Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bráðið smjör draup á ennið Á Listasafni íslands stendur yfír sýningín „Ný aðföng“. Þóroddur Bjamason gaf hugmyndaflugínu lausan tauminn þegar hann skoðaði sýninguna. Morgunblaðið/Ásdís HÖGGMYND eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur. SJÁLFSMYND Hallgríms Helgasonar. FRÁ sýningunni. LISTASAFN íslands hefur, eins og nafnið ber með sér, það hlutverk að safna íslenskri myndlist. Listasafnið kaupir á hveiju ári fjölmörg verk látinna meistara íslenskrar myndlist- ar og hefur einnig vakandi auga með þreifingum starfandi lista- manna. „Ný aðföng 111“ er heitið á sýningu sem prýðir efstu sali safns- ins til 25. febrúar næstkomandi. Þar er sýnt það sem keypt hefur verið eftir starfandi listamenn á árunum 1994-95. Þetta er þriðja sýningin í röð sýninga á nýjum verkum safns- ins. Sýningin gefur mynd af því sem listamenn eru að fást við og má sjá að fjölbreytni ræður ríkjum í efnis- vali. Þurrkuð blóm, lýsi, blý, ull og blaðgull eru meðal efna sem verkin eru gerð úr auk hefðbundinna efna eins og olíulita og striga. Auðvelt er að sjá hvar safnið leggur netin því mikið af verkunum hafa verið til sýnis á Kjarvalsstöðum áður og listamennirnir flestir orðnir sjóaðir í bransanum en minna er um verk fólks sem hefur styttri feril að baki og sýnir einkum í smærri galleríum. Nokkuð er af málverkum á sýning- unni og segir kannski einhverjum að vinsældir þess séu að aukast aft- ur þótt aðrir segi að þær hafi aldrei minnkað. Yfirbragð sýningarinnar er nokkuð yfírvegað og fágað, lítið er af verkum þar sem hávær og mikill galsi býr að baki. Á sýningunni eru verk eftir 44 starfandi listamenn. Tumi Magnús- son tekur á móti sýningargestum í stóru gulu og grænu málverki sínu „Bráðið smjör og bráðið plast“ . Þar á Tumi við lit efnanna sem hann reynir að festa á strigann sem best hann getur. Myndin er næstum sjálf- lýsandi, svo björt er hún. Blaðamað- ur staldraði við nálægt verkinu þar til hann var farinn að fínna lyktina af smjörinu og finna það leka niður enni sér. Titanic I bala Þijú ólík verk eru á ganginum milli salanna sem geyma sýninguna. Grétar Reynisson sýnir skrýtinn skúlptúr á gólfinu. Það er eins og snigill hafi skriðið úr skel sinni. Verkið er úr krossviði og án titils. Hallgrímur Sigurðsson synir „Pýr- amída 11“ á marmaragólfinu, sem fer vel með ryðguðu járninu sem pýramídarnir eru gerðir úr. Pýra- mídar eru ekki einu grafreitirnir sem mynd er af þama því Titanik er að sökkva í bala, ekki eitt, heldur þijú í mynd Eyjólfs Einarssonar. „Eldhúslíf" Önnu Líndal stendur á tveimur stöplum úti á gólfi. Það er sett saman úr postulínsleirtaui, tvinna og sykri. Sá sem ekki veit og myndi sjá verkið inni á eldhús- borði myndi sjálfsagt dást að hand- bragði húsmóðurinnar þegar hún bíður eftir að kartöflumar sjóði en þó er verkið ekki táknrænt fyrir al- þýðueldhúsið því skálarnar tilheyra frekar yfirstéttarheimili. Tokkata eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munka- þverá er úr plexigerspípum og ull og gefur tónlistarlega tiivísun í bar- rokktímabilið. „Citat" eftir Kristin E. Hrafnsson er umfangsmesta veggverkið á sýningunni, svart og gult á litinn. Þríhymingsform innan í hringjum gefa því tengingu í stjórn- borð segulbandstækis. Inga Þórey Jónsdóttir á verkið „28 pensilför" sem nýtur sín vel á veggnum. Marg- ir listamenn hafa stækkað upp hversdagslega hluti en Inga Þórey hefur gert málverk úr því sem mynd- ar málverk. Mér varð á að anda djúpt og blása frá mér þegar ég stóð fyrir framan viðkvæmnislegt og rómantískt verk Rúnu sem er gert úr þurrkuðum blómum festum á pappír. Ég sá að það hefði ég betur látið ógert því svitinn spratt fram á mér þegar blómablöðin titruðu. Rúri fæst við metrakerfið og sýnir metrana ljóslif- andi í formi tommustokka sem hún skælir og snýr. 7 metrar heitir verk- ið og er límt á blýplötur. Þorvaldur Þorsteinsson hefur löngum fengist við margræð þemu og oft á tíðum er erfitt að átta sig á þeim til fulls. Fjórar þriggja mynda seríur eru hér til sýnis. „Ur safni ímyndaðrar heild- ar“ sýnir fólk á svarthvítri ljósmynd sem hittist á götu eða er að kveðj- ast. Hann hefur málað velþekktar grímur hvora sínu megin, aðra af kokki en hina af þemu. „Kristin G. Harðarson á óneitanlega mest áber- andi skúlpturinn, neon-bleikur er hann og æpir á áhorfendur en þó er það hófstillt enda formið á mörk- um þessa að vera stíft og órólegt. Sólveig Aðalsteinsdóttir notar ýmislegt tilfallandi í verk sín og hér eru það mikado-spilapijónar og græn gegnsæ kúla sem bera hæst í samsettum verkum. Minnir eitt- hvað á geimstöð eins skrýtið og það kann að hljóma. Risavaxið pappa- massaform kallar á mann og nýtur sín í hæfilegri fjarlægð. Nú gengur blaðamaður út úr saln- um og gengur öruggum skrefum framhjá kaffístofunni, sem of seint er að heimsækja, og inn í sal þar sem málverkin hanga saman með verki á gólfí eftir Olöfu Nordal, í rökkrinu. Flísalagt ílangt verk með eins konar útskurðarmunstri. í mynd Kristjáns Davíðssonar er párað með pensli eða priki á myndflötinn. Strig- inn er hvítur að stórum hluta en lit- imir snúast um sjálfa sig á strigan- um. Mynd Hafsteins Austmanns lít- ur út fyrir að hafa orðið fyrir barð- inu á ofsafengnum átökum lista- mannsins við strigann enda kraftur í myndinni, en þegar betur er að gáð stendur 1987-9 undir myndinni sem segir okkur að hann hafi eytt meiri tíma, en sem nemur stundarinn- blæstri við myndina. Ég verð að segja að ég hef séð betri myndir eftir Eirík Smith en þá sem þama hékk og hét landslag og er einhvers konar blanda af abstrakt og landslagsmynd. Bamsleg mynd Bjargar Þorsteinsdóttir er skemmti- leg og tekur okkur í Hnattflug þótt erfitt sé að sjá hvort hnöttur flýgur um form eða form um hnött. Mynd- in er blá. Augun gefa ákveðin skilaboð og geta níst mann inn að beini og rauð augu í stúlku Jóhönnu Kristínar Ingvadóttur og málunin á henni mynda kvenmann á mörkum þess góða og illa. „Hér sem ég dvel“ eft- Ogæfuleg byrjun í Metropolitan ÓGÆFAN virtist elta þá sem komu nærri uppfærslu Metropolitan- óperunnar á Makropoulus-málinu eftir Janacek. Á sýningu 5. janúar sl. fékk tenórinn Richard Versalle hjartaáfall og lést í fyrsta þætti. Sýningunni sem vera átti 8. janúar varð að fresta vegna illviðris og fjölmargir neituðu að mæta á sýn- ingu tveimur dögum síðar. Dauði Versalle þótti einkar kaldhæðnis- legur í ljósi þess að verk Janaceks fjallar um það að menn eigi að fagna því að vera dauðlegir. Að lokum tókst að frumsýna verkið og hefur það fengið ágæta dóma þó að ýmislegt hafi verið fundið að sýningunni. Hljómsveit- in sé ekki nógu ákveðin í leik sin- um, og textinn á köflum stirður. Söngvaramir fá misjafna dóma, besta þó Graham Clark og Donald Mclntyre. Aðalhlutverkið er í höndum Jessye Norman og segir í dómi um sýninguna í The Inde- pendent að þrátt fyrir að hlut- verkið henti rödd hennar illa nái hún vel að lýsa einmanaleik, and- legum erfiðleikum og hroka aðal- persónunnar. JESSYE Norman þykir glæsileg í hlutverki hinnar ódauðlegu Emiliu Martin. ir Gunnar Örn blandar saman lík- amspörtum og bandflækjum í dimm- um heimi á meðan mynd Valgarðs Gunnarssonar er öllu bjartari, enda unnin af geysilegri nákvæmni og vandvirkni. Valgarður hefur löngum notað saumnál við málverk sín en í þessari mynd af hundi og stól er líkt og hann saumi eða pijóni með máln- ingunni. „Við gaflinn" er mynd Ein- ars Hákonarsonar. Litirnir eru glossí, glærir og gegnsæir og mynd- in er að mestu abstrakt. Hún hang- ir við hlið Akademíu Daða Guð- björnssonar sem er glaðvær, litrík og skrautleg og ljósapera á toppi akademíunnar lýsir líkt og 100 spek- ingar hafi allir fundið lausn lífsgát- unnar á sama tíma inni í akadem- íunni. Súlumar eru franskbrauð. Ef einhveijum líkar ekki ljósið er ráð að skoða myndir Húberts Nóa en þar er bláleitt birtustig næturinn- ar alltumlykjandi. Engu er líkara en að hann hafi verið með þingvalla- mynd Þórarins B. Þorlákssonar í huga þegar hann málaði „Málverk af málverki 1V“ en þar eru beljur í haga og þær horfa á mann á sama hátt og Hestur Þórarins. Blaðamað- ur hefur heyrt að Ráðhildur Inga- dóttir noti ákveðna stærðfræðiform- úlu við gerð sinna mynda sem ávallt ganga út frá hring. Gul mynd án titiis er hér og er ekki ósvipuð bý- flugnabúi að innan þótt víst sé það sé einungis í mínum huga. Eggert Pétursson á þijú málverk á sýning- unni og fær hann hrós fyrir þolin- mæði og vönduð og öguð vinnu- brögð. Myndir hans heita málverk og eru abstrakt eða nær ósýnilegar nema mynd hans af krækilyngi í blóma (ef blómaþekking blaðamanns bregst ekki) sem er ótrúlega vel gerð. Hallgrímur Helgason uppi- standsmaður, rithöfundur og mynd- listarmaður á sjálfsmynd á sýning- unni og þar er hann með ljósa Maryl- in Monroe, englahárkollu, prestkraga í himnesku ljósi, bólu- grafinn með blóðhlaupin augu. Sannarlega ófrýnilegur og skemmti- leg andstaða við heilagleikablæinn í mynd Kristinar Gunnlaugsdóttur sem er ekki langt undan. Aldarvinir í gylltu umhverfi og svanir flögra úr miðju vinanna. „Drengur á bát og Ritur“ eftir Birgi Snæbjöm er sakleysisleg mynd en þó tregafull enda drengurinn að ausa bátinn úti á miðju vatni. Engin vídeóverk, hljóðverk eða tölvuverk em á sýningunni en þó má sjá áhrif sýndarvemleika í mynd Sigurðar Árna Sigurðssonar sem er án titils og sýnir Garð með kringlótt- um tijám varpa skugga til hægri. Síðasta verkið í sýningarskoðun blaðamanns er verk Erlu Þórarins- dóttur þar sem hún virðist vera að glíma við stjömuhimininn og víddir vetrarbrautarinnar. Verkið heitir Vetrarskál. Á útleið lá vel við að líta inn í neðri sali safnsins og eitt vakti at- hygli. Það er að svo virðist að sú hefð að ramma myndir inn í íburð- armikla gullramma sé á undanhaldi. Elstu myndimar í safninu em ein- mitt umluktar þessum miklu römm- um en þeir fara smáminnkandi með ámnum niður í ekki neitt hjá yngstu kynslóðinni enda em rammar í dag, séu þeir notaðir, taldir sem stór hluti verksins og meiningar þess. Listasafn íslands er opið kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. New York óperan Nýr aðal- stjórnandi PAUL Kellogg, sem í sautján ár hefur verið framkvæmda- stjóri sumaróperu í banda- rískum smábæ, var nýlega ráðinn aðal- og listrænn stjómandi New York City Opera, í stað Christopher Keene. Kellogg, sem er 58 ára, hefur verið stjórnandi Glimmerglass ópemnnar í Cooperstown í New York-n'ki og mun hann sinna því starfi áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.