Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDÁGUR 18. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SKULISVEINSSON OG HALLFRÍÐURI. ÁSGEIRSDÓTTIR + Hallfríður I. Ásgeirsdóttir var fædd á Ósi í Steingrímsfirði 18. janúar 1896. Hún lést 21. maí 1979. Faðir hennar var Ásgeir Snæbjörns- son, f. að Vatns- horni í Staðarsveit í Steingrímsfirði 9. febrúar 1845. Ás- geir gerðist frum- byggi í Hólmavík 1878-1883 en þá fluttist hann að Osi í Steingrímsfirði og bjó þar til æviloka 1905. Hann var um 20 ár formaður á Gjögri. Móðir Hallfríðar var Elínborg Gisladóttir, f. 28. apríl 1850. Eftir lát Ásgeirs 1905 gerðist hún vinnukona í Innri- Fagradal í Dalasýslu. Þar var hún til dauðadags 1919. Skúli var fæddur á Hömrum í Eyrarsveit í Grundarfirði 19. nóvember 1895. Hann lést 26. nóvember 1978. Faðir Skúla var Sveinn Skúlason, f. að Fremri-Hrafnabjörgum í Snóksdalssókn í Dalasýslu 7. júní 187), d. 1947. Hann bjó á Lind í Ólafsvíkurhreppi 1910. Móðir Skúla var Ingibjörg Hannesdóttir, f. 17. júní 1868 í Höfðakoti í Eyrarsveit, d. 1918. UM ÞESSAR mundir er öld liðin frá fæðingu sæmdarhjónanna Hallfríð- ar I. Asgeirsdóttur og Skúla Sveins- sonar sem allir Viðeyingar minnast með þakklæti og hlýhug. Þau fluttu til Viðeyjar vorið 1929 en þá um sumarið var reistur í eynni einn af þremur fyrstu bensíntönkum í land- inu og mun þetta hafa verið sá stærsti þeirra. Hið íslenska steinol- íuhlutafélag reisti og rak tankinn en Kárafélagið annaðist flutninga á bensíni og olíum frá tankinum til Reykjavíkur. Til þess að það væri hægt var bensínið sett á stáltunnur, þeim skipað um borð í flutningabát- inn við Olíubryggjuna í Viðey og síðan skipað í land í Reykjavík og tómar tunnur teknar til baka. Þau hjónin fluttu til Viðeyjar sökum þess að Skúli hafði fengið fast starf hjá Kárafélaginu við flutninga milli lands og eyjar. Meginverkefnið var daglegur flutningur á bensíntunnum auk fólks og hvers konar farangurs. Báturinn sem Skúli tók við til flutninganna hét Áfram og var 9‘A tonn að stærð. Skúli var einn í ferð- um á bátnum, stjómaði bæði báti og vél, en hann var einn af þeim mönnum sem hafði ótrúlega gott lag á vélum og gat látið þær ganga þegar aðrir töldu þær ógangfærar. Feijumannsstarfið var volksamt og erfitt, oft í misjöfnum veðmm og náttmyrkri og krafðist harðfylgi og þrautseigju. Það var mikill uppgangur í Viðey þegar Skúli og Hallfríður fluttu þangað en aðeins tveimur ámm síð- ar komst Kárafélagið í þrot og hætti starfsemi sinni. Bensín var eftir sem áður flutt til Viðeyjar og Skúli hélt áfram að flytja það þaðan til Reykjavíkur en nú á eigin báti sem hann keypti og nefndi Breið. Eftir Breið eignaðist hann Ásu og minni bát sem hann nefndi Viðar Erfidiykkjur Glæsileg katfi- hlaóborð. fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplysingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR lltTEL loftleidii og notaði til fólksflutninga milli lands og eyjar. Bensíntunnumar vom þungar og valtar og varasamur dekkfarmur en Skúli var afburða- góður sjómaður og hlekktist aldrei á í þessum ferðum. Það er fast í mínu barnsminni að við bömin í eynni biðum alltaf eftir því að heyra mótorskellina í Breið eða Ásu þegar báturinn kom fyrir Laugamesið því þá var kominn tími til fyrir þau okkar sem vettlingi gátum valdið að taka stefnuna á Olíubryggjuna og velta þar tómu tunnunum sem Skúli kom með frá Reykjavík upp í Olíuportið. Fyrir þau störf var okkur bömunum greitt í beinhörð- um peningum og þannig eignaðist ég fyrstu peningana á lífsleiðinni og svo mun hafa verið um mörg hin bamanna. í svo þröngu samfélagi sem Viðey var á þeim áram sem ég var að vaxa þar úr grasi fer ekki hjá því að kynni verða náin. Böm era fljót að skynja hvar þau era velkomin og hvemig hjartað slær í húsráðend- um. Það blandaðist engum hugur um hjartagæsku Hallfríðar, hún var sem segull á eyjarbömin. Hjá henni var alltaf opið hús og tími til þess að tala við okkur hvemig sem á stóð. Til engrar manneskju leitaði ég utan míns heimilis meira en til Hallfríðar. Með Ijúfu geði og léttri lund lyfti hún mér á ógleymanlegan hátt í hæðir, þótt ég raunar hafí ekki skynjað það til fullnustu fyrr en ég var kominn til fullorðinsára. Móður minni þótti afar vænt um Hallfríði og Skúla og eftir að við voram öll flutt upp á fastalandið, og fyrir kom að ég fór suður til Njarðvíkur einhverra erinda, spurði hún mig alltaf hvort ég hefði komið við hjá þessum hjartkæra vinum sínum. Þau Hallfríður og Skúli eignuðust sjö böm, tvö þeirra dóu í bemsku. Ásgeir Bjami, elsta barnið, dó rétt ársgamall, en Elínborg, fjórða barn- ið sem þau eignuðust, drakknaði er hún féll út af Viðeyjarbryggju í sept- ember 1934, fjögurra og hálfs árs gömul. Önnur börn þeirra hjóna eru Ásgeir, kona hans er Sigrún Sigurð- ardóttir, fædd í Hafnarfirði, Svavar Sveinn, kona hans er Guðmunda Guðbergsdóttir, fædd í Keflavík, Trausti Jakob, kona hans er Guð- ríður Kristjánsdóttir, fædd í Skógar- nesi í Miklaholtshreppi þar sem þau hjón búa, Ellert Björn, kona hans er Elín Guðnadóttir, fædd í ERFIDRYKKJUR sími 562 0200 P E R L A N Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, og yngst þeirra systkina er Guðrún Borghildur, fædd 1937. Þegar Island var hernumið í síð- ari heimsstyijöldinni breyttist margt hér á landi og allt í einu var næg atvinna í boði. Viðeyingar sem höfðu haft sitt lífsviðurværi af alifugla- rækt, garðrækt, sjósókn og stopulli íhlaupavinnu hugsuðu til hreyfíngs. Viðey tilheyrði á þessum áram Sel- tjamameshreppi og Viðeyjarskóli var í raun útibú frá Mýrarhúsaskóla og skólastjórinn þar var einnig skólastjóri í Viðey, þótt hann kæmi þangað bara á vorin til þess að prófa bömin. Vorið 1941 ákváðu skólayf- irvöld á Seltjamamesi að hætta skólahaldi í Viðey, enda íbúar orðn- ir svo fáir eins og segir í Seltiminga- bók. Þar með hrandi byggðin endan- lega þótt síðasta fjölskyldan flytti ekki frá eynni fyrr en 1943. Skúli og Hallfríður fluttu vorið 1941 til Njarðvíkur. Þar keyptu þau íbúðar- húsið Garðhús í Ytra-hverfínu og í því húsi bjuggu þau allan sinn bú- skap. Það hús er enn í eigu fjölskyld- unnar. Skúla var sjómennska í blóð bor- in. Um fermingaraldur fór hann að stunda sjóinn á opnum bátum frá Ólafsvík. Sautján ára fór hann á handfæraskútumar og var á þeim á annan áratug og síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann réðst á togara og það var einmitt á þeim áram sem kynni hans og Hallfríðar hófust. Þegar Skúli var kominn til Njarðvíkur leitaði hann strax fyrir sér um skipspláss og fékk það hjá Magnúsi Ólafssyni í Höskuldarkoti. Hjá honum reri Skúli sem vélstjóri í nokkrar vertíðir þótt ekkert hefði hann vélstjóraprófíð, enda kunni hann allt sem að vélgæslu laut eftir áratuga meðhöndlun á vélum af ýmsum gerðum og stærðum. Sjó- mennsku hætti Skúli svo eftir fimm- tugsaldur. Fékk hann sér þá vöra- bíl og hafði nóg að gera, m.a. við Landshöfnina í Njarðvíkum. Ekki skulu einstök æviatriði þeirra hjóna rakin hér öllu meir. Skúli átti við mikla vanheilsu að stríða tvo. síðustu áratugina sem gerði hann óvinnufæran síðasta ára- tuginn. Hann þurfti því mikillar umönnunar og hjálpar við sem Hall- fríður, sem sjálf var orðin mjög heilsuveil, innti af hendi meðan kraftar hennar entust. Skúli lést 1978 og Hallfríður ári síðar. Mig langar til þess að ljúka þess- um skrifum með því að grípa niður í minningarorð sem Matthías heitinn bróðir minn ritaði við fráfall Skúla. Hann sagði m.a.: „Hann átti tvo báta, var annar til fólks- og vöra- flutninga en hinn sem var miklu stærri, til bensín og heyflutninga o.fl. Við foram mikið saman við þessa flutninga, oft í misjöfnum veðrum og undrast ég í dag hvað hann bar mikið traust til mín, ungl- ingsins, þegar hann var að huga að vélinni, en lét mig um að stjórna bátnum, með háfermi af heyi og með stýristaumana upp á stýris- húsi. Það gekk á ýmsu en Skúli hafði hlotið þá náðargáfu í vöggu- gjöf að taka öllu með ró, hvað sem á gekk ... margar ferðirnar fóram við til fiskjar á vorin hér í Flóann til þess að ná í nýjan fisk og til að salta hann og þurrka fyrir heimilin. Aldrei vildi hann taka hlut af því sem ég fískaði. Þetta er þinn fisk- ur, Matti minn, var hann vanur að segja af sinni venjulegu hjarta- hlýju ... Ekki get ég kvatt vin minn Skúla án þess að minnast hans ágætu eftirlifandi konu, Hallfríðar, sem ætíð sagði: Skúli minn, ertu búinn að borga honum Matta? Þann- ig var með þau bæði þó efnin væra ekki mikil. Hjartarúmið var mikið og viðmótið eftir því.“ Það vora orð að sönnu, þau hjónin voru bæði hjartahlý og höfðu ein- stakt lag á því að örva böm og ungl- inga til athafna án þess að skipa þeim beint fyrir. í jafn litlu samfé- lagi og var í Viðey á þessum áram skiptir hver einstaklingur miklu máli og þeir mestu sem gefa stöðugt af sjálfum sér til að styðja og styrkja samferðamennina. Hallfríður og Skúli voru sannir samferðamenn. Þannig minnast Viðeyingar þeirra. Örlygur Hálfdanarson. SIGURÐUR ÞORSTEINSSON + Sigurður Þor- steinsson fædd- ist 18. janúar 1956. Hann lést í snjóflóð- inu á Flateyri 26. október. Foreldrar Sigurðar eru Þor- steinn Gíslason, sjó- maður og kokkurá Flateyri, og Borg- rún Álda Signrðar- dóttir, húsmóðir í Keflavík. Systkini Sigurðar eru Ingi- mar, búsettur í Reykjavík, Steinar, búsettur í Reykja- vík, Kristin búsett i Noregi, og íris, búsett í Keflavík. Eftirlif- andi eiginkona er Sigrún Magn- úsdóttir, f. 11.12. 1958. Börn Sigurð- ar og Sigrúnar eru Þorsteinn, sem einnig lést í snjó- flóðinu, Berglind Ósk, f. 21.11. 1979, nemi við Kvenna- skólann í Reylqa- vík, Atli Már, f. 21.1. 1981, nemi, og Borgrún Alda, f. 23.3.1992. Sigurður var gæðastjóri hjá Vestfirskum skel- fiski hf. og formað- ur Verkalýðsfélags- ins Skjaldar á Flateyri. Sigurður Þorsteinsson hefði orðið fertugur í dag, 18. janúar. Á haustmánuðum 1994 kynntist ég fólki sem átti eftir að hafa mik- il áhrif á lífssýn mína. Það var fjöl- skyldan á Hjallavegi 8 á Flateyri. Ég var ekki tilbúin að stækka vina- hópinn, en manni mínum tókst að fá mig til að fara í heimsókn til þeirra. Hann sagði mér að þessum hjónum yrði ég að kynnast, þau væru alveg sérstök. Full efasemda kom ég svo inn á þeirra glæsilega heimili. Ég fann strax fyrir þeim jákvæðu strauamum sem frá þeim geisluðu. Ljúf tónlist fyllti stofuna og ég sætti mig furðu vel við að vera nú enn einu sinni að kynnast nýju fólki á nýjum stað. Allt var eitthvað í svo góðu lagi. Það yrði ekkert mál með þetta og hitt. Áhyggjurnar á bak og burt, nóg vinna, næg tækifæri, tilfínning sem ekki hafði gripið mig í tíu ár. Enginn barlómur, kvótinn til sjávar og sveita gleymdur og grafinn. Þegar okkur bar að garði var Siggi að hlusta á mann segja frá tæki- færum í Afríku. Já, Siggi kunni að hlusta á fólk. Sonur minn sagði mér seinna, þegar hann vann undir hans stjórn, að betri yfirmann væri ekki hægt að hugsa sér. Hann var vinnufélagi mannsins míns og hlustaði á hann og hvatti hann til dáða. Einhvern tímann bar það á góma á mínu heimili hvert væri fallegasta parið á Flateyri. Það reyndust vera Sigrún og Sigurður á leið í sund. Verkalýðsmál voru ofarlega í huga Sigurðar. Ekki komumst við langt í umræðum um þau enda þá hlustendur ekki eins góðir og Sig- urður. Maðurinn minn sagði bara að Sigurður væri efni í þingmann. Þar gæti hann komið mörgu góðu til leiðar. Ég var ekki hissa þó að þeim hjónum væri trúað fyrir verð- ugum verkefnum. Mér finnst bara, eins og svo mörgum, Guð gefa honum of stuttan tíma meðal okk- ar og söknuðurinn er svo sár. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikla trú á góðu uppeldi. Sigrún mín, með bömin þrjú eftirlifandi, Berglind, Atla og Borgrúnu. Guð gefí þér styrk til að takast á við framtíðina með þeim. Sigfríður Ásbjörnsdóttir. HILDIG UNNUR M. * * JOHANNSDOTTIR Hildigunnur Magnea Jó- hannsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1940. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 1. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Magnús- dóttir og Jóhann M. Jóhannsson. Hún fluttist með foreldrum sínum og tveimur systkin- um að Bálkastöðum í Miðfirði nokkurra ára gömul og ólst upp í stórum systkinahópi, en alls urðu þau átta og var hún næstelst. Systkinin lifa öll systur sína. Hún stofnaði ung sitt heimili _ með Guðmundi Árna- syni frá Gnýstöðum á Vatnsnesi. Þau bjuggu á Geitafelli um tíma, en fluttu svo til Skagastrand- ar og hafa átt sitt heimili þar síðan. Börnin eru þijú: Sesselja, Guðrún og Árni Jón; öll upp- komin. Útför Magneu fór fram frá Hólaneskirkju 6. janúar. MIG langar í fáum orðum að minn- ast vinkonu minnar. Margs er að minnast. Leiðir okkar lágu saman í Barnaskólanum í Ásbyrgi í Mið- firðinum, en á Heggsstaðanesinu ólumst við báðar upp, hún að vest- an, ég að austan. Margt hefur breyst síðan. Sam- göngur voru ekki merkilegar þá, fáeinir bílar í sveitinni, mest ferð- ast gangandi og á hestum. Ég man enn hvað þið systurnar voruð stundum orðnar þreyttar en samt glaðar þegar þið voruð komnar að Söndum á leið í skólann. Þang- að urðum við oftast samferða og samferða urðum við fram að fermingu, en fermingardagurinn okkar var 30. maí 1954. Við vor- um síðustu börnin sem séra Jó- hann Kr. Briem fermdi á Melstað, en þann dag kvaddi hann söfnuð sinn eftir langa þjónustu í því prestakalli. Elsku Hildigunnur. Ég þakka allar þær stundir er við áttum saman eftir að við báðar höfðum stofnað okkar heimili. Langt er síðan fyrst bar á heilsuleysi þínu og öll þessi ár hef ég dáðst að því þreki og æðruleysi sem þú ætíð sýndir. Þín létta lund og óbilandi kjarkur fleytti þér og þínu fólki oft yfir erfiða tíma. Ég þakka yndislegt kvöld er við hjónin áttum heima hjá ykkur Guðmundi í ág- úst í sumar. Ég bið góðan Guð að styrkja Guðmund, börnin og fjölskyldur þeirra, yngri systur þína Elísabetu í Gautaborg með ósk um góðan bata, foreldra þína, systkinin öll og fjölskyldur þeirra. Valgerður Þorvarðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.