Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, LEÓ VIGGÓ JOHANSEN, LjósstöAum, Sandvíkurhreppi, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 16. janúar. Guðbjörg Tyrfingsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN JÓNSSON, Grænumörk 5, Selfossi, lóst í Landspítalanum 16. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Ólafsdóttir, Jenný D. Stefánsdóttir, Þórarinn Björnsson, Steinar Stefánsson, Guðrún Ólafsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson, Helga Jónsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, ELÍAS KR. KRISTJÁNSSON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 17. janúar. Fyrir hönd ættingja og vina. Björgvin Elíasson, Pétur Elfasson, Guðbjörg Elfasdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL KRISTJÁN KARLSSON stórkaupmaður, andaðist að kvöldi 16. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar kl. 13.30. Ingvar Jónadab Karlsson, Guðrún Soffia Karlsdóttir, Hildur Halldóra Karlsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnbarnabarn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna ÁRNÝINGV ALDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 16. janúar. Jóna Fríða Leifsdóttir, Svanhildur Leifsdóttir, Kristján I. Leifsson, Halldór Leifsson, Ásta Sólrún Leifsdóttir, Birgir Guðmannsson, Þorvaldur S. Hallgrfmsson, Margrét Björnsdóttir, Anna Rósa Sigurgeirsdóttir, Gestur Ó. Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir og amma, KRISTENSA (Stella) ANDRÉSDÓTTIR frá Risabjörgum, Hellissandi, Lyngbrekku 20, Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum 14. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. janúar ki. 13.30. Sigurður Þorkelsson, Björgvin Andri Guðjónsson, Sigrún A. Júlíusdóttir, Sveinbjörg Hrólfsdóttir, Birgir Sigurðsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og fósturbörn. GRÉTA ÓLAFSDÓTTIR + Gréta Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1953. Hún lést 30. desember síðastlið- inn á Akureyri og fór útförin fram frá Akureyrarkirkju 10. janúar. LEIÐIR okkar Grétu hafa nú skil- ið fyrr en okkur óraði. Þótt báðar værum við úr austurbænum í Reykjavík, hún úr Laugamesinu, ég úr Langholtinu, lágu leiðir okk- ar ekki saman fyrr en við vorum farnar að kenna hér fyrir norðan. Framan af hittumst við á nám- skeiðum og fundum tengdum starfinu. Þá sagði Gréta það sem henni bjó í bijósti. Hún vildi ekki skilja við mál fyrr en hún skildi þau á þann veg sem hún var sátt við og jafnframt að aðrir hefðu heyrt hennar sjónarmið. Haustið 1992 hófst með okkur samstarf sem auðgaði skilning minn á góðri kennslu. Gréta gaf, ásamt níu öðrum þróttmiklum kennurum, kost á því að taka þátt í rannsókn sem laut að því hvemig kennarar læra í starfi. Viðfangs- efnið var ný kennsluaðferð, svo kölluð Söguaðferð. Vinnan stóð allan veturinn og var með þeim hætti að Gréta kenndi Söguaðferð- arverkefni, lærði það sem til þurfti. Ég sat í kennslu hjá henni í rúmar tuttugu kennslustundir og skráði niður orð og gerðir kennarans og nemendanna hennar. í kjölfarið áttum við marga fundi þar sem frammistaða hennar var metin og skilgreind. Sjaldan stendur kennarinn jafn- berskjaldaður og þegar verið er að athuga kennsluna hjá honum. Hvert orð og hver athöfn er til skoðunar. í þessu samstarfi kom þróttur Grétu og sterk sjálfsmynd einkar vel fram. Frá fyrsta fundi kom fram heilsteypt kona sem skildi að umbætur í skólastarfi og tímabundið óöryggi í nýjum að- stæðum var merki um styrkleika en ekki veikleika. Hún velti málum vel fyrir sér og oft kom fram hve mikið innsæi hún hafði til að bera, bæði gagnvart nemendum sínum og ekki síður gagnvart sjálfri sér sem „nema“ um stundarsakir. Hún greindi einnig frammistöðu „leið- beinandans" og þætti henni út- skýringar í samstarfsverkefninu vera klénar eða ekki nægilega hagnýtar, þá tókst henni að koma athugasemdum á framfæri á mál- efnalegan en varfærinn hátt. Næmur skilningur Grétu á Söguaðferðinni var með þeim ein- dæmum að hún var farin að semja sín eigin verkefni eftir fyrsta áfanga vetrarins. Venjulega þurfa kennarar langa reynslu af aðferð- inni áður en til þessa kemur. Fram- lag hennar til rannsóknarinnar var ómetanlegt. Þótt okkar nána samstarf vetur- inn 1992-93 hafi eðlilega verið undir merkjum trúnaðar, langar mig til þess að líta svo á að við- skilnaður okkar nú gefi leyfi til að segja örlítið frá Grétu sem kenn- ara, ekki síst vegna þess að hún var ein af þeim fáu kennurum sem ég hef mætt á lífsleiðinni sem kalla mætti listamann á sviði kennslu. Stjómun hennar í bekk var með afbrigðum nákvæm og næm. Vegna þess hve vel hún skynjaði hvern einstakan nemanda í bekkn- um, þá vissi hún hveijir gátu unn- ið saman að fijóum viðfangsefnum og hveijir ekki. Útskýringar henn- ar voru stuttar og gagnorðar og samtöl hennar við bekkinn báru ævinlega einkenni framvindu. Henni tókst að nýta tillögur nem- enda sem grunn að frekari umræð- um. Hún var yfirleitt orðfá í kennslu, sagði það sem þurfti en skildi að góð kennsla og skilvirkt nám nemenda byggist ekki á því að kennari tali sem mest, heldur að nemendur tali og vinni en kenn- ari sé til þess að leiða verkið áfram. Yrði heldur hávaðasamt, nægði Grétu yfirleitt að þoka sér nær þeim sem ónæðinu ollu, eða senda þeim augnboð, þá dró óðar niður í hávaðanum. Segja má að Gréta hafí verið með afbrigðum læs á bekkinn sinn. Það var margt hægt að læra af því að sjá hana kenna. Gréta var grínisti og góður sögumaður. Hún kunni vel að meta gamansemi annarra. Ekki síður kunni hún þá list að segja sögu í hóp þannig að allir hlustuðu. Sá tíu manna hópur sem starf- aði saman þennan vetur bast sterk- um böndum sem náðu út fyrir starfið og hefur hópurinn komið saman af og til fram á þennan dag. Félagar Grétu úr þessum hópi biðja fyrir innilega samúðarkveðju til Sigurgeirs og tveggja sona þeirra. Henni eru færðar þakkir fyrir samstarfið og allar ánægju- stundir. Ég vil að lokum þakka Grétu fyrir dýrmætt samstarf og góð kynni. Við hjónin vottum Sigur- geir, Trausta og Ara okkar innileg- ustu samúðarkveðjur í sorg þeirra við þetta ótímabæra fráfall sterkr- ar konu. Rósa Eggertsdóttir, Gunnar Jónsson. „Svo kom einn strákur og fór að skúra og byrjaði náttúrulega út á miðju gólfi.“ Þessi setning kemur alltaf upp í hugann þegar ég hugsa til Grétu Ólafsdóttur, sem nú hefur kvatt okkur. Ég var nefni- lega þessi strákur út á miðju gólfi með skrúbbinn í bústað á Illuga- stöðum. Við fórum þangað bekkur- inn ásamt Grétu kennara. Auðvitað kom ég upp um mig með þeirri athugsemd að ég hefði jú lítið gert af þessu áður, hefði sem sagt litla reynslu. En auðvitað var þessi at- hugasemd Grétu sögð i bestu mem- ingu. Gréta vara bara svona. Ég settist á skólabekk í Oddeyrarskól- anum haustið 1974 og Gréta var umsjónarkennari minn þá, sem og í gegnum allan grunnskólann. Ég minnist Grétu úr skólastof- unni sem ákveðinni og skemmti- legri. Hún var ófeimin við okkur og umræður í skólastofunni sner- ust ekki alltaf um námsefnið, held- ur hvað það eitt sem bar á góma og alltaf hafði Gréta skoðun á málunum. Ég fékk það stundum á tilfínninguna að hún væri sem ungamamma yfir bömum sínum í skólastofunni. Eftir að skólagöngu lauk og allt til loka heilsaði hún mér ef við hittumst á götu og spurði frétta. Þetta þótti mér alltaf vænt um og mat mikils. Með þessum fátæklegum orðum kveð ég þig, Gréta Ólafsdóttir, og þakka fyrir allar okkar samveru- stundir innan sem utan skóla. Að- standendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Árni Jóhannesson. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Langholtsvegi 93, lést í Landspítalanum 17. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Ólöf Þorsteinsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, EDDA GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR fyrrverandi borgargjaldkeri, Ásholti 2, Reykjavík, lést í Landspítalanum 16. janúar. Pétur Þórir Hugus, Sigrfður Hafdís Sigurðardóttir og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, dóttirog systir, ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR, Skólavegi 7, Hnífsdal, lést 15. janúar sl. Jarðarför verður auglýst síðar. Torfi Arnar Einarsson, Jóhann M. Jóhannsson, Guðrún Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur. t Hjartkær frænka okkar, ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Öldugötu 11, Hafnarfirði, sem andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 11. janúar, verður jarðsung- in frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði föstudaginn 19. janúar kl. 13.30. Ólafur Emilsson, Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Rut Ólafsdóttir, Benjamin Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.