Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Alltaf eitthvað um að vera Greta Guðnadótfcir og Hildigunnur Halldórs- dóttir heita fíðluleikaramir sem koma munu fram sem einleikarar á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld. Orrí Páll Ormarsson fór að fínna þær. „ÞETTA er mikil hvatning og heldur manni við efnið, auk þess sem maður fær tækifæri til að vaxa sem tónlistarmaður," segir Greta Guðnadóttir fiðluleikari sem verður ásamt stöllu sinni Hildigunni Halldórsdóttur í önd- vegi þegar Sinfóníuhljómsveit íslands flytur Tabula Rasa eða Óskrifað blað eftir eistneska tón- skáldið Arvo Párt á tónleikum í Háskólabíói í kvöld. Og Hildigunnur tekur upp þráðinn: „Það er mjög mikils virði fyrir hljóðfæraleikara í sinfóníu- hljómsveit að fá að spreyta sig sem einleikari með hljómsveit- inni. Það hefur ekki eingöngu góð áhrif á spilamennsku við- komandi hljóðfæraleikara heldur ætti það jafnframt að efla hljóm- sveitina í heild.“ Jafnframt verða á efnisskrá fimmta sinfónía Beethovens og píanókonsert op. 54 eftir Schu- mann, þar sem Melvin Tan frá Singapore mun verða í sviðsljós- inu. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vánská. Greta og Hildigunnur eiga um margt líkan feril að baki. Báðar stunduðu þær nám undir hand- leiðslu Marks Reedman við Tón- listarskólann í Reykjavík og héldu síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum; Greta hefur doktorsgráðu frá Florida State háskólanum og Hildigunnur meistaragráðu frá Eastman tón- listarskólanum í Rochester. Árið 1992 gengu þær til liðs við II fíðludeild Sinfóníuhljómsveitar íslands og hafa báðar komið fram sem einleikarar með hljómsveit- inni. Þær eru því flestum hnútum kunnugar þar á bæ. Mikilvægt að þekkjast vel Greta og Hildigunnur hafa hins vegar ekki í annan tíma komið fram saman sem einleikar- ar með hljómsveitinni. „Það er Melvin Tan píanóleikari. mjög mikilvægt að þekkjast vel undir slíkum kringumstæðum enda gerir það allan undirbúning mun auðveldari,“ segir Greta og Hildigunnur bætir við að ekki spilli það fyrir að hugmyndir þeirra um tónlist séu af sama toga. Æfingunum hefur þó ekki ver- ið áfátt. Öðru nær. „Við erum búnar að vera með hugann við þessa tónleika frá því í haust,“ segir Hildigunnur og Greta tekur í sama streng: „Það getur tekið nokkra mánuði, með öðrum verk- efnum, að undirbúa sig fyrir svona tónleika. Maður þarf að öðlast mikið öryggi og síðan má ekki gleyma hinum andlega und- irbúningi, sem er mjög mikilvæg- ur.“ Osmo Vánská lýkur í vor þriðja og síðasta starfsári sínu sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Gera Greta og Hildigunnur góðan róm að starfi hans og segja að það sé engum Morgunblaðið/Ásdís FIÐLULEIKARARNIR Greta Guðnadóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir kvarta ekki undan verkefnaskorti. vafa undirorpið að hljómsveitin hafi vaxið á þessum þremur árum. „Osmo Vánská er mjög hæfur stjórnandi sem hefur náð fram ótrúlegum hlutum hjá hljómsveitinni.“ Fiðluleikaramir láta vel af veru sinni í Sinfóníuhljómsveit íslands — alltaf sé eitthvað um að vera. Fyrir dyrum standi til að mynda tónleikaferð um Bandaríkin, meðal annars með viðkomu í Camegie Hall. Þá reyna stöllurnar eftir föngum að flytja kammertónlist með hinum ýmsu hópum hljóðfæraleikara. „Við kvörtum ekki undan verk- efnaskorti," segir Greta sem verður í eldlínunni með Bernard- el-kvartettinum í Bústaðakirkju næstkomandi sunnudagskvöld. „Þetta er orkufrekt og væri án efa ekki hægt ef áhuginn væri ekki fyrir hendi.“ Stöllurnar segja að Tabula Rasa sé mikið stemmningsverk sem byggi á skýram og einföld- um hugmyndum tónskáldsins — fyrri kaflinn sé hraður en sá seinni einkennist af kyrrð og ró. Smeykur við nýjar hugmyndir Tabula Rasa var skrifað fyrir fiðluleikarann Gidon Kremer og Arvo Párt hefur sagt um verkið: „Að vissu leyti átti Gidon Kremer hugmyndina að Tabula Rasa. Eg er alltaf smeykur við nýjar hug- myndir og spurði Gidon hvernig honum litist á hægferðugt verk. Gidon féllst á það og verkinu var lokið á skömmum tíma. Það er skrifað fyrir tvær fiðlur, um- breytt píanó og strengjasveit. Þegar hljómsveitarmennirnir litu á raddirnar fyrst hrópuðu þeir upp yfir sig: „Hvar er tónlistin?“ en þá fóra þeir að leika verkið og fórst það vel úr hendi. Það var fagurt, kyrrlátt og fagurt.“ Eistlendingurinn Arvo Párt er fæddur árið 1935 og hefur á ferli sínum notið umtalsverðrar hylli en mátti þó stundum þola niður- lægingu er verk hans vora bönn- uð á Sovéttímanum. Párt hefur spreytt sig á ýmsum tónsmíða- stefnum og meðal annars fengist við smíði kvikmyndatónlistar. „Það er vandræðalaust að semja kvikmyndatónlist,“ sagði hann á sjöunda áratugnum, „þar sem hún er ekki undir eftirliti Sovéska tónskáldaráðsins. Eftir að hafa farið í gegnum hendur klippar- anna er allt skorið í sundur — eins og kjötbjúga — sett saman á ný og ekki er lengur hægt að bera kennsl á tónlistina.“ Píanókonsert í a-moll op. 54 samdi Robert Schumann fyrir eiginkonu sína, Klöra, sem var framúrskarandi píanóleikari. Framflutti hún verkið á tónleik- um í Dresden árið 1845 og ef marka má orð sem hún skrifaði í dagbók sína skömmu áður hefur eftirvæntingin verið mikil: „Ro- bert hefur loksins lokið smíði konsertsins og látið hann í hend- ur nótnaritara. Ég fyllist ham- ingju og löngun til að flytja verk- ið með hljómsveit." Þrjár stuttar - ein löng Píanóleikarinn sem fetar í fót- spor Klöru í kvöld heitir Melvin Tan, borinn og barnfæddur í Sin- gapore. Fyrstu tónleika sína hélt hann fimm ára að aldri en síðar lá leið hans í framhaldsnám við Yehudi Menuhin tónlistarskólann í Englandi, þar sem Vlado Perle muter og Nadia Boulanger vora meðal kennara hans. Frá því hann lauk námi hefur Tan helgað sig píanó- og semballeik, auk þess að stjórna hljómsveit sinni, The New Mozart Ensemble. Fimmta sinfónía Beethovens var framflutt á tónleikum í The- ater an der Wien árið 1808 ásamt fjórða píanókonsert tónskáldsins. Var þetta í síðasta skipti sem Beethoven kom fram opinberlega sem píanóleikari. Fimmta sinfón- ían hefst á þremur stuttum nót- um og einni langri sem Beethov- en sagði að væra örlögin að knýja dyra og hefur sinfónían allar götur síðan verið kölluð Örlaga- sinfónían. í Morse-kerfinu tákna þijú stutt og eitt langt bókstafinn V og notuðu bandamenn þessa tvo upphafstakta sinfóníunnar og táknið V sem sigurtákn í heims- styijöldinni síðari. Undir lok fimmtu sinfóníunnar hafa menn greint bjart sigurstef sem talið hefur verið tákn um kraft og vilja til að lifa og takast á við örlögin. „Greipar sópa“ 1 Morgunblaðið/Ásdis FRÁ sýningunni í Gallerí Greip. Hafið augun hjáykkur... Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ ERU ekki bara stórir og fyr- irferðarmiklir menningaratburð- ir, sem menningarárið í Kaup- mannahöfn býður upp á. Á vegum Lífsgæða hefur verið komið upp skemmtilegum og skrýtnum til- vitnunum í bókmenntir, frægt fólk og kvikmyndir aldarinnar og þeim komið upp víðs vegar um borgina. Verkefnið Lífsgæði gengur reyndar undir enska heitinu Qua- lity of Life. I strætisvögnum, lest- um, ruslabílum og viða um borg- ina eru spjöld með ýmiss konar spakmælum. Oll snúast þau um lífið og tilveruna, en yfirleitt fremur á Iéttu nótunum. Það er því betra að hafa augun hjá sér þegar farið er um borgina, svo þessir gullmolar fari ekki hjá óathugaðir. Og ef þú, lesandi góð- ur, átt leið um Kaupmannahöfn á árinu skaltu skyggnast um. Sá sem hefur Iesið Lífsgæðaskilaboðin hefur þar með tekið þátt í menn- ingarárinu. Kannski lesið framlag danska rithöfundarins IB Micha- fels, sem hljóðar svo: „Allt er hugarástand. Allt eru töfrar, ef manni sýnist svo MYNDLIST Listhúsiö Greip SAMSÝNING 23 listamenn. Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga til 28 jan- úar. Aðgangur ókeypis. ALLT er hægt ef viljinn er nóg- ur, þannig hefur tekist að koma fyrir verkum á þriðja tug lista- manna í Iitla sýningarrýminu á horni Hverfisgötu og Vitastígs. Þó mun ýmsum upphengingarfíkl- unum þykja þröngt setinn bekkur- inn og víst er kraðakið yfírþyrm- andj, því myndverk eru hvert sem litið er, og þeim raðað á ýmsa vegu á veggi, gólf og aðra tilfall- andi fleti. En þetta mun öðru fremur vera hugsað sem hrein innsetning og þannig séð ber gestinum að um- bera framtakið og reyna að átta sig á hvað telja skuli myndverk og hvað tilheyrir í raun húsnæðinu sjálfu, því svona sýningar vilja ósjálfrátt fá samkeppni af hvers konar hlutum í umhverfínu, sem fæstir veita annars athygli, þannig að naumast verður greint á milli. Jafnvel eldvarnatæki, rafmagns- kassar og loftrásarop öðlast nýtt líf sem sjálfstæðir og ögrandi „ready made“-hlutir. Öll verkin eru sögð unnin út frá þemanu „Greipar sópa“. („stolnir og fundnir munir“), en sum kann- ast maður raunar við frá fyrri framkvæmdum viðkomandi á sýn- ingavettvangi. Og eins og á sér stað þegar gengið er út frá ákveðnu og afmörkuðu þema, vill útkoman í flestum tilvikum verða æði tilbúin, sem heitir að myndirn- ar eru ekki árangur af áralöngum rannsóknum og vinnu gerendanna, heldur nokkurs konar leikur með tilfallandi hluti úr umhverfinu og þá iðulega ódýrum hlutum „moy- ens pauvres“. Leikurinn er ættaður frá Dada- istunum, en einnig Flúxushreyf- ingunni og getur orðið býsna leiði- gjarn og tilgangslaus sé hann iðk- aður í síbyLju og virkar þá eins og tilfallandi uppsóp hugmynda. Það má vafalaust hafa gaman af mörgu sem til sýnis er í réttu umhverfi, en satt að segja njóta fæst verkanna sín í þessari upp- hengingu og sum líða kæfingar- dauða vegna þess að önnur og ábúðarmeiri verk yfirgnæfa þau. Algjör misskilningur verður að teljast að staðsetja strætóbekkinn bólstraða þvert yfir salinn því fyr- irferð hans er of mikil í rýminu. Eitt verkanna virkar þó upplifað og dregur sýningin nafn af því er eftir Ingu Lísu Middleton, auk þess sem raflostpúði á gólfi í kjall- ara, sem gert hefur Ilmur Stefáns- dóttir, vekur upp ýmsa áleitna og ögrandi þanka. Sem innlegg á nýju ári má þó telja þetta hressilega framkvæmd og fyrirboða að líflegu starfsári. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.