vímu- efna er velkominn. SOS er óháð öllum trúarhópum. Hjá SOS er engin dulin dagskrá. SOS er um- hugað um edrúmennsku en ekki trú, trúarbrögð eða æðri mátt. SOS leitast eingöngu við að hjálpa þeim sem þjást af alkóhólisma eða ann- arri fíkn. Sem samtök hafa SOS enga skoðun á utanaðkomandi málefnum. Þó svo edrúmennska sé á ábyrgð einstaklingsins, ér ekki þar með sagt að fólk þurfi að standa eitt síns liðs í lífinu. SOS meðlimir deila reynslu, upplýsing- um, styrk og stuðningi á vingjarn- legan, heiðarlegn máta. Edrú- mennska er númer eitt í lífi alkó- hólista og annarra fíkla, þar af leiðir að hún eða hann verður að halda sig frá öllum vímugjöfum. Nafnleysi er í fyrirrúmi. SOS styð- ur við vísindalegar rannsóknir á alkóhólisma og fíkn á allan hátt. SOS takmarkar ekki sýn sína við eitt svið þekkingar eða kenningar c " á alkóhólisma eða fíkn. Rational Recovery (RR) RR er alþjóðleg batahreyfing fyr- ir alkóhólista og aðra fíkla, sem byggir starf sitt á reglunni um mannlega virðingu, persónulegt frelsi og ábyrgð einstaklingsins. RR hóf göngu sína 1986, sem viðbrögð við valskorti hjá bandarísku umönn- unarstarfi tengdu áfengis- og vímu- efnamálum. Samtökin hafa farið stöðugt vaxandi. RR skorar á hvern einstakling sem er haldinn vímu- Flest samtök hvetja til vísindalegra rannsókna ’“r á orsökum alkóhólisma, segir Steinunn B. Birgisdóttir, og setja viljann og lífið í hendur einstaklingsins sjálfs. efnasjúkdómi og vímuefnavanda að hætta allri neyslu án þess að *r hika. RR segir: „Yfirstígðu ótta þinn við að hætta og uppgötvaðu framtíð þína.“ RR telur að' fíkn sé langt því frá að vera erfður sjúk- dómur, heldur er hún eðlileg starf- semi líkamans. Heilbrigð löngun þín í gleði veldur fíkn þinni, segir RR. Löngun þín í gleði er tjáð í hugsun þinni og tilfinningu, það sem við köllum rödd fíkninnar. Þú getur lært að stjórna þessari rödd nú þegar. Þú getur lært að þekkja þína fíknirödd sem orsakar vímu- efnafíkn þína. Hér er leyndarmál, segir RR: „Hver sem er getur hætt núna fyrir fullt og allt.“ Ofangreind samtök eiga það sameiginlegt að öll vinna að því marki að hjálpa alkóhólistum að lifa án vímuefna. Öll samtökin nema RR líta á alkóhólisma sem sjúkdóm. WFS hefur sína sérstöðu að vera stofnuð af konu og er snið- in að þörfum kvenna. AA notar 12 spora kerfi sitt, RR notar vitsmuna- lega aðferð í anda Alberts Ellis, SOS tekur ekki eina aðferð framyf- ir aðra, heldur hvetur hvem ein- stakling til að fínna sér sína eigin aðferð og er opin fyrir öllum aðferð- um, eina krafan er að hún virki. Öll samtökin fyrir utan AA hvetja til vísindalegra rannsókna á sviði alkóhólisma svo og innan eigin sam- taka og setja viljann og lífið í hend-' ur einstaklingsins sjálfs frekar en æðri máttar. Áhugasamir um stofn- un einhverra þessara samtaka hafi samband við greinarhöfund. Höfundur er félagsfræðingur og rekur ráðgjafarstofu í áfengis- og fíkniefnam&lum. Steinunn Björk Birgisdóttir fllog með 18. janúar er hægt að gera frábær kaup á efnum til að fegra heimilið með. Grípið gæsina á meðan hún gefst. VERSLUN MEÐ VEGG- OG GÓLFEFNI VEGGFÖÐRARINN EINAR ÞORVARÐARSON & CO HF FAXAFEN 10 SÍMI: 568 7171 SÖLUSTAÐIR U M ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.