Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 25 LISTIR Ljósmynd/Bjöm Pálsson VERÐLAUNAVERK Kristins E. Hrafnssonar. Listaverk í Hofsstaðaskóla NÝLEGA var sett upp í Hofs- staðaskóla, Iistaverkið „Yfir- borð“ eftir Kristin E. Hrafns- son. Kristinn E. Hrafnsson og Sigurður Guðmundsson báru sigur úr býtum í samkeppni, sem efnt var til vorið 1994 um listaverk í nýbyggingu Hofs- staðaskóla, og var verk Kristins ætlað innan húss en verk Sig- urðar á lóð skólans. Verk Kristins er unnið úr svörtu graníti og bronsi. í kynn- ingu segir: „Grunnform verks- ins er tveir teningar, frumform þrívíddarinnar, og á þeim hvíla litlar lágmyndir eða brot úr landinu. Þessi brot eru tekin héðan og þaðan af yfirborðinu og eiga að gefa eins fjölbreytta mynd af því og hægt er. A lág- myndunum er að finna firði og fjallgarða, nes og skaga, há- lendi og láglendi, vogskornar strendur og sandfjörur, jökla, eldfjöll, dali, dalverpi, umbrota- svæði og fleira. Þetta eru staðir og afmörkuð svæði, sem hafa ákveðna þýðingu, og líkt og í raunverulegu umhverfi hefur höfundur reynt að gefa þessum formum þá liti, sem landið sést oftast í; slegið morgunroða, í bláma fjarlægðar, gróskumikið, grænt og brúnt.“ Að sögn höfundar sá hann margbrotna möguleika fólgna í hugmyndinni, þegar hann vann að verkinu, sem nota mætti við kennslu: „Hugmyndin um yfir- borð, mörk þess, umhverfi og landslag og ekki síður huglæg og hlutlæg merking þessara fyrirbæra getur verið heillandi i margbreytileik sínum. Hvern- ig verða staðir til? Getum við búið til staði? Er landslag stað- ar? Hvað er yfirborð? Hvað er handan þess? Hver eru mörk landslags og yfirborðs? Hvað er umhverfi og hvað er lands- lag? Hvaðan eru nöfn þess dreg- in? Hvar á ég heima? Er skólinn staður? Hefur hann merkingu? Hver er huglæg og hlutlæg merking þessara fyrirbæra?" Orð eru eins og náttúrufyrir- bæri, sem allir skilja, en hver og einn gefur þeim sína merk- ingu að mati höfundar. Ferðin mikla MYNPUST Listasafn Kópavogs - Geröarsafn BLÖNDUÐ TÆKNI Nína Gautadóttir. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 21. jan- úar. Aðgangur kr. 200 ÞAÐ hefur verið stuttur og óvenjulegur aðdragandi að þeirri sýningu sem nú fyllir austursal Listasafns Kópavogs, enda ekki um að ræða þau verk sem þar var ætlað rými á þessu fyrsta sýning- artímabili ársins. Nína Gautadóttir lenti í þeirri óvæntu raun að þau verk sem hún ætlaði upphaflega að sýna hér bárust ekki hingað frá Frakklandi, og virðast einfaldlega hafa gufað upp í flutningum - a.m.k. hafa ekki enn borist fréttir af fundi þeirra neins staðar á leið- inni. Vegna þessa varð skiljanlega að hætta við fyrirhugaða sýningu, en í stað þess að láta rýmið standa autt allan tímann brá listakonan á það ráð að sækja í fórur sínar mikinn refil, sem hún hefur unnið út frá þeirri þekktu ferðasögu „Umhverfis jörðina á 80 dögurn". Sjálf mun hún hafa fyrir ekki löngu fylgt svipuðum leiðum og þar er lýst eigin ferð um hnöttinn, þannig að hér má ætla að blandist saman skemmtun sögunnar frægu og eigin minningar um ferðaslóðir í hinum ýmsu heimsálfum. Refillin er úr striga, og er ýmist unnið á hann með olíulitum, álím- ingum klippimynda og texta á strigann, jafnt sem fyrir ofan hann' og neðan. Hlykkjast hann um veggi salarins, þar sem ýmis út- skot og beygjur verða til að auka fjölbreytni vegferðar skoðandans á sama tíma og hann fylgir eftir framvindu sögu ferðalanganna allt frá því veðmálið hefst og þar til þeir koma aftur til Lundúna, og uppgötva óvæntan sigur sinn. Nína hefur unnið fjörlega úr þessu viðfangsefni, sem þó er um flest ólíkt því sem hún hefur verið að sýna opinberlega áður. Helst má finna samsömun við önnur verk hennar í birtu olíulitanna, þar sem haf og land njóta dags og nætur. Klippimyndimar era oft á tíðum förlegasti þáttur heildarinn- ar, en með þeim koma fram ýmis tákn hinna ólíku menningarheima, sem ferðalangarnir berast um. Heildarsvipur refilsins er frem- ur grófur og allt að því barnsleg- ur, og gestum gæti auðveldlega dottið í hug umfangsmikið hóp- verkefni í myndmenntakennslu barna; þannig ber hann merki þess að hafa verið hugsaður til einkanota fremur en opinberra sýninga. Hinn sögulegi aðdrag- andi uppsetningar refilsins nú er hins vegar þess eðlis, að sýningar- gestir ættu að geta haft gaman af framtakinu, sem er góð áminn- ing ekki aðeins um spennu og hættur ferðalaga á síðustu öld, heldur einnig nú á tímum - eins og örlög og ókunn ferðalög þeirra verka, sem listakonan ætlaði upp- haflega að sýna hér, bera svo glögglega með sér. Eiríkur Þorláksson Nyherjabuðin er opin iaugaröaga 10-14 Tolva og prentari á frábæru verði! Canon BJ-30 bleksprautuprentari 720 dpi prentari 30 bls. arkamatari M 3 bls/mín Æm Tulíp 486 DX4/100 MHz 8 MB minni - 850 MB diskur Tullp computers Gæðamerkið frá Hollandi Lexmark Lexmark 4076 II Litableksprautuprentari 600 x 300 dpi upplausn 3 bls/mín -150 blaða arkamatari Canon FC230 Ljósritunarvél - 4 bls/mín RÉn VERÐ: 69.900 RÉTT VERÐ: 34.900 Canon T20 Faxtæki Símtól -30 m rúlla Sjálfvirkur skiptir RÉTT VERÐ: 39.900 Canon B360 Faxtæki - Sími - Prentari - Myndskanni Tölvufax - Ljósritunarvél TiTrust jg 0§> I NVHERII RÉTTVERÐ: 139.900 *a»uS»iií*Si>»Wd Canon BP26-D^ f|§y Bleksprautureiknivél bubblt v 10 stafir í glugga ' TTUSt 486 margmiðlunartölvur Frá krónur: RÉTTVERÐ: 12.950 VORULISTINN A INTERNETINU: http: www.nyherji.is/vorur Canon Canoti Canon Trust TÖLVUBÚNÁDUR Canwn SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 ÖLL VERÐ ERU STCR. VERÐ IVI/VSK 59.900 m 26.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.