Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar Áhyggjur af breyttri verktöku BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 16. jan- úar sl. eftirfarandi ályktun varð- andi verktöku á vegnm Vamarliðs- ins: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri þróun sem á sér stað á Keflavíkur- flugvelli vegna umræðna um verk- töku á vegum Varnarliðsins. í samkomulagi sem gert var af Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrr- verandi utanríkisráðherra, og Will- iam Perry, þáverandi varavarnar- málastjóra Bandaríkjanna, var ákveðið að verkframkvæmdir á vegum Mannvirkjasjóðs Nato yrðu boðnar út sem þegar er komið í framkvæmd. Ljóst er að frekari breytingar á verktöku á vegum Vamariiðsins geta haft mikil áhrif á atvinnu- ástand á Suðurnesjum. Bæjarstjóm Reykjanesbæjar telur því að varlega þurfi að fara í allar frekari breytingar og gefinn verði hæfilega langur aðlögunar- tími.“ Undir ályktunina rita: Jónína A. Sanders, Ellert Eiríksson, Drífa Sigfúsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Anna M. Guðmunsdóttir, Ragnar Hall- dórsson, Björn H. Guðbjömsson, Sólveig Þórðardóttir og Jón Páll Eyjólfsson. Sindri stærsta skip sem tekið hefur verið í slipp í Hafnarfirði Kostnaður 30-40 milljóiiir VIÐGERÐ er nú langt komin á Sindra VE sem varð fyrir skemmdum á stýrisbúnaði í Smug- unni í haust en skipið er hið fyrsta sem tekið er upp í nýja flotkví í Hafnarfirði. Að sögn Guðmundar Víglundssonar, framkvæmdastjóra Vélsmiðju Orms og Víglundar hf. sem eiga flotk- vína, er kostnaðaráætlun við viðgerðina á milli 30 og 40 milljónir króna. Þá er ekki tekið tillit til tjóns útgerðarinnar vegna tíma frá veiðum. Guðmundur kveðst eiga von á að skipið verði í kvínni fram að helgi en viðgerð ljúki endanlega um mánaðarmót. Hann segir samninga vera i burðarliðnum um fleiri verkefni og gangi alit eftir áætlun verði nýtt skip komið í kvína í næstu viku. Sindri var settur í kvína 10. janúar sl. Skapar 20 störf Kostnaður við flotkvína nemur um 100 millj- ónum króna og segir Guðmundur þann drátt sem varð á afgreiðslu beiðnar fyrirtækisins um stað- setningu hafa verið kostnaðarsaman. Kvíin eigi þó að borga sig upp. „Við sköpum beint um 20 störf með tilkomu flotkvíarinnar, auk þess sem enn fleiri fá vinnu í tengslum við hana. Sindri er stærsta skip sem Morgunblaðið/Kristinn SINDRI VE er stærsta skip sem tekið hefur verið í slipp í Hafnarfirði, en nýja flotkvíin tekur skip sem eru allt að 3.000 tonn að stærð. Samningar um loftslagsbreyt- ingar styrktir RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að ráðstafa sérstaklega einni millj- ón króna til að styrkja þátttöku stjórnvalda í samningaviðræðum á vettvangi rammasamnings Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu mánuðum tekið þátt í við- ræðum um að styrkja samninginn, en með fjárveitingunni er tryggt að a.m.k. tveir íslenskir fulltrúar í stað eins sitji þá þijá samninga- fundi, sem halda á á árinu. Einnig samþykkti ríkistjórnin til- lögu umhverfisráðherra um að hann skipi sérstaka umsjónarnefnd, sem á að hafa umsjón með fram- kvæmdaáætlun íslands vegna rammasamnings SÞ, sem ríkis- stjórnin samþykkti í október sl. Umsjónarnefndin verður skipuð að- stoðarmönnum ráðherra sjö ráðu- neyta (umhverfís-, fjármála-, iðnað- ar- og viðskipta-, samgöngu-, land- búnaðar-, dómsmála- og sjávarút- vegsráðuneytis), en formaður henn- ar verður Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Helsta ástæðan fyrir því að nú er unnið að því að styrkja ramma- samninginn (sem flestar þjóðir heims skrifuðu undir á ráðstefnu SÞ um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992) er að vísinda- menn telja auknar líkur á því að útblástur sk. gróðurhúsaloftteg- unda, einkum koltvísýrings (CO2), valdi hlýnun á jörðinni og þar með röskun á veðurfari, gróðurfari og hugsanlega jafnvel hafstraumum. I desember sl. birti alþjóðlegur ráð- gjafarhópur vísindamanna nýja skýrslu, þar dregin er upp mynd af þeim vanda sem aukið útstreymi gróðurhúsalofttegunda gætu valdið (sjá síðu 2). Búist er við að útstreymi koltví- sýrings á íslandi aukist um 5% á ári frá viðmiðunarárinu 1990 til ársins 2000 ef ekkert er að gert. Talið er að hlýnun á Norður-Atl- antshafi vegna aukinna gróður- húsaáhrifa kunni að verða minni en víða annars staðar, m.a. vegna breytinga á hafstraumum. Hugsan- leg röskun á Golfstraumnum er ís- lendingum að sjálfsögðu sérstakt áhyggjuefni, vegna áhrifa slíkra breytinga á veðurfar og fiskimið. Skylt að veita upplýs- ingar um umsækjendur RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt reglurnar um að við umsóknir um stöður í Stjórnarráði íslands séu stjómvöld ekki bundin af áskilnaði umsækjenda um nafnleynd. Regl- urnar verða auglýstar í Lögbirt- ingarblaðinu og taka gildi frá þeim tíma. í reglunum kemur fram að þær gilda fyrir stjórnarráðið í heild og gilda um allar stöður sem auglýst- ar eru lögum samkvæmt, hvort sem þær eru í stjórnarráðinu sjálfu eða stofnunum sem undir það heyra. Skylt er að veita almenningi upplýsingar um nöfn umsækjenda og starfs- eða stöðuheiti þegar umsóknarfrestur er liðinn. Ef um- sóknarfrestur er framlengdur skal ekki veita upplýsingar um um- sækjendur fyrr en að honum liðn- um. Upplýsingaskyldan tekur ein- ungis til nafns og starfs- eða stöðuheitis umsækjenda, en ekki til umsókna eða annarra gagna um umsækjendur. tekið hefur verið í slipp í Hafnarfirði, um 1.700 tonn, en við eigum kost á að koma allt að 3.000 tonna skipum fýrir í kvínni, enda er hún 116 metra löng og 22 metra breið,“ segir hann. 37 starfsmenn starfa nú fyrir fyrirtækið sem keypti Drafnar-slipp í Hafnarfirði fyrir skömmu og hefur unnið að gagngerum endurbótum á honum síðan. Guðmundur kveðst telja brýnt að fyrirtæki sem vinni að skipaviðgerðum hérlendis taki höndum saman til að fá verkfefni heim, sem annars eru unnin ytra. Með slíku átaki væri skotið styrkum stoðum undir skipasmíðaiðnaðinn hérlendis. Fimmbif- reiðar teknar meðkrana TVEIR árekstrar á Kringlumýrar- braut á móts við göngubrú í Foss- vogi voru tilkynntir lögreglu með mínútu millibili í gærmorgun. í fyrri árekstrinum lenti einn bíll aftan á öðrum og þurfti að flytja farþega úr öðrum bílnum á slysadeild með minniháttar meiðsli. Mínútu seinna var tilkynnt um þriggja bíla árekst- ur á sama stað. Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. Allir bílarnir fímm voru dregnir í burtu. Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfísgötu við Snorrabraut kl. 9 í gærmorgun. Meiðsli urðu minni- háttar. Lögreglu var í gær tilkynnt um innbrot í fimm bíla á fjórum stöð- um. Brotist var inn í bíl við Hávalla- götu og þaðan stolið útvarpi og geislaspilara. Úr bíl í Reykjabyggð var stolið sambyggðu útvarpi og geislaspilara. Úr tveimur bílum við Járnháls var stolið útvarpstækjum og úr bíl við Kleppsveg var stolið hátölurum. Þrír bílar lentu í árekstri á gatna- mótum Snorrabrautar og Bústaða- vegar á þriðjudag rétt fyrir klukkan þijú. Ökumaður og farþegi úr ein- um bílanna voru fluttir á slysadeild. Tveir bílanna voru íjarlægðir með krana. Utflutningur hrossa 1991-95 Fjöidi 3000- 2500- 2000- 3000- 1500- 1000 500 0 I I I I Stóðhestar Hryssur |-Geldingar 1991 1992 1993 1994 1995 I II I Til annara landa Hollands Austurríkis Noregs j§|— Danmerkur • Svíþjóðar - Þýskalands 1991 1992 1993 1994 1995 Lítil íbúð f Hafnarfirði Til sölu falleg 2ja herb. kjíb. við Nönnustíg, 42 fm. Sérinng. Nýir gluggar og nýtt eldh. Verð 3,6 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. ALLS voru 2.614 hross seld úr landi árið 1995 eða rúmlega eitt hundrað hrossum færra en • árið 1994 að því er fram kemur í frétt frá Bændasamtökum ís- lands. Af hrossunum 2.614 voru 1.282 hryssur, 1.220 geldingar og 112 ógeltir hestar. Flest hrossin voru flutt til Þýskalands og Svíþjóðar eins og fyrri ár eða 59% útflutnings 1995. Mesta aukningin var á útflutningi til Danmerkur en þangað fóru 120 fleiri hross en Útflutningur hrossa minnkað milli ára 1994 og hlutfallslega varð mest aukning til Kanada úr 5 hross- um í 105. Helstu viðskiptalönd 1995 eru Þýskaland (1.129), Svíþjóð (407), Danmörk (402), Bandaríkin og Kanada (222), Noregur (138), Sviss (96) og Austurríki (80). Stærstu útflyljendurMÍr eru Gunnar Arnarson (617), Hinrik Bragason (435), S.I.H-Edda hestar (361), Sigurbjörn Bárð- arson og Axel Omarsson (201) og VT hf. (194). Þessir aðilar eru með 70% útflutnings en 60 aðilar flytja út hin 30% hross- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.