Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kennsluforrit til að auðvelda ökunemum undirbúning fyrir bílprófið Morgunblaðið/Kristján JONAS Helgason ökukennari hefur útbúið forrit sem ætlað er að auðvelda ökunemum að búa sig undir fræðilega hluta bíl- prófsins. • • Okukennarinn útbjó forritið í frístundum Mikill áhugi fyrir endur- menntuna- rnámskeiðum UM ÁRAMÓTIN voru 10 iðnnemar komnir á samning eða að fara á samning í málmiðnaði á félagssvæði Félags málmiðnaðarmanna Akur- eyri, sem nær yfir Eyjafjarðarsvæð- ið. Flestir eru þeir í vinnu hjá Slipp- stöðinni Odda hf. eða sjö. Hákon Hákonarson, formaður fé- lagsins, segir að menn hafi átt frek- ar erfitt með að komast á samning á síðustu árum og atvinnurekendur hafi ekki viljað binda sig með iðn- nema á þeim tíma sem greinin var í mestri lægð. „Það er mjög alvar- legt fyrir atvinnulífið ef ekki er hægt að halda uppi eðlilegri end- urnýjun í greininni. Ekki síst þegar bráðvantar málmiðnaðarmenn í vinnu eins og t.d. á Akureyri nú.“ Félagsmenn í Félagi málmiðnað- armanna Akureyri hafa hins vegar verið mjög duglegir að sækja endur- menntunarnámskeið á vegum fé- lagsins. Á síðasta ári fóru 78, eða tæp 40% félagsmanna, á bæði bók- legt og verklegt endurmenntun- arnámskeið. Þá greiðir félagið inn- ritunargjald vegna öldungadeildar VMA fyrir sína félagsmehn. Hákon segir að mikill hugur sé í mönnum að halda fræðslustarfmu áfram af fullum krafti og koma verk- lega hlutanum fyrir á öruggum stað. Á undanförnum árum hefur félagið þurft að nýta sér góðvild aðila í bænum og fá lánað húsnæði undir þann hluta námsins. -----»-•■»■-♦-- Háskólinn á Akureyri Námsráðgjafi og endurmennt- unarsljóri SOLVEIG Hrafnsdóttir hefur verið ráðin til að gegna störfum námsráð- gjafa og endurmenntunarstjóra við Háskólann á Akureyri. Solveg er fædd árið 1956 á Akur- eyri, lauk BA-prófi í uppeldisráðgjöf við Sosialhegskolen í Stavanger í Noregi 1986 og meistaraprófi í námsráðgjöf frá Syracause Univers- ity í Bandaríkjunum 1995. Solveig var forstöðumaður Ung- lingaathvarfsins á Akureyri 1986-87 og þá stundaði hún kennslu við Gagnfræðaskólann á Akureyri um sex ára skeið. Starf námsráðgjafa og endur- menntunarstjóra við Háskólann á Akureyri felur m.a. í sér námsráðgjöf fyrir nemendur háskólans og að veita öðrum nemendur upplýsmgar um námsframboð háskólans. í starfinu felst einnig umsjón með endurmennt- un, námskeiðahaldi og opnum fyrir- lestrum á vegum háskólans. JÓNAS Helgason ökukennari á Akureyri hefur búið til kennslufor- rit sem ætlað er að auðvelda öku- nemum undirbúning fyrir fræðilega hluta bílprófsins. Forritið er fyrir PC-tölvur, svo- nefnt margmiðlunarforrit þannig að það vinnur auðveldlega með texta, myndir og hljóð. Forritið er byggt upp í tveimur meginköflum. í fyrsta lagi eru smáverkefni af ýmsu tagi úr námsefninu, m.a. kafli þar sem umferðarmerkin birt- ast og spurt er um nöfn og flokka merkjanna. í öðrum kafla þess, sem settur er upp líkt og krossa- próf sem ökunemar taka koma spurningar upp á skjáinn og þrjú svör. Nemandinn þarf að taka af- stöðu til' þess hvort svörin eru rétt eða röng og fær jafnhraðan að vita hvort hann hafi merkt við rétt svar eður ei. Geri nemandinn villu koma upp á skjáinn skýringar og rök- stuðningur við umrætt atriði. Nið- urstaða birtist jið loknum 30 spurn- ingum úr verkefninu og kemur þá fram hvaða spurningum var vit- laust svarað og hver réttu svörin eru. Jónas sagði að ökukennarar víða um land hafi tekið forriti sínu svo vel, að samið hafi verið við fram- haldsskólana á viðkomandi stöðum JÚLÍUS Havsteen ÞH-1, hinn nýi togari Höfða hf. á Húsavík, held- ur að öllum líkindum í fyrsta túrinn nk. sunnudag. Togarinn, sem var smíðaður árið 1987, var keyptur frá Grænlandi fyrir 270 milljónir króna á síðasta ári. Að undanförnu hefur verið unnið að viðhaldi og endurbótum á skip- inu í Slippstöðinni Odda hf. Þeirri vinnu er að ljúka og held- ur togarinn til heimahafnar á morgun, föstudag. Júlíus Havsteen ÞH er búinn rækjuvinnslubúnaði og verður hluta aflans landað hjá rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsa- um að setja forritið upp þar sem nemendur hafa aðgang að því. Nú Nýr Júlíus Havsteen ÞH til veiða á sunnudag víkur en einnig verður rækju pakkað um borð sem fer beint á erlendan markað. Helgi Kristjánsson, fjármála- stjóri Höfða, segir að Júlíus fari til rækjuveiða fyrir norðan land í vikunni var búið að setja forritið upp í 10 framhaldsskólum, á Akur- en einnig er til skoðunar að senda togarann til veiða á Flæmska hattinum. Helgi segir að vegna þess hversu mikið hefur verið að gera í Slippstöðinni Odda að undanfömu hafi vinna við lagfæringarnar tafist nokk- uð. Guðmundur Friðriksson, út- gerðarmaður frá Höfn, keypti gamla Júlíus án aflaheimilda á 135 milljónir króna og er hann áfram gerður út frá Húsavík. Togarinn, sem fengið hefur nafnið Þórunn Havsteen ÞH-40, er í sínum fyrsta rækjutúr á nýju ári. eyri, Húsavík, Reykjadal, Egilsstöð- um, Neskaupsstað, Selfossi, Suður- nesjum, Akranesi og Reykholts- skóla. Forritið er sett upp í fram- haldsskólum á þeim stöðum þar sem flestir eða allir ökukennarar hafa kejqjt forritið. Vann við verkefnið í frístundum „Ég hef verið að vinna að þessu í frístundum á síðustu tveimur árum,“ sagði Jónas. „Upphaflega ætlaði ég að útbúa eitthvert litil- ræði fyrir mína nemendur en verk- efnið vatt fljótlega upp á sig.“ Jónas sagði að aðrir ökukennarar hefðu sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og hann hefði því á síðasta ári ákveðið að útbúa alvöru forrit og bjóða ökukennurum það til sölu. Nú væri forritið farið í dreifingu til ökukennara um land allt, en það er aðeins selt ökukennurum sem þá fá jafnframt heimild til að taka af því afrit fyrir sína nemendur. „Ég stefni að því að vinna áfram að þróun þessa forrits, það eru margir möguleikar fyrir hendi, maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt sem hægt er að bæta við,“ sagði Jónas en m.a. ætlar hann að fjölga ljósmynd- um úr umferðinni og setja þær inn í stað teikninga. Valdemar Baldvins- son ehf. og Valgarður Stefánsson ehf. Heildsöl- urnar samein- aðar TVÆR heildsölur á Akureyri, Valdemar Baldvinsson ehf. og Val- garður Stefánsson ehf. verða sam- einaðar 21. janúar næstkomandi, en frá og með þeim tíma verður öll starfsemi fyrirtækjanna í húsa- kynnum Valgarðs Stefánssonar ehf. að Hjalteyrargötu 12 á Akureyri og verður því nafni haldið á fyrir- tækinu. Kassagerðin keypti Húsnæði heilsölu Valdemars Baldvinssonar ehf. við Hvannavelli hefur verið selt, en kaupandi að því var Kassagerð Reykjavíkur. Gunnar Kárason, fjármálastjóri Valgarðs Stefánssonar ehf., sagði að heildsölurnar hefðu verið þær stærstu á þessu sviði á Norður- landi, þ.e. með mat- og hreinlætis- vörur. Það væri sannfæring eigenda að stærra og öflugra fyrirtæki gæti þjónað viðskiptavinum sínum enn betur en hingað til. Áætlað væri að velta myndi aukast um 30-40% við sameininguna, en sölu- svæðið nær frá Blönduósi í vestri og allt austur til Austfjarða. „Eftir að farið var að halda veginum yfir Möðrudalsöræfi opnum yfir vetrar- mánuðina stækkað okkar markaðs- svæði,“ sagði Gunnar. Samdráttur hjá heildsölum Hann sagði að á síðustu misser- um hefði gætt samdráttar í starf- semi heildsala á Akureyri. Fjöl- margir nýttu sér að kaupa vörur m.a. fyrir smærri verslanir í KEA- Nettó, en þar væru margar vörur á lægra verði en í heildsölunum. Alls munu 15 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu eftir sameiningu. Störfin voru áður 17 og 'h. Starfs- fólki verður ekki sagt upp störfum vegna sameiningarinnar, en tveir hættu um áramót og verður ekki ráðið í þeirra stað. Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar samþykkt Tekj urnar um 170 milljónir TEKJUR bæjarsjóðs Dalvíkur á árinu eru áætlaðar 170,1 milljón króna. Rekstur málaflokka kostar 127,5 milljónir króna þannig að tekjur að frádregnum rekstrar- gjöldum verða 42,5 milljónir króna. Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórar í liðinni viku. Við gerð fjárhags- áætlunarinnar setti bæjarráð sér það markmið að halda rekstrar- gjöldum sem hlutfalli af tekjum bæjarsjóðs við 75% auk þess sem gengið var út frá því að engin ný langtímalán yrðu tekin á árinu. Langtímalán lækkuð Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri á Dalvík sagði að í Um fjörutíu milljónir afgangs til fjárfestinga áætluninni væri gert ráð fyrir að langtímalán lækkuðu um 26,6 milljónir króna á árinu. Til fjárfestinga verður varið um 40 milljónum króna. Helstu fjár- festingar bæjarins verða á sviði gatnagerðar og fráveitumála eða rúmar 9 milljónir króna, þá nema framkvæmdastyrkir til íþróttafé- laga 7,1 milljón króna. Til fjár- festinga á sviði fræðslumála verð- ur varið tæpum 5 milljónum króna og 5,8 til félagsþjónustu en auk þess verður tölvubúnaður á bæjar- skrifstofu endurnýjaður en kostn- aður við það er áætlaður 4,5 millj- ónir króna. I áætluninni er gert ráð fyrir sömu upphæð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og á liðnu ári eða 7,5 milljónum króna. Ekki liggur fyrir hver hlutur Dalvíkurbæjar verður þegar ný reglugerð sjóðs- ins tekur gildi og var því 2,5 millj- ónum króna óráðstafað við gerð fjárhagsáætlunar. Verði framlag- ið hærra en gert er ráð fyrir sam- þykkti bæjarstjórn að verja allt að 2,2 milljónum króna til malbiks og frágangs á gámasvæði á Sand- skeiði. Fasteignagjöld ekki hækkuð I bókunum sem fylgja fjárhags- áætluninni er samþykkt að fela íþrótta- og tómstundaráði að fara yfir starfsemi íþróttahúss og sundlaugar og leita leiða til að gera reksturinn hagkvæmari. Dalvíkurbær hefur ekki inn- heimt sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og við gerð fjárhagsáætlunarinnar varð niður- staðan sú að hækka ekki fasteig- nagjöld, þrátt fyrir heimild í ný- samþykktum lögum um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga. Morgunblaðið/Kristján JÚLÍUS Havsteen ÞH hefur verið í yfirhalningu hjá Slippstöðinni Odda hf. síðustu vikur en gert ráð fyrir að togarinn haldi til heimahafnar á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.