Morgunblaðið - 18.01.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 49
BREF TIL BLAÐSIIMS
Líknarsjóður
Langholtskirkju
Frá Skarphéðini Steinarssyni:
AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið
deilur milii prests og organista í
Langholtssöfnuði. Ekki hef ég í
hyggju að taka afstöðu í þeirri deilu.
Til þess er ég ekki bær auk þess sem
ég bý ekki í sókninni og því málið
mér óviðkomandi. Hins vegar þykir
mér ástæða til að að blanda mér í
þann hluta umræðunnar er snýr að
afa mínum og ömmu, sr. Árelíusi
Níelssyni og Ingibjörgu Þórðardótt-
ur. Nöfn þeirra hafa verið notuð í
gagnrýni á annan deiluaðilann.
Sr. Flóki Kristinsson hefur bæði
verið vændur um það að eigna sér
stofnun líknarsjóðs sem í raun hafí
verið verk sr. Árélíusar og eins hefur
verið látið að því liggja að hann
bæri eitthvað annað en hlýhug til
frumkvöðla safnaðarins.
Þegar Ingibjörg dó árið 1978
ákvað Árelíus að stofna sjóð til minn-
ingar um hana. Sjóðurinn skyldi vera
í vörslu Langholtskirkju og var til-
gangur hans m.a. að rétta þeim
hjálparhönd sem á því þyrftu að
halda. Á meðan fullra starfskrafta
Árelíusar naut við efldist sjóðurinn.
Eftir að hann hætti prestsskap má
hins vegar heita að einu tekjur sjóðs-
ins, utan tekjur af árlegri kaffisölu
kvenfélags kirkjunnar, hafi verið
framlag hans sjálfs. Sjóðsins beið því
ekkert annað en að lognast út af,
gleymast eins og örlög svo margra
sh'kra sjóða eru. Ekki bar á neinum
teljandi áhuga þeirra sem í Lang-
holtskirkju störfuðu, annarra en
kvenfélagsins, á því að efla sjóðinn.
Eftir að Árelíus dó í febrúar 1992
fórum við afkomendur þeirra hjóna
að huga að framtíð minningarsjóðs-
ins. Þá var sr. Flóki kominn til starfa
í Langholtskirkju. Hann gerði sér
grein fyrir mikilvægi líknarsjóðs við
Um orgelleik
í Hallgríms-
kirkju
kirkjuna. Varð úr, að hans frum-
kvæði, að stofnaður var Líknarsjóður
Langholtskirkju.
Ákveðið var að minningarsjóður-
inn skyldi vera stofnframlag sjóðs-
ins. í stofnskrá líknarsjóðsins er til-
gangur sjóðsins sagður vera sá að
styðja þá sem minna mega sín í söfn-
uðinum. Styrkir skuli veittir til að
leggja þeim lið og gleðja þá sem
minna mega sín vegna slysa, sjúk-
dóma eða tímabundinna fjárhagserf-
iðleika. Líknarsjóðurinn skal vera í
minningu Ingibjargar Þórðardóttur
Og Árelíusar Níelssonar.
í Morgunblaðinu 4. janúar sl. er
stutt bréf frá Guðmundi E. Pálssyni,
formanni sóknamefndar Langholts-
kirkju. Þar er látið að því liggja að
með bréfí sínu í Morgunblaðinu 30.
desember sl. hafí Flóki verið að eigna
sér verk sem honum bar ekki, þ.e.
stofnun líknarsjóðsins. Vonandi riíja
þessi skrif mín upp fyrir sóknamefnd-
arformanninum hvemig stofnun
Líknarsjóðs Langholtskirkju bar að.
Orð Flóka um safnaðarstarf í
Langholti, um það leyti sem hann
hóf þar störf, hafa m.a. verið túlkuð
sem svívirðingar í garð látinna frum-
heija safnaðarins. Hvað varðar hug
Flóka til Árelíusar og Ingibjargar
þá hefur hann sýnt ævistarfi þeirra
mikinn og einlægan áhuga. Ekki
hefur borið á neinu öðm en hlýhug
í þeirra garð. Hann hefur lagt sig
fram um að heiðra minningu þeirra.
Hann hefur m.a. kynnt sér vel hand-
rit sem Árelíus skyldi eftir sig þar
sem hann segir sögu Langholtssafn-
aðar frá upphafi og til þess dags er
hann hætti þar störfum.
SKARPHÉÐINN STEINARSSON,
Tómasarhaga 42, Reykjavík.
TEPPAMARKADUR
íFAXAFENI5
EKTA HANDUNNIN PERSNESK TEPPIOG MOTTUR
STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN, 20-70%
t.d. Persneskur Meshgin 150x101 cm.
Afganskur Bukhara 150x100 cm.
Persneskur Varamin 215x122
Kasmir Sailor 165x95 cm.
Persneskur Nain með silki 325x195 c\
Karatchi Jaldar 285x223 cm.
Persneskur Bidjar 175x102 cm.
Karatchi Kafkas 95x64 cm.
ANTIKVERSLUNIN FLYTURINNAN TÍÐAR í
AÐALSTRÆTI 6 (MORGUNBLAÐSHÚSIÐ)
axoeo 11.000
TKOOO 10.000
jb^ooo 52.000
í^oeo 4.800
meeo 160.000
16^000 67.000
jiMOO 98.000
L&oeo 6.000
OPIÐ VIRKA
DAGA KL .10-18
LAUGARD. KL. 12-16.
BORG
NÆG BILASTÆÐI
HEITT KAFFI
ÁKÖNNUNNI
Frá Bergnýju Hannah:
GOTT bréf og skemmtilegt frá Vali
Óskarssyni birtist í Morgunblaðinu á
föstudaginn og vil ég þakka honum
fyrir það. Þar talar hann m.a. um
orgelleikinn í Hallgrímskirkju á að-
fangadagskvöld.
Einnig ég varð vitni að því að orgel-
leikarinn sat ekki aðgerðalaus! Fram-
arlega í kirkjunni, þar sem ég stóð,
skynjaði ég stundum að kórinn var
að byija á versi, en orgelleikarinn að
ljúka því. Hvílíkur dómadagshávaði.
Hvar var gleðin, mýktin og fegurðin.
Sennilega er ekki rétt að líta á sig
sem fómarlamb, heldur að þakka fyr-
ir þann lærdóm sem draga má af þess-
ari reynslu. Mæta með eymatappa í
Hallgrímskirkju um næstu jól eða ráða
sig í kórinn til að heyra í honum eða
fara bara í Langholtskirkju.
Víst er að organistinn lagði sitt
af mörkum í Hallgrímskirkju á að-
fangadagskvöld.
Það er mjög jákvætt að hann getur
spilað á orgel, en í stað þess að vera
hluti af tónlistinni urðu þrumutónar
orgelsins að yfirgnæfandi öskri.
Allt þróast og ef til vill á organist-
inn eftir að komast í samband við
kórinn og söfnuðinn - einhvem
tíma...
BERGNÝ HANNAH,
Dalhúsum 80, Reykjavík.
[ c i LDAmar x ]
HAGÆÐA
LEIKFIMIFATNAÐUR
VERSIANIR
LAUGAVEGI 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717
O' »© . ©•
hefst kl. 9 í dog
bOAQSI
bonkcistræti 11 B
T
I