Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 38
*38 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Allt lætur undan tímans tönn Lyftum oki einræðis af Dagsbrún, segir Gunnar Guðmunds- son, kjósum B-listann. ÞAÐ hefur varla far- ið framhjá mönnum að kjör til stjórnar Dags- brúnar stendur nú fyrir dyrum. Það hefði varla þótt í frásögur færandi nema fyrir það að nú hefur litið dagsins ljós framboð sem sprottið frá breiðum hópi fé- ‘Uagsmanna í Dagsbrún. Þetta hefur þótt tíðind- um sæta enda ekki van- inn til þessa að félags- menn fettu fingur út í framboðslista fráfar- andi stjómar með þess- um hætti. Fram að þessu hefur sami valdahópurinn sett upp lista með arftökum sínum í sjóm félags- ins og þar hafa ekki komist að aðr- ir en jábræður þess valdahóps sem ráðið hefur lögum og lofum í félag- inu áratugum saman. Eina undan- tekningin frá þessu var mótframboð gegn lista fráfarandi stjórnar fyrir . (jrfáum árum sem náði ekki kjöri en fékk þó um 37% greiddra atkvæða. Það er því ekki að furða þótt stjórn Dagsbrúnar hafi brugðist ókvæða við þessari nýlundu. Það hefur hing- að til ekki þótt góð lexía í Dagsbrún að menn væru á andstæðri skoðun við ríkjandi valdhafa. Þess hefur ávallt verið gætt að kæfa gagnrýnis- raddir innan félagsins með hörku og virðist sem stjóm félagsins á hverjum tíma hafi litið svo á að ekki rúmaðist innan félagsins nema ein skoðun á hveiju máli. Það hefur Tánast verið regla innan félagsins að tillögum frá almennum félags- mönnum um breytingar sé vísað frá á félagsfundum að undirlagi ríkjandi stjórnar. Sú skoðun hefur komið fram í fjölmiðlaum- ræðu undanfamar vik- ur í tengslum við nýtt framboð til stjómar og trúnaðarmannaráðs Dagsbrúnar að eilífðar- seta sömu valdhafa innan félagsins helgist ekki af almennri ánægju félagsmanna með stöðu mála heldur sé það ástand sprottið af kosningareglum sem beinlínis em til þess falinar að hindra önnur framboð. Stjórnin hef- ur nánast alltaf verið sjálfkjörin en í því eina tilviki sem boðið var gegn lista fráfarandi sjórnar hin síð- ari ár var stjórnarlistinn ekki kosinn rússneskri kosningu og aðeins um þriðjungur félagsmanna kaus í það sinn. Það er skoðun margra innan Dagsbrúnar að stjórnin hafi í það sinn haldið velli sökum áhugaleysis og þreytu félagsmanna á starfsemi félagsins auk þess sem alkunna var að fram fór allsherjarsmölun meðal Dagsbrúnarmanna sem komnir voru á eftirlaun og taldir vora hliðhollir gömlu forystunni. Hér birtist einmitt sú fáránlega þverstæða að félagsmenn, sem ekki eru á vinnumarkaðinum og greiða þar af ieiðandi engin félagsgjöld til félagsins, halda kosningarétti sínum í félaginu á meðan svokallaðir auka- félagar sem greiða fullt félagsgjald af vinnulaunum sínum njóta ekki kosningaréttar. Öllum hugsandi mönnum reynist erfítt að skilja rétt- lætið að baki þessari tilhögun nema vera kynni að þessi regla ætti ásamt öðru að viðhalda óbreyttum völdum í félaginu. Nýtt framboð til stjórnar Gunnar Guðmundsson Dagsbrúnar kom fram meðal félags- manna vegna megnrar óánægju með steinrannar reglur félagsins og ein- ræðislega stjórnarhætti auk óánægju með kjarastefnu félagsins undanfarin ár. Það eru ýmsir sem treysta ekki mönnum með allt að tíföld Dagsbrúnarlaun til að standa í forystu fyrir bættum kjörum fé- lagsmanna og þaðan af síður þegar haft er í huga að menn þessir hafa ekki unnið verkamannavinnu hátt í hálfa öld. Til að breyta þessu býður sig nú fram breiðfylking verka- manna innan Dagsbrúnar sem hefur fengið ótrúlegan stuðning á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að ákvörðun var tekin um framboðið og má sem dæmi nefna að á fjórða hundrað félagsmanna lýstu sig strax tiíbúna til að taka sæti á lista hins nýja framboðs. Virðist því nú í fyrsta sinn um áratuga skeið raunhæfur möguleiki á því að raunveruleg stjórnarskipti verði í Dagsbrún um næstu helgi og nýir menn með fersk- ar hugmyndir fái loks tækifæri til að hleypa nýju blóði í félagið. Svo þetta megi verða hvet ég alla Dags- brúnarmenn til að mæta á kjörstað því B-listinn á allt sitt undir því að sem flestir mæti og hinn almenni félagsmaður, sem hingað til hefur ekki séð ástæðu til að skipta sér af málefnum félagsins þar sem um ekkert val hefur verið að ræða, nýti sér nú sögulegt tækifæri til róttækra breytinga innan Dagsbrúnar og kjósi B-listann. Það er tími til kominn að víkja af vegi kyrrstöðu og lyfta af oki einræðis í stjórn Dagsbrúnar. Engum er hollt að standa í þeirri trú að þeir séu ósnertanlegir og hafi eilífðarvöld. Höíundur er í framboði til stjóm- ar Dagsbrúnar & B-lista. HílONlhWín fwír- EgstyðA-listann,segir Ull, JLjlll Símon Gunnarsson, heit um bjartan dag vegnahanfumála - Dagsbrúnarmenn!!! 60.000 kr. á mánuði? Neitakk VIÐ eram allir verkamenn eins og þið líka. Og það sem meira er, við eram stoltir af því að geta rétt fram hendurnar og sagt; þetta era verkfærin sem við höfum notað alla tíð, í þágu samfé- lagsins alls. Ekki hafa allir slíkan bakhjarl, að hafa unnið í skurði, byggingarvinnu, hafn- arvinnu, bensínaf- greiðslu, flugaf- greiðslu, hvalskurði, sjómennsku eða hverri þeirri erfiðsvinnu sem nöfnum tjáir að nefna. Ekki á þetta þó að vera montræða um fyrram góðan feril. Nei, ekki aldeilis. Þessu bréfsnifsi er beint til þín, kæri þjáningabróðir, ef þú ert félagsmaður í Verkamanna- félaginu Dagsbrún. Ég segi þjáningabróðir, og finnst ekki vera of fast að orði kveðið með slíku orðalagi. Hreint og beint er búið að löðrunga okkur verkamenn- ina v þessu félagi hvað eftir annað með hreint ótrúlega ömurlegum samningum og kjaraskerðingu, þannig að nú verður ekki lengur við slíkt unað. Til að sporna við þessari skugga- legu aðför að okkur og okkar ástvin- um, látum við sverfa til stáls og leggjum því til atlögu við handhafa þeirra valda sem hafa stýrt okkur inn á þessar óheillabrautir í samfélaginu, að vera nánast kallaðir lítilmagnar og þurfalingar. Hvað er til ráða? Jú, við höfum gert það opinbert og heyrinkunnugt að nýr listi til stjómar í Dagsbrún stendur verkamönnum til boða af þeirra eigin félögum í verkamanna- stétt. Við höfum margoft verið spurð- ir að því hveiju við ætlum helst að breyta. Markmið þessa framboðs er að hrista upp í mönnum þannig að allir átti sig á því, og þá ekki síst vinnuveitendur, að verkamenn þurfa iíka að borða, fæða sig og sína og vera fyrir- vinnur barna sinna. Þetta virðast sumir ekki skilja eða þykjast ekki skilja en þá er betra fyrir slíka menn að vakna af þyrnirósar- svefni sínum. Ef þeir vakna ekki sjálfír, verða þeir vaktir og þá ekki með neinum blíðuhót- um. I framboði okkar til stjómar í verkamanna- félaginu Dagsbrún leggjum við mesta áhersiu á að grann- launataxtar verði rifnir upp úr þeim ömurleika sem þeir era í í dag. Það þýðir ekk- ert fyrir vinnuveitendur lengur að afsaka sig með einhveiju kreppu- Ekki þýðir lengur fyrir vinnuveitendur, segir Ólafur Björn Baldurs- son á B-lista í Dags- brún, að afsaka sig með kreppukjaftæði. kjaftæði. Nú er svo komið að Þórar- inn V. og félagar skulu ekki dirfast að halda því fram að verkamanna- taxtar séu fullgóðir ef þeir nái 50.000-60.000 þús kr. á mánuði. Kæru félagar, nú er svo komið að við þurfum á öllum ykkar stuðningi að halda. Standið með okkur í orði og verki og mætið í kjörklefann, merkið við x B framboðið sem er framboð kröftugra manna, nýrra manna til stjórnar og forystu í Dags- brún, ykkur sjálfum og framtíð fjöl- skyldna ykkar til heilla. Höfundur er á B-lista í Dagsbrún- arkosningunum. Ólafur Björn Baldursson Hvatt til lagabrota í Dagsbrún I DAGSBRUN hafa B-listamenn að undan- förnu slegið því upp sem stefnuskrármáli að þeir sem „... greiða lágmarksgjaldið til fé- lagsins verði sjálfkrafa fullgildir félagsmenn". Á öðrum stað er þetta áréttað og virðist ekki vera hugsað út í tvö atriði sem eru grund- vallaratriði. Lítum nán- ar á málið. 1. Frá upphafi vega (þetta eru kannski of gömul lagaákvæði hjá Dagsbrún?) hefur það verið svo í Dagsbrún, Ólafur Guðmundsson. myndin um persónulegt samþykki þeirra liggi fýrir. Hug- myndir B-listamanna um sjálfvirkni í þess- um efnum væru því greinilegt lögbrot ef þær yrðu að veruleika og breytir engu um það þó önnur verka- lýðsfélög en Dagsbrún og stærri hafi haft þann hátt á alllengi. Vera kann að ókunnugleiki B-lista- manna á lögum Dags- brúnar og á landslög- um sé um að kenna að inn í stefnuskrá þeirra hafí læðst hug- þvingaða félagsaðild. I ÞESSU orði, sjálfu nafni félags okkar verkamanna á höfuð- —tiorgarsvæðinu, felast fyrirheit um bjartan dag eftir dimma nótt. En fyrirheitin ganga ekki alltaf eftir og era oft innlyksa í „blá- móðu fjarskans“ eins og einn fulltrúi at- vinnurekenda sagði fyrir nokkra síðan, þegar rætt var um að bæta kjör lágtekju- fólks á íslandi. Al- mennt launafólk hefur hefur mátt þreyja þorra og góu undanf- arin ár. Hagfræðilegar tilraunir — þjóðarsátt íslenskt þjóðfélag er farið að minna á eins konar hagfræðilega tilraunastofu þar sem tilraunadýrin eru launþegar landsins og þeir sem tilrauninni stjórna hafa svör á reið- um höndum við flestu öðru en því sem varðar manninn og framtíð hans mestu. Orð eins og réttlæti, samhjálp og sem jöfnust skipting þjóðarauðsins eru vandfundin í þessum fræðum. Þjóðarsátt er fagurt orð og felur "'í sér jákvæðari merkingu og stærri fyrirheit en flest önnur í málinu. Því miður hefur þetta orð glatað merkingu sinni í huga launþega og jafnvel snúist upp í andhverfu sína, ranglæti, ósætti, ójöfnuð. Nú þegar kosningar fara fram í Dagsbrún verður sú spurning brýnni en áður, hvers vegna baráttan fyrir bættum T^öram hafí ekki skilað meiri ár- angri. Við þessari spurningu er ekkert eitt svar. Löngu er hins vegar orðið tímabært að verkalýðs- hreyfingin hætti að láta atvinnurekendur og rík- isvald lifa í þeirri sjálfs- blekkingu að launþegar séu einhver afgangs- stærð í samfélaginu. Dagsbrún og önnur stéttarfélög verða að gera sér grein fyrir því að gerð kjarasamninga er eitt og íjárlagagerð ríkisstjórna er annað. Samningum þarf að ganga frá þannig að þeir falli úr gildi á sama andartaki og aðrir hóp- ar semji um hærri laun eftir að Dagsbrún hefur samið. Um samn- ingamálin mætti ræða miklu nánar en verður ekki gert að sinni. Reynsla og endurnýjun Ég mun í þessum kosningum sem framundan eru í félaginu styðja framboð Halldórs Björnssonar á A-lista til formennsku í Dagsbrún. Vel er mér ljóst að Halldór er ekki óumdeildur maður í félaginu, enda varla við því að búast eftir mörg ár sem varaformaður við erfiðar kringumstæður. Því verður þó ekki á móti mælt að Halldór hefur meiri reynslu í samningamálum en aðrir sem í framboði eru. Þessa reynslu verður að nýta á þeim erfiða tíma sem í hönd fer. Ekki má heldur gleyma því að veruleg endurnýjun verður í stjórn félagsins, nái A-listi kjöri. I kosningabaráttunni nú hefur B-listinn gagnrýnt starfshætti fé- lagsins harðlega og margt í þeirri gagnrýni er réttmætt og verður að sjálfsögðu að taka á þessum málum sem gagnrýniverð eru. Meðal þeirra eru tengsl félagsins við vinnustað- ina en þau verða að aukast. Það var ekkert sjálfgefið í upp- hafi kosningabaráttunnar að ég legði A-listanum lið, en í ljósi þeirra breytinga sem A-listinn ætlar að standa fyrir mun ég greiða honum atkvæði. En hvernig sem kosning- araar fara mun ég líta á það sem skyldu mína að veita stjórninni það aðhald sem ég get. Tónn samhjálpar þagni ekki Ég þekki því miður ekki for- mannsefni B-listans, Kristján Árna- son, en hef fyrir satt að hann sé hinn mætasti maður. Stjarna hans virðist hafa kviknað af mikilli skyndingu á himni íslenskrar verka- lýðsbaráttu. Hvort sú stjarna á eft- ir að lýsa upp það torleiði sem launabaráttan á Islandi er rötuð í skal ósagt látið. En umfram allt verða menn að skilja að persónuleg- ur frami hjá félaginu verður að víkja fyrir heildarhagsmunum. Guð- mundur J. Guðmundsson Iætur nú af störfum eftir langan og litríkan feril. Hvað sem mönnum kann að finnast um þátt hans í kjarasamn- ingum undanfarið þá er hitt víst að með skrifum sínum um þá mörgu sem eiga um sárt að binda í samfé- laginu hefur hann slegið vissan tón. Þessi tónn samhjálpar má ekki þagna með nýjum mönnum. Ef það gerist breytist félag okkar í kalda stofnun. Von mín er sú að menn komist frá þessum kosningum ákaf- lega móðir en ósárir að kalla. Höfundur er Dagsbrúnarmaður og stuðningsmaður A-Iista til stjórnarkjörs í Dagsbrún. að enginn er gerður að aðalfélaga að honum forspurðum. Menn hafa þurft að leggja inn formlega inn- tökubeiðni og þrátt fyrir einstök dæmi um það, að menn hafi ekki viljað vera félagar í Dagsbrún og jafnvel marglýst því yfir, en síðan orðið fyrir áföllum sem bitnuðu mjög óþyrmilega á aðstandendum þeirra, hefur verið haldið fast í þetta ákvæði; þ.e.a.s. enginn er neyddur af hálfu félagsins til að vera félagi í því. 2. Með inngöngu í EES hafa ís- lendingar gerst „áskrifendur“ að lagaboðum ESB í mörgum atriðum. Þessi lagaboð fela meðal annars í sér að alls ekki er leyfilegt að taka menn inn í nein félög án þess að Veldur ókunnugleiki B-listamanna, spyr Ólafur Guðmundsson, hugmyndum um þving- aða félagsaðild? En það er því miður fleira í henni sem illa stenst gagnrýna athugun. Höfundur er Dagsbrúnarmaður og stuðningsmaður A-lista til stjórnarkjörs í Dagsbrún. Símon Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.